Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
11
KR.hRISTJANSSDN.HF.
SUDURLANDSBRAUT 2 • SlMI 3 53 00
hugsjón skátahreyfingarinnar.
En frá veruleik til hugsjónar er
leiðin löng. Tryggvi Þorsteinsson
orðar það svo I hinni fyrstu af
fjórum ágætum greinum sfnum í
bókinni: „Mikil hugsjón er eins
og stjarna. Maður nær henni ekki,
en hún er leiðarmerki, sem að
skal stefnt." Skátabókin veitir
leiðsögn um þessa viðleitni: að
þroska með sér „vilja og fram-
kvæmd og heilbrigt verðmæta-
skyn". Henni er lýst nákvæmlega
í þeim köflum bókarinnar, sem
fjalla um líf og starf skáta allt frá
hikandi byrjendum til dróttskáta
og rekka, hins reynda forystuliðs.
Samt er furðu lítið um þurran
fróðleik, oftar sprettur orðið af
lifandi reynslu, stundum með
skemmtilegri hnittni.
Skátalff er þó f jarri þvf að vera
leikur einn og skemmtun. „Vertu
viðbúinn." Þetta kjörorð krefst
kunnáttu, forsjár og dirfsku, þeg-
ar á reynir. Hversu oft heyrum
við ekki kallað á hjálparsveit
skáta, þegar leita þarf týndra
manna, sem óttazt er að séu f
bráðum háska. Og ávallt eru þeir
viðbúnir, ekki aðeins hið ytra
heldur einnig að langvarandi
þjálfun og kunnáttu. Enginn veit
fyrirfram, hvers aðstæðurnar
kunna að krefjast: Leit að týnd-
um manni í óbyggðum, e.t.v. á
jökli, leitir f sambandi við meint
flugslys eða sjóslys, fyrsta aðgerð
að sárum slasaðra, lífgun úr
dauðadái. Vertu viðbúinn þeim
vanda, sem þér kann að bera að
höndum.
Skátabókin á að auðvelda þenn-
an viðbúnað. I henni er rakið,
hvernig ungt fólk getur aflað sér
nauðsynlegrar kunnáttu, losað sig
við fum og mistök viðvaningsins
og lært að leysa hvern vanda eins
og aðstæðurnar leyfa framast. At-
hygli ungra skáta er sérstaklega
vakin á því, að hirðuleysi eða van-
ræksla einstaklings getur leitt
heilan hóp í opinn háska. Keðjan
er nákvæmlega jafn sterk og
veikasti hlekkurinn í henni,
sláandi Ifking, sem þeir túlka f
ýmsum tilbrigðum. Og hún á ekki
við skátana eina. Bæði á sjó og
landi verða hörmuleg slys fyrir
vanþekkingu á aðstæðum, skort á
forsjálni og fyrir þann misskiln-
ing, að gálaus fífldirfska og hug-
rekki séu eitt og hið sama. Við
lestur Skátabókarinnar verður
manni ljóst, að sams konar for-
sjálni og þekking, sem góðir skát-
ar beita við útilegur, ferðir að
sumri og vetri og loks við fyrr-
greind björgunarstörf, er einnig
nauðsynleg okkur, sem leitum
björgunarsveita skáta. Hin ágæta
grein Páls Gíslasonar læknis:
Hjálp í viðlögum, er holl lesning
fyrir hvern þann, sem vill verða
fær um að veita sjúkum og slösuð-
um fyrstu hjálp eða vekja mann
úr dauðadái. Greininni fylgir
mikill fjöldi skýringarmynda og
er að þeim hinn mesti fengur.
Einmitt í hinum margvíslega
vanda björgunarstarfsins ásann-
ast, að allt, sem skátum er ætlað
að kunna, getur komið að beinum
notum.
Samt mega þessar nytsemdar-
hugleiðingar ekki skyggja á það,
að Skátabókin flytur boðskap um
gleði og lífsnautn og bendir á
viðfangsefni fyrir tómstundaiðju.
Leikur og alvara heitir grein eftir
Guðmund Arnlaugsson rektor. Sá
titill mætti vel standa sem þátta-
heiti þeirra greina, sem fjalla sér-
staklega um heillandi tómstunda-
iðju, inni eða úti, svo sem tafl,
frfmerkjasöfnun. lax- og silunes-
veiði, siglinga- og flug-
nám, hirðingu og notkun
reiðhesta — vanda og yndi
þvílfkrar iðju er lýst á ein-
faldan og skipulegan hátt.
Náttúrunnar má njóta með
margvíslegum hætti: skoðun dýra
og fuglalffs, söfnun jurta og
Framhaid á bls. 33
steina, ágrip af jarðsögu tslands,
leiðbeiningar um skoðun himin-
geimsins, siglingar, veðurfræði og
flug. Efnið er miklu fjölþættara
en svo, að hér verði upp talið, en
trúlegt þykir mér, að margur les-
andi muni skyndilega sjá glitra
djásn, sem hefir raunar lengi leg-
ið við leið hans án þess hann tæki
eftir.
Bókin hefst á grein eftir Asgeir
Asgeirsson forseta, sem hapn
samdi skömmu fyrir andlát sitt.
Hann var verndari íslenzkra
skáta. Og bókinni lýkur meðgrein
eftir dr. Kristján Eldjárn forseta
Islands. Báðir leggja þeir áherzlu
á náin kynni æskunnar og raunar
þjóðarinnar allrar af landi sínu,
sérstæðri fegurð þess og þau tæki-
færi til þroskandi reynslu og lífs-
nautnar, sem það býður fram. Um
það segir dr. Kristján Eldjárn:
„Við skulum vitandi vits stefna
að því að nota okkur þessi Iffsins
gæði, sem okkur hafa fallið í
skaut án eigin tilverknaðar, gæði
sem milljónir manna þrá, en
verða að neita sér um. En til þess
verðum við að haga okkur eins og
landnámsmennirnir, við verðum
að nema landið, nema það á nýjan
leik, hver einstaklingur og hver
kynslóð, nema það með hug og
hjarta. Til þess þarf vilja og fram-
kvæmd og heilbrigt verðmæta-
skyn.“ (Bls. 358).
Þessi orð lýsa vel einni megin-
Skátabókin. Utg. Bandalag
fslenzkra skáta, Rvfk 1974.
Vilbergur Júlfusson bjó til prent-
unar.
„Þessi bók er gefin út í tilefni
ellefu hundruð ára afmælis ts-
landsbyggðar og tileinkuð land-
námsmönnum, fyrstu fslenzku
skátunum. Hún er jafnframt gef-
in út í tilefni fimmtíu ára afmælis
Bandalags fslenzkra skáta, en þaó
var stofnað 1924. Loks er Skáta-
bókin gefin út í tilefni sextfu ára
skátastarfs á Islandi og henni lýk-
ur með skátaannál 1912—1972."
— Þannig farast ritstjóra orð í
eftirmála bókar.
Skátabókin nýja stenzt fyllilega
þær kröfur, sem felast í þessu
þrfþætta tilefni. Hún er vandað
rit í alla staði, fjölbreytt að efni,
30—40 greinar eftir nafnkunna
höfunda, mikill fjöldi skýringar-
mynda og fegurstu landslags-
mynda auk mynda úr starfi skát-
anna. Bókin spannar yfir miklu
vfðara efnissvið en það, sem snýr
einkum og sér í lagi að skátum,
enda eru skátar hvorki sértrúar-
flokkur né sérhagsmunasamtök
heldur sveit framtaksamrar
okkur tilbreytni og hvíldar í
ferðalögum um óbyggðir, treyst-
andi á tjald okkar, malpoka og
ratvísi. Og sú skyggni, sem lýkur
upp fyrir okkur tign og töfrum
náttúrunnar, er öræfafaranum
jafn nauðsynleg og skátanum, en
einnig til hennar veitir Skátabók-
in trausta leiðsögn.
Ekki er rúm til að rekja efnis-
þætti bókarinnar. Að meginefni
fjallar hún vitanlega um skáta-
fræði og skátalíf, ótrúlega fjöl-
breytt efni. Skátar þurfa margt að
kunna: allt frá pökkun bakpokans
til skipulagningar stórmóts og
tjaldborgar. „Góð meining enga
gerir stoð“ nema henni fylgi sam-
svarandi verkkunnátta. Þetta
kemur m.a. fram í starfi
Erum aö fá síöustu Ford Bronco bílana fyrir veröhækkun
frá verksmiöjunum.
Leitið upplýsinga og gangið frá pöntun
Sölumenn í síma 35300.
æsku, sem vill ástunda og þroska
með sér traustustu eðlisþætti
þjóðar sinnar. Þess vegna fá ýms-
ir þættir almennrar nútímaþekk-
ingar mikið rúm í bókinni, svo
sem um ferðalög, útilegur,
náttúruskoðun. söfnun jurta og
Vertu viðbúinn skátabókin