Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35,00 kr. eintakið. Fréttir Morgunblaðs- ins síðustu daga um sérkennilegar mannaráðn- ingar í fríhöfn og við toll- gæzlu á Keflavíkurflug- velli hafa að vonum vakið nokkra athygli. í forystu- grein dagblaðsins Vísis sl. föstudag er fjallað um þessi mál og þar sagði m.a.: „Bandarískir þingleiðtogar hafa sakað Nixon Banda- ríkjaforseta um það, sem þeir kalla „tvöfallt sið- gæði“ í afstöðu hans til rannsóknar Watergate- hneykslisins. Engu er líkara en vinstri stjórnin á Islandi hafi á valdaferli sínum viljað koma á tvö- földu siðgæðismati í stjórn- málum undir kjörorðinu: Okkur er allt leyfilegt — aðrir verða að sætta sig við eðlilegar hömlur." Vissulega er mikið til í því, að vinstri flokkarnir hafi á þriggja ára valda- ferli sxnum ástundað tvö- fallt siðgæðismat. Þó hefur verið sérstaklega athyglis- vert að fylgjast með því, hvernig vinstrisinnaðir æskumenn hafa í fram- kvæmd staðið við ýmsar kenningar, sem þeir hafa haldið á loft hin síðari ár. Eitt af því, sem mjög hefur einkennt vinstri bylgjuna, sem um tíma gekk yfir hjá nemendum í svonefndum æðri skólum, en er nú að fjara út, er krafan um aukið og virkara lýðræði. Hin síðari ár hafa vinstri- sinnaðir stúdentar haft tögl og hagldir í stúdenta- ráði Háskóla íslands og mætti ætla, að þeir hefðu þar unnið að því að koma á virkara lýðræði í starfi stúdenta. En það er öðru nær. Stúdentablað er glöggt dæmi um þetta. Stúdentablað er gefið út af stúdentaráði, og undir út- gáfu þess er staðið með fjárframlögum frá hverj- um einasta stúdent, sem innritast í Háskóla Islands. Ætla mætti, að blað þetta iðkaði opna og frjálsa blaðamennsku f samræmi við boðaðar kenningar þeirra vinstri manna, sem því stjórna. En því fer fjarri. Þvert á móti er blað þetta notað sem einkamál- gagn vinstri manna í há- skólanum og beinlínis komið í veg fyrir, að á síð- um þess fari fram opnar og frjálsar umræður. Að út- gáfu blaðsins er staðið eins og gerist um blaðaútgáfu í einræðisríkjum, þar sem einungis skoðanir hinna ráðandi afla fá að sjá dags- ins ljós. Það yrði lítið eftir af lýðræðinu á íslandi, ef þeir, sem ráða ferðinni í stúdentaráði og við Stúd- entablaðið, kæmust til áhrifa í íslenzku þjóðlífi. Hér er glöggt dæmi um tvenns konar siðgæðismat. Vinstrisinnaðir stúdentar krefjast þess af öðrum, að lýðræðið verði virkara, en þar sem þeir sjálfir ráða, skulu einræðislegir stjórn- arhættir ráða ríkjum. Sama afstaða hefur m.a. komið berlega fram í störf- um meirihluta útvarpsráðs og ýmissa þeirra vinstri manna, sem stjórnað hafa sjónvarps- og útvarpsþátt- um. Þar hafa ein lög náð yfir vinstri menn, en önnur yfir alla aðra. Allt er þetta spilling. Vinstri flokkarnir hafa lengi haldið því fram, að einhver dularfull „gróða- öfl“ standi að Sjálfstæðis- flokknum og undir handar- jaðri þeirra þróist margvís- leg spilling. En hvað segja menn um þær mannaráðn- ingar á Keflavíkurflug- velli, sem Morgunblaðið hefur sagt frá undanfarna daga? Starfsmaður í frí- höfn er dæmdur fyrir að smygla áfengi út úr frí- höfninni og selja það með ólögmætum hætti. Hann er endurráðinn í nær sams konar starf eftir að hafa gerzt brotlegur við lög. Tollvörður játar með dóms- sátt sekt og að hann hafi gerzt brotlegur við lög. Hann er endurráðinn í sama starf. Fyrrverandi bifreiðastjóri fjármálaráð- herra er skipaður f starf í fríhöfninni. Hann mætir aldrei til vinnu, er samt hækkaður í tign, ber fyrir sig læknisvottorð, getur samt unnið á kosninga- skrifstofu Framsóknar- flokksins og er loks tekinn af launaskrá um síðustu mánaðamót, eftir að starfs- menn í launadeild fjár- málaráðuneytis sjá frétt um það í blaði, að hann hafi aldrei mætt í vinnu. Samt hafði forstöðumaður frí- hafnar margsinnis tilkynnt viðkomandi ráðuneyti, að maðurinn hefði aldrei mætt til vinnu. Þetta er spilling. Þjóðfélag okkar er að mörgu leyti sérstætt. Fá- mennið gerir það að verk- um, að návígið er meira en hjá öðrum og mannfleiri þjóðum. Þetta hefur leitt til þess, að umburðarlyndi er hér meira en annars staðar. Og þannig á það að vera. En umburðarlyndi eru viss takmörk sett. Mað- ur, sem gerzt hefur brot- legur við lög og tekið út sína refsingu, hefur þar með gert upp sínar sakir við þjóðfélagið. Hann á ekki að þurfa að bera brot sitt á bakinu til æviloka. Og vissulega ber að greiða fyr- ir því, að menn, sem hafa hrakizt úr starfi fyrir lög- brot, fái störf að nýju. En það er fullkomið blygðunarleysi að ráða þá í sín fyrri störf, eins og ekk- ert hafi í skorizt. Mál fyrrverandi bifreiða- stjóra fjármálaráðherra er sérstaks eðlis. Þar hefur flokksmaður í Framsóknar- flokknum bersýnilega þeg- ið laun úr ríkissjóði — af fé skattborgara — í rúmlega hálft ár, án þess að hann hafi unnið fyrir þeim laun- um, — nema á kosninga- skrifstofu Framsóknar- flokksins. Það er eitthvað meira en lítið rotið í þjóð- félagi, þar sem valdamenn leyfa sér að stunda vinnu- brögð af þessu tagi. Þessi þrjú dæmi, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni um óheyrilega spillingu í kerfinu, vekja upp grun- semdir um, að fleiri flóra þurfi að moka eftir þriggja ára vinstri stjórn en menn hingað til hafa haldið. Og því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að skýringar Einars Ágústs- sonar, utanríkisráðherra, sem ber ábyrgð á þessum mannaráðningum og Morgunblaðið birti sl. laugardag, eru haldslausar og hefðu betur legið milli hluta. SPILLING Petrosjan vinninga- hæstur í Nizza I SlÐASTA þætti frá Ölympíuskákmót- inu f Nizza voru birtar þrjár skákir frá hendi sovézku stórmeistaranna og höfðu þá birzt f þættinum skákir eftir þá alla nema einn — Tigran Petrosjan fyrrver- andi heimsmeistara. En sfzt má Petrosj- an verða útundan nú, hann náði beztum árangri allra f sovézku sveitinni og Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR sennilega beztum árangri allra kepp- enda á mótinu, eða 12V4 v. úr 14 skákum. Árangur hvers einstaks af sovézku stór- meisturunum varð annars sem hér seg- ir: Karpov 12 af 14, Kortsnoj IIZ af 15, Spassky 11 af 15, Petrosjan 12Z af 14, Tal 11Z af 15 og Kuzmin 12Z af 15. Við skulum nú líta á eina skák, sem Petrosjan tefldi í mótinu, hún var tefld f viðureign Sovétmanna og Spánverja, en þar sigruðu hinir fyrrnefndu með 4—0 Hvftt: T. Petrosjan (Sovétrfkin). Svart: Visier (Spánn). Kóngsindversk vörn 1. c4 — Rf6, 2. Rc3 — g6, 3. e4 — d6, 4. d4 — Bg7, 5. f3 — c6 (Enn mun algengast, að SSmischaf- brigðinu sé mætt með 5. — e5, en þetta afbrigði hefur átt vaxandi vinsældum að fagna að undanförnu). 6. Be3 — a6, 7. c5 (Þessi leikur miðar að þvf að draga úr áhrifum svörtu peðaframrásarinnar á drottningarvæng. Aðrir góðir leikir eru hér t.d. 7. a4, 7. Bd3, 7. Rge2 og 7. Dd2). 7. — 0—0, 8. Rge2 — a5 (I skák þeirra Roberts Byrne og Bent Larsen á millisvæðamótinu f Leningrad 1973 varð áframhaldið hér: 8. — Rbd7, 9. Rcl — b5, 10. Be2 — dxc5, 11. dxc5 — Re5,12. Dc2 — Be6 o.sv.frv.). 9. cxd6 — exd6, 10. Rg3 — He8, 11. Dd2 — b5, 12. Be2 — d5 (Hér kom einnig sterklega til greina að leika 12. — Rbd7, ásamt c5). 13. e5 — Rfd 7, 14. Bh6 — b4, 15. Ra4 — Bxh6, 16. Dxh6 — Ba6, 17. h4! (Hvítur blæs þegar til sóknar gegn svarta kóngnum, sem er orðinn heldur liðfár til varnar). 17. — Bxe2, 18. Kxe2 — Ra6, 19. h5 — Rf8, 20. Hacl — Ha7, 21. Kf2 (Ekki 21. Hxc6 vegna 21. — Dd7, 22. Hhcl — Rb8, 23. Rb6 — Db7, 24. Hf6 — Ha6, 25. Ra4 — Hxf6). 21. — Re6, 22. hxg6 — fxg6, 23. Hh4 — Hc7 (Þessi leikur felur í sér gildru: 24. Hxc6 og nú má svartur ekki svara með -24. — Hxc6 vegna 25. Dxh7+ og mátar, en hann getur leikið 24. — Dxh4, 25. Dxh4 — Hxc6 og losnað þannig úr verstu klemmunni). 24. Hg4 — Hf 8 (Nú fær hvftur færi á að ljúka skák- inní á skemmtilegan hátt, en svarta stað- an var allavega töpuð). 25. Hxg6+! — hxg6, 26. Dxg6+ — Rg7 (26, — Hg7 var auðvitað engu betra). 27. Hhl — Hf4 (Eða 27. — De8, 28. Dh7+ — Kf7, 29. Rf5 og vinnur). 28. Rh5 — Hcf7, 29. e6 og svartur gafst upp. Helgi Hálfdanarson: í Hollandi ég hattínn fékk EITT af þvf sem prýðir íslenzkt mál, er fallbeiting án forsetninga. I þeirri fþrótt mun tunga vor flestum slyngari, enda eru dæmi þess daglega á hvers manns vörum. Hér virðist þó gæta nokkurrar hnign- unar á síðustu árum. Reynt er að troða inn forsetningum sem víðast, og að sama skapi sljóvgast skilningurinn á gildi sjálfstæðra aukafalla. Glöggt dæmi um þetta er orðalagið að forða slysi og of- sóknin á hendur því. Áratugum saman hefur þessi ágæti talsháttur verið hund- eltur með þeim freka útúrsnúningi, að hann hljóti að merkja forða slysinu frá einhverju. Engum getur þó dulizt, að merkingin er sú, að einhverju, sem ekki er nefnt, er forðað frá slysi. En í stað þess að nota forsetningu, er hið sama sagt með þágufallinu einu saman, einsog þegar sagt er að firra óhappi eða skirra vandræðum. Þó að hegðun sagnanna forða, firra og skirra sé ekki hin sama í hvívetna, munu vandfundin boðleg rök gegn þessari notkun sagnarinnar að forða, enda var hún algeng til skamms tíma. Hinsvegar kynni það að freista mín til hártogunar, ef ég er í vondu skapi, að bæði andlög þeirrar sagnar standa í þágufalli; enda er forsetning ekki látin niður falla, þegar þau eru bæði í setn- ingu, t.d. „Naumlega tókst að forða barni frá slysi“, og yfirleitt ekki nema fyrra andlagið sé óákveðið, einsog t.d. forða slysum, vandræðum, tjóni, háska, hneyksli, sjúkdómum, o.s.frv. Það hafa þótt sjálfsagðir mannasiðir, að sá sem talar, eigi kröfu á því, að sá sem við er rætt, vilji skilja en ekki misskilja. Og þegar ég heyri einhvern segja „Naumlega tókst að forða slysi", þá sýni ég manninum helzttil litla kurteisi, ef ég saka hann um að tala einsog fífl, Mér væri nær að vilja skilja, að hér skartar fslenzkt mál einum sinna fögru kosta. Raunar er svo komið fyrir linnulausan áróður, að varla þorir nokkur maður framar að taka sér í munn orðasamband- ið forða slysi, annaðhvort af misskilinni málvöndun, eða af ótta við að verða kjöldreginn fyrir dáraskap. Heldur er klastrað saman að koma f veg fyrir slys eða einhverju ámóta hrúgaldi. Sumir virðast telja, að sjálfstætt þágu- fall með forða sé eitthvert nýsprottið illgresi, vegna þess hve seint þess gætir í rituðu máli. En hver er svo gamall að hafa ekki f æsku heyrt roskið fólk segja „Guð forði því!“, ef um háska var rætt. Fyrir svosem öld sagði Matthfas Jochumsson „Forði guð að svo sé.“ og á öðrum stað „Forði góður guð, að ást og hagsæld .. skuli ei aukast". (Bæði dæm- in úr þýð. Óthelló.) Og Jón lærði (f.1574) hefur sem viðlag í Áradalsóði sínum „Forða hríðum,/ forða mér við hriðum". I sfðari línunni er til ítrekunar komið fyrra andlag (mér) og þess vegna lfka forsetning (við). Ekki veit ég um aldur hattar-vísunnar góðu; en kannski Jón lærði hafi kunnað hana: I Hollandi ég hattinn fékk, hann hagar mínu lyndi, forðar hann hríðum, frosti, snjó og vindi. Hvert skyldi hatturinn sá hafa forðað frostinu, snjónum og vindinum, og und- an hverju? Helgi Hálfdanarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.