Morgunblaðið - 16.07.1974, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI1974
15
Albert sterkastur í
BORGARFULLTRUAR f Reykja-
vfk háðu með sér mikla golf-
keppni á laugardaginn á velli GR
f Grafarholti. Alls voru það 11,
sem mættu til keppninnar og
léku þeir tvfliðaleik, þ.e.a.s. með
hverjum borgarfulltrúa var einn
kylfingur úr röðum GR-manna og
léku þeir til skiptis borgarfulltrú-
inn og GR-kylfingurinn. Albert
Guðmundsson og Kristinn Berg-
þðrsson báru sigur úr býtum á 46
höggum með forgjöf. Birgir Is-
leifur Gunnarsson borgarstjóri og
Guðmundur S. Guðmundsson for-
maður GR urðu f 2. sæti með 48
högg.
Þriðju urðu Hilmar Guð-
laugsson og Óiafur Agúst Ólafs-
son á 49 höggum, þannig að sjá
má að keppnin hefur verið mjög
hörð.
Birgir
á eftir
Isleifur Gunnarsson varð f öðru sæti f golfkeppni borgarfulltrúa
Albert Guðmundssyni.
Þröstur Stefánsson:
„Akurnesingar hafa
ekki verið heppnir”
„Ótrú-
legt hve
staða
Fram er
slæm”
— Mér finnst það hreint ótrú-
legt, að staða Framaranna sé ekki
betri en raun ber vitni. Að lið
með eins góða leikmenn og Fram
hefur á að skipa skuli vera f fall-
baráttu, nei, það var nokkuð, sem
ég átti ekki von á. Það var Elmar
Geirsson, hinn snjalli sóknarieik-
maður Fram og Iandsliðsins, sem
mælti þessi orð. Elmar kom til
landsins á laugardaginn gagngert
til að gera það, sem hann gæti til
að hjálpa félögum sfnum f Fram.
— Ég er f upplestrarfrfi f skól-
anum og get verið heima f um
fjórar vikur. Þann tfma mun ég
leika með Fram og gera það, sem
ég get til að bæta stöðu liðsins.
Það er ekki nokkur vafi á þvf,
að Elmar mun hleypa Iffi f hina
mjög svo bitlausu Frammara.
Elmar ræður yfir hraða og krafti,
sem kemur hvaða vörn sem er úr
jafnvægi. Elmar stundar tann-
læknanám f V-Berlfn og lýkur
námi sfnu f haust. Við spurðum
Elmar, hvað þá tæki við.
— Ég reikna með að verða
áfram f Þýzkalandi og vinna við
tannlækningar. Eg hef þó einnig
mikinn áhuga á að leika knatt-
spyrnu, en ekki það mikið, að ég
geti ekki sinnt starfi mfnu. Sfð-
astliðinn vetur lék ég með Berlfn-
ar-félaginu Hertu Zehlendorf og
gekk okkur mjög vel, f f jórða sæti
f Berlfnardeildinni og f úrslitum f
bikarkeppninni. Sá úrslitaleikur
fer fram um næstu helgi, ég get
að vfsu ekki leikið þann leik, þar
sem ég tók mitt gamla félag fram
yfir þýzka liðið. Eigi að sfður á ég
talsverða möguleika á að verða
bikarmeistari Berlfnar.
— Sfðastliðinn vetur fékk ég
tvö tilboð um að gerast atvinnu-
maður f knattspyrnu með Berlfn-
arfélögum. Ég gat ekki tekið
þessum tilboðum vegna námsins
og það þarf að vera gott tilboð,
sem ég fæ, til að gerast algjör
atvinnumaður f greininni.
Ekki segist Elmar hafa getað
æft sem skyldi sfðastliðinn vetur
vegna námsins. Þrátt fyrir það
mun Elmar örugglega verða fljót-
ur að ná sér á strik með Fram og
ef til vill verður þessi dugmikli
leikmaður til að bjarga Fram úr
fallhættu f 1. deildinni.
Kvaddi hvorki
kóng né prest
DUNCAN McDowell þjálfari 1. deildarliðs
tBV mun vera hættur störfum hjá félaginu.
Eftir leik IBV og Vals á föstudaginn hélt
Duncan til Skotlands án þess að kveðja kóng
eða prest. Mun Duncan, sem einnig var með
lið IBV f fyrra, hafa verið óánægður með
árangur líðsins f sumar. Viktor Helgason,
sem þjálfaði lið tBV fyrir tfð Duncans hefur
tekið við liðinu, til bráðabirgða að minnsta
kostl.
AKURNESINGAR hafa frá byrj-
un Islandsmótsins trónað f efsta
sæti 1. deildar. Það hefur heil-
mikið verið rætt um það f blöðum
og samtölum á milli fþróttaáhuga-
manna, að heppni þeirra hafi
verið alveg einstök f sumum
leikjum. Þessar umræður hafa
vakið almcnna reiði meðal Akur-
nesinga. Þvf sneri Mbl. sér til
Þrastar Stefánssonar að loknum
leik IBA og lA og spurði hann um
þessi mál og önnur:
,,Ég tel alveg fráleitt, að Akra-
nesliðið hafi verið neitt sérstak-
lega heppið í leikjum sínum, ef
undan er skilinn leikurinn gegn
Vlkingi. Vfkingur átti mun meira
I leiknum, án þess að ég vilji
halda því fram, að þeir hafi átt að
sigra I þeim leik. Það skiptir jú
öllu að nýta tækifærin. I sumum
leikjanna höfum við haft yfir-
burði, eins og gegn ÍBK, og við
höfum einnig verið óheppnir, t.d.
gegn Akureyringum nú I dag og
gegn KR á dögunum."
— Hvað viltu segja um leikinn í
dag?
„Akureyringarnir voru vissu-
lega heppnir að hljóta ann-
að stigið, enda var það auð-
séð á þeim í leikslok, að
þeir voru ánægðir. Við hefðum
átt að skora úr einhverj-
um af þessum tækifærum,
sem við fengum í fyrri hálfleik,
og pressan, sem var á mark Akur-
eyringanna I seinni hálfleik, hefði
átt að gefa fleiri tækifæri".
— Finnst þér knattspyrnan
núna breytt frá því, sem hún var?
„Mér finnst fótboltinn ósköp
svipaður og hann hefur verið,
kannski helzta breytingin sú, að
sum liðanna hugsa meira um
vörnina en áður. Þetta á þó alls
ekki við um Akranesliðið. Þá
finnst mér einnig athyglisvert að
mörkin dreifast á fleiri leikmenn
en áður. Annars er það sama uppi
á teningnum nú og áður, það er
númer eitt hjá öllum liðum að fá
ekki á sig mark.“
— Þú ert væntanlega ánægður
með frammistöðu ykkar Skaga-
manna I sumar?
„Já, vissulega er ég það. Það
hefur verið mikill áhugi hjá leik-
mönnum liðsins og þeir eru allir I
toppþjálfun. Enda þarf slíkt að
vera, ef lið á að ná vel saman.
Samheldni og góður þjálfari hafa
skapað þennan árangur öðru
fremur. Við ætlum okkur hvergi
að slaka á I sumar, og það er
takmarkið að endurheimta ís-
landsbikarinn upp á Skaga á ný.“
— SS.
Elmar Geirsson ásamt nokkrum félögum sfnum I landsliðinu. Guðgeir
er til hægri, Gfsli Torfason til vinstri.
Um fótum troðna dómarastétt
Knattspyrnudómarar vinna
án efa það starf innan knatt-
spyrnufþróttarinnar/ sem er
vanþakklátast. Nauðsyn þess er
þó það mikil, að án dómaranna
myndi knattspyrnan tæplega
þrffast. Ekki er minni nauðsyn
á þvf, að dómararnir standi sig.
Valdi dómari ekki hlutverki
sfnu, getur hann eyðilagt
heilan leik og jafnvel um leið
heilt mót.
I sumar hafa flestir hinna
erlendu þjálfara, sem hér eru,
kvartað míkið yfir slælegri
frammistöðu dómara. Þessir er-
lendu kappar, sem mikla
ánægju hafa af þvf að tjá sig
opinberlega, hafa farið fram á
það við dómara, að þessir aðilar
haldi meðsér umræðufund. Þvf
miður hefur enn ekki orðið af
þessu stcfnumóti þjálfara og
dómara; ætti það þó að vera
báðum aðilum til góðs og knatt-
spyrnunni mikilvægt.
Það eru fleiri en erlendu
þjálfararnir, sem kvartað hafa
yfir frammistöðu dómara. Leik-
menn eru óánægðir og sömu-
leiðis fréttamenn. Það er
algengara að sjá f gagnrýni um
knattspyrnuleiki, að þessi eða
hinn dómarinn hafí staðið sig
slælega eða jafnvel illa; heldur
er fátftt að viðkomandi dómari
fái hrós f hnappagatið.
Eitt af þvf fáa, sem gerir
knattspyrnudómarastarfið eft
irsóknarvert, er vonin um að
verða millirfkjadómari. 1 þann
flokk komast aðeins þeir „hæf-
ustu“ hverju sinni. Undanfarin
ár hefur fslcnzk dómarastétt
haft sjö millirfkjadómara-
skfrteini til úthlutunar. Fyrir
nokkru var gengið frá þvf,
hverjir sjö væru millirfkja-
dómarar f ár, og eru það þeir
sömu og sfðastliðið sumar:
Einar Hjartarson, Hannes Þ.
Sigurðsson, Magnús V. Péturs-
son, Guðmundur Haraldsson,
Rafn Hjaltalfn, Guðjón Finn-
bogason og Eysteinn
Guðmundsson. Falli einhver
þessara dómara út, er Óli Olsen
varamaður.
Lfta má á dómarastéttina
eins og knattspyrnulið. Þeir
beztu eru valdir f aðalliðið;
hinum raðað á bása eftir aldri,
reynslu og getu. Undirritaður
fær þó ekki séð, að þessi siður
hafi verið viðhafður, þegar
ákveðið var, hverjir yrðu milli-
rfkjadómarar f þetta skiptið.
Gamall vani virðist hafa ráðið
ferðinni. Ekki frammistaða
innan vallar, sem þó ætti að
skipta mestu máli, eða hvað?
Ekki má taka þessi orð þann-
ig, að undirritaður sé f einu og
öllu á móti þessu vali. I hópn-
um eru menn eins og Magnús
Pétursson, sem fengið hefur
mjög góða dóma f leikjum
sfnum erlendis; Hannes Þ. Sig-
urðsson, sem segja má, að sé
einn helzti lærifaðir dómara
hér á landi; Einar Hjartarson
og Guðmundur Haraldsson,
sem báðir hafa dæmt vel f
sumar.
Það er ekki til að auka hæfni
knattspyrnudómara á Islandi,
ef einhver annarleg vinnu-
brögð ráða. Maður skyldi ætla
að millirfkjadómarar þyrftu að
standast einhver ákveðin próf
til að fá þessi skfrteini. Vfðast
hvar erlendis eru dómarar látn-
ir gangast undir snerpu- og út-
haldspróf, áður en þeir fá auk-
in réttindi. Hér á landi hafa
slfk próf ekki farið fram að
neinu gagni.
Sjö dómarar eru valdir til að
taka að sér störf sem millirfkja-
dómarar, en f 1. deildinni hafa
f sumar aðrir sjö dæmt leiki.
Ilvers eiga þeir að gjalda?
Hvað er það, sem gerir þá óæðri
þeim, sem tvö undanfarin ár
hafa verið skipaðir millirfkja-
dómarar?
Þvf miður er það þannig, að
fátt eitt laðar ungan mann til
að gerast knattspyrnudómari. I
rauninni er það Iftið annað en
áhugi manna á knattspyrnu-
fþróttinni, sem fær menn til að
fara á dómaranámskeið. 1 flest-
um tilfellum er það þannig, að
dómarar verða að borga með
sér, missa úr vinnu og fleira.
Að vfsu munu þeir þó fá
greiddar ferðir, en ekki eru
mörg ár sfðan sú greiðsla kom
til Sögunnar.
Til að geta gert auknar kröf-
ur til dómara verða þeir að vera
eitthvað annað og meira en
fótaþurrkur eða menn, sem
allir geta skeytt skapi sfnu á.
Greiða þarf dómurum f ein-
hverri mynd fyrir leiki, sem
þeir dæma, og þá helzt það
mikið, að þeir geti æft sóma-
samlega fyrir þá. Þvf miður er
það nefnilega þannig, að fæstir
dómarar æfa ekki nokkurn
skapaðan hlut. Það er ekki
hægt að kalla það æfingu, þó
svo að dómari trimmi tvisvar f
viku, jafnvel þrisvar. Yfirleitt
eru þeir dómarar, sem erfið-
ustu verkefnin fá, orðnir það
gamlir, að þeir þurfa mikla æf-
ingu til að vera f þjálfun. Hvf
skyldu þeir vera að æfa, þegar
þeir fá ekkert nema skammir f
hattinn?
Jú áhugi þeirra fyrir fþrótt-
inni, ánægjan af að starfa að
málum hennar, metnaðurinn
að standa sig sem bezt ætti að
gera það að verkum, að allir
dómarar æfðu sómasamlega,
fyrst þeir eru á annað borð að
gefa sig út f dómarastarfið. Hitt
er svo deginum Ijósara, að
fengju dómarar meiri laun eða
umbun fyrir verk sfn, myndi
dómgæzlan um leið stórlega
lagast.
Það skýtur svolftið skökku
við, þegar maður hugsar um
það, að leikmenn liðanna í 1.
deild verða að æfa 4—5 sinnum
f viku. Dómararnir, sem dæma
svo leikina f deildinni, eru hins
vegar með þeim hæfileikum
fæddir að geta hlaupið heilan
90 mfnútna leik án þess að æfa
neitt að gagni. Eða þá að þeir
eru svo glöggir, að þeir geta
fylgst með því sem fram fei-
alls staðar á vellinum frá sömu
torfunni á miðju vallarins!
Miklu fé er varið til þess að
leikmenn liðanna fái sem bezta
tilsögn og fslenzk knattspyrna
megi með þvf stfga skref fram á
við. Það skref verður þó ekki
stigið, nema dómaramálunum
verði sinnt af meiri festu.
Dómarar verða að finna, að
þeir eru metnir að verðleikum
og það verður að vera hægt að
gera til þeirra miklar kröfur.
-áij.