Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1974
Fyrirkomulagi
HM verður brey tt
ifrasilfumenn voru greinilega með „tekniskasta" liðið f keppninni,
en það átti einnig til að sýna mikla hörku eins og t.d. f leiknum við
Hollendinga, en mynd þessi er úr þeim leik og sýnir Neeskens
(hvftklæddur) skora fyrra mark Hollendinga f leiknum.
ALLAR Ifkur eru á þvf, að heims-
meistarakeppnin, sem lauk f
Þýzkalandi fyrir rúmri viku,
verði sfðasta keppnin, sem haldin
verður með þvf fyrirkomulagi,
sem tfðkazt hefur að mestu
óbreytt frá því að keppnin fyrst
var haldin. Á sfðasta FIFA-þingi
var samþykkt heimildarákvæði
þess efnis, að sú þjóð, er heldur
lokakeppnina, hafi rétt til þess að
bjóða þangað allt að 20 liðum og
hafa Argentfnumenn, sem eru
næstu framkvæmdaaðilar loka-
keppninnar, þegar lýst þvf yfir,
að þeir muni nota sér þessa heim-
ild. Er mjög hæpið, að aftur verði
snúið, verði 20 liða keppni komið
á á annað borð. Flestar beztu
knattspyrnuþjóðir heimsins eru á
móti þessari breytingu og rök-
styðja það með þvf, að keppnin sé
þegar orðin nógu umfangsmikil
og löng, þótt ekki sé bætt við. Og
vfst er, að þeir leikmenn, sem
tjáðu sig að lokinni heimsmeist-
arakeppninni á dögunum, voru
sammála um, að allt of miklum
tfma væri fórnað til keppninnar.
Fyrir liggur einnig, að hinn ný-
kjörni formaður FIFA, Have-
lange frá Brasiiíu, mun berjast
fyrir þvf innan sambandsins, að
réttur liða frá Afríku og Asíu I
lokakeppninni verði aukinn veru-
lega og tryggt verði, að a.m.k. sex
lið frá þessum heimsálfum leiki f
lokakeppninni. Mun Havelange
með þessari afstöðu sinni vera að
gjalda stuðning þessara þjóða við
formannskjörið I FIFA. Ljóst er,
að þessar tillögur Havelanges
munu mæta mjög harðri andstöðu
Evrópurfkja og sennilega einnig
S-Ameríkuríkja, en í þessum
tveim heimsálfum er knatt-
spyrnan þróuðust og má segja, að
atvinnuknattspyrna tfðkist hvergi
að ráði nema þar. Vilja fulltrúar
margra Evrópurfkja breytá
undankeppni HM á þann veg, að
nokkurn veginn verði tryggt, að
það séu beztu knattspyrnuþjóðir
heims, sem taka þátt f lokakeppn-
inni, og vilja gera það m.a. á þann
hátt að fella niður hina hefð-
bundnu riðláskiptingu eftir
heimsálfum, en láta f þess stað í
hæsta lagi tvö lið frá hverri
heimsálfu leika saman í riðli. Ef
þetta yrði ofan á gæti svo farið, að
Islendingar léku f riðli með
Ástralíumönnum og Chile svo
tekið sé dæmi. Er það síðan hug-
myndin, að undankeppnin verði
háð f mótum og tvö lið komist
áfram úr hverjum riðli í undanúr-
slitakeppni. Með þessu móti ætti
að vera unnt að skilja sauðina vel
frá höfrunum, en hætt er þó við,
að slík keppni gæti orðið gífur-
lega kostnaðarsöm og erfið í fram-
kvæmd.
Hitt er svo vitanlega öllum
ljóst, að það getur tæpast verið
um alvöru heimsmeistarakeppni
að ræða, þegar lið eins og t.d. frá
Englandi, Spáni, Portúgal og
Belgfu sitja heima meðan lið frá
Zaire, Haiti og Astralíu eru meðal
þátttakenda í lokakeppninni. Á
þvf er enginn vafi, að þátttaka
þessara þjóða i lokakeppninni er
mjög tvíeggjað fyrir þær sjálfar
og viðkomandi álfur, þar sem stór
töp virka sjaldan sem mikil hvatn-
ing. Þessi þrjú lið, þó einkum þau
tvö fyrrnefndu, stóðu hinum
liðunum óralangt að baki og ætla
má, að þau séu svona svipuð að
styrkleika og landslið íslands og
Færeyja.
Það sjónarmið, sem réð núver-
andi fyrirkomulagi heimsmeist-
arakeppninnar, — að gefa liðum
frá þessum heimsálfum tækifæri
á að keppa í lokake-ppninni, kom
til af því, að það var trú manna, að
slíkt yrði til þess að lyfta knatt-
spyrnunni f viðkomandi álfum.
Reynslan hefur hins vegar sýnt, |
að framfarirnar þar hafa orðið
mjög litlar.
Þeir, sem halda því fram, að
nauðsynlegt sé að tryggja með
einhverju móti, að beztu liðin taki
þátt í lokakeppninni, halda þvf
fram, að til sé vettvangur fyrir
,Jitlu“ þjóðirnar. Sá er Olympíu-
leikarnir. Aðrir hafa svo bent á þá
þróun, sem orðið hefur á knatt-
spyrnukeppní Olympfuleikanna,
þar sem A-Evrópuþjóðirnar tefla
hiklaust fram liðum, sem eru
skipuð atvinnumönnum.
Undirbúningur fyrir næstu
heimsmeistarakeppni fer senn að
hefjast og skýrast þá væntanlega
línurnar. Auk þess sem búast má
við að fyrirkomulag keppninnar
verði mikið deiluefni á næstu
fundum FIFA er einnig líklegt,
að þar verði deilt um þá hugmynd
Argentfnumannanna að láta
keppnina hjá sér fara fram f
janúar.
En það er fleira en heimsmeist-
arakeppnin ofarlega á baugi hjá
forráðamönnum knattspyrnu-
fþróttarinnar. Nú er mjög til um-
ræðu, hvort ekki ber að draga úr
þeim mörgu bikarmótum, sem
haldin eru. Bent hefur verið á, að
farið sé að ofbjóða knattspyrnu-
mönnunum með öllum þessum
mótum og landsleikjum og að
greinilegt sé, að áhugi áhorfenda
á slfku sé að minnka. Leikir f
fyrstu umferðum UEFAbikar-
keppninnar og bikarkeppni bikar-
hafa og meistaraliða hafa nær
undantekningalaust gefið lítið af
sér á undanförnum árum, og það
ekki fyrr en til úrslitanna kempr,
að mót þessi fara að skila hagnaði.
Einnig hefur komið fram mjög
minnkandi áhugi liða frá beztu
knattspyrnuþjóðunum að taka
þátt í mótum þessum. Fyrir þær
er ekkert eftirsóknarvert að
þurfa að keppa við sér langtum
lakari lið eins þær verða oftsinnis
að gera. Allar líkur eru á því, að
mál þessi verði tekin til endur-
skoðunar á næsta ári með það
fyrir augum að koma á betra
skipulagi og draga úr fjölda
leikja.
FÁAR NVJUNGAR
Þeir, sem fylgdust með heims-
meistarakeppninni í Þýzkalandi,
voru flestir sammála um það, að
hjá liðunum 16, sem þar kepptu,
hefði lítið nýtt og afgerandi kom-
ið fram í leikaðferðum. Segja
mátti, að leikaðferðin 4—3—3
væri gegnumgangandi alla keppn-
ina. Það var helzt, er betri þjóð-
irnar kepptu við þær slökustu, að
út af þessu var breytt og leikið
4—2—4 eða 3—3—4 eins og Júgó-
slavarnir gerðu í leik sfnum við
Zaire. Það eina, sem teljast verður
nýjung, var hvernig sum liðin
framkvæmdu aukaspyrnur, sem
dæmdar voru nærri vftateig and-
stæðingsins. Lið Júgóslavfu, Hol-
lands, Vestur-Þýzkalands og Pól-
lands sýndu ýmsar brellur við slík
tækifæri og gáfust þær stundum
ágætlega. Uppstilling varnar
þegar hornspyrnur voru teknar
þótti einnig nokkuð óvenjuleg hjá
Pólverjum, en þar var mjög mikið
treyst á markvörðinn, og eins
uppstilling Hollendinganna f
sókninni, er þeir fengu dæmdar
hornspyrnur, en þá reyndu þeir
oft að taka spyrnuna á þann hátt
að knettinum var lyft inn á sam-
herja, sem stóð við vítateigslínu,
og hann skallaði sfðan knöttinn
áfram fyrir markið.
Þegar Helmut Schön þjálfari
heimsmeistaraliðs Vestur4>jóð-
verja var að því spurður f sjón-
varpi eftir keppnina, hver hefðu
verið megineinkenni hennar svar-
aði hann þvf til, að þessi keppni
hefði fyrst og fremst borið ein-
kenni frábærra einstaklinga og
mikillar hörku, — meiri en hann
hefði hingað til kynnzt. Sagði
Schön, að það væru einkum A-
Evrópuþjóðirnar, sem léku fast,
stundum næsta gróft. Taldi hann
nauðsynlegt að stöðva þessa þró-
un í knattspyrnunni þegar í fæð-
ingu og væri það fyrst og fremst
hlutverk dómaranna, en úr því
gerði hann mikið. Frammistaða
dómara í þessari keppni var mjög
umrædd eins og reyndar ævin-
lega, en að mati margra voru dóm-
ararnir einna veikasti hlekkurinn
í keðjunni. Formaður FIFA,
Havelange, var t.d. þessarar skoð-
unar, en hann telur nauðsynlegt
að gera verulegt átak í málefnum
dómgæzlu í knattspyrnu og hefur
nefnt þar þá möguleika, að tekið
verði upp tveggja dómara kerfi
og/eða að dómararnir verði
gerðir að atvinnumönnum og
þannig tryggt, að ekki veljist til
þessara starfa aðrir en þeir, sem
sýna raunverulega getu. Mistök
dómara f heimsmeistarakeppn-
inni skiptu sköpum eins og t.d. í
leik Svía og Pólverja í átta liða
úrslitunum, en f þeim leik var
dæmd vítaspyrna á Pólverja, sem
markvörður þeirra varði ólöglega
án þess að dómarinn gerði þar
athugasemd við. Er mjög senni-
legt, að það hafi kostað Svfana
möguleikann á að leika um verð-
laun f keppninni.
Dómarar frá Skotlandi og Eng-
Iandi þóttu annars standa sig bezt
í keppninni og var það því engin
tilviljun, að enskur dómari var
látinn dæna úrslitaleikinn. Var sú
ákvörðun reyndar ekki hávaða-
laus, þar sem áður hafði verið
valinn annar maður til þessa hlut-
verks og vildi hann ekki láta
þennan mikla heiður af hendi án
baráttu.
Sennilega hefur ekki verið
meira rætt og ritað um neinn
íþróttaviðburð en þessa heims-
meistarakeppni, ef Olympfu-
leikarnir í MUnchen 1972 eru
undanskildir. Áhugi á keppninni
var með ólíkindum. Sjónvarpað
var beint frá flestum leikjum
keppninnar bæði f Evrópu og
Ameríku og var áhuginn slíkur,
að götur stórborganna tæmdust
næstum af fólki meðan á sjón-
varpsútsendingunum stóð. Is-
lenzkir sjónvarpsnotendur eru
örugglega einu sjónvarpsnot-
endur í heiminum, sem verða að
bfða a.m.k. f mánuð eftir að fá að
sjá úrslitaleikinn, ef hann verður
þá ekki sýndur á gamlárskvöld,
eins og gárungarnir segja.
Mikið hefur verið um það rætt
og ritað, hvort það hafi verið
beztu liðin, sem röðuðu sér í efstu
sæti heimsmeistarakeppninnar.
Að allra dómi voru lið Hollands
og Vestur-Þýzkalands þau beztu í
lokakeppninni og Þjóðverjarnir
vel að sigrinum komnir, þrátt
fyrir að Hollendingarnir virkuðu
ívið sterkari í hinum skemmtilega
úrslitaleik. 'Eftir keppnina komu
blaðamenn saman til fundar og
völdu þar heimslið sitt og fór þá
jafnframt fram skoðanakönnun
meðal þeirra um, hvernig röð 15
beztu „ætti“ að vera. Var niður-
staðan þessi: 1) VesturiÞýzka-
land, 2) Holland, 3) Brasilfa, 4)
Belgía, 5) England, 6) Italfa, 7)
Skotland, 8) Svíþjóð, 9) Pólland,
10) A-Þýzkaland, 11) Sovétrfkin,
12) Júgóslavía, 13) Argentfna,
14) Spánn, 15) Frakkland.
Tæpast fer á milli mála, að sá
leikmaður þessarar lokakeppni,
sem upp úr stóð, var hollenzki
snillingurinn Johan Cruyff. Hann
var maður keppninnar á sama
hátt og Eusebio I keppninni 1966
og Pele í keppninni 1970. Gátu
allir, sem með þessum frábæra
leikmanni fylgdust, sannfærzt um
það, að knattspyrnumenn á borð
við hann eru fremur listamenn en
venjulegir íþróttamenn. Frægð
Johans Cruyff í þessari keppni
varð til þess að skyggja á aðra
einstaklinga, sem einnig sýndu
framúrskarandi hæfni. Marga
mætti eflaust nefna, en frammi-
staða þeirra Beckenbauers og
Sepp Maiers f úrslitaleiknum
verður öllum ógleymanleg, er til
sáu.
□
IAIM74
Pólska liðið þótti koma einna mest á óvart f úrslitakeppninni, en það hreppti bronsverðlaunin. Myndin
er tekin 1 leik Pólverjanna við Brasilfumenn. Það eru Dayna, t.v.-, og Marinho, sem báðir reyna að
skalla, en til hægri á myndinni (þunnhærður) er Lato — markakóngur keppninnar. I þessum leik kom
glögglega fram það, sem Helmut Schön minntist á — harka A-Evrópuliðanna.
Sól S-Amerfkurfkjanna reis aldrei til fulls f þessarí heimsmeistara-
keppni og þeim gekk ákaflega illa að skora mörk. Þessi mynd er úr
leik Brasilfumanna og Argentfnu og sýnir Brindisi frá Argentfnu
skora framhjá hinum kattlipra markverði Brasilfumannanna.