Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.07.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULI 1974 23 Eru grundvallar- breytingar lofts- lags orsök þurrk- anna í Afríku? Ovíst — segir dr. Schwarzbach, þýzkur veður- farssérfræðing- ur sem hér er Hinir ægilegu þurrkar I Afrfku halda áfram sjötta árið f röð. Sahara-eyðimörkin færist stöðugt suður á bóginn og legg- ur undir sig vfðáttumikil land- svæði þar sem áður var jarð- rækt og hjarðir nautgripa og geita þrifust. Eyðimörkin færðist á sfðasta ári um 60 kfló- metra og lagði fjölda þorpa f auðn. Chadvatn, sem eitt sinn var grfðarstórt, er nú ekki annað en f jórar tjarnir og fiski- bærinn Bol, sem var við strönd vatnsins stendur nú 18 km inni f landi. Þurrkasvæðið nær yfir meginland Afrfku, þvert yfir hið svokallaða Sahel-svæði, frá Malf og Mauritanfu f Afrfku vestanverðri um 6500 km leið til Eþfópfu og landanna við Indlandshaf á 1500 km breiðu belti. Hörmungar fbúanna eru ólýsanlegar. Búsmali þeirra hrynur niður úr næringar- skorti, uppskeran hefur brugðizt undanfarin ár og hungurdauði blasir við milljón- um. Kurt Waldheim, aðalfram- kvæmdastjóri SÞ, hcfur sagt, að 10 milljónir manna geti átt hægfara hungurdauða f vænd- um, en enginn veit raunveru- lega hve margir eru f hættu. Samhliða þessum þjáningum hefur orðið félagsleg upplausn f hinum vanþróuðu löndum, sem fyrir þeim hafa orðið, rfkisstjórnir hafa fallið og forn menningarsvæði eru f hættu. I nýlegri grein í New York Times Magazine heldur Martin Walker því fram, að orsaka þurrksins sé ekki að leita í skammtíma veðurfars- breytingu, heldur sé þurrkur- inn afleiðing grundvallar- breytinga á veðurfari, sem valdið hafi æ minnkandi úr- komu á þurrkasvæðinu. I grein- inni segir, að veður á Sahel- svæðinu hafi um aldir ráðizt af hreyfingum kaldra, norðlægra vinda, sem á sumrin og vorin hafi færzt norður eftir og rýmt til fyrir röku vindasvæði mon- súnrigningarinnar. I október hafi norðanvindarnir á ný færzt yfir svæðið og þurrkatímabil vetrarins hafizt. Nú hefur orðið breyting á að mati margra lofts- lagssérfræðinga og norðlægu vindarnir færa sig ekki lengur norður á bóginn á vorin og því kemst regnveðrið ekki leiðar sinnar til Sahel-svæðisins. Eng- inn veit fyrir víst ástæðuna fyrir þessum breytingum, en sumir vísindamenn setja þetta í samband við minnkandi meðal hita f heiminum undanfarna áratugi og stækkun kaldra loftsvæða. Ný ísöld væntanleg? 1 nýlegri grein í vikuritinu Time er nánar um þessi mál fjallað. Bent er á, að víða um heim hafi veðurfar hin sfðari ár verið með óvenjulegum hætti. Verstu flóð um aldabil hafi nýlega orðið í Bandaríkjunum, Japan og Pakistan, óvenjukalt og úrkomusamt vor hafi tafið sáningu og gæti leitt til lélegrar uppskeru í Kanada, en á sama tfma hafi Bretar búið við þurrka undanfarin vor f stað rigningarinnar, sem einkennir annars þann árstfma þar f landi. Sömuleiðis er bent á, að undanfarnir vetur hafa verið feiknkaldir í vestanverðum Bandaríkjunum en óvenjuvæg- ir á Nýja Englandi og í Norður- Evrópu. I greininni er þeirri spurningu varpað fram hvort f heiminum sé um að ræða grundvallarbreytingu á lofts- lagi og hvort þessar óreglulegu loftslagshræringar, sem minnzt er á, séu einn þáttur hennar. Sagt er, að rekísinn vi-ð Island hafi verið mikill undanfarin ár og að veðurupplýsingar frá norðurhveli jarðar sýni, að snjóþykkt hafi vaxið um 12% 1971 og haldizt siðan. Minnt er á, að vísindamenn telji sig al- mennt hafa í höndum ýmsar Vísbendingar um að loftslagið fari kólnandi í heiminum. Þá er því haldið fram, að ein af ástæðunum fyrir þessari breyt- ingu séu minnkandi hitaáhrif frá sólinni. Loks er minnt á, að afleiðingar slfkrar hita- minnkunar frá sól geti orðið hinar örlagarfkustu fyrir mann- kyn, því aðeins 1% minnkun þessa hitamagns geti raskað loftslagsjafnvægi jarðar og rutt braut nýju fsaldarskeiði innan fárra alda. Tel ólfklegt, að ísöld sé væntanleg. Morgunblaðið bar allar þessar bollaleggingar undir kunnan sérfræðing f loftslags- fræði, þýzka prófessorinn dr. Schwarzbach frá háskólanum f Köln, sem var f hópi þátt- takenda á jarðvfsindaráðstefn- unni f Hagaskóla nýlega. Hann hefur nýlega gefið út nýja út- gáfu bókar sinnar um loftslag liðinna tfma, þar sem f jallað er um hvernig rannsaka megi hvernig veðurfar hefur verið á löngu liðinni tfð. Dr. Schwarzbach sagði, að freistandi væri fyrir vísinda- menn að líta á hreyfingar undanfarinna alda og fram- lengja þær sfðan í spá um ókomna tfð. Nógu auðvelt væri að gera slíka spá, því enginn yrði til að segja hvort hún reynist hafa við rök að styðjast eftir hundruð eða kannski þúsund ár. — Niðurstaða bókar minnar, sagði Dr. Schwarzbach, er sú, að raunverulegar orsakir ísaldar- innar hafi enn ekki fundizt og því sé ekki hægt að segja fyrir um hvort við megum eiga von á annarri slíkri. Um þetta er ein- faldlega ekkert hægt að segja og þar held ég, að flestir kollegar mínir séu mér sam- mála. — Það er óvísindalegt að draga ályktanir, hélt Schwarzbach áfram, af litlum veðurfarsbreytingum, sem alltaf verða. T.d. er sá tími, sem búið hefur verið á tslandi og þær breytingar, sem orðið hafa frá landnámi, of skammur til að hægt sé að segja til um hvort ný fsöld sé í vændum eða aðrar meiri háttar breytingar. Það verða alltaf einhverjar sveiflur í veðurfarinu og frá þeim er ekki unnt að draga slíkar ályktanir. Þvf er stundum haldið fram, að iðnvæðing, verksmiðjureykur og fleira þess háttar valdi breytingum á loftslagi, en um þetta vita menn ekki, því ekki er hægt að segja til um hvort breytingar hefðu orðið ef engin iðnvæðing hefði orðið. Varðandi þurrkana í Afríku sagði Dr. Schwarzbach, að þar gegndi sama máli. Ekki væri hægt með góðu móti að draga þá ályktun af þeim, að um grundvallarbreytingar á lofts- lagi væri að ræða, þurrkar hefðu orðið víða og oft í sög- unni og tfminn, sem hér um ræddi, væri of stuttur til að draga af honum ályktanir. — Þessar kenningar um kólnandi veðurfar og meiri háttar loftslagsbreytingar gætu verið réttar, sagði dr. Schwarz- bach, en þær gætu líka verið rangar. Um það getur enginn sagt en ég tel afar hæpið að spá því, að ný ísöld sé á leiðinni. Mauritania_ Mali_______ Niger------ Upper Volta Ctiad______ .Sudan .Ethiopia Central African Rep. -------------Kenya Approx- Sahara imate Desert Area ol Drought The Sahel Þessi mynd sýnir þurrkasvæðið, sem teygir sig frá vestri til austurs á hinu svonefnda Sahel-svæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.