Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974
Minning:
Bergur Jónsson
F. 4. september 1900
D. 10. júnf 1974
Þann 18. júní var kvaddur
hinztu kveðju frá Fríkirkjunni í
Reykjavík frændi minn og vinur
allt frá barnæsku, Bergur
Jónsson pípulagningameistari,
Bjargarstíg 17 hér í borg.
„Bezti frændi minn,“ sagði ég
stundum við hann. Það var djúpt L
árinni tekið, svo marga góða'
frændur sem ég hefi átt. En hann
var í huga mér fremur sem bróðir
en frændi, svo var reyndar um öll
systkinin á Bjargarstíg 17.
Heimilið þar var í algerri sérstöðu
sakir takmarkalausrar gestrisni
og hjartahlýju, er þaðan streymdi
á móti hverjum, sem að garði bar.
Húsbændurnir, Sigríður
Tómasdóttir og Jón Snorri
Jónsson móðurbróðir minn, voru
elskulegar gáfu- og mannkosta-
menneskjur. 12 urðu börnin
þeirra, 9 komust til fullorðinsára,
7 eru á lífi. Mikil veikindi
herjuðu á þetta heimili, svo það
segir sig sjálft, að þar var hvorki
safnað gulli né silfri. En þau áttu
það, sem var gulli betra, góð og
vel gefin börn og kærleiksrík
hjörtu.
Þessi fjölskylda kunni að
gleðjast með glöðum og hryggjast
með hryggum. Af hvoru tveggja
hafði ég persónulega reynslu, sem
ég þakka. Oft var litla húsið troð-
fullt af boðnum og óboðnum gest-
um, öllum var tekið eins, aldrei
var þröngt, það var eins og húsið
stækkaði eftir þvf sem gestum
fjölgaði. Oft var budda Jóns
frænda áreiðanlega tóm, en alltaf
var eitthvað til að miðla öðrum.
Ég veit, að þar hefur hönd
Drottins verið að verki eins og
forðum, er hann blessaði brauðin
og fiskana.
Er börnin komust á legg var
er svo annað lakk
Manstu þegar þú lakkaðir síðast? Lakklyktin ætlaði alla að
kæfa, og þegar þú varst loksins búinn að lakka, áttirðu
enga terpentínu til að hreinsa alla nýju penslana, sem þú
keyptir.
Bráðum þarftu að lakka aftur, sannaðu til. Þá er líka betra
að gera ekki sömu skyssuna aftur. Nú skaltu nota Hitt lakkið.
Kópal-Hitt er hálfgljáandi vatnsþynnt akryl-lakk, ætlað á tré
og stein, — úti sem inni. Kópal-Hitt hefur einnig frábæra
veður-rvatns- og þvottheldni.
Svo geturðu nefnilega notað rúllu, og að sjálfsögðu pensil
líka. Kópal-Hitt þornar á 1—2 klst. Það er lyktarlaust, gulnar
ekki og bregst ekki. Greinargóður leiðarvísir á hverri dós.
Þegar þú ert búinn að lakka, þá, - já þá þværðu rúlluna og
penslana úr venjulegu sápuvatni.
Hugsaöu um Hitt
þegar þú lakkar næst.
átakið sameinað, því að eining og
dugnaður auðkenndu fjöl-
skylduna. Þrátt fyrir erfiðleika
ríkti ávallt glaðværð á þessu
heimili. Oft var sungið og leikið á
hljóðfæri, því að fjölskyldan var
söng- og ljóðelsk og réð yfir
mikilli tónlistargáfu. Ljóð urðu til
gamanyrði flugu og það var
helgið. Hið broslega í tilverunni
fór ekki framhjá Bergi og sneri
hann þá grininu gjarnan upp á
sjálfan sig fremur en aðra, því að
drengskapur hans og háttvfsi
sögðu til um hvar mörkin voru.
Ég hef dvalið við gamlar
minningar frá æskuheimili Bergs.
Síðan þær greyptust í huga minn
hafa liðið dagar og ár. Fundum
fækkaði á önn dagsins, en er þeim
bar saman var það oftast honum
að þakka. Oft hafði Bergur orð á
því, að leitt væri, hve frændliðið,
sem alltaf fór fjölgandi, sæist
sjaldan og að yngri kynslóðin
þekktist naumast. Ur þessu bætti
hann og kona hans, er hann varð
Afmælis- og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu fyrr en
áður var. Þannig verður grein,
sem birtast á í miðvikudags-
blaði, að berast f sfðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag, og
hliðstætt með greinar aðra
daga. — Greinarnar verða að
vera vélritaðar með góðu línu-
bili.
sjötugur. Þá héldu þau vinum og
vandamönnum veglegt samsæti.
Þar sveif yfir vötnunum andi frá
Bjargarstíg 17.
Bergur hringdi til mín rétt fyrir
hvítasunnuna. Við töluðum um
daginn og veginn. Hann minntist
drengjanna sinna í fjarlægð. Ég
sagði honum, að ég hygðist fara í
ferðalag, þá varð hann eins og
hugsi og sagði „kannski ég bfði
eftir þér“. Ég skildi hann ekki þá,
en þegar konan hans hringdi til
mín daginn, sem hann dó, þá
skildi ég hvað hann hafði átt við.
Hann fann, að heildan hékk á
bláþræði og ég hugsa, að hann
hafi efazt um að lifa, er ég kæma
til baka.
Bergur var tvfkvæntur, bæði
skiptin góðum konum. Fyrri kona
hans hét Ellen Burmeister og var
dönsk, þau eignuðust tvo góða og
glæsilega syni, sem búsettir eru
erlendis. tessa fyrri konu sína
missti hann á bezta aldri. Síðari
kona hans er Guðbjörg Ólafsdótt-
ir, sem staðið hefur við hlið hans
með mikilli prýði, ekki sízt er
heilsa hans tók að bila.
Frænda mínum þakka ég allt.
Guð blessi hann og huggi ástvini
hans.
Ætli ég komi ekki bráðum,
kannski hann bíði þá eftir mér.
Bogga frænka.
Leiðrétting
MEÐ greininni um Júlfönu
Sveinsdóttur, listmálara, í blað-
inu á sunnudag, birtist mynd af
málverki, sem sagt var að væri af
Baldri Johnsen, lækni. Það er
ekki rétt, myndin er af Sveini
Ársælssyni.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Jesús segir f Matteusar-guðspjalli, að við eigum að elska Guð
af öllu hjarta og náungann eins og sjálf okkur. Hvað haldið
þér, að hann hafi átt við með orðinu „elska“ f þessum boð-
orðum?
Menn geta ekki hlýtt þessu boöorði, fyrr en þeir
heyra fagnaðarboöskapinn, jafnvel þótt þeir þekki
eitthvað til mannlegs kærleika. Þetta er ekki fyrst og
fremst boðorð, sem við verðum að strita við að hlýða,
heldur fyrirmynd sem við eigum að bera okkur
saman við og dæma okkur eftir. Sérhver tilraun
okkar til þess að elska Guð nær of skammt, unz viö
stöndum andspænis hinni voldugu kærleikstjáningu
hans á krossinum. Það var þar, sem hann sagði
heiminum, h ve heitt hann elskaði syndugt mannkyn.
Þegar við svörum þeim kærleika og veitum Kristi
viðtöku, þá streymir kærleikur hans inn í okkur og
gerir okkur það fært, sem var okkur áður ófært. Með
öðrum orðum, hann gefur okkur kraft til að elska
sig, eins og Biblían segir: „Vér elskum, því að hann
elskaði oss að fyrra bragði.“
Hið sama veröur uppi á teningnum, þegar við
reynum að elska hvert annað, einkum þá, sem eru af
öðrum kynflokkum eða þjóðfélagsstigum. Við getum
alls ekki elskað þann, sem er ekki elsku verður fyrr
en elska hans ræður yfir okkur. En hann elskar þá,
sem ekki eru elsku verðir gegnum okkur, og þegar
við sýnum öðrum kærleika, þá vitum við, að við erum
að svara kærleika hans. Heimur okkar er fremur
heimur haturs en elsku. Styrjöld er helzta tjáning
hatursins. Þetta hatur víkur fyrir kærleika, þegar
einstaklingurinn breytist fyrir mátt kærleika
Guðs á krossinum.
Hpaði, þægindi
Hinar vinsælu Friendship skrúfuþotur Flugfélagsins sameina lands-
byggðinameð tíðum ferðum, hraða og þægindum. Áætlunarferðir
bifreiða milli flestra flugvalla og nærliggjandi byggðar-
laga eru í beinum tengslum við flugferðirnar. Njótið
góðrar og skjótrar ferðar með Flugfélaginu.
SKRIFSTOFUR FLUGFÉLAGSINS OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT VEITA NÁNARI UPPLÝSINGAR OG FYRIRGREIÐSLU
FLUCFÉLAC ÍSLAJVDS