Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 28

Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 racHfHttítt Jeane Dixon Spáin er fyrir daginn I dag Hrúturinn |)P 21. marz. —19. apríl Margt óvenjulegt kemur fyrir í dag. Þú skalt ekki auka á erfiðleikana. Notaðu sfðari hluta dagsins til að endurskipu- leggja vinnuvikuna. Nautið 20. apríl — 20. maí Hvort sem þér Ifkar betur eða verr þarftu að gera fleira en það sem skemmtilegt er, þótt þú hafir Iftinn tfma og Iftil fjárráð. Forðastu að ýfa upp gömul sár. Tvfburarnir / 21. maí — 20. júní Þú getur breytt miklu varðandi framtfð- ina ef þú bregzt vel við þeim tfðindum, sem þér berast f dag og kunna að vera leiðinleg. Beittu þolinmæðinni og hugs- aðu þig um tvisvar. Krabbinn Ij 21.júní—22. júlí Fljótfærnin ræður ferðinni f dag og tekur völdin yfir áætlunum þfnum og fyrri ráðagerðum. Vonum að eðlislæg varkárni þfn bæti ástandið. M Ljonið 23. júlí — 22. ágúst Þrátt fyrir óvæntar fréttir átt þú nú tækifæri á þvf að taka þátt f óvenjulegu ævintýri. Gakktu úr skugga um, að frá öllu sé tryggilega gengíð áður en þú heldur af stað. '(»’ Mæri W3)l 23. ágú in ágúst • • 22. sept. Viðskiptin ganga misjafnlega. Vinir þfnir hafa ekkí nógan skilning til að geta gefið þér holl ráð. Vertu tillitssamur við aðra. Vogin 23. sept. — 22. okt. Breytinga er að vænta úr óvæntustu átt. Tilfæringar á sfðustu stundu verða til að skapa meiri rugling og leysa ekki vand- ann nema þú hafir metið allar aðstæður hárrétt. Drekinn 23. okt. — 21. nóv. Haltu þig við það, sem þú ræður vel við, og láttu ævintýrin sigla sinn sjó. Meiru skiptír, hverníg þú gerir hlutina en hve miklu þú afkastar. Kannski skiptir mestu, hvers vegna þú gerir það, sem þú gerir. Bogamaðurin'n 22. nóv. — 21. des. Skjótt geta skipazt veður f lofti, gættu þess að færa þér f nyt bættar aðstæður. Villandi ráðleggingar berast frá kunn- ingjum þfnum. Steingeitin 5lKs 22. des. — 19. jan. Grfpa verður til refsinga, en ekki of strangra. Spurningum tæknilegs eðlis verður ekki svarað án aðstoðar sérfræð- inga. Vatnsberinn 20. jan. — 18. feb. Það, sem þér virðist vera innblástur, er ekki annað en það, sem þú hefðir getað tekið eftir fyrir allnokkru. Áður en þú hagnýtir þér hugmyndina skaltu reyna að vinna upp þann tfma, sem hefur tap- azt. ^ Fiskarnir 19. feb. — 20. marz. Tílfinningar fá útrás á margan hátt f dag. Spenna innbyrðis leysist úr læðingí og sköpunargáfan veldur alls kyns hliðar- verkunum og erfíðleikum. X-9 — Húsbóndi þinn kom ekki fram f sumarbúðunum! — Það væri kannski bezt, að þú færir að leita aðhonum . . . RATS' I Dk? DREAMIN6 THAT I HAD BEÉN INVlTEP OUT TO PlNNER W RODNEV ALLEN RlPfVÍ — Skrambinn. Og mig sem var aði dreyma, að mér hefði verið boðið út að borða með Albert Guð- mundssyni. I KOTTURINN feux

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.