Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 32

Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULl 1974 itk***** 'wlS 1 Grimmsœvintúri HANS HEPPNI „Ef yður lízt svona vel á kúna mína,“ svaraði bóndi, „þá er ég til með að hafa skipti við yður á henni og klárnum.“ Þessu boði tókHans fegins hugar og fór bóndi á bak klárnum og reið á brott hið bráðasta. Hans rak nú kúna á undan sér f hægðum sínum og þóttist hafa gert góð kaup. Nú þarf ég ekki að kaupa annað til matar en brauð. Smjörið og ostinn fæ ég úr kúnni. Og varla verð ég nokkurn tíma svo illa staddur, að ég geti ekki aflað mér brauðs. Og sé ég þyrstur, get ég mjólkað kúna mína og drukkið mjólk, hvenær sem mig lystir. Hvers gæti ég svo sem óskað mér frekar? Hann kom nú að gistihúsi einu. Þar settist hann fyrir og svo vel lá á honum yfir kaupskapnum, að Hér kemur teikning, sem verður skemmtilegt að lita. — En eins og vant er, er smávegis lausn á gátu, áður en hægt er að byrja að lita. — Gátan er: Hve mörg blóm eru á túninu hjá geitinni og kiðlingnum hennar . . . uipjq nju:ja qijbas hann át upp allt nestið sitt og keypti öl fyrir seinustu skildingana, sem hann átti í eigu sinni. Hélt hann síðan áfram ferðinni og rak beljuna á undan sér. Eftir því sem á daginn leið, ágerðist sólarhitinn og um hádegisbil var Hans staddur uppi á heiði. Var þar að minnsta kosti klukkustundar gangur á milli bæja. Gerðist hann nú mjög þyrstur, én vandalftið hugði hann að bæta úr því böli og ætlaði nú að mjólka kúna og fá sér að drekka. Batt hann beljuna við fúinn trjábol, tók af sér skinnhúfuna og ætlaði að mjólka í hana, því að enga hafði hann fötuna. En hvernig sem hann hamaðist á spenunum náði hann ekkl nokkrum mjólkurdropa úr kúnni, því að hún var steingeld. Og svo klaufaleg voru handtökin hjá honum, að beljan úr rotinu var hann alveg ruglaður og vissi ekkert, hvar hann var. Til allrar hamingju bar þar að í þessum svifum slátrara með ofurlítinn grís í hjólbörum. Hjálpaði slátrarinn Hans á fætur og spurði, hvað um væri að vera, en Hans sagði honum eins og var. Slátrarinn rétti nú Hans vasapelann sinn og sagði honum að fá sér hressingu. „Aldrei færðu neina mjólk úr beljunni þeirri arna. Hún er uppbornuð með öllu og ekki á vetur setjandi.“ „Hverjum gat komið slíkt til hugar,“ mælti Hans og strauk hendinni um höfuð sér. „Það er ekkert lítilræði af kjöri, sem hún gæfi af sér, ef henni væri slátrað! Annars gef ég lítið fyrir nautakjöt; mér þykir það ekki nógu safamikið. En ég vildi ég ætti svín eins og þetta, sem þú hefur þarna í hjólbörun- um. Því að eitthvað er svínakjötið ljúffengara, að ég nú ekki nefni svínapylsu." „Heyrðu Hans minn!“ mælti slátrarinn. „Til þess að þægjast þér ofulítið skal ég hafa skipti við þig á svfninu og beljunni þinni. Hvernig lízt þér á það?“ „Guð launi þér góðvild þína,“ svaraði Hans, fékk slátraranum kúna og tók grísinn úr börunum og teymdi hann f bandinu, sem hann hafði verið bund- inn með. Hans hélt nú áfram leiðar sinnar og dáðist að því í huganum, hversu allt gengi sér að óskum. Því að þótt eitthvað bjátaði á í svipinn væri þvf jafnharðan kippt í lag. Hann gekk nú fram á unglingspilt, sem bar fallega, drifhvíta gæs undir hendinni. Þeir buðu hvor öðrum góðan daginn og Hans sagði pilti þessum frá þessari einstöku heppni sinni í viðskiptum. En pilturinn sagði honum, að hann væri sendur með ■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■•■ ANNA FRÁ STÓRUBORG - SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD niuít allir, að þá mátti heita, að engin kristni væri í Skálholts- stifti. Gömlu prestamir voru í raun og veru allir afsettir, nema þeir vildu flytja hixm nýja boðskap, sem þeir kunnu ekki sjálfir. Flestir þeirra kusu heldur að leggja niður embætti sín. Fengust þá engir til að taka þau upp. Bændur og lið- léttingar voru vigðir, ef þeir aðeins voru bænabókarfærir, — gátu stafað sig fram úr Cormim-postillu prentaðri í kirkjun- um. Lakast gekk að fá almenning til að sýna þessum nýgræð- ingum kirkjunnar sæmilega lotningu. Klaustrin voru nú á kóngs valdi, og munkar og prestar áttu sér hvergi öruggt athvarf. Sumir munkamir vom á flækingi. Samt áttu þessir gömlu latínusönglarar enn þá allmikil ítök í hugum manna, og helzt vom það þeir, sem héldu þó enn í hemilinn í fólkinu — og skákuðu þeim gamla. En í norðrinu dró upp dimmar blikur. Norðlingar vom enn þá gamla siðnum tníir, og þar sátu menn að völdum, sem ekki gáfu Sunnlendingum eftir í ójöfnuði og yfirgangi. Það dró til stórtíðinda, — stórtíðinda, sem einmitt dundu yfir á þeim árum, er saga þessi gerist. 2. FÓSTURSONURINN Anna var yfir þrítugt, en Hjalti fimmtán ára. Það, sem til hafði verið stofnað af glettni og ertni við heimafólkið, var orðið að brennandi ást, — óslökkvandi eldi. Þannig var það ætið hjá þessari ætt. Hún gekk fram af öllum, bæði í gáskanum og alvörunni. Engu var þar stillt í meðalhófið. önnu nægði ekki að ganga fram af heimafólki sínu í eitt skipti, — einn einasta morgun. Hún varð að halda því áfram. Einhver meðfædd hvöt til þrjózku og lítilsvirðingar á al- menningsálitinu knúði hana, einhver sjálfræðisfýsn og upp- reistargimi. Hún lét gera Hjalta hvílu í svefnloftinu hjá sjálfri sér. Hún lét gera honum góð klæði, gefa honum það bezta úr matnum, lét hann lifa og láta eins og hann vildi og vinna það eitt, sem honum sjálfum sýndist. Og hún naut með ánægju þeirrar undrunar og gremju, sem þetta vakti hjá heimafólkinu. Jafnframt varð henni Hjalti kærari með hverjum degin- um, sem leið. Hún kenndi honum að lesa og skrifa. Það kunni enginn á heimilinu nema hún sjálf. Hún kenndi honum allt, sem hún kunni, sagði honum allt, sem hún vissi, og dáðist hjartan- lega að því, hve greindur og námfús hann var. Hún elskaði hann með allri þeirri ákefðarástriðu, sem ITkÍimorQunkQffiflu — Þetta er skrftið . . . allir horfnir???? — Þú misskilur mig sonur sæll . . . ég átel þig ekki, þótt þú eyðir tfmanum í konur, vín og gleði ... ég öfunda t>ig • • • — Ég vil fá ferð á bað- strönd þar sem er fullt af ungum og myndar- legum mönnum, sem aðeins vilja eitt . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.