Morgunblaðið - 16.07.1974, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JULÍ 1974
Vinstri
stjómí
vændum í
Portúgal
Lissabon, 15. júlv AP — NTB
SKIPAÐUR hefur verið nýr for-
sætisráðherra f PortúgaJ og átti
hann fundi I dag með hinum
ýmsu herforingjum og stjórn-
málaleiðtogum um möguleika á
myndun nýrrar stjórnar. Var
upplýst I kvöld, að hann gerði ráð
fyrir að geta lagt ráðherralista
fram á morgun, þriðjudag.
Nýi forsætisráðherrann heitir
Vasco Dos Santos Goncalves og er
ofursti I portúgalska hernum,
einn af forsprökkum herforingja-
byltingarinnar 25. apríl sl. er kom
Antonio de Spinola til valda I
landinu. Er valhans sem forsætis-
ráðherra talið benda til þess, að
herforingjarnir, sem að bylting-
unni stóðu, hafi töglin og hagld-
irnar í landinu. Þó var Goncalves
tiltölulega Iítt þekktur meðal al-
mennings og kom val hans því á
óvart. Hann hefur átt sæti í ríkis-
ráði landsins frá þvf í bylting-
unni, en það er skipað 21 manni
og hefur það verkefni að vera
Spinola til ráðuneytis, auk þess
sem það getur komið I veg fyrir
lagasetningar með neitunarvaldi.
Búizt er við, að stjórn Goncalves
verði mun lengra til vinstri en
fráfarandi stjórn og ráðherrarnir
yngri. Sömuleiðis, að fleiri her-
foringjar verði þar. Talið er víst,
að Mario Soares, leiðtogi jafnað-
armanna, verði áfram utanríkis-
ráðherra og Alvaro Cunhal, aðal-
ritari kommúnistaflokksins, fái
sfzt minni áhrif í stjórninni en
áður. Kommúnistaflokkurinn í
Portúgal hefur lýst yfir stuðningi
við Goncalves og er vegur hans
ságður mjög vaxandi f landinu,
sérstaklega innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Vikuritið Newsweek
segir, að Sovétstjórnin geri sitt til
að styðja við bakið á kommúnist-
um í Portúgal, hafi m.a. veitt
þeim 35 milljón dollara fjárhags-
aðstoð. Myndaðar hafi verið 44
sellur víðsvegar um landið og
vinni þær nú að þvf að vinna
flokknum fylgi meðal lands-
manna fyrir næstu kosningar.
Newsweek segir líklegt, að flokk-
urinn mundi fá um 20% atkvæða
væri gengið til kosninga nú.
Goncalves forsætisráðherra er
53ja ára að aldri, verkfræðingur
að mennt, sérhæfður í vegalagn-
ingu og brúarsmíði. Hann er sagð-
ur mikill unnandi sígildrar hljóm-
listar og góðra bóka, sérstaklega
um heimspeki, stjórnmál og efna-
hagsrnál.
Fjölþjóð-
legt sér-
fræðinga-
lið stund-
ar Phouma
Vientiane, Laos, 15. júlf, AP
Tólf hjartasérfræðingar frá
Laos, Thailandi, Bandarfkjunum,
Frakklandi og Sovétrfkjunum
eru komnir til Vientiane f Laos
til að stunda forsætisráðherrann
þar, Souvanna Phouma, sem fékk
hjartaáfall á föstudagskvöld en er
nú sagður á batavegi. Von er á
einum sérfræðingi til viðbótar,
frá Kfna.
Phouma er 73 ára að aldri og að
sögn erlendra sendimanna í Laos
eini maðurinn þar í landi, sem
fær er um að halda þar gangandi
hlutlausri stjórn og koma í veg
fyrir, að átök hefjist á ný. Nú-
verandi stjórn landsins hefur
setið f hálfan fjórða mánuð. Sam-
kvæmt friðarsamningum frá 1973
hafa hinar tvær stríðandi fylk-
Framhald á bls. 35
Gremja innan EBE:
Vilja víkja V-Þjóðverja
burt af þingi bandalagsins
Briissel, 15. júl£NTB.
HUNDRUÐ starfsmanna hjá
Efnahagsbandalagi Evrópu I
BrOssel hafa undirritað áskorun
til þings bandalagsins um að reka
þaðan burt Ernst Achenbach,
fulltrúa Vestur-Þjóðverja, en
hann er formaður þingflokks
Frjálsra demókrata I V-Þýzka-
landi. Honum er gefið að sök að
hafa staðið f vegi fyrir full-
gildingu samkomulags, sem
Frakkar og Þjóðverjar gerðu með
sér um aðgerðir gegn strfðsglæpa-
mönnum nasista. Segir f áskorun
starfsmanna EBE, að slfk fram-
koma stríði gegn grundvallarregl-
um bandalagsins.
Áður hafði forysta æskulýðs
samtaka Frjálsra demókrata f
Vestur-Þýzkalandi krafizt þess, að
Achenbach yrði látinn víkja úr
Fékk 2 sæti
til viðbótar
JAPANSKI STJ0RNARFLOKK-
URINN, Frjálslyndi lýðræðis-
flokkurinn, fékk 2 þingsæti í
kosningum, sem fram fóru á
sunnudag á ýmsum stöðum, þar
sem hafði orðið að fresta kosning-
um vegna óveðurs helgina þar áð-
ur. Hefur flokkurinn nú 127 þing-
sæti af 252 í efri deild þingsins, —
7 sætum færra en fyrir kosning-
arnar.
flokknum fyrir þessar sömu sakir.
Sagði formaður æskulýðs-
samtakanna, Theo Schiller, á
blaðamannafundi, að hann hefði
sannanir fyrir þvf, að Achenbach
hefði sjálfur leyft nauðungar-
flutninga Gyðinga frá
Frakklandi, þegar hann starfaði í
sendiráði Þýzkalands í París á
stríðsárunum. Franska vikublaðið
L’Express hefur staðhæft, að
Achenbach hafi beitt sér gegn
fullgildingu ofangreinds samn-
ings milli Frakklands og Þýzka-
lands og þess í stað lagt til, að
stríðsglæpamönnum nasista verði
almennt gefnar upp sakir. Sam-
kvæmt þessu samkomulagi er
hægt að leiða fyrir rétt íV-Þýzka-
landi stríðsglæpamenn, sem
dæmdir hafa verið „in absentia” f
Frakklandi. Blaðið „Le Monde“
hefur fyrir satt, að Achenbach
hafi látið svo um mælt, að hann
ætlaði að sjá svo um, að afgreiðsla
samkomulagsins í þingnefnd tæki
langan tíma; Achenbach á sæti í
utanríkismálanefnd þingsins, sem
f jallar um þennan samning.
Vegna v-þýzkra lagaákvæða
hefur fyrrum foringi Gestapo í
París Kurt Lischka, að nafni, ekki
afplánað dóm f heimalandi sfnu
enda þótt hann hafi verið
dæmdur „in absentia” í Frakk-
landi í ævilangt fangelsi.
I sfðustu viku var kona að nafni
Beate Klarsfeld dæmd f tveggja
mánaða fangelsi fyrir vestunþýzk-
21. LENSHOFÐINGI
SARK-EYJAR LÁTINN
Sark, 15. júlí AP
„THE DAME of Sark“, Sibyl
Mary Hathaway, sem ráðið hef-
ur rfkjum á eyjunni Sark f 47
ár, lézt á sunnudag, nfutfu ára
að aldri.
Eyjan Sark, sem er I Ermar-
sundi, nærri frönsku strönd-
inni, er smæsta og elzta sjálf-
stæða „rfkið“ á Bretlandseyj-
um og hefur verið f höndum
sömu fjölskyldu frá þvf árið
1563, þegar Elizabet I lét Heli-
er de Carteret — hinum fyrsta
„Seigneur of Sark“ — stjórnina
þar eftir með þeim kvöðum, að
hann sæi um að koma þar á
búsetu. Var þá komið á fót
nokkurs konar lénsskipulagi á
Sark, sem haldizt hefur svo tii
óbreytt til þessa dags. íbúar
Sark eru nú 582 talsins. Þeir
hafa sérstakt þing, tveggja
manna lögreglulið og fangelsi,
sem hýst getur tvo fanga, enn-
fremur hæstarétt en úrslita-
vald I öllum málum liggur hjá
Seigneur eða Dame, sem ein-
ungis hafa verið ábyrg gagn-
vart brezku krúnunni. Dame
Sibyl var 21. höfðingi eyjarinn-
ar — en nú tekur við dótturson-
ur hennar, Michael Beaumont,
46 ára að aldri. Hann hefur
verið búsettur í Bristol f Eng-
landi og einungis dvalizt á Sark
f frfstundum.
Ein helzta tekjulind Sark-
búa hefur verið ferðamenn, en
um 50.000 manns koma þangað
árlega til þess að njóta friðar
og rósemdar þar. A Sark eru
engar bifreiðar, engir eru þar
skattar, verkalýðsfélög engin
og aldrei hafa verið verkföll f
þessu litla rfki. Glæpir þekkj-
ast tæpast og hjónaskilnaðir
heldur ekki, enda eru konur
þar ennþá taldar persónuleg
eign eiginmannsins. Fyrir f jór-
um áruin var starfandi læknir á
Sark, sem vildi fá þangað bif-
reið til að auðvelda sér sjúkra-
vitjanir. Hann fékk ekki vilja
sfnum framgengt og hætti
störfum, en arftaki hans þar
notar reiðhjól.
Eina vélknúna farartækið,
sem til er á Sark, er vélknúinn
hjólastóll, sem Dame Sibyl átti
og notaði sfðustu árin.
um dómstóli fyrir tilraun til að
ræna Lischka. Hugðist hún flytja
hann til Frakklands til að hann
neyddist til að afplána dóm sinn.
Dómurinn yfir frú Klarsfeld
hefur vakið mikla gremju í
Frakklandi.
S-Víetnam:
Mynd þessi var tekin á
flugvellinum f Tókfo f
gær, eftir að farþega-
þotan japanska var
lent þar með ræningj-
anum innanborðs,
vopnuðum hnffi, sem
hann hótaði að bregða
í bak flugstjóranum,
ef ekki yrði að kröfum
hans gengið. Far-
þegarnir horfðu
kvfðnir út um glugga
þotunnar f algerri
óvissu um hvernig
þessi ferð þeirra
mundi enda.
Óeirðir og manntjón
í byggðakosningum
Saigon, 15. júlf, AP. NTB.
í BÆJAR- og sveitarstjórna-
kosningum í Suður-Víetnam um
helgina kom víða til mikilla
óeirða og segja talsmenn Saigon-
stjórnarinnar, að hermenn Vfet
Cong hafi látið til skarar skríða og
hafi þetta verið alvarlegustu brot
á vopnahléinu til þessa. Fréttum
ber hvergi saman um, hversu
margir hafi látið lífið: NTB-frétta-
stofan segir, að 54 óbreyttir
borgarar hafi látizt og yfir sjötíu
slasazt, auk þess séu ýmsir týndir.
AP-fréttastofan segir, að 54
óbreyttir borgarar hafi látizt og
yfir sjötfu slasazt, auk þess séu
ýmsir týndir. AP-fréttastofan
segir, að vitað sé með vissu um á
þriðja tug óbreyttra borgara, sem
hafi látizt, og sjötíu hermenn. AP
segir, að 120 óbreyttir borgarar
hafi slasazt og á þriðja hundrað
hermenn. Þá segir AP, að 181
Víet Cong hermaður og N-
Víetnami hafi látið lffið.
Kosningaþátttaka var rúmlega
79%. Búizt er við, að Lýðræðis-
flokkurinn undir forystu Van
Thieu forseta hafi mjög bætt
stöðu sína í þessum kosningum.
Fengu eitrun
af gullregnsfræi
Bergen, 15. júlf NTB
FIMM börn á aldrinum fimm
til nfu ára voru lögð á sjúkra-
hús fyrir helgina vegna
eitrunar, sem þau höfðu
fengið af þvf að eta fræ af
gullregni. Dælt var upp úr
börnunum og fengu þau að
fara heim þegar á laugardag
en foreldrum hefur verið ráð-
lagt að fylgjast vel með þvf allt
fram til haustsins, að börn láti
ekki slfkt upp f sig.
Símahlerunarmál Hvíta hússins:
Nixon tekur á
sig alla ábyrgð
Washington, 15. júlf
AP — NTB
RICHARD Nixon, forseti Banda-
rfkjanna, hefur skrifað utanrfkis-
málanefnd öldungadeildar
bandarfska þingsins, bréf, þar
sem hann tekur á sig alla ábyrgð
á þeim sfmahlerunum hjá starfs-
fólki Hvfta hússins og nokkrum
blaðamönnum, sem framkvæmd-
ar voru á árunum 1969—’71 með
það fyrir augum að koma f veg
fyrir fréttaleka. BlaðafuIItrúi for-
setans, Ronald Ziegler, skýrði frá
þessu um helgina og þvf með, að
forsetinn styddi Henry Kissinger,
utanrfkisráðherra, heilshugar og
þá staðhæfingu hans, að hann
hefði ekki fyrirskipað sfmahler-
anir.
Utanríkismálanefndin hefur
hafið að nýju rannsókn á þætti
Kissingers í þessu máli, en það
olli sem kunnugt er miklu fjaðra-
foki f síðasta mánuði, þegar látið
var að því liggja af hálfu þing-
manna í rannsóknarnefnd full-
trúadeildar þingsins að hlutur
Kissingers í þessu máli væri
veigameiri en hann vildi vera
láta. Hótaði Kissinger þá að segja
af sér væri mannorð hans ekki
hreinsað af þessum grun, og fór
Framhald á bls. 35