Morgunblaðið - 17.08.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974 2 Smygl finnst í Grind- víkingi í Noregi NORSKIR tollverðir fundu mik- inn smyglvarning um borð í Grindvfkingi GK 606 i fyrrinótt, þar sem báturinn lá við bryggju f Egersund. Var það fyrir atbeina fslenzku tollgæzlunnar, sem norskir tollverðir fundu þennan ólöglega varning. 1 bátnum fundust 98.800 vindlingar, 3000 vindlar, 885 flöskur af áfengi og 88 ks. af áfengum bjór. Var varningur þessi falinn að hluta til í stýris- húsi, en að mestu leyti þó í tvö- földum tanki, sem fylltur var til hálfs af vatni. Talið er víst, að varningnum hafi átt að smygla til Islands, að sögn tollgæzlunnar. Grindvíkingur hefur stundað síldveiðar í Norðursjó að undan- förnu, og í síðustu söluferð seldi skipið í Þýzkalandi, en þar er jafnan auðvelt að ná í þessar vörur. Báturinn hefur nú fengið að fara frá Noregi gegn tryggingu. Þessi sfmsenda mynd kom frá Kaupmannahöfn f gærkvöldi, en hún var tekin f fyrrakvöld af hljómleikum hinnar marg- umtöluðu hljómsveitar Naza- reth f Höfn. Undanfarna daga hefur staðið yfir hálfgert strfð á Islandi um það hver teljist réttur framkvæmdaraðili hljómleika hljómsveitarinnar f Reykjavfk, sem verða á fimmtudagskvöldið f næstu viku. Nú virðist þessu stfði lok- ið, og væntanlega fá poppunn- endur sig sadda þá V-Þjóðverji halastýfður StÐARI hluta dags f gær klippti varðskip á báða togvfra vestur- þýzka togarans Hans Biickler BX 679, þar sem skipið var um það bil 9 sjómflur innan fimmtfu sjómflna markanna á austurhluta Halamiða. Þetta er i ánnað skipti á nokkr- um dögum, sem klippt er á tog- vira vestur-þýzks togara, en að sögn Þrastar Sigtryggssonar hjá Landhelgisgæzlunni þá hefur v- þýzkum togurum fjölgað við land- ið að undanförnu. 4000 lestir af makríl til Neskaupstaðar — Vinnuaflsskortur háir vinnslu aflans RUMLEGA 4000 lestir af makrfl höfðu borizt til Neskaupstaðar f gær þegar Mbl. ræddi víð Kristin Sigurðsson verksmiðjustjóra Síldarvinnslunnar. Þá voru Eld- borg og Asver að landa, bæði skip- in með fullfermi. nú í Neskaupstað og þeir, sem vinna við bræðsluna, standa eins lengi og þeir geta, en reynt ér að bræða allan sólarhringinn. Sagði Kristinn, að þótt hægt væri að fá menn til vinnu væri húsnæðisskorturinn svo mikill, að svo til ómögulegt væri að koma mönnum fyrir. Kristinn sagði, að makríllinn væri mjög góður til bræðslu og fengist svo til sama magn af lýsi og mjöli út úr honum, en yfirleitt fæst mun meira af mjöli úr fiski, sem fer til bræðslu. STÓR DÆLUKRANI VIÐ KORNHLÖÐUNA I SUNDAHÖFN LAGÐIST SKYNDILEGA SAMAN 1 GÆR. EKKI ER VITAÐ UM TILDRÖG ÓHAPPSINS. LJÓSM. MBL.: SV.Þ. Hálfdán Einarsson að nafni, mun þá svffa í flugdreka sfnum fram af toppi Vífilsfells, sem er í 500 metra hæð yfir Sandskeiði. Mörgum mun eflaust þykja þetta fífldirfska, en engu að síður hefur þessi íþrótt átt miklum vin- sældum að fagna í Banda- ríkjunum og Evrópu að undan- förnu. Að loknu flugdrekafluginu munu 5 svifflugur sveima yfir höfðum fólks, en siðan mun stormþyrla Björns Sigurðssonar fljúga yfir staðinn. Þrjár storm- þyrlur eru nú til í landinu, en þær eru samansettar hér á landi og eru mjög einfaldar að allri gerð. Ennfremur verður sýnd nauð- lending á flugvél. Verður það gert með þeim hætti, að drepið verður á hreyfli vélarinnar f nokkurri hæð, en sfðan mun vélin nauð- lenda á fyrirfram ákveðnum stað á Sandskeiði. Með þessu er fólki sýnt, að ekki eru allir dauða- dæmdir, þó svo að hreyfill vélar- innar gangi ekki. Þá verður sýnt listflug og ýmislegt fleira verður Frá fyrsta flugdeginum, sem haldinn var á Sandskeiði sumarið 1938. Kristinn sagði að vitað væri um tvö skip á leiðinni, Börk með 400—500 lestir og Sölva Bjarna- son með 170 lestir. Byrjað er að bræða makrílinn og gengur það vel nema að einu leyti, menn vantar tilfinnanlega f verksmiðjuna til að vinna að bræðslunni. Mikil mannekla er Fékk 25 tunnur af humri í síð- ustu veiðiferðinni HORNAFJARÐARBATURINN Ólafur Tryggvason kom með 25 tunnur af slitnum humri úr sfð- ustu veiðiferð sinni f sumar og mun þetta vera mesti humarafli, sem Hornafjarðarbátur hefur komið með úr einni veiðiferð. Aflaverðmæti þessa afla er nokk- uð á aðra milljón króna. Þetta kom m.a. fram þegar við ræddum við Gunnar Snjólfsson fréttarit- ara Mbl. á Höfn f gær. Hann sagði, að margir Horna- fjarðarbátar væru nú að búa sig á reknet eða togveiðar með botn- vörpu. Einn bátur, Steinunn, væri þegar farinn út með reknet, en ekki væri enn vitað um aflabrögð- in. Aðeins hefði heyrzt, að ein- staka bátur hefði fengið góðan sfldarafla í reknetin í fyrrinótt. Fyrst um sinn er hugmyndin að frysta alla þá síld, sem berst til Hafnar, en ef um mikið magn er að ræða, þá verður eitthvað salt- að. Sagði Gunnar, að sæmileg að- staða væri til síldarsöltunar á Hornafirði, en fyrr á árum hefði nokkur síld verið söltuð þar. 38 þúsund kr. fyrir minningarmyntina vÐ KEMUR betur og betur f %, að einhver bezta fjár- •ting manna um þessar indir er að kaupa þjóð- fðarmyntina, sem gefin -íur verið út á þessu ári f dlefni 100 ára afmælis lslands- byggðar. Myntsafnarar er- lendis kaupa þessa mynt dýrum dómi og bankar greiða hátt verð fyrir myntina. Magni R. Magnússon, kaup- maður f Frfmerkjamiðstöðinni, sagði í samtali við Morgun- blaðið f gær, að silfurpeninga- slátta Seðlabankans, sem f eru tveir peningar og seldir eru á 1700 kr. séu nú boðnir til sölu á 30 dollara f Bandarfkjunum. Sérunna sláttan, sem seld er bér á 3200 kr., er nú seld á 50 dollara vestra, en þar er ekki seld ÖII serfan, þvf Bandarfkja- menn mega ekki eiga gull. Er það samkvæmt gömlum löguin, en þau munu breytast um næstu áramót, þannig að þá mun þessi serfa komast á mark- að þar. Hann sagði, að það undarlega við þessi bandarfsku lög væri, að ef mönnum tækist að smygla gullpeningum t.d. inn f Banda- rfkin þá væri það allt f lagi, og nokkuð margir gullpeningar, sem gefnir voru út til minn- ingar um Jón Sigurðsson væru f umferð þar og seldust þeir á 449 dollara eða 45 þús. kr. 1 Evrópu er allt þjóðhátfðar- settið þ.e. gullpeningurinn og tveir silfurpeningar, á 30—38 þús kr. og mun hæsta verðið vera í Hollandi. Hér á landi gengur serfan á 35 þús. kr., en upprunalegt söluverð frá Seðla- bankanum er 23 þús. kr. Flughátíðin hefst í dag FLUGHATlÐ Flugmálafélags tslands, sem vera átti á Sand- skeiði s.l. laugardag og sunnudag, en var frestað vegna veðurs, hefst kl 9 f dag á Sandskeiði. Kluehrt*i<..u iietst meo Keppni í vélflugi.n í1’ vélar eru skráðar til leiKs. Ennfremur verður í dag keppt í fallhlífarstökki og verður vafalaust gaman að fylgjast með þvi. Á morgun, sunnudag, hefst hátíðin með hópflugi 20—25 lítilla flugvéla og i þeim hópi eru margar tegundir véla. Því næst fer fram módelflug, en þá fljúga yfir Sandskeið fjarstýrð flug- módel, en þetta tómstundagaman á vaxandi fylgi að fagna hérlendis scm annars staðar. Að módel- fluginu loknu fer fram fallhlífar- stökk. Félagar úr Fallhlífar- klúbbi Reykjavíkur munu stökkva fyrst út úr flugvél í 3000 feta hæð og svifa til jarðar i fall- hlífum sinum. Síðan munu þeir fara enn hærra og fyrsta spölinn á leið niður munu þeir halda á log- andi blysum. Það, sem eflaust mun vekja mesta athygli, er svonefnt flug- drekaflug. Ungur Isfirðingur, til skemmtunar eins og t.d. flug- grin. Tækjabúnaður Flugbjörgunar- sveitarinnar verður til sýnis í stóru tjaldi, sem komið verður fyrir á Sandskeiði. Ennfremur verða sýndar þar ýmsar gamlar og þekktar flugvélar, sem sett hafa svip sinn á íslenzka flugsögu. Þar má nefna hina frægu KZA, tvær til þrjár Piper Cup og Fleet-tví- þekju Árna í Múlakoti, en það er eina tvíþekjan í eigu Islendinga. Flugmálafélag Islands, sem samanstendur af Svifflugfélagi Islands, Flugmódelfélaginu Þyt, Fallhlífarklúbbi Reykjavíkur, Vélflugfélagi Islands og Flug- björgunarsveitinni I Reykjavík, stefnir að því að koma upp alhliða aðstöðu á Sandskeiði fyrir starf- semi sína. Aðgangseyrinn að hátíðinni er kr. 100 fyrir full- orðna, en ókeypis verður fyrir börn. Allt það fé, sem inn kemur, mun renna til uppbyggingarinnar á Sandskeiði. Til að auðvelda fólki að komast upp á Sandskeið verða ferðir frá B.S.l. frá kl. 12.30 í dag og á morgun, og verður fjöldi lang- ferðabíla notaður við það. ij.jom.i.i iJ ..rioq Jii.j .tn iiiin ré,iu<n,,í „>ui i i>,!i ..i » io'i i í > r unamiilíniu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.