Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 11

Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974 Strandríki setji reglur um mengunar- varnir innan efnanagslögsögu sinnar Caracas 16. ágúst, frá Margréti R. Bjarnason, blm Morgunblaðsins. EINN íslenzku sendinefnd- armannanna á hafréttar- ráðstefnunni hér í Caracas, Gunnar Schram, varafasta- Varaforseti Washington 16. ágúst — AP FORD, Bandarfkjaforsetif mun lfklega ekki útnefna nýjan vara- forseta fyrr en á þriðjudag eða miðvikudag, sagði talsmaður hans f dag. Þeir sem taldir eru Iíklegastir f umrætt embætti cru fyrrvcrandi borgarstjðri f New york, Nelson Rockefcller, og for maður Repúblikanaflokksins George Bush. Talsmaðurinn lagði áherzlu á að forsetinn hefði enga ákvörðun tekið um hver yrði varaforseti. fulltrúi Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum, talaði í 3. nefnd í dag og gerði nokkrar athugasemdir við tillögur, sem fram hafa komið um mengunarvarnir á þriðjudag? Það var einnig tilkynnt í Hvíta húsinu í dag að Ford hefði ákveð- ið að hljóðritanirnar af samtölum Nixons, fyrrverandi forseta, yrðu áfram geymdar í Hvíta húsinu. Komst r ord að þessari niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig m.a. við Jaworski dómara í Watergatemál- inu. Þetta þýðir, að Ford lítur ekki á hljóðritanirnar, sem persónulega eign Nixons, eins og lögmenn for- setans fyrrverandi hafa haldið fram. á hafi, en Island er aðili að einni þeirra ásamt 9 öðrum ríkjum: Kanada, Fiji, Ghana, Gyuana, Inglandi, Iran, Nýja-Sjálandi Filips- eyjum og Spáni. Gunnar benti á, að aðild íslands að þeirri tillögu sýndi áhuga Is- lendinga á mengunarvörnum á hafi, enda hefðu þeir þegar árið 1968 lagt fram fyrstu ályktun um það efni, sem þáverandi undir- búningsnefnd hafsbotnsnefndar- innar hefði samþykkt. Gunnar Schram sagði ljóst, að ennþá bæri mikið á milli skoðana hinna ýmsu sendinefnda á því hvernig heildarsamþykkt um um- hverfisvernd á hafi skyldi upp- byggð, en markmiðið hlyti að vera að finna málamiðlun og með það í huga vildi hann gera athugasemd- ir við þrjú atriði. í fyrsta lagi: Innan 200 mllna efnahagslögsögunnar yrði að finna jafnvægi milli hagsmuna viðkomandi strandrikis og þeirra ríkja, sem hefðu skip 1 siglingum. Strandriki ætti að hafa fullan rétt til að setja lög og reglur um meng- unarvarnir innan efnahagslögsög- unnar, en til þess að valda ekki truflunum á siglingum yrði að byggja slfkar reglur á viður- kenndum alþjóðlegum venjum og — sagði Gunnar Schram í ræðu í Caracas reglum. Því ætti strandríki ekki að hafa vald til þess t.d. að setja strangari reglur um gerð skipa en viðurkenndar væru almennt nema þar sem sérstök siglinga- hætta væri fyrir hendi. 1 öðru lagi: íslendingar telja, að það væri óviðunandi frávik frá grundvallarreglum um fullveldis- rétt strandríkis yfir efnahagslög- sögu sinni ef það hefði ekki vald til þess að framfylgja mengunar- varnarreglum, alveg eins og það hefur rétt til að fylgja eftir efna- hagslegri lögsögu sinni á svæðinu. Hins vegar yrði að leggja áherzlu á, að strandriki forðaðist i hví- vetna óþörf afskipti af löglegum athöfnum á hafi. NOKKUÐ villandi fyrirsögn var á forsfðu Morgunblaðsins f gær. Hljóðaði fyrirsögnin: Nix- on stefnt fyrir rétt. Hér er auð- vitað ekki átt við það, að honum verði stefnt sem sakborningi vegna aðildar sinnar að Watcr- gatemálinu. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um það hvort forsetinn fyrrverandi verði leiddur fyrir rétt, en þá ákvörðun mun Jaworski dóm- ari taka innan skamms. Eins og fram kom f fréttinni var aðeins um það að ræða, að Nixon yrði kallaður sem vitni í málinu gegn fyrrverandi aðstoðar- manni sfnum, Ehrlichman. Þriðja atriðið, sem Gunnar Schram gerði athugasemd við, varðaði bótaskyldu og tjón en um þá þætti sagði hann, að ekki ynn- ist tími til að ræða f smáatriðum hér í Caracas. Hann lét í ljós þá von, að sam- komulag gæti náðst um það grundvallaratriði, að ríki skyldu teljast ábyrg fyrir tjóni, sem til þeirra mætti rekja á svæðum, sem heyrðu undir lögsögu annarra ríkja. Ennfremur, að öll ríki skyldu bera ábyrgð á því að tryggja að starfsemi, er heyrði undir þeirra stjórn, ylli ekki tjóni á umhverfi annarra ríkja. Svæðið utan lögsögu væri sérstakt vanda- Framhald á bls. 23 Landluktum Afríkuríkjum boðinn aðgangur að 200 mílum strandríkja Caracas, 16. ágúst. Frá Margréti R. Bjarnason. ÞÖTT tslendingar hafi haft samstöðu með vanþróuðu rfkjunum á hafréttarráðstefn- unni hér hefur Afrfkurfkjun- um ekki tekizt að samræma stefnu sfna fyllilega eins og fram kom f samtali mfnu við Hans G. Andersen sendiherra f vikunni. Þar stangast sérstaklega á sjónarmið strandrfkja og land- luktra rfkja varðandi aðild landluktu rfkjanna að nýtingu auðlinda f efnahagslögsögu strandrfkjanna. Eg ræddi við forseta Afrfku- rfkjahópsins, Amadou Cisse, sendiherra Senegal, en hann er fastafulltrúi lands sfns hjá Sameinuðu þjóðunum f Genf og formaður sendinefndar Senegal hér f Caracas. Hann sagði, að það skipti að sjálfsögðu meginmáli fyrir Afríkuríkin að fá viðurkennda 2C0 mílna efnahagslögsögu og væri einkar uppörvandi, að bæði Bandarikin og Sovétríkin hefðu snúizt á þá sveifina. Þó væri sá hængur á, að þessi ríki vildu skuldbinda strandríki til þess að leyfa öðrum þjóðum að veiða innan efnahagslögsög- unnar þann afla, sem strandrik- in sjálf gætu ekki nýtt, en það litist Afrfkurikjunum ekki á. Hins vegar væru þau reiðu- búin til milliríkjasamninga við einstakar fiskveiðiþjóðir um veiðiheimildir þeim til handa, til dæmis á þeim grundvelli, að þær greiddu fyrir veiðiheimild- ir með þvf að aðstoða við upp- byggingu fiskiðnaðar í strand- ríkjum Afríku. Mætti hugsa sér, að þær hjálpuðu Afriku- mönnum til dæmis að koma upp niðursuðuverksmiðjum og lönduðu jafnvel einhverju af afla sínum í viðkomandi strand- rfki. „Okkur er mjög í mun, að hvers konar auðlindir innan efnahagslögsögu verði þjóðum okkar til hagsbóta," sagði Cisse. Aðspurður um vandamál Afríkurfkjanna vegna land- luktu ríkjanna benti Cisse á, að í Afríku væri fleiri slík ríki en í öllum öðrum heimsálfum. Hann sagði, að strandríkin væru reiðubúin að veita land- luktu rfkjunum jafnréttisað- stöðu til fiskveiða innan efna- hagslögsögu þeirra, en þau teldu sig ekki geta gengið að kröfum þeirra um hlutdeild í nýtingu annarra auðlinda þar. Hann sagði það von sína, að landluktu ríkin létu sér þetta lynda og að þetta mál yrði leyst á næstav, ráðherrafundi Ein- ingarsamtaka Afríku, er væntanlega yrði haldinn f febrúar 1975 f Addis Ababa. Þá gæti staða Afríkuríkjanna orðið sterkari á næsta fundi hafréttarráðstefnunnar. Sagði Cisse, að á sfðasta fundi Einingarsamtakanna hefði orðið samkomulag um að tryggja landluktu rfkjunum aðgang að hafi: „Ég er þeirrar skoðunar, að Afrikuríkin hafi gengið mjög langt til móts við landluktu rfk- in og miklu lengra en aðrir rfkjahópar hafa gert. Þeir hafa kannski viljað viðurkenna að taka þurfi sérstakt tillit til landluktu rfkjanna en ekki lýst sig tilbúna til þess að skipta til jafns með þeim lifandi auðlind- um innan efnahagslögsögu — eingöngu sagzt reiðubúnir til tvíhliða eða svæðisbundinna milliríkjasamninga. Strandrík- in í Afrfku telja því ósann- gjarnt, að landluktu rfkin þar viðurkenni ekki og sætti sig ekki við þær tilslakanir, sem strandríkin hafa gert.“ Af hálfu strandríkjanna sagði Cisse enn fremur, hefði meðal annars verið færð sú rök- semd gegn kröfu landluktu rikjanna í umræðunum, að þau mundu aldrei leyfa strand- ríkjunum að nýta auðlindir innan sinna landamæra. Benti Cisse f þvi sambandi á, að sum landluktu ríkin væru mjög auðug af náttúrugæðum, svo sem Zambía og Zaire (áður Kongó), sem að vfsu væri ekki alveg landlukt en teldist til svo- nefndra landræðilega afskiptra ríkja. „En landluktu rfkin vilja eins og aðrir fá sem mest fyrir sig út úr þessari ráðstefnu," sagði Cisse. Aðspurður hvort fleiri lönd í Afríku en Zambia ættu á hættu að lokað yrði fyrir aðflutnings- leiðir þeirra að hafi (stjórn Rhódesíu hefur meðal annars þjarmað óþyrmilega að Zambíu að þessu leyti) sagði Cisse, að það væru helzt Botswana og Lesotho, sem væru alveg um- lukt Suður-Afrfku. Hann kvaðst þó þeirrar skoðunar, að Suður-Afríkustjórn mundi ekki valda þeim erfiðleikum. „Suður-Afríkumenn eru svo stjórnmálalega einangraðir, að ég hugsa, að þeir gæti þess að leyfa þessum löndum frjálsan aðgang að hafi,“ sagði Cisse. Aðspurður um andstöðu Afríkuríkjanna við kröfu ýmissa ríkja um yfirráð yfir landgrunni utan 200 mílna efnahagslögsögu (svo sem Kanada, Argentinu o.fl.) sagði Cisse, að Afríkuríkin hefðu ekki eiginlega tekið endanlega afstöðu f þvi máli. Einingar- samtök Afríku hefðu forðazt að ræða þetta mál en það gæti komið til greina að sum ríki Afríku vildu gera sams konar kröfu — riki, sem hefðu stórt og velafmarkað landgrunn, svo sero Senegal, Guinea-Bissau, Tanzanía, Madagaskar og fleiri. Hann sagði, að þetta væri undir ýmsu komið. í raun og veru væri nauðsynlegt að rannsaka landgrunn Afríku- ríkjanna miklu nánar en gert hefði verið — og alla vega þyrfti gleggri skýringar á því við hvaða endimörk ætti að miða. „Væntanlega verður tek- in afstaða til þessa máls á næsta fundi Einingarsamtakanna og hún fer eftir því, hvort við telj- um okkur meiri hag í því að styðja kröfu til yfirráða yfir landgrunni utan 200 mílna eða vinna gegn henni,“ sagði Cisse. Ég vék þessu næst að stjórn- un Alþjóðahafsbotnssvæðisins og spurði Amadou Cisse álits á þeim staðhæfingum, sem hér hefur verið haldið fram af ýms- um aðiljum, að sterk alþjóðleg stjórnunarstofnun yrði svo kostnaðarsöm, að hagur van- þróuðu rfkjanna af nýtingu al- þjóðahafsbotnssvæðisins yrði þannig sýnu minni en af stjórnunarstofnun, sem hefði einungis það hlutverk að sjá um leyfisveitingar og eftirlit. Cisse sagðist þessu alveg sam- mála og afstaða Afríkuríkja væri sú að fallast ekki á slíkt fyrirkomulag því það væri ger- samlega útilokað að hafa eftir- lit með framkvæmdum ef þær væru í höndum fjölþjóð- legra fyrirtækja. Afrfkurfkin gætu hugsað sér samninga um einstaka þætti starfseminnar en þá því aðeins, að haldið yrði uppi mjög sterku eftirliti. Van- þróuðu ríkin teldu hag sínum bezt borgið með því að koma á sterkri yfirstjórn. Aðspurður hvernig þau hugsuðu sér skipulag og aðset- ur slíkrar stofnunar sagði hann, að Jamaica hefði þegar boðizt til að hýsa stofnunina. I stórum dráttum væri hún þannig hugsuð, að annars vegar væri þing allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna og hins vegar stjórnarráð, sem yrði nokkurs konar framkvæmda- stjórn kosin af þinginu. Hann sagði Afríkumenn leggja áherzlu á, að allar meiriháttar ákvarðanir yrðu teknar á þing- inu þar sem vanþróuðu ríkin yrðu sterkt afl. Jafnframt sagði hann, að þeir vildu fá sterka aðstöðu í stjórn- arráðinu, ekki endilega meiri- hluta, en það sterka aðstöðu, að rödd þeirra heyrðist vel. Neitunarvald sagði hann að enginn ætti hafa. Ég spurði Amadou Cisse að lokum hvort hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með gang ráðstefnunnar og hann svaraði: „Við áttum von á þvf, að starfið hér yrði erfitt, hags- munirnir eru svo margir og miklir og þeir stangast svo geysilega á í mörgum tilvikum. Afrikumenn eru á hinn bóginn afar ánægðir yfir því að taka fullan þátt í hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, en það er f fyrsta sinn, sem þeir eiga þess kost. Afríkuríkin voru ekki með í Genf 1958 og 1959 vegna þess, að þá voru flest þeirra enn ekki orðin sjálfstæð ríki eða þá rétt í þann veginn að fá sjálfstæði. Við erum bjartsýnir á, að haf- réttarráðstefnunni eigi eftir að Iánast að setja viðunandi haf- réttarlög þar sem sérstakt tillit verði tekið til hagsmuna van- þróuðu rikjanna í heimínum.“ Viðtal við leiðtoga Afríku- ríkja á hafréttarráðstefnunni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.