Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjorn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Lindhelgismálið verð- jr ugglaust eitt af mik- uvægustu verkefnum, sem na;sta ríkisstjórn fæst við. Talsvert hefur þegar áunn- izt í þessum efnum, en mikið er þó ógert. Þeir flokkar, sem nú sitja á rök- stólum í þvi skyni að kanna möguleika á myndun ríkis- stjörnar, verða m.a. að koma sér saman um að- gerðir um næstu skref varðandi útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Hafréttarráðstefnunni í Caracas í Venesúela lýkur í þessum mánuði. Henni verður síðan framhaldið í Vínarborg á næsta ári og nú eru líkur á því að takast megi að halda hana fyrri hluta ársins. Að vísu eru menn etkki á einu máli um árangur af störfum ráð- stefnunnar það sem af er. Fulltrúar nokkurra ríkja hafa lýst óánægju sinni sakir þess, að störf ráð- stefnunnar hafa að þeirra dómi gengið of hægt og ekki borið þann árangur, sem vonazt var til. Aðrir, þar á meðal sendiherra Is- lands, hafa lýst yfir því, að þegar hafi komið í Ijós verulegur árangur af störf- um ráðstefnunnar. Vitað er, að tillögur um 200 sjómílna auðlindalög- sögu eiga fylgi að fagna hjá meirihluta þjóða, er ráð- stefnuna sitja. Hitt er ljóst, að hér er um flókið úr- lausnarefni að ræða og margar af þeim þjóðum, sem lýst hafa stuðningi við 200 sjómílna regluna, vilja binda hana skilyrðum, sem íslendingar vilja ógjarnan fallast á. Þannig verður ekkert um það sagt á þessu stigi, hvort unnt verður að tryggja fylgi aukins meiri- hluta á ráðstefnunni við al- þjóðlegar reglur, er yrðu f fullu samræmi við íslenzk sjónarmið. Athyglisvert er þó, að mörg þeirra ríkja, sem harðast hafa barizt gegn viðáttumikilli fisk- veiðilögsögu, hafa nú snúið við blaðinu og lýst fylgi við 200 sjómílna hugmyndina. í þessu sambandi má nefna þjóðir eins og Breta og Bandaríkjamenn. Mikla at- hygli vakti t.d., þegar öld- ungadeildarþingmaðurinn bandaríski Edmund Muskie hélt ræðu á haf- réttarráðstefnunni og greindi þar frá því, að Bandaríkjaþing undir- byggi nú útfærslu auð- lindalögsögunnar í 200 sjó- mílur. Hann lagði enn- fremur áherzlu á, að strandríkin neyddust til þess að grípa til einhliða útfærslu, ef ráðstefnan kæmi sér ekki saman um alþjóðlegar réttarreglur. Úrskurður alþjóðadóm- stólsins í Haag í fiskveiði- deilu okkar við Breta er sérstæður. Þar er í raun réttri ekki kveðið á um gildandi alþjóðareglur á þessu sviði, en lagt að deiluaðilum að leysa úr ágreiningi sín á milli. Dómurinn hefur ekki treyst sér til þess að taka tillit til þeirrar öru þró- unar, sem átt hefur sér stað í þessum efnum að undanförnu, án þess þó að kveða upp úr um það, hvort þau skref, sem ísland hefur stigið, stangist á við gildandi réttarreglur. Sendiherra íslands á haf- réttarráðstefnunni hefur lýst yfir því, að þessi niður- staða alþjóðadómstólsins hafi verið til góðs að því Ieyti, að hún hafi sýnt þjóð- unum fram á, hversu brýnt það er að ná samkomulagi um ákveðnar reglur. Með hliðsjón af þessum aðstæðum hljóta íslending- ar að vinna að útfærslu fiskveiðilandhelginnar í 200 sjómílur. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur lagt áherzlu á, að að þessu yrði unnið. Vonandi tekst sam- komulag um slíka útfærslu milli stjórnmálaflokkanna, enda eiga ekki að vera á því nein vandkvæði. Ljóst er, að meirihluti þjóðarinn- ar er því nú fylgjandi, að landhelgin verði færð út í samræmi við alþjóðlega þróun. Þegar að því kemur að fiskveiðilögsagan verður færð út verðum við jafn- framt að leggja áherzlu á, að með því erum við ekki að koma í veg fyrir, að skynsamlegar reglur séu settar um hagnýtingu fisk- stofnanna með samkomu- lagi við aðrar þjóðir. Og slík útfærsla myndi af okk- ar hálfu ekki hafa nein áhrif á frjálsar siglingar eða vísindalegar rannsókn- ir á hafinu. Útfærsla af okkar hálfu myndi því ekki hafa þá vankanta í för með sér, sem ýmis ríki óttast að verði, ef alþjóðlegar reglur verða samþykktar um svo víðáttumikla auðlindalög- sögu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur markað þá stefnu, að íslendingar færi skjótt út fiskveiðitakmörkin. Fram til þessa hefur verið nokk- ur ágreiningur um, hve- nær slík útfærsla ætti að eiga sér stað og hvernig að henni skyldi staðið. Von- andi bera stjórnmálaflokk- arnir þó gæfu til þess að sætta mismunandi sjónar- mið í þessum efnum og vinna sameiginlega að þessu takmarki. Það mun falla í hlut nýrrar ríkis- stjórnar að hafa á hendi forystu í þessu mikilvæga máli. UTFÆRSLA LANDHELGINNAR DEMÓKRATAR FEBMÆLAST VIÐ GEORG C. WALLACE EFTIR WILLIAM V. SHANNON í öllum umræðum um framtíð Demókrataflokksins er komið að væntanlegu framboði George C. Wallace ríkis- stjóra. Formenn flokksins og önnur frambjóðendaefni umgangast hann jafn varlega og tímasprengju, sem gæti sprungið hvenær sem er. Hvert sem persónulegt álit þeirra er á honum, koma þeir fram við hann á opinberum vettvangi eins og hann væri löglegur meðlimur flokksins. sem á rétt á athygli og virðingu. Robert Strauss. aðalformaður f lokksins. hefur gæturá því, að fulltrúar Wallace séu í öllum nefndum innan flokksins. Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður, var viðstaddur borgaraleg hátíðahöld, sem haidin voru siðastliðið ár í Alabama til heiðurs Wallace. Henry Jackson, öldunga- deildarþingmaður, gengur svo langt, að hann segist sjá fram á, að Wallace verði annaðhvort forseta- eða varaforsetaefni Demókrataflokksins árið 1 976. Forystumenn flokksins vona, að ef þeir sýni Wallace næga kurteisi og tillitssemi, muni hann koma fram sem góður og traustur demókrati og styðja næsta framboðslista þeirra. Að baki opinberri hræsni keppinauta hans um framboðssæti er sú von, að þeim muni takast að vinna sér hylli stuðnings- manna Wallace og ná sem flestum atkvæðum þeirra fyrir sjálfa sig. Báðar þessar vonir eru byggðar á misskilningi. Wallace mun ekki gangast undir neinar reglur flokksins né vera honum trúr nema hann hagnist sjálfur á því. Ef hann verður ekki útnefndur að minnsta kosti varaforsetaefni, þá mun hann snúa baki við flokknum og bjóða sig fram upp a eigin spýtur. Ef hann gerir það, þá getur enginn annar frambjóðandi náð harðsnúnustu stuðningsmönnum hans frá honum. Kennedy gæti keppt við hann um hina ótryggari stuðningsmenn í Norður- og Vesturríkjunum, því hann getur byggt á fjöl- skylduþjóðsögunni, og það gæti reynst honum vel gegn hinum öfgafulla boðskap Wallace. En ef baráttan um forsetastólinn stæði milli þriggja manna. Kennedys. Wallace og frambjóðandaefnis Repú- blikanaflokksins, réðust atkvæði hinna ótryggari stuðnings- manna Wallace af afstöðu frambjóðendanna til þeirra mála, sem efst eru á baugi. Þótt smjaðrað sé fyrir Wallace fram að kosningum mun það engin áhrif hafa á baráttuna, heldur mun það gera mikið ógagn. Það mun afla honum virðingar, sem hann á ekki skilið og gæti ekki áunnið sér á nokkurn annan hátt. Þeir demókratar, sem halda, að hægt sé að hafa Wallace í flokknum, eru að gera sama glappaskotið og margir repú- blikanar gerðu á árunum 1950 til 1954, þegar þeir reyndu að sætta og stjórna Joseph McCarthy öldungadeildarþing- manni. Sagan sýnir okkur, að frjálslyndir jafnt og ihaldssam- ir stjórnmálamenn hafa átt í erfiðleikum með að hafa hemil á æsingamönnum. Þeir, sem eru skynsamir, fúsir til að miðla málum og hlýða lögum og óskráðum reglum þjóðfélagsins. geta ekki skilið hinn geysimikla mátt þess andstæðings, sem höfðar til óskynsemi, sem virðir engar málamiðlanir og er reiðubúin að vekja upp djöfla ofbeldis ef það getur þjónað tilgangi hans. Aftur og aftur hafa góðviljaðir stjórnmálamenn látið blekkj- ast af sykursætum orðum æsingamanna og aðferðum þeirra til að standa réttu megin við lögin. Þar sem nýlega hefur vakið mikla athygli, að Wallace krýndi svarta fegurðardrottningu við háskólann t Alabama og hlaut stuðning svarts borgarstjóra i baráttunni fyrir endurkjöri, er ekki úr vegi að rifja upp feril hans. Kviðdómur, sem var eingöngu skipaður hvítum mönnum, dæmdi fjóra Ku Klux Klanmenn seka um að taka þátt í að vana svartan mann í Alabama árið 1957. Þeir hlutu 20 ára fangelsisdóm. Strax og Wallace varð rikisstjóri árið 1963 og náði tökum á ríkisréttinum voru þessir Ku Klux Klanmenn látnir lausir, þó að þeir hefðu ekki afplánað full fjögur ár. Blaðamaður í Atlanta sagði. að þegar Wallace lét þessa menn lausa, hefði hann „sýnt fram á stuðning sinn við alla hvita menn í Alabama, sem vildu beita grimmd og ofbeldi til að mótmæla kynþáttajafnrétti". Það þurfti þvi ekki að koma neinum á óvart, að skömmu siðar fórust fjórar blökkustúlkur i Birmingham, þegar sunnu- dagaskólinn, sem þær sóttu, var sprengdur f loft upp. Þeim, sem drýgðu þann glæp, var aldrei refsað. Það var Wallace, sem skipaði ríkislögregiunni að ráðast með táragasi og gaddakylfum á þá, sem tóku þátt í kröfugöngu til að krefjast borgaralegra réttinda, þegar gang- an fór yfir bruna við Selma árið 1965. Þetta sama sumar var ungur, hvftur nemandi við prestaskóla biskupakirkjunnar skotinn til bana í Hayneville í AJabama, vegna þess, að hann vann að mannréttindamálum. í réttarhöldum, sem fóru fram vegna þessa, og voru eins og hver annar skrípaleikur, var sá, sem framdi verknaðinn, sýknaður á þeirri forsendu, að hann hefði skotið i sjálfsvörn. Bloð þessara saklausu, látnu og limlestu fórnardýra af báðum kynþáttum mælir á móti hinum nýja „heiðarlega" George Wallace Öll hans stefna var og er grundvölluð á hatri og ótta við svertingja. Enginn heiðarlegur stjórnmálamaður getur keppt við Wallace með því að biðla til hans eigin stuðningsmanna, vegna þess, að enginn annar frambjóðandi á viðlika feril og hann að þvi er viðkemur ofbeldi gegn blökkumönnum og kunnáttu hans í notkun tvíræðs orðalags þegar um kynþátta- mál er að ræða. Látum Wallace og fylgismenn hans taka aftur upp þriðja flokks ævintýri sitt. Hvorki Bandaríkin né Demókrataflokkurinn geta tekið á sig áhættuna af því að löghelga kynþáttahatrið. sem svo lengi viðgekkst í Suður- rikjunum og hvílir eins og martröð á þjóðinni allri. (Þýð.: J.Þ.Þ.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.