Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 13

Morgunblaðið - 17.08.1974, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGUST 1974 13 Heinz Bariiske og Getraut kona hans spjalla viö blaðamann Morgun- blaðsins. (Ljósm. Mbl.:RAX) Heinz Bariiske — gustmikill miðl- ari íslenzkra bók- mennta í Þýzkalandi 0 HEINZ Baruske er nokkuð sér- stæður fræðimaður. Hann vinnur upp á eigin spýtur, er það, sem kallað er „free-lance", og sérhæfir sig I menningu og bókmenntum Norðurlanda, — sérstaklega fslands. Hann ryður út úr sér hverri greininni og útvarpsþættinum á fætur öðrum um þessi hugðarefni sín. Og hann lifir á því. £ Hann dvaldist hér á alþjóðlegu bókmenntaráðstefnunni fyrir skömmu, og stormaði út um allar trissur til að hitta kunningja sina, sem hann á hér marga. Það var einn þeirra, sem fyrst vakti áhuga hans á fslandi, eins og fram kom i viðtali, sem Morgunblaðsmaður átti við Baruske meðan hann dvaldist hér. Fyrst var einmitt spurt um upphaf þess, að hann fór að hafa fsland og islenzk málefni svo að segja að lifi- brauði, og það án þess að hafa nokkurt peningabákn á bak við sig. „Áhuginn á Islandi vaknaði fyrst þegar ég kynntist fyrsta íslend- ingnum," sagði Baruske ,.Og það-var minn aldavinur Ingvar Brynjólfs- son.menntaskólakennari. Ég var þá að lesa norræna filólógiu, og Ingvar var við nám i Þýzkalandi um sama leyti. Við hittumst oft og ræddum saman, og ég bauð Ingvari heim til okkar í Austur- Pommern, sem nú tilheyrir Póllandi. Þetta var annaðhvort 1937 eða '38. Ingvar vakti athygli mína fyrst á is- lenzkum bókmenntum, og þegar hann gaf systur minni í trúlofunargjöf skáld- sögu Guðmundar Kambans „Vítt sé ég land og fagurt" jókst áhugi minn enn meir á landinu og menningunni víð lesturinn " „Ingvar hefur verið einn bezti vinur, sem ég hef átt," hélt Baruske áfram. „Við töpuðum öllu, sem við áttum, í striðinu og urðum að því loknu að flýja frá Austur-Þýzkalandi til Vestur-Þýzka- lands. Ég átti ekkert nema fötin, sem ég gekk í, og þá sendi Ingvar mér þrjú sett af fötum, — sinum eigin fötum." Og upp úr þessu fer Baruske að skrifa um fsland. „Það var áríð 1 949, að nokkrir íslendingar heimsóttu okkur i Kiel, þar sem við bjuggum, og þá skrifaði ég grein i tilefni af því, að nokkrar þýzkar stúlkur fengu atvinnu á (slandi. Þetta birtist ! dagblaði i Schleswig-Holstein og var fyrsta greinin um Island, sem birtist i þýzku þlaði eftir stríðið". Siðan hefur Baruske fylgt þessu eftir með urmul greina i blöðum og tima- rítum, bæði almennt um islenzk mál- efni og um bókmenntir sérstaklega, en hann er menntaður í norrænni filó- lógiu og bókmenntasögu frá þýzkum og norrænum háskólum. Þá hefur hann t.d flutt fyrirlestra víða um sama efni, gert út- varpsþætti, m.a. um íslenzka nú- timaljóðlist, og einnig hefur hann sent frá sér einar 10 bækur, þ.á.m margar um íslenzk efni. Má þar nefna útgáfu á safni norrænna ævintýra hjá Fischer-forlaginu i Frankfurt, en i henni er hlutur islenzkra ævintýra stór. I byrjun þessa árs kom svo út mikið verk eftir Barúske, „Norðursjórinn og frelsi hafsins" („Das Nordmeer und die Freiheit der See"). Bók þessi er að flestu leyti helguð íslandi. í henni reifar Barúske sögu þjóðarinn- ar, þróun menningarinnar á eink- ar fjörlegan og aðgehgilegan hátt, tengir fortið og nútíð saman af blaðamennskulegum lipurleik. í brennipunkt þessara gagna setur hann svo deilur um réttindi þjóð- anna á hafinu og auðlindum þess, og lýsir rökum íslendinga fyrir útfærslu landhelginnar og stuðningi við þau. I bókinni tekur Baruske einarða afstöðu gegn opinberri stefnu vestur-þýzku stjórnarinnar j landhelgismálum. Einnig á þessu ári kom út fyrsta bindi norrænnar bókmenntasögu eftir hann, „Die Nordische literaturen", og nær hún yfir norrænar fornbók- menntir. Þetta er fyrsta samfellda norræna bókmenntasagan, sem út kemur á þýzku i ein 40 ár. í þessu verki, eins og flestum sinum bókum, leggur Baruske áherzlu á, að efnismeð- ferðin sé alþýðleg og óvenjuleg — nái lengra en að þröngum hringi menntamanna. Síðara bindi bók- menntasögunnar kemur út á næsta ári og tekur til bókmennta síðari tima. Þá kemur sömuleiðis út á þessu ári einstætt verk sinnar tegundar i Þýzka- landi, sýnisbók íslenzkra bók- mennta, „Island — Antologi" i henni verða eingöngu sýnishorn íslenzkra prósabókmennta siðari tima, frá Jóni Trausta til módern- ista eins og Thors Vilhjálmsson- ar og Svövu Jakobsdóttur, auk itar- legs inngangs. I samtalinu við Morgunblaðið lét Baruske i Ijós þá von, að sér mætti takast að fá einnig útnefnda sýnisbók islenzkra Ijóða- gerðar. Og héðan ætlaði hann einmitt til Kaupmannahafnar til þess að lesa próf- arkir af þessu verki Hann kvaðst dveljast í Kaupmannahöfn um tima ár hvert til að sinna fræðistörfum á sviði norrænna bókmennta og menningar, og að þessu sinni eru hann og kona hans þar i boði danska rikisbankans, í sérstöku gestahúsi bankans Þess má geta, að Baruske er eini Þjóðverjinn, sem er i félagi i dönsku rithöfundasam- tökunum. Hins vegar er heimili hans nú i Vestur-Berlín. En hann kvaðst koma eins oft til fslands og unnt er. Fyrst kom hann árið 1962. „Og þá sýndi Ingvar okkur allt ísland, bókstaflega. Þá getum við sagt, að ég hafi orðið ástfanginn af fslandi. Ég reyni nú samt að láta ekki þá ást blinda mig Ég reyni að skrifa hlutlægt um landið og þjóðina, og ég gagnrýni þegar mér finnst þess þörf ." Aftur kom Barusske svo árið 1972, og i þriðja sinn nú i tilefni af alþjóðlegu ráðstefnunni um norrænar bók- menntir. „Ég er þeirrar skoðunar að þessi ráðstefna hafi verið mjög vel skipulögð," sagðí hpnn. „Fyrirlestrarnir voru flestir fremur forvitnilegir. Ég var hér og þar á öndverðri skoðun við fyrirlesara, þannig á það að vera. Og það gaf ráðstefnunni vissulega aukið gildi, að hún skyldi vera haldin á fslandi. Ég get aðeins gagnrýnt hana að einu leyti: Ég saknaði fleiri fyrir- lestra um islenzkar nútímabók- menntir, Þarna voru að vísu þrír ágætir fyrirlestrar Sveins Skorra Höskuldssonar, Helgu Kress og Her- manns Pálssonar, En þeir hefðu mátt vera fleiri. Það var of lítið fjallað t.d. um Stein Steinarog atómkveðskapinn, og þróun mála siðan" Það eru einmitt siðari tima bók- menntir íslendinga sem Heinz Baruske telur hafa orðið útundan i þýzku bók- menntalífi. „Þegar talað er um islenzk- ar bókmenntir i Þýzkalandi og raunar Mildur? Já,en ekkivið fítu og matarleifar. Palmolive-uppþvottalögurinn er mjög áhrifamikilI og gerir uppþvottinn Ijómandi hreinan og skínandi — jafnvel þóttþér þurrkið ekki af ílátunum. Jafnframt er efnasamsetningin í Palmolive þannig, að hann er mjög mildur fyrir hendurnar. «■' Jr hsnden-1 Prófið sjálf... Palmolive í uppþvottinn OPPVASK annars staðar í Evrópu víðast hvar, þá er yfirleltt átt við fornbókmenntirnar. Fyrir strið voru þó Gunnar Gunnars- son, Guðmundur Kamban og Krist- mann Guðmundsson mjög þekktir i Þýzkalandi. Og eftir striðið, fyrst og fremst á sjötta áratugnum, var Laxness mikið lesinn, „Atómstöðin", „Salka Valka", „Islandsklukkan". En siðan á sjöunda áratugnum ber hins vegar mun minna á honum, og það er dálitið einkennilegt. Það er fyrst nú eftir að sjónvarpskvikmyndin eftir „Brekku- kotsannál" var sýnd, að áhuginn er að vakna á ný. Samt gengur þetta svo langt, að fjölmargir bóksalar kannast ekki við hann þegar um bækur hans er spurt." „En núna fyrir skömmu sagði bóksali einn i Vestur-Berlin mér, að hann hefði verið míkið spurður um verk annarra islenzkra rithöfunda eftir að „Brekku- kotsannáll" var sýndur, einkum ungra islenzkra höfunda. Og þessi bóksali hafði í þessu sambandi mikinn áhuga á sýnisbókinni sem nú er á leiðirini, þvi ef benda skal á þýzkar þýðingar á verkum islenzkra nútimaskálda er ekki um auðugan garð að gresja. „Land og synir" Indriða G. Þorsteinssonar kom út fyrir nokkru, en hlaut afar neikvæða gagnrýni. Til dæmis sagði einn gagn- rýnandinn, að í henni væri of mikið af nazistiskum hugmyndum, og tengdi hana „Gróðri jarðar" Hamsuns í þeim efnum. Ég mótmælti þessum augljósu vitleysum og benti á, að bókin snerist einfaldlega um flótta úr sveitum til borga." „Ég vona, að ég fyrir mitt leyti geti eytt slikum og þvílikum firrum með kynningu islenzkra bókmennta i Þýzka- landi," sagði Heinz Baruske að lokunt, „og um leið breitt þær út. En slik kynning má- ekki staðnæmast hjá fræðimönnum, Hún verður að ná til fólksins." — Á.Þ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.