Morgunblaðið - 17.08.1974, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. AGUST 1974
'Hl?
För Þórs til
Útgarða-Loka
Snorra Edda,
Gylfaginning
dali ferskeytta, og einn dýpstan, þá voru það hamar-
spor þín; setberginu brá ég fyrir höggin, en eigi sást
þú það. Svo var og um leikana, er þér þreyttuð við
hirðmenn mína. Þá var það hið fyrsta, er Loki gerði.
Hann var mjög soltinn og át títt; en sá, er Logi hét,
það varvillieldur, ogbrenndihanneigiseinna trogið
en slátrið. En er Þjálfi þreytti rásina við þann, er
Hugi hét, þá var það hugur minn, og var Þjálfa eigi
vænt að þreyta skjótfæri við hann. En er þú drakkst
af horninu og þótti þér seint líða, þá veit það trúa
mín, að þá varð það undur, er ég mundi eigi trúa að
vera mætti. Annar endi hornsins var úti í hafi, en
það sástu eigi, en nú er þú kemur til sjávarins, þá
muntu sjá mega, hverja þurð þú hefur drukkið á
sænum. Þaö eru r.ú fjörur ka!Iaðar.“ Og enn mælti
hann: „Eigi þótti mér hitt minna vera vert, er þú
lyftir upp kettinum, og þér satt að segja, þá hrædd-
ust allir þeir, er sáu, er þú lyftir af jörðu einum
fætinum. En sá köttur var eigi sem þér sýndist; það
var Miðgarðsormur, er liggur um lönd öll, og vanst
honum varla lengd til, að jörðina tæki sporður og
höfuð; ogsvolangtseildistþúuppaðskammt var þá
til himins. En hitt var og mikið undur um fangið, er
þú stóðst svo lengi við og féllst eigi meir en á hné
öðrum fæti.erþúfékkst viðElli. Þviaðenginn hefur
sá orðið og enginn mun verða, ef svo gamall verður,
að elli bíður, að eigi komi ellin öllum til falls. Og er
nú það sattað segja, að vér munum skiljast, og mun
þá betra báðum, að þér komið eigi oftar mig að hitta.
Ég mun enn annaó sinn verja borg mína með
þvílíkum vélum eða öðrum, svo að ekkert vald
munuð þér á mér fá.“ En er Þór heyrði þessi orð,
greip hann til hamarsins og bregður á loft. En er
hann skal fram reiða, þá sér hann hvergi Útgarða-
Loka. Þá snýst hann aftur til borgarinnar og ætlar
sér að brjóta hana. En hann sér þar völlu víða og
fagra, en enga borg. Snýr hann þá aftur og fer leið
sína, til þess er hann kom aftur í Þrúðvanga. En það
er satt að segja, að þá hafði hann ráðið fyrir sér að
leita til, ef saman mætti bera fundi þeirra Miðgarðs-
orms, sem síðar varð.
Sögulok.
Flugfiskar lifa í heitu höfunum og til
eru afbrigði af tiskinum, sem geta
svifið upp í 100 metra hæð, en hann
getur ekki stýrt sér á fluginu. Stærstur
flugfiska er Kalif orníuf lugf iskurinn,
sem náð getur 50 sm lengd.
ANNA FRA STORUBORG
SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD
eftir
Jón
Trausta
„Já, það vil ég. Hvern ætlarðu að hitta?"
Sigvaldi brosti drýgindalega.
„Púka í mannsmynd ætla ég að hitta. Þér veitir ekki af
að herða upp hugann. En í svona máli ber ekki að hafna því
liðsinni, sem púkar geta veitt. Er ekki sama, hvaðan gott
kemur? Og þessi púki heimtar ekki veð í sálinni, — þó að hann
kunni að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn.“
„Við skulum hitta hann,“ mælti Anna og hló við.
3. HELLIRINN
Anna gat ekki áttað sig á því í fyrstunni, hver það væri,
sem Sigvaldi ætti við og nefndi púka. En þegar þau voru
komin á leiðina og hún sá, hvert ferðinni mundi vera heitið,
datt henni einnig maðurinn i hug.
„Er óhætt að treysta honum?“ mælti hún.
„Honum Steini á Fit!“ mælti Sigvaldi og brosti drýginda-
lega. „Já, Steini á Fit þori ég vel að treysta. Hann kann að
svíkja aðra, en hann svíkur mig ekki.“
Þau riðu nokkra sturid þegjandi, og Sigvalái sa' 'þaS1 a >önnu,í
að henni var ekki allur ótti horfinn við það að eiga trúnaðar-
mál sitt undir þessum manni.
„Steinn á Fit,“ mælti hann, „er einn þeirra manna, sem
fáir þekkja. Hann er vanastur því, að menn hati hann og
fyrirlíti, hæð' hann og uppnefni, en fáir virða hann viðlits
í því skyni að eiga nokkuð undir honum. Allir menn verða
illir og argir á því að mæta aldrei öðru en tortryggni. Ég
hefi kynnzt karlinum dálítið, síðan ég kom hér í nágrennið
við hann, og ég hefi reynt hann að ýmsu. Ég veit, að hann
getur verið trúr og dyggur eins og gull, þegar vel er farið að
honum, — og hann veit, að til einhvers er að vinna.“
„En hvers vegna datt þér hann öðrum fremur í hug ein-
mitt nú?“ spurði Anna.
„Já, nú kemur leyndarmálið. Þú veizt, að Steinn á Fit er
að ýmsu öðru vísi en aðrir menn. Hann er öðru vísi skap-
aður, öðru vísi lyndur og hefir gaman að ýmsu, sem öðnim
þykir lítið út í varið. Jafnframt nurlaraeðlinu er í honum ein-
hver vitund af kattareðli. Hann klifrar eins og köttur um
öll björgin hér fyrir ofan okkur. Hvergi er honum ófært.
Hann klifrar fram og aftur um hamrana, aleinsamall. Skoll-
inn má vita, hvað hann er að gera. Mér hefir aldrei tekizt að
' 1hafa það upp úr honum. Oft hefir mér dottið í hug, að hann
|4 | Ö
fncÓtnorgunkoffínu
— Allt í lagi, hjálpaðu
mér niður — þú ert ráð-
inn.
Jón — þú verður að læra
að slappa af.
C’
VS I
•• ■ i
Q
V'
' V* . x -,
Hinkraðu aðeins með að
koma — ég þarf að gera
svolitið fyrst.
Hæ bjútí.
— Ætli hann rigni í
nótt???
.iIHji’ll i i'