Morgunblaðið - 17.08.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974
| ÍÞRÓ n fA II! ifl fn IH MORGUILNS |
Fram og Valur
leika heima,
Keflvíkingar úti
Tony Knapp (t.h.) stjórnar leik fslenzka landsliðsins gegn Finnum
á mánudaginn og æfingum liðsins á Laugarvatni um helgina. Með
honum á myndinni er Jens Sumarliðason, sem er f landsliðsnefnd-
inni ásamt Knapp og Bjarna Felixsyni.
fsland hefur fjórum sinnum
mætt Finnum á knattspyrnuvell-
inum, fimmta skiptið verður á
mánudaginn, er lið þessara þjóða
mætast á Laugardalsvellinum og
hefst leikurinn klukkan 19.00. I
fyrsta leiknum, sem fram fór hér
á landi árið 1948, sigraði fslenzka
liðið 2:0, þrfr næstu leikir töpuð-
ust, sá sfðasti f Finnlandi 1969, þá
urðu úrslitin 3:1 Finnum f vil.
Hver úrslitin verða núna veit
enginn, en víst er, að róðurinn
verður erfiður. Finnarnir hafa
leikið tvo leiki í sumar, við Dani í
Danmörku, þá varð jafntefli 1:1
og í fyrrakvöld lék finnska liðið
gegn því norska í Osló og sigruðu
Finnarnir 2:1. Mörkin gerðu Heis-
kanen og Suomalainen. Sá síðar-
nefndi átti mjög góðan leik, en
hann hefur leikið 24 landsleiki
fyrir Finnland og var um tíma
atvinnumaður í Frakklandi. Leik-
reyndasti leikmaður Finnanna er
Tommy Lindholm með 46 lands-
leiki að baki, hann er mark-
sækinn mjög og hefur skorað
mikið af mörkum með finnska
landsliðinu. Hann var í nokkur ár
atvinnumaður í Tyrklandi.
Annars bera flestir leikmenn
Finnanna framandi nöfn, sem
fæst eru kunn utan Finnlands.
Á fundi með fréttamönnum í
fyrradag sagði Ellert Schram for-
maður KSl, að hann væri nokkuð
bjartsýnn á leikinn á mánudag.
Finnarnir hefðu að vfsu staðið sig
mjög vel í sumar og fyrir nokkru
Framhald á bls. 14.
Golfmótinu
lýkur í dag
KEPPNINNI f golfmeistara-
mótinu á Grafarholti lýkur f
dag. Höró keppni er enn f
flestum flokkanna og á fæst-
um stöðum öruggt hver verður
meistari. Meðfylgjandi mynd
var tekin f fyrradag, er nokkr-
ir kylfinganna biðu eftir þvf
að verða kallaðír út. Björgvin
Þorsteinsson er annar frá
hægri, en hann er mjög sigur-
stranglegur f meistaraflokki,
við hlið hans eru Atli Aðal-
steinsson frá Vestmannaeyj-
um og Ómar Kristjánsson GR.
#■
Asgeir
og félagar
unnuí
sínum riðli
ÁSGEIR Sigurvinsson og féiag-
ar hans f Standard Liege unnu
sinn riðil f TOTO-keppninni,
sem fyrir nokkru er lokið.
Standard fékk 8 stig,
Bohemians Prag var með 7,
Fortuna Diisseldorf 5 og
danska liðið KB rak lestina
með 4 stig. Ekki er leikið til
úrslita f keppninni, en sigur-
vegarinn f hverjum riðli fær
um þrjú hundruð þúsund krón-
ur f eigin vasa.
NtJ MUN vera ákveðið, að
Reykjavfkurliðin, sem taka þátt f
Evrópumótunum f knattspyrnu,
Fram og Valur, leiki sfna leiki
heima og heiman. Fara báðir leik-
irnir hér heima fram í sömu
vikunni, Valur leikur gegn frska
liðinu Portadown 17. september á
Laugardalsvellinum og Fram
gegn Real Madrid þarin 19. Upp-
haflcga áttu Framarar að leika
fyrri leik sinn á útivelii, en
sömdu við forráðamenn spænska
liðsins um að fyrri leikurinn færi
fram hér heima. (Jtileikur Fram
og Real Madrid fer fram f Madrid
1. október, en Valsmenn leika f
Portadown 2. október.
hefði tæplega komið til greina
eftir að Framarar færðu leikdaga
sfna til. Júgóslavarnir hefðu ekki
verið fúsir til að leika hér á landi
um helgi og Keflvfkingar ekki
talið hyggilegt að leika f Kefla-
vfk, auk þess sem völlurinn þar
uppfyllir ekki öll skilyrði, sem
sett eru við leiki f Evrópumótun-
um. Að leika á Laugardalsvellin-
um miðvikudaginn 18. september
kom tæpast til greina, sagði Haf-
steinn, það verður vfst örugglega
nóg keppni milli Vals og Fram
um áhorfendur á þessa leiki.
Keflvfkingarnir munu nú f
fyrsta skipti lcika báða leiki sfna
f Evrópumeistarakeppninni á úti-
velli. Fara báðir leikirnir fram f
júgóslavnesku borginni Split við
hið sterka lið Hadjuk Split. Fyrri
leikurinn verður 19. september
og sfðari þann 24. september.
Hafa Keflvfkingarnir f huga að
skipuleggja hópferð á þessa leiki.
Skemmtilegasta frjáls-
íþróttakeppnin um helgina
Morgunblaðið ræddi f gær við
Hafstein Guðmundsson formann
lBK og spurðist fyrir um ástæð
una fyrir því, að Keflvíkingar
seldu heimaleik sinn gegn hinu
sterka júgóslavneska liði úr
landi. Sagði Hafsteinn, að annað
BIKARKEPPNI FRl fer fram ni
um helgina, 1. deild keppir i
Laugardalsvellinum, en 2. deild <
Akureyri. Er þetta í 9. sinn, sen
keppnin fer fram og taka sex fé
Iög þátt I henni í báðum deildum.
Bikarkeppnin er hiklaust si
Landinn hefur aðeins
einu sinni unnið Finna
Hvernig fer á mánudag?
keppni frjálsíþróttamanna, sem
mest spennandi er að fyigjast
með. í hlaupagreinunum eru t.d.
sex keppendur í hverri grein,
þannig að allar brautir eru fullar,
en þó ekki nema einn riðill í
hverju hlaupi. 1 stökk- og kast-
greinum eru sömuleiðis sex kepp-
endur í hverri grein, þ.e. einn frá
hverju félagi.
1 1. deild eru Armann, KR, IR,
UMSK, HSÞ og HSK og sigruðu
iR-ingar í keppninni í fyrra. Þeir
unnu keppnina f karlaflokkunum,
en Ármann vann stúlknaflokk-
inn. Um keppnina núna er það að
segja, að útlit er fyrir mjög
spennandi viðureign í nær öllum
greinum og úrslitin víðast mjög
tvfsýn. iR-ingar eru þó líklegir til
að sigra aftur, en víst er, að sá
sigur vinnst ekki áreynslulaust.
Keppnin í 1. deild hefst í dag
klukkan 14 og verður fram haldið
á sama tíma á morgun.
Keppnin í 2. deild hefst klukk-
an 14 í dag og lýkur henni á
einum degi. Félögin, sem keppa í
2. deild að þessu sinni, eru HVl,
ÚlA, FH, UMSE, UNÞ og HSH.
FH og UMSE ættu að verða mjög
framarlega í þessum flokki, en
ekki er síður útlit fyrir spennandi
keppni í 2. deildinni.
Allflestir af beztu fjrálsíþrótta-
mönnum okkar verða með f
keppninni. Þó verður kúluvarpar-
inn Hreinn Halldórsson ekki með-
al keppenda, þar sem hann keppir
fyrir Strandamenn. Von er á met-
um f mörgum greinum, má þar
nefna spjótkast, kringlukast, allar
hlaupagreinarnar hjá stúlkunum,
hástökk og langstökk stúlkna og
jafnvel spretthlaup Bjarna
Stefánssonar.
LAUGARDAGUR:
Kl. 14.00 Hástökk kvenna.
Kúluvarp karla.
KI. 14.10 200 m. hlaup karla.
Langstökk karla.
Kl. 14.20 400 m. hlaup kvenna.
Kúluvarp kvenna.
Kl. 14.30 3000 m. hlaup karla.
Kl. 14.35 Spjótkast kvenna.
Hástökk karla.
Kl. 14.50 100 m. hlaup kvenna.
Kl. 15.10 Spjótkast karla.
Kl. 15.15 800 m. hlaup karla.
Kl. 15.45 4x100 m. boóhlaup kvenna.
Kl. 15.55 4x100 m. boðhlaup karla.
ótfmasett: Sleggjukast karla.
SUNNUDAGUR:
Kl. 14.00 100 m. grindahlaup kvenna.
Stangarstökk karla.
Kringlukast karla.
Kl. 14.10 Þrfstökk karla.
Kl. 14.20 110 m. grindahlaup karla.
Kl. 14.35 1500 m. hlaup karla.
Kl. 14.45 Kringlukast kvenna.
100 m. hlaup karla.
14.50 800 m. hlaup kvenna.
Kl. 15.00 Langstökk kvenna.
5000 m. hlaup.
Kl. 15.30 400 m. hlaup karla.
KI. 15.45 200 m. hlaup kvenna.
KI. 15.55 1000 m. boðhlaup karla.
Til hvers eru reglur?
UNDANFARIÐ hafa átt sér
stað talsverðar umræður um
landsliðið í golfi og hvernig það
hefur verið skipað. Rætt hefur
verið um það, að Islands-
meistarinn Björgvin Þorsteins-
son verði ekki í liðinu og þá
vitnað til bréfs landsliðsnefnd-
ar GSÍ til sambandsins.
Jóhann Eyjólfsson formaður
landsliðsnefndarinnar kom að
máli við Morgunblaðið og fór
þess á leit, að athugasemd sú,
sem hér fer á eftir, yrði birt í
Morgunblaðinu.
„Ég undirritaður vil gera
athugasemdir vegna þeirra
skrifa, sem átt hafa sér stað út
af bréfi því, er landsliðsnefnd í
golfi sendi stjórn GSl. Stjórn
GSÍ hafði að sögn verið óánægð
með val nefndarinnar á lands-
liðinu til 1. september n.k. eins
og fram kemur í Vísi 8. ágúst sl.
Eins kemur fram f Morgun-
blaðinu 13. ágúst yfirlýsing frá
stjórn GSÍ um, að stjórnin muni
endanlega velja landsliðið eftir
að landsmótinu, sem nú stend-
ur yfir, lýkur.
A sínum tíma voru landsliðs-
nefnd sendar stigareglur til að
vinna eftir og eins hefir kapp-
leikjanefnd GSI unnið úr stiga-
mótum og gefið út stig manna í
landslið, sem til þeirra hafa
unnið skv. þeim 10. grein þess-
ara reglna, sem samþykkt var á
síðasta golfþingi, segir skýrt og
skorinort að endurskoða skuli
stigann ár hvert 1. júlí, 1. ágúst
og 1. september. Skal því lands-
lið hvers mánaðar gilda út
mánuðinn. Samkvæmt þessari
grein valdi landsliðsnefnd
landsliðið til 1. september nk.
eftir útreikningum kappleikja-
nefndar. Efstu menn eiga rétt á
sætum sfnum til 1. september
og eins í Norðurlandamótinu,
þar sem það hefst f ágúst.
Jaðarsmótið og landsmótið, sem
bæði fara fram f ágúst, gefa þvf
ekki stig fyrr en 1. september
og þar af leiðandi breytist
landsliðið ekki fyrr en þá.
Landsliðsnefnd leit svo á, að
reglurnar væru sendar henni
til að fara eftir þeim sem hún
og gerði. Ef stjórn GSl telur sig
yfir það hafna að virða þær
reglur, sem samþykktar hafa
verið á golfþingi og henni falið
Framhald á bls. 14.