Morgunblaðið - 17.08.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. ÁGUST 1974 23 Stöðlunar- fundur í Reykjavík Dagana 6.—7. ágúst s.l. var haldinn árlegur fundur forystu- manna stöölunarstofnana Norður- landa í Reykjavík. Fundinn sátu fulltrúar frá öllum Norður- löndunum og að auki forseti Alþjóðastöðlunarsambandsins í Genf, Svíinn Aake Vrethem. Iðnþróunarstofnunin á Islandi gerðist formlegur aðili að sam- starfi Norðurlandanna á sviði stöðlunar 1972 og hefur á marg- víslengan hátt notið fyrirgreiðslu og aðstoðar ofangreindra aðila, sem hver um sig á meira en 50 ára starfsferil að baki. I frétt frá Iðnþróunarstofnun- inni segir, að með auknum við- skiptum þjóða á milli fari mikil- vægi alþjóðlegrar stöðlunar stöðugt vaxandi og leitast Norður- landaþjóðirnar, sem eru miklir áhrifaaðilar I þessum efnum á alþjóðavettvangi við að samræma stefnu sína, jafnframt því, sem sífellt er meira um það, að sam- hljóða staðlar eru gefnir út á Norðurlöndum. Auk þessara viðfangsefna, sem voru ofarlega á baugi á ofan- greindum fundi, var m.a. fjallað um hagsmuni neytenda, stöðlun prófunaraðferða vegna gæða- merkinga og samstarf við ýmsar samnorrænar stofnanir. Af hálfu iðnþróunarstofnunarinnar tóku þátt í fundinum Sveinn Björnsson framkvstj. og Hörður Jónsson deildarverkfræðingur. FH sigr- aði Hauka Urslitaleikurinn f Islandsmeist- aramótinu f handknattleik fór fram f Reykjavfk f gærkvöldi. Urðu úrslitin þau, að FH sigraði Hauka f baráttunni um 1. sætið með 15 mörkum gegn 12. 1 hálf- leik var staðan 6—3 fyrir Hauka. í leik, sem fram fór um þriðja sætið, sigraði Fram Val með 27 mörkum gegn 25. Þetta er f 17. skipti, sem FH verður tslands- meistari f handknattleik utan- húss. — 130 þús. Framhald af bls. 24 og kom hann seint í gærkvöldi. Rannsókn málsins hófst síðan í morgun. Dómsforseti var Friðjón Guðröðarson lögreglustjóri og meðdómendur þeir Tryggvi Sig- jónsson og Sverrir Guðnason. Fulltrúi Landhelgisgæzlunnar var Gísli G. Isleifsson hrl. Skip- stjóri bátsins var dæmdur í 130 þús. kr. sekt, og var afli og veiðarfæri gerð upptæk. Þetta var fyrsti dómur, sem upp hefur verið kveðinn, hjá hinu nýja lögreglustjóraembætti á Höfn. Fréttaritari. — Kjarvalshúsið Framhald af bls. 24 þrír mánuðir eru liðnir síðan bréfið var skrifað. Ég álft persónulega að menntamálaráðuneytið hafi frómað minningu Jóhannesar Kjarvals, ef það ætlar þetta húsnæði fötluðum börnum í stað heilbrigðri framrás ís- lenzkra sjónmennta." ÞRR ER EITTHURfl FVRIR RLLR Langar heim — eða hvað? Perth, 14. ágúst. AP. SOVÉZKI fiðluleikarinn Georgi Ermolenko, sem bað um hæli sem pólitfskur flóttamaður f Astralfu fyrir þremur dögum, sagði f dag, að hann langaði heim til Sovét- rfkjanna. Túlkur hans sagði hins vegar, að hann meinti það ekki. Fiðluleikarinn svaraði þremur spurningum blaðamanna á rússn- esku: „Mig langar heim.“ Túlkur hans, Alexandra Skobeleff, sagði hins vegar: „Ég held hann hafi ekki sagt það, sem honum bjó í brjósti. Ég held hann hafi verið hræddur við annan Rússa í her- berginu." Hún átti við ræðismann Rússa í Canberra. Flugvallarstarfsmenn halda áfram andófi til þess að koma í veg fyrir, að Ermolenko fari aftur til Sovétríkjanna þótt hann segist hafa skipt um skoðun af fúsum vilja. Dr. Richard Beck kveður Dr. Richard og frú Margrét Beck halda heimleiðis vestur um haf með Loftleiðum sfðdegis á sunnudag eftir tiu vikna dvöl á Islandi. Þau hafa ferðazt vfða um landið og verið á fjölda mörgum sam- komum í Reykjavík og utan, þar sem dr. Richard hefur flutt ræður, meðal annars á þjóðhátfð á Eiðum og f Vestmannaeyjum. Dr. Richard Beck fórust svo orð um heimsókn þessa: „Allt hefur hjálpað til þess að gera ferð okkar yndisrika og ógleymanlega: frábærlega fagurt sumar, söguríkir atburðir ársins og höfðinglegar og ástúðlegar við- tökur af hálfu opinberra aðila, frænda og vina um land allt. Við sendum þeim öllum hjartanlegar þakkir og kveðjur. Ættjöróinni, sem skartað hefur sfnu fegursta, biðjum við ríkulegrar blessunar um ókomin ár.“ — 17 þúsund Franihald af bls. 24 tekið inn ákvæði um kauptrygg- ingu, en það hefir lítið að segja í þessu tilviki." Aðspurður um hver væri bezta lausnin á þessu vandamáli svaraði borgarlæknir þvf til, að það væru bygging heilsugæzlustöðva vfðs vegar um borgina, þar sem væri veitt meiri þjónusta en bara lækningin ein. Bygging heilsu- gæzlustöðva er gamalt áhugamál lækna, og samkvæmt lögum frá 19. apríl 1973 er gert ráð fyrir byggingu slíkra stöðva um allt land. Þarna hafa læknar góða vinnuaðstöðu I húsnæði, sem þeir þurfa ekki sjálfir að sjá um rekstur á, ritara og annað að- stoðarfólk. Auk þess getur læknir haft aðgang að tækjum, sem þeir hefðu ekki tök á að kaupa sam- kvæmt núverandi fyrirkomulagi, þar sem hver heimilislæknir er nánast sem sjálfstætt fyrirtæki. Óhjákvæmilegt er að ríki og sveitarfélög taki að verulegu leyti þátt í kostnaði við að koma slikum stöðvum upp. Um þessar mundir er verið að ganga frá kaupum á húsnæði fyrir heilsugæzlustöð í Arbæjarhverfi í Reykjavík. Er það að Hraunbæ 102. Húsnæðið er tilbúið undir tréverk. Þá standa fyrir dyrum breyting á Domus Medica, en þar verður starfrækt heilsugæzlustöð í framtfðinni. Þessar tvær stöðvar verða væntanlega tilbúnar árið 1975, enda settar á fjárlög. Heilsu- gæzlustöð hefur verið í undir- búningi í Breiðholtshverfi sfðan 1972, og liggja nú fyrir teikningar. Stöðin hefur enn ekki hlotið blessun ráðuneytisins né nefndar, sem fjallar um skipan framkvæmda hins opinbera, og er hún ekki enn komin á f járlög, svo enn getur orðið bið á þvi að hún komist í gagnið. Eins og fyrr segir hafa 24 lækn- ar heimilislækningar að aðal- starfi. Þeir sinna Reykvíkingum, en sérfræðingar við sjúkrahúsin hafa um nokkurt skeið ekki mátt sinna heimilislækningum. Hver læknirmá hafa 1750 samlagsnúm- er, sem kallað er, en hvert númer jafngildir 1,7 einstaklingi. Börn yngri en 16 ára hafa sama lækni og foreldrarnir. Vitað er, að nokkrir læknar hafa fleiri sam- lagsnúmer en 1750. Þrátt fyrir þetta eru um 17.000 einstakling- ar, sem ekki hafa heimilislækni. Er það álit borgarlæknis, að minnst 50% aukning lækna við heimilislækningar dugi til að gera þjónustuna bærilega miðað við núverandi fjölda borgarbúa. Þess ber að geta, að einhver hluti þeirra, sem ekki hefur heimilis- lækni, hefur trassað að velja sér lækni. Er það algengast meðal ungs fólks, 16—20 ára. Þetta fólk getur skyndilega þurft á lækni að halda, og þá veit það ekki hvert á að snúa sér. Afar margir gripa til þess ráðs að fara á slysadeild Borgarsjúkrahússins, sem ekki hefur nein tök á að sinna þessu fólki. Þar eru of fáir starfsmenn til slíks og aðstaða ekki nægilega góð. Þó hefur það reynzt svo, að sögn borgarlæknis, að starfsmenn slysadeildarinnar hafa ógjarnan viljað vísa þessu fólki frá. Sjúkl- ingur getur leitað til hvaða læknis sem er, en læknirinn er þó ekki skyldugur að sinna viðkomandi sjúklingi ef hann er ekki heimilis- Tæknír hans. Einnig eru viðtals- tímar á göngudeild Landspltalans og þangað getur fólk leitað, svo og til næturþjónustu lækna. En þetta er samt ekki lausnin á vandamálinu. Heilsugæzlustöðv- arnar eru að áliti sérfræðinga sú lausn, Sem helzt getur bætt úr vandanum. „Hér innaniands eru ekki til læknar til að fylla þau skörð sem fyrir eru, þeir eru aftur á móti til erlendis. Það er merkjanlegur aukinn áhugi ungra lækna að leggja fyrir sig heimilis- lækningar, en þeir vilja ekki ganga inn í það kerfi, sem nú er fyrir hendi. Rfkisvaldið hefur yfirstjórn heilbrigðismála í hendi sér og ber að hafa tiltækt fjár- magn til þeirra. Það hafa verið byggðar margar heilsugæzlu- stöðvar úti á landi, og nú tel ég, að röðin sé komin að Reykjavík. Samkvæmt lögum um heilsu- gæzlu frá 19. apríl 1973 eiga þau byggðarlög að njóta forgangs í sambandi við heilsugæzlustöðvar þar sem erfitt er að halda uppi heilsugæzlu. Miðað við ástandið eins og það er í Reykjavík í dag, tel ég, að Reykjavík sé anzi framarlega í röðinni," sagði Skúli Johnsen borgarlæknir í lok sam- talsins við Mbl. — Hvassaleiti Framhald af bls. 3 Afgreiðsla smjörlíkisgerð- anna hf., Þverholti 19. Einnig lögðu þau til, að eftir- taldir aðilar hlytu viður- kenningu fyrir fallegar glugga- útstillingar: Optik sf., gleraugnaverslun, Hafnarstræti 18 Verslunin Vogue hf., Skóla- vörðustíg 12 Verslun H. Biering, Lauga- vegi 6. Fulltrúar Félags íslenskra teiknara, Hilmar Sigurðsson, Sigurður Örn Brynjólfsson og Guðjón Eggertsson, völdu fegurstu veggmeirkingarnar í Reykjavík. Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar viður- kenningu: Rafmagnsveita Reykjavíkur, Armúla 31, Verzlunin Buxnaklaufin, Bankastræti 11 og Laugavegi 48, Tískuverslunin Adam, Laugavegi 47, P. Stefánsson hf., Hverfisgötu 103, Hótel Esja, Suðurlandsbraut 2. Dómnefnd er valdi fegurstu götu borgarinnar í ár var skipuð fulltrúum frá fegrunar- nefnd, þeim Hafliða Jónssyni, Pétri Hannessyni og Gunnari Helgasyni. — Þorskurinn Framhald af bls. 24 stofninum frá 1970, einnig var nokkuð af 5 ára gömlum fiski. Hann sagði, að þorskstofninn frá 1970 jafnaðist að styrkleika við stofninn frá 1964, en af þeim stofni var veitt mikið þegar fisk- urinn var 4—5 ára gamall. Gaf hann því ekki eins mikið af sér og ef hann hefði fengið frið og orðið kynþroska. Þvi óttast menn, að gengið verði of nærri stofninum frá 1970, og hann fái ekki að tímkast eins og hann þyrfti. — Kýpur Framhald af bls. 1 ar norður eða á Grikkjum frá norðurhlutanum suður. Ecevit sagðist reiðubúinn til að fara til friðarviðræðna í Genf „eins fljótt og auðið yrði“, og þó að þær viðræður færu út um þúfur hæfu Tyrkir ekki bardaga á Kýpur á ný. Kýpur-stjórnin flúði höfuðborg- ina, Níkósfu, með allt sitt á föstu- dag, áður en vopnahléð komst á, en þá heyrðust I miðborg Nikosíu skotdrunur frá fallbyssum Tyrkja f útjaðri borgarinnar. Sagði út- varpið í Aþenu, að Cleridies for- seti og stjórn hans hefðu flutt bækistöðvar sínar til hafnar- borgarinnar Limassol á suður- ströndinni. Að sögn fréttamanna AP er Nikósía nú lfkust draugaborg, þar sem mikill hluti fbúanna hafa flúið til bæja á suðurströndinni. Hefur víða orðið vandræðaástand vegna þrengsla og skorts á mat- vælum. Miklar mótmælaaðgerðir urðu víða f Grikklandi á föstudag. Um 5000 manns gengu um götur Aþenu og hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjunum eins og „Kiss- inger er morðingi". Ekki kom til neinna óeirða og reyndi lögreglan að hafa sem minnsr afskipti af mótmælendum. Til svipaðra mótmælaaðgerða kom í Iraklon. Saloniku og á Krít. þar sem Bandaríkjamenn hafa flotastöð. Forsætisráðherra Grikklands, Karamanlis, afþakkaði á föstudag boð frá Ford Bandaríkjaforseta um að koma til Washington til að ræða Kýpurdeiluna. Sagðist for- sætisráðherrann ehki telja sér fært að fara frá Crikklandi eins og nú stæði á. Á fimmtudag af- þakkaði Mavros, utanríkisráð- herra Gril i.lai.ds, svipað boð frá Kissinger, utanríkisráðherra Bandarikjanna. Því verður stöðugt betur ljóst, að sambúð landanna tveggja er að versna. Sögðu áreiðanlegar heimildir i Aþenu, að Grikkir undirbyggju nú að taka við herstöðvum Banda- ríkjamanna í Grikklandi. Talsmaður stjórnarinnar í Aþenu lýsti því yfir á föstudag, að hann teldi fráleitt að Grikkir tækju aftur þátt í friðarviðræðum við Tyrki og í Bríissel gaf Mavros svipað svar við boði Nato um samningaviðræður. — Strandríki Framhald af bls. 11 mál. Þar yrði alþjóðleg stofnun eða alþjóðlegt yfirváld að sjá um að framfylgja reglum og bóta- skylda fyrir tjón á hinum alþjóða- hafsvæðum eða úthöfum skyldu lögð á þau ríki, sem tjóninu hefðu valdið. Meðal þeirra, sem tóku til máls á eftir, voru fulltrúar Bretlands, Sovétríkjanna og Indlands. Tveir þeirra fyrrnefndu töldu of langt gengið að gefa strandríki rétt til að setja reglur um umhverfis- vernd innan efnahagslögsögu og framfylgja þeim, en Indverjinn tók í sama streng og Islendingur- inn og varpaði 1 því sambandi fram þeirri spurningu hvað mundi gerast ef skip erlends ríkis eyðilegði veiðarfæri fiskiskipa strandríkisins — hvort strandrík- ið gæti þá ekkert gert fyrr en viðkomandi skip væri komið til hafnar. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI Grindavík Loksins er sumarfríið búið, og allir mættír hressir og kátir, þar á meðal hinir heimsfrægu Hljómar (siðan i Cavern klúbbnum muniði?) ásamt Popstjörnunum Bjögga og Rúnna sem sjaldan hafa verið hressari. Ó je. Alla Allsstaðar mætir þó ekki. Þrjár verðlaunaspurningar: 1 . Hvenær skildi Stebbi Gluggi fá sér vinnukon- ur á gleraugun? 2. Af hverju er himininn blár? 3. Af hverju skildi flugþjónninn hafa horn i síðu Áma? Verdlaun fyrir bezta svarið, tveir frímiðar í Festi. o -V Vonandi verða sætaferðir frá BSÍ, annars takiði bara taxa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.