Morgunblaðið - 07.09.1974, Side 5

Morgunblaðið - 07.09.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 5 — Slysahættan Framhald af bls. 4 Með bréfi þessu, sem í eru ráðleggingar til for- eldra, er megináherzla lögð á, að foreldrar fylgi börnunum í skólann fyrstu dagana til að velja þeim örugga leið. Þar er bent á að stysta leiðin í skólann er ekki alltaf sú hættuminnsta, og því sé það nauðsynlegt, að for- eldrar finni hættu- minnstu leiðina fyrir börn þó svo að hún sé svolítið lengri. Jafnframt útgáfu for- eldrabréfsins hefur verið sent bréf til allra lög- reglustjóra landsins, þar sem þess er óskað að lög- reglumenn heimsæki börnin strax fyrstu dag- ana og ræði við þau um hætturnar í umferðinni. Samtals hefur verið dreift 4500 eintökum af bréfi þessu og þau send í 67 skóla á landinu. (Frá Umferðarráði) Api gekk berserksgang Ffladelfíu 5. sept. AP. BERSKRKSG ANGUR rann á sjimpansann Marvin, meðan hann var f sjónvarpsupptöku f Ffladelffu. Beit hann þjálfara sinn og braut sfðan og bramlaði f sjónvarpssalnum fyrir þúsundir dollara. Að lokum tókst að yfirbuga Marvin og gefa honum róandi sprautu, og var hann sfðan borinn brott á sjúkrabörum. Marvin er elleftu ára gamail og vegur 50 kfló. Hann hefur æfingu f að koma fram f sjón- varpi og var verið að taka upp þátt, sem hann hefur iðulega komið fram f áður og átti að vera ádeila á „Apaplánetu- myndirnar", sem margir fs- lenzkir kvikmyndahússgestir þekkja. Þjálfari apans sagði, að Marvin hefði ekki þolað hinn mikla hlátur, sem koma hans hafði vakið meðal viðstaddra áhorfenda f upptökusalnum. Nixon hress í bragði Washington 5. sept. AP. JULIE Eisenhower, dóttir Nixons fyrrverandi Bandarfkjaforseta, sagði fréttamönnum f dag, að for- eldrar hennar yndu hag sfnum prýðilega, þau héldu sig að mestu heima við og fyndu litla þörf hjá sér til að stunda samkvætnislff og þau vildu ekki verða fyrir ónæði blaðamanna. Julie og David Eisenhower hafa verið f Washington til að ganga frá ýmsum málum Nixons þar, m.a. að flytja persónulega muni hans og eiginkonu hans frá Hvfta húsinu. 7 fórust í sprengingu Hobart, Tasmanfu, 5. september AP. Reuter ÞVOTTAPOTTUR sprakk f loft upp f kaþólskum kvennaskóla f Hobart á Tasmanfu f dag og lög- reglan sagði, að sjö hefðu beðið bana og 24 slasazt en eins væri saknað. Viðgerðarmenn voru að vinna við þvottapottinn, sem hafði verið komið fyrir f þvottahúsi skólans fyrir þremur vikum. Um 50 manns voru við vinnu f þvottahúsinu og á nálægri bygg- ingarlóð þegar sprengingin varð. Hraðfrystihús Til sölu er hraðfrystihús á Suðurnesjum. Um er að ræða rúmlega 800 fermetra steinhús. Frysti- geta um 6—7 lestir af flökum, miðað við 10 klukkustunda vinnu. Handflökkunarkerfi, frysti- geymslur fyrir um 300 lestir. Þá er í húsinu aðstaða til saltfiskverkunar. Þeir sem áhuga hafa á nánari upplýsingum sendi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins fyrir 12. þ.m., merkt „Suðurnes — 7457". Kvennaskólinn á Blönduósi auglýsir: Tvö hússtjórnarnámskeið í vetur 3ja og 5 mánaða. Heimavist starfrækt fyrir stúlkur í 3. og 4. bekk barna- og gagnfræðaskólans á Blönduósi og heimilisfræði sem valgrein fyrir nemendur 3. og 4. bekkjar, ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 15. september. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, sími 95-4239. Aðalfundur Bílgreinasambandsins 1974. Akureyri. Aðalfundur Bílgreinasambandsins verður hald- inn að Hótel KEA laugardaginn 7. september kl. 15.00. Við viljum vekja sérstaka athygli á því að sama dag verða haldnir að Hótel KEA sérgreinafundir og flutt tvö erindi. Dagskrá að Hótel KEA verður sem hér segir: kl. 9.00 Sérgreinafundir. a) Verkstæðiseigendur: Launa- og verðlagsmál. b) Bílainnflytjendur: Horfur í varahluta- og bílainnflutningi. kl. 10.00 Fræðslumynd um iðnfræðslukerfi. kl. 10.30 Erindi Jóns Bergssonar verkfræð- ings: Samskipt bifreiðaverkstæða og bíla- og varahlutainnflytjenda. Kl. 1 2.1 5 Hádegisverður. Kl. 13.15 Erindi Bjarna Braga Jónssonar fram- kvæmdastjóra: Efling þjónustuverkstæða í dreifbýli og hlutverk Byggðasjóðs í því sam- bandi. Kl. 1 5.00 Aðalfundur. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kl. 1 9.00 Kvöldverður og dansleikur. Stjórn Bílgreinasambandsins. KOPAVOGSBÍÓ Athugið breyttan sýningartíma. Ný mynd Sýningar: Laugardaga og sunnudaga 6, 8, 10. Sunnudaga: Barnasýning kl. 4. Mánudaga til föstudags kl. 8 og 10. OPIÐ í DAG KL. 9—12 ENGIN SPARIKORT ENGIN AFSLÁTTARKORT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.