Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 07.09.1974, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 12 Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr eintakið. Stærstu sveitarfé- lög landsins eiga nú flest viö mikla fjárhagserf- iðleika að etja. Orsökin er fyrst og fremst sú óðaverð- bólga, er geisað hefur í landinu að undanförnu. Birgir ísleifur Gunr.ars- son, borgarstjóri, hefur upplýst, að Reykjavíkur- borg þurfi á þessu ári að glíma við allt að 700 millj- ón króna rekstrarhalla. Tekjustofnar sveitarfélag- anna eru miðaðir við efna- hagsástand síðasta árs, en á þessu ári hafa mánaðar- laun hækkað yfir 46%, visi- tala byggingarkostnaðar um rúm 43% og verðbólg- an er nú milli 40 og 50%. Augljóst er því, að í þess- um efnum eins og mörgum öðrum hefur ringulreiðin i efnahagsmálum valdið gíf- urlegum erfiðleikum. Landsþing Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, sem lauk sl. fimmtudag, fjallaði m.a. um þessi málefni. I ályktun þingsins er bent á, að útgjöld sveitarfélag- anna hafi vaxið í réttu hlutfalli við verðbólguna, en tekjur þeirra hafi ekki aukizt að sama skapi, enda hafi ekki fengizt heimild stjórnvalda til þess að hækka helztu tekjustofn- ana eins og útsvör og fast- eignaskatta. Sveitarstjórn- arþingið taldi þetta vera meginorsök þeirra rekstr- arerfiðleika, er sveitarfé- lögin eiga nú við að etja. Borgarstjórinn í Reykja- vík hefur lagt áherzlu á, að það hljóti að verða eitt af brýnustu verkefnum ríkis- stjórnarinnar að gera sér- stakar ráðstafanir til þess að treysta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Sveitar- stjórnarþingið samþykkti ennfremur ályktun, þar sem skorað er á félagsmála- ráðherra að veita þeim sveitarfélögum, sem þess óska, heimild til þess að innheimta útsvör með álagi, þar sem fjárhagserf- iðleikar gerðu slíkt nauð- synlegt. Engum blandast hugur um, að hér er um alvarlega erfiðleika að ræða, og brýnt er, að úr þeim verði bætt, eftir því sem aðstæður leyfa. Gunnar Thoroddsen, fé- lagsmálaráðherra, lýsti yf- ir því við setningu sveitar- stjórnarþingsins, að rikis- stjórnin myndi vinna að lausn á erfiðleikum sveit- arfélaganna. Hann lagði ennfremur áherzlu á mikil- vægi þess að auka sjálf- stæði sveitarfélaganna og nauðsyn þess að veita þeim meira svigrúm til tekjuöfl- unar. í samræmi við þetta er þess fastlega að vænta, að ríkisstjórnin taki þessi mál til meðferðar. Reykjavíkurborg hefur þegar mætt þessum erfið- leikum með miklum sam- drætti í framkvæmdum bæði að því er varðar gatna- og holræsagerð og eins byggingaframkvæmd- ir. Þá hefur aðhald verið hert verulega í rekstri borgarinnar. Að sjálfsögðu kemur það sér ekki vel, þegar fresta þarf miklum framkvæmdum eins og nú hefur átt sér stað. Flestum er þó ljóst, að hér er um óhjákvæmilegar aðgerðir að ræða. Stjórnendur Reykjavík- urborgar hafa tekið á þess- um erfiðleikum og beitt markvissum aðgerðum til þess að draga úr halla- rekstrinum. Þegar í byrjun sumars ritaði borgarstjóri forstöðumönnum borgar- stofnana bréf með ströng- um fyrirmælum um aðhald og sparnað í rekstri, og ný- lega hafa verið teknar ákvarðanir um frestun framkvæmda. Þær ásakan- ir, sem bornar hafa verið fram um, að of seint hafi verið gripið til aðgerða af þessu tagi, hafa við engin rök að styðjast. Hér hefur þvert á móti verið tekið af festu á þessum erfiðleik- um. Rekstrarerfiðleikar sveitarfélaganna eiga að verulegu leyti rætur að rekja til verðbólguþróun- arinnar I sumar og síðustu vikurnar. Af því má ráða, að ógjörningur var að grípa til sparnaðaraðgerða og samdráttar í fram- kvæmdum fyrr en gert var. Ásakanir um slæleg vinnu- brögð og óeðlilega fram- kvæmdagleði eru þvl til- hæfulausar með öllu. Á tímum vinstri stjórn- arinnar var verulega þrengt að opinberum þjón- ustustofnunum. Verð- bólguþróuninni var haldið leyndri fyrir fólkinu í land- inu með því að neita þeim um hækkanir I samræmi við kostnaðarhækkanir I þjóðfélaginu. Afleiðingin er sú, að nú eiga mörg þess- ara fyrirtækja, sem áður fyrr voru traust og öflug, við verulega fjárhagserfið- leika að etja. Við setningu sveitarstjórnarþingsins gagnrýndi Gunnar Thor- oddsen, félagsmálaráð- herra, harðlega þessa var- hugaverðu efnahags- stefnu. Ríkisstjórnarinnar bíður nú það verkefni, að taka í þessum efnum eins og öðrum upp ný vinnu- brögð. Aðstoð við sveitarfé- lögin verður óhjákvæmi- legur þáttur I endurreisn- arstarfi ríkisstjórnarinnar. ERFIÐLEIKAR SVEITARFÉLAGANNA Með kveðju frá Peking Frá Peking berast skilaboð um, að þar sé tal Nixons um friðarmannsaldur álitið „villandi fásinna". Kín- verska þjóðin er kvött til þess að búa sig undir styrj- öld, sem hún geti átt von á af hendí Rússa eða Bandaríkja- manna, þar sem „heimsvalda- sinnum hætti við að koma árás- arstyrjöldum skyndilega af stað“. Og ráðizt er harkalega á þá valdamenn Kínverja, sem beita sér fyrir víðtækara banda- lagi við Bandaríkin. 011 þessi umræðuefni hafa sézt annað veifið I kín- verskum blöðum, oft falin í dæmisöguformi, en birtast nú í samantekt f síðasta tölublaði áreiðanlegasta ritsins, sem er gefið Ut í Pekíng, Rauða fánanum. Áður þegar slíkar greinar hafa birzt hér og þar á stangli í nokkrum ómerkari ritum, hafa þær gefið til kynna að með þeim væri „róttæka" andstaðan að veitast að þeirrí stefnu Pekingstjórn- arinnar að hallazt að vest- rænum rikjum, er hófst með heimsókn Nixons til Kína. Formið, sem þær birtast í að þessu sinni í Rauða fánanum, gefur til kynna að umræðan sé að ná hámarki. iki öðrum háð efnahags- lega,“ segir Rauði fáninn, „getur ekki haft pólitískt sjálfstæði", og ritið samein- ar f eína kröftuga röksemd allt sem Bandaríkjunum hefur verið fundið til for- áttu á síðari tímum. Það dregur ályktanir, sem geti Eftir Victor Zorza komið að notum í nútfman- um, af atburðum síðustu aldar, þegar „heimsvaldastefnan ýtti hliðum Kína upp á gátt“ og gerði valdhafa landsins að „leikbrúðum hins alþjóðlega fjármagns." I því sem ritið skrifar felast heilmargar samlíkingar á því sem nú er að gerast og því sem gerðist fyrir löngu, þegar kínverskir vald- hafar „fleygðu sér í fangið á heimsvaldasinnum" og héldu þvf fast og.ákveðið fram að vin- samleg utanrfkisstefna væri „eina“ hugsanlega leiðin. Rauði fáninn kýs greinilegar fremur að halda öllum leiðum opnum. Ritið fordæmir samninga, sem „seldu af héndi þjóðleg réttindi og færðu auð- mýkingu yfir þjóðina" — til- vfsun til tilslakana Peking- stjórnarinnar á Taiwan í hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu, sem var birt þegar Nixon kom til Kína. Raunar, segir ritið til útskýringar, hefðu þeir ekki getað aflað stuðnings heimsvaldasinna, ef þeir hefðu ekki verið fúsir til þess að fórna hagsmunum þjóðarinnar. „Þeir“, sem þarna er talað um f greininni, eru valdhafar Kína á árunum fyrir byltinguna, en málefnin eru hin sömu og nú í dag. Igreinlnní er hamrað á „neikvæðum lærdómi“, er megi draga af framferði embættismanns, sem eitt sinn „fór með stjórn utan- ríkismála" — tilvfsun til Chou En-lais eins og sam- hengið gefur til kynna. Pólitísk tengsl hans við erlend ríki hafa þvælt honum út í „hernaðarleg- ar“ jafnt sem „efnahagslegar" skuldbindingar. Hann hafi „keypt erlenda riffla og fall- byssur" og „grátbeðið um erlent f jármagn." í greininni er varað við þvf að slík stefna geti haft það í för með sér að Kína verði „ofurselt vestrænum áhrifum" og sagt að varast beri að falla I þá gildru, sem útlend- ingar beiti til framdráttar stefnu sinni, að „nota Kínverja til þess að ráða Kína.“ Grein Rauða fánans er ekki einvörðungu orðsending frá einni valdaklíku í Pek- ing til annarrar heldur orð- sending frá Peking til Washington. Bandaríkja- mönnum er sagt, að vald- hafarnir í Peking tortryggi svo mikið það sem fyrir þeim vakir að þeir kunni að rifta því sam- komulagi sem þeir gerðu við Nixon að leysa deilumál með samningum — nema þvf aðeins að stjórnin 1 Washington sanni betur en hingað til, að það sem hún aðhafist sé gert í góðri trú. Orðsendingunni er greini- lega beint til Kissingers — og fyrir milligöngu hans, Fords forseta. Dr. Kissinger er ekki lengur stætt á því að sniðganga það samband, sem er á milli umræðnanna í Peking um innanlands- og utanríkisstefnuna. Þegar sýnt var fram á þetta sam- band f þessum dálkum fyrir ári. fór Fulbright Chou En-Iai: Vill enn skipti við Bandarfkin þrátt fyrir gagnrýni sem hann hefur sætt. öldungadeildarmaður þess á leit í yfirheyrslum í utanrfkis- málanefndinni að hann segði álit sitt á greininni. Hann svaraði því til, að umræðan í Peking snerist einvörðungu um innanlandsmál og að hvað sem öðru liði væri henni lokið. Aka- demiskir sérfræðingar og einnig þeir sem eru á snærum CIA og hann leitaði ráða hjá, hafa síðan staðfest þessa skoð- un hvað eftir annað — en nú eru tvær grímur að renna á þá ýmsa. Þeir viðurkenna nú orðið, að umræðan í Peking fjalli um helztu grundvallar- atriði þjóðarstefnunnar — hvort koma eigi til leiðar skjótri breytingu Kína í nútfmaþjóðfélag með erlendri aðstoð eða hvort Kínverjar eigi að brjótast áfrarn af eigin rammleik, hægt og bftandi og með miklum erfiðismunum. Stórfelldar hættur blasa við, hvor leiðin sem verður valin. Hægfara breytingar í nú- tíma horf gætu stuðlað að varðveizlu þess smábænda- samfélags, sem Mao er svo hjartfólgið, en ef breyting- arnar verða of hægfara verða Kfnverjar of veikburða til þess að standast þrýsting frá tæknilega háþróuðum heimi. Á hinn bóginn mundu skjótar breytingar í nú- tfmahorf óhjákvæmilega tengja Kína umheiminum á þúsund ólíka vegu. Þær mundu vissu- lega gera Kínverja háða öðrum þjóðum á sama hátt og allar þjóðir eru að verða öðrum háð- ar hvort sem það er til góðs eða ills. Stjórnin í Washington hefur aðstöðu til þess að hafa áhrif á gang umræðunnar í Peking með því að gera Ijósa grein fyrir velviljuðum áhuga sfnum á niðurstöðum hennar — ekki f orði heldur í verki, bæði með pólitískum og efnahagsleg- um ráðum sem gætu hjálpað Kínverjum til þess að komast yfir erfiðasta hjallann. Þetta eru hin raunverulegu skilaboð Peking-stjórnarinnar til Fords þrátt fyrir þá gagnrýnu afstöðu í garð Bandaríkjanna, sem virð- ist koma fram í grein Rauða f án- ans. Peking-stjórnin, eða í það minnsta hópur voldugra ráða- manna i Peking, vill eiga skipti við Washington — ef skilmál- arnir eru í lagi. Veruleiki um- ræðunnar f Peking er nú loks- ins farinn að renna upp fyrir mönnum í Washington, svo að það er að minnsta kosti mögu- leiki að réttu skilmálarnir finn- ist.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.