Morgunblaðið - 07.09.1974, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974
OPIÐ í KVÖLD! Dansað til kl. 2.00
Matur framreiddur frá kl. 19.00
Borðapantanir frá kl. 16.00 í síma: 52502
Borðum eigi haldið lengur en til kl. 21.00
Veitingahúsið w
SKIPHOLL Strandgötu 1 Hafnarfiröi • 'ét 52502
FLÚÐIR
Stórdansleikur í kvöld
MANAR
halda uppi rumpufjöri.
Sætaferðir frá B.S.Í. og tunglinu ef karlinn er í því.
UMFH Fjölmennum.
UNGÓ UNGÓ
Hverjir eru
beztir?
Um það má víst lengi deila og kannski er það
bara veila í mínum heila, þegar ég segi að
Júdas eru beztir.
Sætaferðir frá B.S.Í. kl. 9.30.
Slæm tíð —
mikil rigning
Siglufirði, 6. sept.
HÉR hefur verið slæm tíð að
undanförnu og í gær var t.d.
vonzkuveður með mikilli
rigningu. Vegir spilltust af þeim
sökum og nokkurt jarðsig varð við
jarðgöngin að vestanverðu af
völdum vatnsveðursins, og víða
eru vegir slæmir yfirferðar. Ekki
hafa þó orðið nein teljandi vand-
ræði. I dag er hér enn slæmt
veður. _ Matthías
r
Ahætta fyrir
Kennedy
að fara í
framboð
Einindownton 5. sept. AP.
LAWRENCE O’Brien, fyrrver-
andi formaður landstjórnar
Demókrataflokksins, sagði í dag,
að enda þótt hann liti svo á, að
Edward Kennedy hefði mesta
möguleika til að ná útnefningu
flokks síns við næsta forsetakjör,
væru áhöld um hvort hann ætti að
bjóða sig fram. Svo gæti farið að
hann félli fyrir morðingjahendi
eins og bræður hans tveir á undan
honum.
O’Brien sagði, að færi svo, að
Kennedy gæfi kost á sér, myndi
verða erfitt fyrir annan frambjóð-
anda að keppa við hann um út-
nefningu. Hann hefði erft
Kennedy-nafnið og komið hefði
fram á síðustu árum, að hann
hefði traust almennings. „En
Kennedy-nafnið vekur einnig upp
sterkar kenndir í fólki og rifjar
upp liðna tíð,“ sagði O’Brien og
kvaðst viðurkenna, að persónu-
lega liti hann svo á, að Kennedy
ætti ekki að gefa kost á sér vegna
þeirra miklu áhættu, sem hann
legði sig í með því.
LEIÐRÉTTING
TVÆR prentvillur voru í frétt í
blaðinu í gær um óánægju vegna
sýningarreglna á haustsýningu
FlM, þótt vel hefði mátt sjá við
þeim í samhenginu. í fyrirsögn
stóð „haustþing” en á vitaskuld
að vera „haustsýning”, og í inn-
gangi fréttarinnar stóð, að mót-
tökugjald hefði verið kr. 1000
fyrir félagsmenn og 200 fyrir
utanfélagsmenn, en á að sjálf-
sögðu að vera 2000 krónur I síðara
tilvikinu.
Tilboð óskast
í gatna og holræsagerð í Bjargatanga Mosfellssveit.
Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðiþjónustu
Guðmundar Óskarssonar, Skipholti 15 eða á skrif-
stofu Mosfellshrepps Hlégarði.
Fundur fyrir bjóðendur verður haldinn á skrifstofu
byggingafulltrúa Mosfellshrepps, Hlégarði mánudag-
inn 9. sept. kl. 16 og ennfremur verður farið um
væntanlegt vinnusvæði.
SVEITARSTJÓRINN Mosfellshreppi.
FELAGSHEIMIUÐ FESTI
Grindavík
FESTI
Bibaba lula Brimkló Brimkló
Bibaba lula BRIMKLÓ í Festi
Bíbaba lula Jónas í Hvalnum,
Bíbaba lula Kútur Bútur,
Saltkjöt og baunir tú kall.
Svo eru það hinir ungu og efnilegu sveinar frá
Keflavík sem kalla sig hljómsveitina CLEOPATRA sem
ætla að slá á létta strengi og sýna hvað hressir
Suðurnesjamenn geta, þegar þeir taka sig til.
Bibaba lula Brimkló
Bíbaba lula Jónas í hvalnum,
Einatt talar þú illa um mig,
afturtala ég vel um þig,
en það bezta af öllu er
að enginn trúin hvarki mér né þér.
Bannað að trufla bílstjórann meðan vagninn er á ferð.
(annars verða engar sætaferðir frá BSÍ) Takk fyrir
Frábær þjónusta í Radiobúðinni.
Hvað þýðir? eff jú sí kei?
Verðlaun tveir frímiðar í Úngó næsta laugardag.
P.s.
Bless, Bless Stebba litla gluggasen. Vertu nú góður
°9 Þ*gur strákur einu sinni.
— Frystihús
Framhald af bls. 2
verðið á þorskblokk 82 sent, en
var reiknuð í grundvelli 84 sent.
Þannig að þegar þau atriði, sem
ekki reyndust raunhæf, eru dreg-
in út, var raunverulegur grund-
völlur hraðfrystiiðnaðarins fyrir
árið 1974 án hagnaðar, en þá
hafði verið gert ráð fyrir kaup-
hækkunum og vísitöluhækkunum
1. marz samtals 10%.
Þá segir ennfremur á einum
stað I greinargerðinni, að tap
frystihúsa landsmanna sé nú orð-
ið á árinu 500—600 millj. kr. og
við þetta allt bætist tekjuskattar,
sem aldrei eru reiknaðir með 1
rekstrargrundvelli frystihúsanna.
Skatturinn sé þessa dagana að
falla 1 gjalddaga, og nemi senni-
lega um 200 millj. kr.
Aðildarfrystihús að félagi sam-
bandsfiskframleiðenda eru 34
talsins.
— Bensínið
Framhald af bls. 24
er ekki útlit fyrir, að hagur olíufé-
laganna batni á næstunni.
Hann sagði, að olíufélögin ættu
í stórkostlegum vandræðum, eins
og áður hefði komið fram. Olíufé-
lögin hefðu þurft að taka fé að
láni hjá bönkunum og það með
refsivöxtum, og næmi vaxtakostn-
aðurinn nú 8 millj. kr. á mánuði.
— Við áttum von á því, að tillit
yrði tekið til skulda olíufélaganna
við innkaupajöfnunarsjóðinn, en
þær skuldir hafa að mestu komið
á síðustu fjórum mánuðum, en
þann tfma hefur olfa verið seld
undir kostnaðarverði. Ég vil taka
það fram, að olíufélögin hafa ekki
farið fram á hækkaða álagningu,
eins og sumir hafa haldið, sagði
Vilhjálmur að lokum.
— Rætt við ASI
Framhald af bls. 24
nefndinni frá því, „hvernig mál
stæðu og af okkar hálfu var lýst
viðhorfum okkar í stórum drátt-
um“, sagði Snorri. „Fáum við sið-
an aðgang að þeim gögnum, sem
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, hefur
útbúið og var ákveðið að halda
síðan fund f næstu viku. I millitíð-
inni munum við halda fund í okk-
ar nefnd og sérstaklega athuga
þær upplýsingar, sem fyrir liggja
frá Þjóðhagsstofnun.”
Björn Jónsson, forseti ASl, var
ekki viðstaddur fundinn í gær,
þar sem hann er enn erlendis.
Björn er væntanlegur til landsins
á þriðjudag, svo að líkur benda
til, að hann geti setið næsta við-
ræðufund. Aðrir í nefnd ASÍ eru:
Snorri Jónsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, Eðvarð Sigurðsson,
Björn Þórhallsson, Björn Bjarna-
son, Guðrfður Elíasdóttir og
Jón Sigurðsson, formaður Sjó-
mannasambandsins.
Viðræðufundinn í gær sat einn-
ig Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Þjóðhagsstofnunar og Ás-
mundur Stefánsson, nýráðinn
hagfræðingur Alþýðusambands
Islands.
— Sinfónían
Framhald af bls. 3.
Pál P. Pálsson og Heimaey eftir
Skúla Halldórsson.
Fastráðnir hljóðfæraleikarar voru
61, en auk þeirra voru ráðnir 46
aukamenn, sem léku á einstökum
tónleikum Hafa því 107 hljóðfæra-
leikarar leikið í hljómsveitinni á
starfsárinu
Hljóðrituð voru fyrir Rikisútvarpið
1 5 tónverk eftir íslenzk tónskáld og
1 6 tónverk eftir erlend tónskáld
Hljómsveitin flutti á þjóðhátíð á
Þingvöllum 28. júli verðlaunaverkin
Tilbreytni eftir Herbert H. Agústsson
og Ellefu hugleiðingar um landnám
eftir Jónas Tómasson yngri undir
stjórn Páls P. Pálssonar. Á Reykja-
vikurhátið 3. og 5. ágúst flutti
hljómsveitin með Söngsveitinni Fil-
harmoniu og Guðmundi Jónssyni
Völuspá eftir Jón Þórarinsson.
Höfundur stjórnaði