Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 23

Morgunblaðið - 07.09.1974, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 1974 ^ / / IÞROTTAFRETTIR M0RGUI\IRLAÐSII\I8 23 200 m hlaup kvenna HIN 28 ára pólska húsmóðir, Irena Szewinska, vann til annarra gullverðlauna á Evrópumeistara- mótinu f Róm, er hún sigraði f 200 metra hlaupi kvenna í gær. Áður hafði hún hlotið guliverð- launin f 100 metra hlaupi, og á þessi frábæra afrekskona nú f fórum sfnum sex verðlaun frá Olympfuleikum og sex verðlaun frá Evrópumeistaramótum. Hlaupið í gær virtist ætla að verða mjög tvísýnt. Austurþýzka stúlkan Renate Stecker tók for- ystuna í upphafi og hélt henni fram yfir mitt hlaup, er Szewinska fór að draga á hana, og þegar markið nálgaðist, var hún greinilega orðin á undan. Tfmi hennar er nýtt Evrópumeistara- mótsmet. Úrslit f hlaupinu urðu: I. Szewinska, Póli. 22,51 R. Stecker, A-Þýzkal. 22,68 M. Pursiainen, Finnl. 23,17 L. Maslakova, Sovétr. 23,31 H. Golden, Bretl. 23,38 A. Kroninger, V-Þýzkal. 23,38 C. Krause, V-Þýzkal. 23,78 P. Kandarr, A-Þýzkal. 23,99 200 m hlaup Allt ætlaði vitlaust að verða á Olympfuleikvanginum f Róm f gær, er Peitro Mennea færði landi sfnu, Italfu, fyrstu gullverð- launin á þessu Evrópumeistara- móti. Var það f 200 metra hlaup- inu, en fyrirfram var búið að vera með miklar bollaleggingar á ttalfu um möguleika Mennea f hlaupinu, sem taldir voru aukast verulega eftir að sovézki sprett- hlauparinn Borzov ákvað að keppa ekki f greininni. 200 metra hlaupið bauð upp á gffurlega mikla spennu, en hvatt- ur áfram af æpandi þúsundum pýndi Mennea sig áfram og kom í markið rösku sekúndubroti á undan Þjóðverjanum Ommer, sem hreppti annað sætið. Virtist Ommer draga mjög á Mennea á síðustu metrunum, og í markiuu freistaði hann þess að kasta sér fram. En allt kom fyrir ekki. Ital- inn var sigurvegarinn, og tók á móti fögnuði landa sinna með því að hlaupa heiðurshring á vellin- um. Mennea vakti verulega athygli á sér, er hann hlaut brons- verðlaun á Olympíuleikunum í MOnchen, og að margra mati er þessi 22 ára piltur líklegur arftaki Borozov sem konungur sprett- hlauparanna. Úrslit í hlaupinu urðu þessi: P. Mennea, Italfu 20,60 > M. Ommer, V-Þýzkal. 20,76 H. Jíirgen Bombach, A- Þýzkal. 20,83 J. Arame, Frakkl. 20,87 F. Hofmeister, V-Þýzkal. 20,93 B. Chertiey, Frakkl. 21,02 A. Bennett, Bretl. 21,29 Kúluvarp AUSTUR-ÞJOÐVERJANUM Hartmut Briesenick tókst að Szewinska hlaut annaó gnll verja Evrópumeistaratitil sinn f kúluvarpi, en keppt var til úrslita f þeirra grein f Róm í gær. Kom sigur hans á óvart, þar sem Bries- enick hefur lftið verið f sviðsljós- inu f sumar. Búizt var við, að baráttan stæði milli þeirra tveggja, sem bætt hafa Evrópu- metið f sumar: Capes frá Bret- landi og Barishnikov frá Sovét- rfkjunum. Þegar í fyrstu umferð varpaði Vestur-Þjóðverjinn Reinchen- bach kúlunni 20,38 metra og virt- ist það setja helztu kappana út af laginu, og leið langur tími, unz Briesenick náði sigurkasti sínu. Olympíumeistarinn Komar varð að sætta sig við sjötta sætið að þessu sinni, en hann hafði varpað lengst allra í undankeppninni: 20,00 metra. Urslitin urðu: H. Briesenick, A-Þýzkal. 20,50 R. Reinchenbach, V-Þýzkal. 20,38 G. Capes, Bretl. 20,21 A. Barishnikov, Sovétr. 20,13 V. Voikin, Sovétr. 20,04 V. Komar, Póll. 19,82 J. Brabec, Tékkóslv. 19,73 U. Beyer, A-Þýzkal. 19,63 V. Stoev, Búlgar. 19,62 V. Vilk, Tékkóslv. 19,42 R. Stahlberg, Finnl. 19,25 M. Winch, Bretl. 18,89 O. Lindskjold, Danm. 18,84 Kringlukast kvenna SOVÉSKA stúlkan Faina Melnik sigraði með miklum yfir- burðum f kringlukasti kvenna, en keppt var til úrslita I þeirri grein á Evrópumeistaramótinu f Róm f gær. Kastaði hún 69,00 metra, en heimsmet hennar f greininni er 69,90 metrar. Melnik sigraði einnig á Evrópumeistara- mótinu f Helsinki 1971 og kastaði þá 64,22 metra. Það var strax f fyrsta kasti sem Melnik náði sigurkasti sfnu í gær, og enginn keppinauta hennar náði að ógna sigri hennar. Melnik, sem nú er 29 ára, byrjaði ekki að æfa íþróttir fyrr en hún var kom- in yfir tvítugt, en árangurinn lét ekki á sér standa hjá henni. Mel- nik var ekki ýkja ánægð eftir keppnina í gær. Markmið hennar hafði verið að ná draumamarkinu í kringlukasti, kasta 70 metra. F. Melnik, Sovétr. 69,00 A. Menis, Rúmenfu 64,62 G. Hinzmann, A-Þýzkal. 62,50 M. Vergova, Búlgar. 61,92 K. Holdke, A-Þýzkal. 58,92 O. Catarama, Rúmenfu 58,30 L. Westermann, V-Þýzkal. 57,40 V. Steovea, Búlgar. 57,12 H. Vihnalova, Tékkóslv. 55,24 S. Bojkova, Búlgar. 54,28 R. Peyne, Bretl. . 49,16 Stangarstökk Sovétmaðurinn Vladimir Kishkun bar sigur úr býtum f stangarstökkskeppni Evrópu- meistaramótsins f Róm, en keppt var til úrslita f gærkvöldi. Stökk Kishku 5,35 metra og jafnaði þar með Evrópumeistaramótsmet Wolfgangs Nordwig frá Helsinki 1971. Þegar hækkað var í 5,35 metra, voru sex stökkvarar enn eftir f keppninni, og var Kjell Isaksson 1500 m hlaup Eftirtaldir hlauparar komast f úrslit 1500 metra hlaupsins, en undanrásirnar fóru fram ígær: U. Högberg, Svfþj. 3:42,5 H. Scharn, Holl. 3:42,5 R. Gysin, Sviss. 3:42,8 H. Wasilewski, Póll. 3:43,0 T. Wessinghage, V-Þýzkal. 3:43,1 G.Ekman, Svfþj. 3:43,2 P. Wellmann, V-Þýzkal. 3:42,4 V. Pantelei, Sovétr. 3:42,6 M. Philippe, Frakkl. 3:42,7 K. Jusuts, A-Þýzkal. 3:42,8 T. Hansen, Danm. 3:43,1 P. Vasala, Finnl. 3:43,3 1500 m hlaup kvenna Eftirtaldar konur komust f úrslit f 1500 metra hlaupi kvenna á Evrópumeístaramót- inu f Róm, en undankeppni hlaupsins fór fram f gær. Tfmar eru úr riðlunum: G. lloffmeister, A-Þýzkal. 4:11,7 D. Dorio, ftalfu, 4:12,1 T. Pangelova, Sovétr. 4:12,8 T. Kazankina, Sovétr. 4:11,4 L. Tomova, Búlgar. 4:11,5 E. Wellmann, V-Þýzkal. 4:11,5 G. Andersen, Noregi 4:11,5 J. Smith.Bretl. 4:12,0 K. Krebs, A-Þýzkal. 4:13,2 G. Lindh, Svíþj. 4:11,5 U. Klapezinski, A-Þýzkal. 4:11,7 C. Valero, Spáni 4:13,0 Hver verður meistari meistaranna? I dag kl. 2 hefst á golfvelli Nes- klúbbsins keppni milli meistara allra golfklúbba. Er þessi keppni árlegur viðburður og var komið á til þess að sannreyna hver meistaranna væri mesti meistar- inn. Heitir keppnin Afrekskeppni Fl, en Flugfélag Islands sér um að koma meisturunum utan af landi til Reykjavíkur og heim aft- pr. Rétt til keppni hafa mei'.tarar fjögurra stærstu golfklúbbanna GN, GR, GS og GK svo og sigur- vegarar í Coca Cola keppnum hjá GA og GV og Islandsmeistarinn. Þeir sem í þessum mótum hafa unnið sér þátttökurétt eru Þor- björn Kjærbo GS, Loftur Ölafsson GN, Björgvin Þorsteinsson GA, Haraldur Júlíusson GV, Hans Ise- barn GR og Sigurður Thoraren- sen GK. Keppni þessara garpa mun standa frá um kl. 2 til um kl. 6. Fyrir hádegi sama dag heyja félagar í Nesklúbbnum árlega keppni við lið varnarliðsmanna á Keflavíkurvelli. frá Svíþjóð, fyrrum heimsmethafi í greininni meðal þeirra, en fyrir- fram var hann búinn að segja, að nú yrði sennilega sitt sfðasta tæki- færi til þess að sigra á slíku stór- móti. Sem kunnugt er varð Isaksson fyrir miklum vonbrigð-. um á Olympíuleikunum, en þar komst hann ekki einu sinni f úrslitakeppnina, en hafði samt náð frábærum árangri skömmu fyrir leikana. En Isaksson varð einnig fyrir vonbrigðum nú. Að vísu munaði ekki miklu, að honum tækist að stökkva 5,35 metra, en þá hæð fóru aðeins þeir Kishku og Kozakiewicz frá Póllandi. Næst var svo hækkað f 5,40 metra, en hvorugur kappinn komst þá hæð, og vann Kishku á því að hafa notað færri tilraunir f stökkum sfnum. 5,35 5,35 5,30 5,30 5,30 5,30 5,20 5,20 5,10 5,10 5,00 5,00 4.80 4.80 Urslitin urðu: V. Kishku, Sovétr. W. Kozakiewicz, Póll. Y. Isakov, Sovétr. A. Kalliomaki, Finnl. W. Buciarski, PóII. K. Isaksson, Svfþj. J. Lauris, Sovétr. T. Slusarski, PÓII. P. Abada, Frakkl. B. Hooper, Bretl. F. Tracanelli, Frakkl. H. Busche, V-Þýzkal T. Tongas, Grikkl. S. Fraquelli, Italfu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.