Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÓBER 1974 5 MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ hefur úthlutað fé þvf, er kom f hlut Islendinga til ráðstöfunar til vfsindastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins („NATO Science Fellowships") á árinu 1974. Umsækjendur voru 27 og hlutu 14 þeirra styrki sem hér segir: 1. Hjalti Franzson, B. Sc. Hon., 100 þúsund krónur, til að vinna að doktorsverkefni í jarðfræði við Grant Institute of Geology, Edin- borgarháskóla. 2. Sigurður V. Hallsson, verk- fræðingur, 100 þúsund krónur, til rannsókna á þangi í Noregi, Skot- landi og Kanada til samanburðar við niðurstöður rannsókna frá Breiðafirði. 3. Stefán Vilhjálmsson, B. Sc. Hon., 100 þúsund krónur, til rann- sókna í matvælafræði við Uni- versity of Nottingham, School of Agriculture, Bretlandi. 4. Ævar Petersen, B. Sc. Hon., 100 þúsund krónur, til að vinna að doktorsverkefni í dýrafræði við háskólann í Oxford, Bretlandi. 5. Atli Dagbjartsson, læknir, 75 þúsund krónur, til framhalds- náms í barnalækningum við Children’s Hospital, National Medical Center, Washington, Bandaríkjunum. 6. Björn Ardal, læknir, 75 þúsund krónur, til framhaldsnáms í barnalækningum við Montreal Children’s Hospital, Montreal, Kanada. lækningum við Lundúnaháskóla, Bretlandi. 11. Bragi Lfndal Ólafsson, búfjár- fræðingur, 50 þúsund krónur, til framhaldsnáms í fóðurfræði og lífeðlisfræði jórturdýra við Corn- ell University, Ithaca, Bandarlkj- 12. Vlkingur H. Arnórsson, lækn- ir, 50 þúsund krónur, til að sækja námskeið í barnalækningum við Harvard Medical School, Boston, Bandaríkjunum. 13. Þorsteinn Tómasson, B. Sc. Hon., 50 þúsund krónur, til fram- haldsnáms í jurtakynbótum við Lantbrukshögskolan, Ultuna, Uppsölum, Svíþjóð. 14. Sigfús J. Johnsen, eðlisfræð- ingur, 35 þúsund krónur, til aó vinna að doktorsritgerð um rann- sóknir, sem hann hefur gert á eðlisfræði jökla og jökulíss við Geofysisk Isotop Laboratorium, Kaupmannahafnarháskóla, og kynna sér nýjustu rannsóknir Raunvísindastofnunar Háskólans á íslenskum jöklum. Fallegir Fordarar 1 fyrradag kom bflaskip frá Bandarfkjunum með þessa fallegu bíla, sem allir eru af gerðinni Ford Granada og Mercury Monarc. Jóhannes Astvaldsson hjá Ford-umboðinu Sveini Egilssyni sagði f gær, að bilarnir, hefðu verið samtals 50, og nokkur hluti þeirra væri þegar seldur, en þeir kosta frá 1.4 millj. kr. Þá verða bflarnir einnig til sýnis við Sveins Egilssonar húsið á laugardag og sunnudag. Myndina tók Ól. K. M. þegar verið var að skipa bílunum upp inn við Sundahöfn. Flóamarkaður FEF að Hall- veigarstöðum álaugardag FÉLAG einstæðra foreldra heldur flóamarkað að Hallveigar- stöðum, f báðum sölunum, á laugardaginn, þann 26. október, og verður opnað klukkan 2 eftir hádegi. Þar verður á boóstólum mikið úrval af nýjum og notuðum varn- ingi. Má þar nefna fatnað á börn og fullorðna, gjafavörur af ýmsu tagi, búsáhöld, sjónvarpstæki, út- varp, saumavél, barnarúm og fleiri húsmuni, leikföng, bækur og blöð, hannyrðavörur, matvörur og mætti svo lengi telja. Þá verða seld jólakort og vinsælu lukku- pakkarnir með sælgæti og leik- föngum verða á 150 krónur stk. Fjáröflunarnefnd FEF, ásamt fjölda sjálfboðaliða, hefur borið hita og þunga af undirbúningi þessa flóamarkaðs. Rennur allur ágóði f Byggingarsjóð Félags ein- stæðra foreldra. Hafa fyrirtæki og einstaklingar verið mjög rausnarleg I gjöfum sfnum og færir fjáröflunarnefnd þeim beztu þakkir. Form. fjáröflunar- nefndar FEF er Stella Jóhanns- dóttir. 14 hlutu vísinda- styrki NATO í ár 7. Eirfkur Örn Arnarson, B. Sc. Hon., 75 þúsund krónur til fram- haldsnáms í sálfræði við háskól- ann í Liverpool, Bretlandi. 8. Oddur Borgar Björnsson, verk- fræðingur, 75 þúsund krónur, til framhaldsnáms í vélaverkfræði, straumfræði- og varmaflutningi með tilliti til nýtingar jarðvarma til orkuframleiðslu, við Heriot- Watt University, Edinborg, Skot- landi. 9. Þórdís Kristmundsdóttir, M. Sc., 75 þúsund krónur, til að vinna að doktorsverkefni í lyfja- fræði við háskólann í Manchester, Bretlandi. 10. Jón Viðar Arnórsson, tann- læknir, 75 þúsund krónur, til framhaldsnáms í munnskurð- af nýjum stórglæsilegum vörum teknar upp í þessari viku. — Geysifjölbreytt vöruúrval t.d. hefur terelyne- & ullarbuxnaúrvalið aldrei verið meira í þremur nýjum sniöum. □ HERRA-OG DÖMUPEYSUR. □ KÁPUR ÚR 100% ULLAR TWEED. SFLAUELISBUXUR — MARGIR LITIR. IMÝ SNIÐ — JAKKAFÖT MEÐ VESTI. □ NÝSNIÐ — STAKIR JAKKAR. ÖLEÐURJAKKAR DÖMU OG HERRA. KULDAJAKKAR KVENNA MEÐ LOÐKRAGA. Q KÚREKASTÍGVÉL iH MARY QUANT SNYRTIVÖRUR. til kl. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.