Morgunblaðið - 25.10.1974, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTOBER 1974
Guðmundur J.
Ólafsson — Kveðja
Fæddur 15. júnf 1916.
Dáinn 17. okt. 1974.
1 GÆR fór fram frá Fossvogs-
kapellu útför Guðmundar J.
Ólafssonar, Selvogsgrunni 31,
Reykjavík, er lézt á Borgarsjúkra-
húsinu í Reykjavík fimmtudaginn
17. þ.m., aðeins 58 ára gamall.
Að Guðmundi standa stórar
bændaættir úr Skagafirði, þar
sem hann fæddist, eða nánar til-
tekið á Frostastöðum í Blöndu-
hlíð. Hann var sonur Ólafs Jó-
hannssonar og Sigurbjargar Guð-
mundsdóttur, sem bjuggu lengst
af á Miklabæ í Akrahreppi. Þar
ólst hann upp frá 10 ára aldri og
stóð fyrir búi móður sinnar og
tveggja yngri bræðra að föður
sínum látnum í febrúar 1941.
I maí 1947 flyzt fjölskyldan
vestur yfir Héraðsvötnin að
Skíðastöðum i Lýtingsstaða-
hreppi, en þeir bræðurnir keyptu
þá jörð og Guðmundur hóf þar
búskap ásamt konu sinni, Önnu
Helgadóttur frá Merkigarði i
Tungusveit. Börn þeirra önnu og
Guðmundar voru þrjú: Ólafur,
húsasmiður að mennt og starfar
nú sem lögreglumaður í Reykja-
vík, kvæntur Sigríði Sæmunds-
dóttur frá Bessastöðum í Sæ-
mundarhlfð í Skagafirði, Sigur-
björg (eldri) dó 5. apríl 1949, þá
tæplega misserisgömul, og Sigur-
björg (yngri) húsfrú í Reykjavík,
gift Auðunni Ágústssyni, skipa-
verkfræðingi. Eldri hálfsystkini
(sammæðra) Ólafs og Sigur-
bjargar eru: Helgi Þór Sigurðs-
son, ólst að mestu upp í Merki-
garði, er fjölhæfur hagleiks-
maður, starfar nú við bílavið-
gerðir í Keflavík og á þar heima,
Elín Ingigerður Karlsdóttir, hús-
móðir á Raufarhöfn, gift Arnþóri
Pálssyni. Segja má að Guð-
mundur hafi gengið henni f föður-
stað frá 8 ára aldri og bar ávallt
tryggð til hennar sem sinna eigin
barna.
Á Skíðastöðum búnaðist þeim
Ónnu og Guðmundi vel, eftir því
sem aðstæður leyfðu. Þótt hann
gengi eigi heill til skógar, rikti
bjartsýni og glaðværð á
heimilinu.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi
GÍSLI INGIBERGSSON,
löggiltur rafverktaki,
lézt i Landspítalanum miðvikudaginn 23. október
Áslaug I. Ásgeirsdóttir,
Hafdis Gísladóttir, Gísli Þór Glslason.
Ingibjörg S. Glsladóttir, Sveinbjörn Óskarsson,
og Áslaug I. Sveinbjörnsdóttir.
t
Útför móður okkar,
JÓHÖNNU SIGURÐARDÓTTUR,
frá Sólheimum
Vestmannaeyjum
fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 26 október kl 1 4.00
Sigurbjörg Ólafsdóttir,
Vilborg Sigurðardóttir.
t
Eíginkona mín, móðir okkar og amma,
ANNA MARÍA ELÍSABET PÁLSDÓTTIR,
Háaleitisbraut 1 6,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 26 október kl
10,30
Bergur P. Jónsson,
Páll Þór Bergsson, Anna Gyða Bergsdóttir,
Rakel Ólöf Bergsdóttir, Bergur Pétur Tryggvason.
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
KRISTENS SIGURÐSSON,
kaupmaður,
Vesturbraut 9,
verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði laugardaginn 26.
þ.m kl. 1 1 f.h , ... .,
Sólvetg Hjálmarsdóttir,
börn og tengdabörn.
t
Útför föður okkar,
SNÆBJARNAR ÞORLÁKSSONAR,
Lindargötu 44 B,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudag 28. október kl 1 0 30 f.h.
Fyrir hönd systkinanna,
Guðrún Marla Snæbjörnsdóttir,
Auðunn Snæbjörnsson.
t
Kveðjuathöfn um móðurokkar,
SIGURLILJU SIGURÐARDÓTTUR,
frá Vestmannaeyjum er lézt 1 9. þ.m. fer fram frá Fossvogskirkju I dag,
föstudaginn 25 okt, kl 3 e h
Jarðsett verður frá Landakirkju í Vestmannaeyjum, mánudaginn 28.
þ m kl 2 00 e.h
Börnin.
Um áramót 1953—54 verður
ekki lengur umflúið að leita lækn-
inga og fór því Guðmundur á
Kristneshæli. Þar var hann til
vors 1959, en fer þá á Vinnuhælið
að Reykjalundi í Mosfellssveit og
þá flyzt fjölskyldan jafnframt til
Reykjavíkur og festir kaup á
húsnæði. Jörðin var seld og hrökk
andvirðið ekki fyrir fokheldri
íbúð á jarðhæð í höfuðborginni.
En með góðra manna hjálp var
íbúðin fullgerð á skömmum tíma.
Anna biður hér með fyrir þakkir
sínar til allra þeirra er hjálpuðu
henni vegna veikinda eiginmanns
hennar, bæði fyrir norðan og við
íbúðarbyggingu hér, og þó sér-
staklega þakkar hún tengda-
móður sinni og bræðrum Guð-
mundar, Páli og Sigurði, fyrir
ómetanlega hjálp og vinsemd.
Guðmundur heitinn hóf störf
hjá Sláturfélagi Suðurlands vorið
1960, þá útskrifaður heill heilsu
af sínum sjúkdómi, sem varað
hafði í sjö ár, og þar vann hann
óslitið til dauðadags, sem skyndi-
legar bar að en vænta mátti.
Sem gamall nágranni úr Skaga-
firðí er mér ljúft og skylt að
þakka þau góðu kynni og þær
ánægjustundir, sem við áttum
+
Innilegt þakklæti færum við öll-
um þeim er auðsýndu okkur
samúð og vinarhug við fráfall og
jarðarför eiginmanns mlns,
föður, tengdaföður og afa,
ÞORSTEINS JÓNSSONAR,
frá Reyðarfirði.
Sigurbjörg Þorláksdóttir,
börn, tengdabörn og barna
börn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, sonar og
föður okkar,
BJARNA SIGURÐAR
JÓHANNESSONAR
bifreiðastjóra,
Brúnalandi 5.
Einnig færum við læknum og
hjúkrunarfólki á deild 8
Landspítalanum kærar þakkir
Helga Pétursdóttir,
Ásgerður Bjarnadóttir,
Jóhannes Á. Bjarnason,
Pétur Bjarnason,
Sigurður Reynir Bjarnason,
Bjarni Þór Bjarnason,
Ásgerður StefanFa Bjarna-
dóttir.
saman í leik eða starfi. Aðstand-
endum öllum votta ég dýpstu
samúð og þó sérstaklega ekkju
hins látna og háaldraðri móður
hans. Þeim bið ég blessunar Guðs.
Birta hinna fögru minninga lýsi
þeim um ókomin ár.
Guðmundi eru fluttar þakkir
frá átthögunum fyrir góð störf,
drenglyndi, tryggð og andlega
hæfileika.
Megi kraftur hins eilífa friðar
fylgja honum að leiðarlokum.
Sveinn S. Pálsson.
ÞANN 17. þ.m. andaðist hér í
borginni eftir stutta legu Guð-
mundur J. Ölafsson Selvogs-
grunni 31. Guðmundur var
fæddur 15. júní 1916 og því aðeins
58 ára.
Ekki kann ég að segja frá ætt
hans eða uppruna, en þó hygg ég
að hann hafi verið Skagfirðingur
að ætterni.
Kynni okkar Guðmundar hófust
árið 1960, er hann hóf störf hjá
Sláturfélagi Suðurlands. Hann
hafði áður átt við langvarandi
vanheilsu að strfða, og hafði
dvalizt langdvölum á sjúkra-
húsum, en þegar hér var komið
batnaði heilsa hans það, að hann
treysti sér út i atvinnulífið. Það
var mikið lán fyrir fyrirtækið að
fá Guðmund til starfa, því þar fór
saman einstök skyldurækni,
jafnaðargeð og reglusemi svo af
bar. Guðmundur var með afbrigð-
um vinsæll af samstarfsfólki sfnu,
enda var hann þannig gerður, að
hann vildi hvers manns vandræði
leysa. Þegar við lítum til baka og
minnumst samverustundanna, þá
er hugurinn fullur af þakklæti,
þakklæti fyrir að hafa borið gæfu
til að vera samstarfsmaður góðs
drengs. Skarð það sem varð við
fráfall Guðmundar Ölafssonar er
vandfyllt, enda maðurinn ein-
stakur fyrir margra hluta sakir.
Fyrir hönd samstarfsfólks hans
hjá Sláturfélagi Suðurlands vil ég
senda ástvinum Guðmundar inni-
legar samúðarkveðjur.
Minning góðs drengs fyrnist
aldrei. V.T.
Sigþrúður Pálsdóttir
frá Vatnsfírði - Afínnmg
Fædd 19. desember 1893.
Dáin 22. september 1974.
HINN 22. september s.l. lézt hér í
Reykjavík frú Sigþrúður Páls-
dóttir. Sigþrúður fæddist 19.
desember 1893 að Prestbakka við
Hrútafjörð. Foreldrar hennar
voru presthjónin þar, frú Arndfs
Pétursdóttir Eggerz og sr. Páll
Olafsson. Að Sigþrúðí stóðu
merkar ættir, föðurforeldrar
hennar voru sr. Ólafur Pálsson
dómkirkjuprestur og Guðrún
Ólafsdóttir Stephensen kona
hans, og móðurforeldrar Pétur
Eggerz kaupmaður á Borðeyri og
Jakobína Pálsdóttir Melsted kona
hans.
Barn að aldri fluttist Sigþrúður
með foreldrum sínum að Vatns-
firði við Isafjarðardjúp, þar var
sr. Páll Ólafsson prestur frá árinu
1900 þar til hann lézt 1928.
Vatnsfjörður var um aldaraðir
eitt af helztu höfuðbólum þessa
lands. Á þeim stað var jafnan
glæsibragur. Sr. Páll og frú
Arndís létu þar hvergi skugga á
falla í búskapartið sinni, heimilið
menningarlegt og mannmargt og
búskapur allur með myndarbrag.
Þarna ólst Sigþrúður upp í
stórum og myndarlegum systkina-
+
Innilegar þakkír fyrir auðsýnda
samúð og hluttekningu við and-
lát og jarðarför,
GUÐJÓNS
GUÐMUNDSSONAR.
bónda,
Presthúsum, Mýrdal.
Ingveldur Tómasdóttir,
Elln S. Guðjónsdóttir,
ÓlafurT. GuSjónsson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug vegna andláts
LEÓS MAGNÚSSONAR
frá Grafarkoti
Sérstakar þakkir viljum við færa
starfsfélögum hans, og öðrum
vinum I Borgarnesi.
ASstandendur.
hópi og fór ekki hjá því að þroski
hennar og lífsganga öll mótaðist
af því uppeldi. Ung stúlka fór
Sigþrúður til Reykjavikur og
stundaði þar nám við Kvennaskól-
ann. Að námi loknu fluttist hún til
Bolungarvíkur og stundaði þar
verzlunarstörf. Þar giftist hún
Oddi Guðmundssyni kaupmanni.
Þeim Oddi varð ekki barna auðið,
en ólu upp sem sína eigin dóttur
Guðnýju Kristjánsdóttur sem
búsett er hér í borg. Eftir
nokkurra ára dvöl í Bolungarvik
fluttust þau Oddur til Isafjarðar
og vann Sigþrúður við verzlunar-
störf þar í mörg ár. Oddur lézt
árið 1940.
Ég man fyrst eftir þessari
frænku minni þegar ég, lítill
drengur, gisti hjá henni á Isafirði
á leið í sveit hjá bróður hennar,
Páli í Þúfum við ísafjarðardjúp.
Þessi gisting mín var upphaf
margra gistinátta hjá henni á leið
í og úr dvöl í sveitinni við Djúpið.
Eftir að Sigþrúður fluttist til
Reykjavíkur var hún jafnan í
nánum tengslum við heimili for-
eldra minna, og var hún okkur
systkinunum sem ein af fjölskyld-
unni, og þegar móðir okkar lézt
fyrir aldur fram frá stórum og
ungum barnahópi var hún okkur
bæði sem móðir og amma og helzti
ráðgjafi í vandamálum, sem
mamma ein getur ráðið fram úr.
Að leiðarlokum þakka ég og
systkini mín henni fyrir allt sem
hún var okkur og biðjum henni
allrar blessunar á nýju tilveru-
stigi.
Páll Sigurðsson.
Lokað á morgun,
laugardag, vegna jarðarfarar Vignis Guðmundssonar.
Peysudeildin,
Aðalstræti 9.
+
Þakka auðsýnda samúð við and-
lát og útför móður minnar
ÖNNU ÁRNADÓTTUR.
Helga Wilson
og fjölskylda.