Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 35

Morgunblaðið - 25.10.1974, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. OKTÖBER 1974 35 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR MORCIIMSINS íslandsmeistaraplatti NVLEGA er kominn á markaðinn platti sem bæjarstjðrn Akraness gaf Knattspyrnuráði Akraness f tilefni af unnum sigri f tslands- mótinu f knattspyrnu f sumar. Agóða af sölu plattans verður var- ið til styrktar knattspyrnufþrótt- inni á Akranesi. Plattinn er til sölu f Verzlun- inni Oðni, Akranesi, og kostar kr. | 2.000.00. Platti þessi er f litum, fram- leiddur af Gler og Postulfni h.f., en teiknaður af Tómasi Tómas- syni f samráði við Magnús Odds- son. A plattanum er merki IA og Akraneskaupstaðar, mynd af knattspyrnumanni og eigin- handaráritun allra leikmanna Akranesliðsins og þjálfara þess, George Kirby. Tveir leikir I KVÖLD kl. 20.15 verða leiknir tveir leikir f Reykjavfkurmótinu f körfuknattleik. Að þessum leikjum loknum er aðeins eitt leikkvöld eftir og verða þeir leik- ir leiknir n.k. sunnudagskvöld. Leikirnir f kvöld eru milli tS og Vals, og milli KR og Fram. KR hlýtur að vinna Fram, allt annað væri á móti öllum lögmálum, en sigur IS gegn Val eins og flestir myndu veðja á, er sýnd veiði en ekki gefin. Valsliðíð hefur nefni- lega virzt vera að koma mikið til f tveimur sfðustu leikjum sfnum. Enska knattspyrnan Nokkrir leikir fóru fram I 2. og 3. deild I Englandi I fyrrakvöld. Úrslit þeirra urðu þessi: 2. deild: Oxford — Bristol City 2—0 Bristol Rovers — W.B.A. 2—1 3. deild: Bournemouth—Grimsby 0—1 Hereford — Colchester 3— 1 Þá varS jafntefli, 1 —1,1 fyrri leik Newcastle og Birmingham I undan- úrslitum Texakó-bikarkeppninnar. Stjarnan ASalfundur handknattleiksdeild- ar Stjörnunnar verSur haldinn n.k. sunnudag I GagnfræSaskóla GarSahrepps og hefst kl. 10.30. Islendingar í Evrópu- bikarmótin á skíðum AKVEÐIÐ er að halda 9 punkta- mót á skfðum á komandi vetri og verður eitt þeirra á Seyðisfirði. Slfkt mót hefur aldrei verið haldið á Austfjörðum áður. Af þessum 9 punktamótum eru 5 f alpagreinum fyrir fullorðna, 2 f alpagreinum fyrir unglinga og 2 f göngu og stökki. Fyrsta punkta- mót vetrarins verður haldið á Húsavfk dagana 25. og 26. janúar. Akvörðun um þessi rhót var tekin á fulltrúaráðsþingi Skfðasam- bands Islands, sem haldið var f Skfðahóteiinu f Hlfðarfjalli við Akureyri sl. helgi. Fulltrúaráðsþingið sóttu 18 fulltrúar skíðaráða víðs vegar af landinu og voru þar afgreidd ýmis mál varðandi skipulag vetrarfþrótta veturinn 1974—75. Samþykkt var að punktamót fullorðinna yrðu haldin á Akur- eyri, ísafirði, Reykjavfk, Siglu- firði og Húsavík, en punktamót unglinga í alpagreinum verða á Akureyri og Seyðisfirði. Punkta- mótin í norrænu greinunum verða aftur á móti haldin á Siglu- firði og Ölafsfirði. Skíðalands- mótið 1975 verður haldið á Isa- firði en skíðalandsmót unglinga verður á Akureyri og Ólafsfirði. Keppt verður í alpagreinunum á Akureyri en í göngu og stökki á Ólafsfirði. I nóvember verða hugsanlegir landsliðsmenn kallaðir saman til æfinga í Hlíðarfjalli og sfðar í haust á ísafirði. Or þessum hópi verða valdir fimm menn, sem sendir verða utan til æfinga og keppni. Verða það þrfr keppend- ur í alpagreinum og tveir göngu- menn. Munu þeir dvelja erlendis í um það bil mánuð. Keppendurnir í alpagreinum munu þá taka þátt í sex Evrópubikarmótum, en göngumennirnir keppa í opnum mótum í Noregi og Svfþjóð. Ef spá ætti um val á mönnum til utanfarar, er líklegt að fyrir val- inu verði Akureyringarnir Haukur Jóhannsson og Árni Óðinsson og ísfirðingurinn Haf- steinn Sigurðsson. Munu þeir þá fara til keppni í Evrópubikarmót- unum. Göngumennirnir verða trúlega Halldór Matthfasson og Magnús Eiríksson. Þjálfarar landsliðsmannanna verða að öll- um líkindum Viðar Garðarsson og Björn Þór Ólafsson, en þeir hafa báðir B-þjálfaragráðu frá Noregi. Fulltrúaráðsþingið ákvað einn- ig að SKl skyldi gangast fyrir dómaranámskeiði og þjálfara- námskeiði f vetur. Þjálfaranám- skeiðið verður haldið í Hlíðar- fjalli strax og snjór leyfir. Námskeiðið verður með sama sniði og þjálfaranámskeiðið, sem haldið var í Hlfðarfjalli f fyrra, en það gafst mjög vel. Viðar Garðars- son verður væntanlega leiðbein- andi á námskeiðinu. Miklum tfma var varið í um- ræður um fjármál Skíðasam- bandsins á þinginu og hvaða leiðir megi fara til þess að bæta fjárhag þess. Ýmsar tillögur til lausnar komu fram á þinginu og eru þær nú til nánari athugunar. Verða þær kynntar opinberlega innan skamms. Forseti Skíðasambands Islands er Hákon Ólafsson. 50.683 virkir þátttakendur Láta mun nærri, að fjórði hver Islendingur sé virkur þátttakandi í íþróttastarfinu. Samkvæmt skýrslu ÍSl voru þátttakendur í íþróttum og þeir, sem unnu að stjórnar- og nefndarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna árið 1973, samtals 50.683 talsins, og hafði fjölgað um 1500 frá árinu áður. Sú íþróttagrein, sem hefur flesta iðkendur, er knattspyrnan, en talið er, að 12.655 manns iðki knattspyrnu á Islandi. Handknattleikur er svo í öðru sæti með 7324 iðkendur og skíðaíþróttin er í þriðja sæti með 5916 iðkendur. Samkvæmt skýrslu ISl er skiptingin annars þessi: I sýslum I kaupstöðum Alls Badminton 804 1.851 2.655 Blak 484 371 855 Frjálsar íþróttir 3.208 1.990 5.198 Glíma 136 349 485 Handknattleikur 1.347 5.977 7.324 Golf 193 1.007 1.200 Körfuknattleikur 1.324 1.686 3.010 Fimleikar 874 1.194 2.068 Knattspyrna 3.283 9.372 12.655 Lyftingar 207 282 489 Júdó 83 479 562 Skautaíþrótt 310 166 476 Skíði 405 5.511 5.916 Skotfimi 115 416 531 Sund 2.490 1.399 3.889 Borðtennis 555 415 970 Róður 16 28 44 Siglingar 0 48 48 Stjórnar-nefndarst. 1.393 915 2.308 NATTSPYRNUÚRSLIT Anderlecht Jafntefli Belgiska liðið RSC Anderlecht sýndi yfirburði i leik sínum gegn griska liðinu Olympiakos Pireaus I fyrri leik liðanna I Evrópubikar- keppni meistaraliða, en leikurinn fór fram á heimavelli Anderlecht I Brússel í fyrrakvöld. Staðan I hálf- leik var 3—1 fyrir heimaliðið og úrslit leiksins 5—1, þvl I vil. Mörk Anderlecht skoruðu Rensenbrink, 3, van der Elst og Laniszki en Viera skoraði fyrir Olympiakos. Áhorfendur voru um 35.000. Bayern Munchen Leikur Bayern Munchen og FC Magedburg, vestur- og austur- þýzku meistaranna I knattspyrnu, sem fram fór I Múnchen I fyrra- kvöld. var mjög spennandi og að sama skapi harður. Leikurinn, sem var fyrri leikur liðanna I annarri umferð Evrópubikarkeppni meistaraliða, fór fram við erfið skilyrði, þar sem rignt hafði allan daginn og var völlurinn þvi háll og þungur. Magdeburg hafði náð tveggja marka forystu I hálfleik með mörkum Hoffmanns (sá skoraði mark A-Þýzkalands I landsleiknum við ísland á dögun- um) og Sparwassers (þess er skor- aði sigurmark A-Þýzkalands I sigurleik þeirra við V-Þjóðverja i HM). En I seinni hálfleik náði Bayern Múnchen sér betur á strik og skoraði Gerd Múller þá tvlvegis og Wunder siðan sigurmarkið. Áhorfendur að leiknum voru 70.000 talsins. Chorzow Pólska liðið Ruch Chorzow sig- raði tyrkneska liðið Fenerbache, 2—1, I fyrri leik liðanna I Evrópu- bikarkeppni meistaraliða. annarri umferð, en leikurinn fór fram á heimavelli Pólverjanna I fyrra- kvöld. Kapicera og Beniger skor- uðu mörk Chorzow, en fyrir Fener- bache skoraði Niyazi. Jafntefli Ensku bikarmeistararnir, Liver- pool, urðu að láta sér nægja jafn- tefli I fyrri leik sínum I annarri umferð Bikarhafakeppninnar við ungverska liðið Ferencvaros. Kev- in Keegan skoraði fyrir Liverpool í fyrri hálfleik, en Mate jafnaði fyrir Ungverjana í seinni hálfleik. Áhorfendur voru 35.027. Jafntefli Jafntefli varð, 0—0, ( fyrri leik Dundee United frá Skotlandi og Ursapor frá Tyrklandi i annarri umferð Bikarhafakeppninnar. Leikurinn fór fram I Dundee og voru áhorfendur um 10 þúsund. Malmö FF Malmö FF sigraði finnska liðið Lahden Reipas, 3—1, i fyrri leik liðanna I annarri umferð Bikar- hafakeppninnar er leikið var i Malmö ( fyrrakvöld. Staðan i hálf- leik var 3—1. Larsson gerði tvö af mörkum Málmeyjarliðsins, en Sjö- berg eitt. Hukka skoraði mark Reipas. Áhorfendur voru 1.500. Real Madrid Spánska liðið Real Madrid, sem sló Fram út i fyrstu umferð Evrópubikarkeppni bikarhafa, sigr- aði austurriska liðið Austria Vien. ( fyrri leik liðanna i annarri um- ferð, sem fram fór í Madrid i fyrrakvöld, með þremur mörkum gegn engu. Það voru þeir Macanas, Santillana og Martinez. sem skoruðu mörk Real Madrid. Áhorfendur voru 60.000. Jafntefli, 2—2, varð i leik Derby County og Atlentico Madrid frá Spáni i fyrri leik liðanna i annarri umferð UEFA-bikarkeppn- innar, en leikið var í Derby (fyrra- kvöld. Staðan i hálfleik var 1 — 1. Mörk Derby skoruðu Nish og Rioch en Ayala og Luis gerðu mörk Spánverjanna. Áhorfendur voru 29.347. Juventus Hibernians frá Skotlandi hafði ekki roð við ítalska liðinu Juvent- us ( fyrri leik liðanna i annarri umferð UEFA-Evrópubikarkeppn- innar ( knattspyrnu, en leikið var ( Edenborg i fyrrakvöld. Juventus hafði 1—0 forystu ( hálfleik og úrslitin urðu siðan 4—2 þeim ( vil. Mörk Hib's skoruðu Stanton og Cropley en Gentile, Awafini (tvö) og Cuccureddu skoruðu mörk Juventus. Áhorfendur voru 28.963. Twente Hollenzka liðið FC Twente sig- raði Racing White frá Belgiu i fyrri leik liðanna ( annarri umferð UEFA-bikarkeppninnar I fyrra- kvöld, en leikið var á heimavelli Twente. Staðan i hálfleik var 1 — 1, en Hollendingarnir skoruðu svo sigurmark i seinni hálfleik. Það voru þeir Thyssen og van der Vall, sem skoruðu mörk Twente en Koens skoraði fyrir Racing White. Áhorfendur voru um 10.000. Hamburger SV Rúmenska liðið Rasov fékk verstu útreið allra liða i Evrópu- bikarkeppninni (fyrrakvöld, er það tapaði 0:8 fyrir v-þýzka liðinu Hamburger SV, en leikið var i Hamborg. Og það, sem meira var: Þjóðverjarnir þóttu mjög óheppn- ir, hefðu getað skorað önnur átta til viðbótar, ef þeir hefðu nýtt tækifæri sin betur. Staðan i hálf- leik var 2—0, en í seinni hálfleik keyrðu Þjóðverjarnir hraðann upp og voru allsráðandi á vellinum. Mörk þeirra skoruðu: Zaczyk, Memering, Volkert (tvö), Ertl, Ripp, Kronbach og eitt markið var svo sjálfsmark. 8.000 áhorfendur sáu leikinn. Ajax Hið kunna hollenzka lið Ajax mátti þakka fyrir sigur á heima- velli sinum gegn belgíska liðinu Royal Antwerp er liðin mættust i UEFA-bikarkeppninni i fyrrakvöld. Staðan ( hálfleik var 0—0, en ( seinni hálfleik skoraði Muehren fyrir Ajax. Áhorfendur voru um 35.000. Amsterdam í fyrrakvöld léku Inter Milan frá italiu og FC Amsterdam frá Hol- landi fyrri leik sinn I annarri um- ferð UEFA-bikarkeppninnar í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á heimavelli Milan. en Hol- lendingarnir sigruðu með tveimur mörkum gegn einu, eftir að staðan hafði verið 2—0, þeim i vil, I hálfleik. Fyrir Milan skoraði Onin- segna en Jansen skoraði bæði mörk FC Amsterdam Áhorfendur voru 1 5.000. Nantes Mark Bossis snemma ( leik franska liðsins Nantes og tékkneska liðsins Banik Ostrava ( annarri umferð UEFA-bikarkeppn- innar reyndist vera sigurmark leiksins. Leikurinn fór fram á heimavelli Nantes að viðstöddum um 10 þúsund áhorfendum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.