Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÖVEMBER 1974 15 Hóbnfríður Jónsdótt- ir kennarí — Minning I dag verður til moldar borin Hólmfriður Jónsdóttir kennari. Hólmfríður var fædd að Tungu í Grafningi 20. júní 1898, dóttir hjónanna Sigríðar Guðmunds- dóttur og Jóns Simonarsonar. Fluttu þau hjónin um aldamót- in i Ölfusið að Gerðakoti til systur Jóns Herdísar og manns hennar Guðjóns Þórðarsonar. Árið 1903 bregða þau hjónin Herdis og Guðjón búi og flytja til Reykjavikur en foreidrar Hólm- friðar flytja að Grímslæk í Ölfusi. Flytur Hólmfríóur með Herdísi og Guðjóni til Reykjavikur og ólst upp hjá þeim. Byggðu þau sér bæ í úthverfi borgarinnar við Vega- mótastíginn, sem nú er nánast í miðbænum. Að loknu venjulegu barnaskóla- námi fer Hólmfríður í Verslunar- skólann, og lýkur þaðan prófi árið 1914, en síðar fer hún i Kennara- skólann og útskrifast þaðan 1919. Á Vegamótastígnum ólst Hólm- fríður upp ásamt dóttur hjónanna og fóstursystrum 2, og var móðir min önnur þeirra. Segja má, að heimilið á Vega- mótastígnum hafi verið sem ann- að heimili okkar systkinanna hjá fósturforeldrum móður okkar, og var einn bróðir okkar alinn upp þar. Hólmfríður, eða Fríða frænka, eins og við kölluðum hana, var alltaf þátttakandi i fjölskyldulífi okkar eins og það getur best ver- ið. Hún átti okkur og við áttum hana fyrir vin og ráðgjafa. Á unga aldri veiktist Hólmfríð- ur af berklum og var á Vífils- staðahæli um langan tíma. Þótt hún næði aldrei fullri heilsu eftir þá legu stundaði hún kennslu bæði barna og unglinga. Hún varð aldrei fastráðin barnaskólakennari, en var með einkaskóla á árunum 1921 til 1927 og eftir það með kennslu eins og kraftar leyfðu, og hjálpaði hún t.d. mörgum unglingnum við próf- lestur. Til að auka á þekkingu sína til að miðla síðan öðrum fór Hólm- fríður i námsferðalög til Norður- landanna og Bandarikjanna, enda fór slikt orð af kennslu hennar, að hún var með eftirsóttustu einka- kennurum i bænum. Mjög kært var með fjölskyldun- um á Vegamótastignum og i Grímslæk, enda kom Jón bóndi ávallt til systur sinnar Herdísar, þegar hann kom sinar árlegu lestarferðir til bæjarins, og heilsaði þá jafnframt uppá dóttur sína. En barnahópurinn á Grímslæk stækkaði og urðu þau alls 12 börn- in, sem upp komust, en nú eru aðeins 6 eftir á lífi. Er Hólmfriður nú sárt saknað af systkinum og öllu frændfólki sinu. Hólmfríður andaðist 5. þ.m. og verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni kl. 1.30 e.h. í dag. Blessuð sé minning hennar. Kjartan Guðnason. Systir okkar og fóstursystir, HÓLFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, kennari, verður jarðsungin frá Frikirkjunni miðvikudaginn 13. nóvember kl. 1.30 e.h. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Svanborg Jónsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir Peterson, Helga Jónsdóttir, Gunnar Baldur Guðnason, María Jónsdóttir, Jónína S. Jónsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jón J. Sfmonarson. t Maðurinn minn, ÁSBJÖRN ÞÓRÐARSON, sem andaðist á Landakotsspítala þann 10. nóvember verður jarð sunginn frá Aðventkirkjunni föstudaginn 1 5. nóvember kl. 2. Fyrir hönd dætra minna, tengdasona og barnabarna, Jóhanna Guðmundsdóttir. + Fóstursonur minn, SÆMUNDUR KR. GISSURARSON, vélstjóri, Fjölnisvegi 6, verður jarðsunginn fimmtudaginn 14 nóvember kl. 13.30 frá Foss- vogskirkju Þeim, sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á liknarstofnanir Fyrir hönd systkina og fóstursystkina, Guðrún Pálsdóttir. + Eiginmaður minn, GÍSLI GUÐNASON, verkstjóri, Laugarnesvegi 100, verður jarðsettur frá Neskirkju fimmtudaginn 14 nóvember kl. 1.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á kristniboðið í Konso. Jóna Kristmundsdóttir. + Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns mins, föður og tengdaföður, KRISTJÁNS EINARSSONAR, Brekastig 21, Vestmannaeyjum. Margrét Jónsdóttir, börn og tengdabörn. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför sonar okkar, JÓHANNESARÞORVALDSSONAR, Nóatúni 24. Margrét Jónsdóttir, Þorvaldur Ármannsson. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát og útför, SIGURÐAR GÍSLASONAR, Sörlaskjóli 1 3. Þórhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu. MAGNEU SNORRADÓTTUR, Smyrlahrauni 1, Hafnarfirði, Magnús Pálsson, Snorri Magnússon. Elisabet Jónsdóttir, Bryndís Magnúsdóttir, Jóhanna Magnúsdóttir, Sigurjón Eiðsson, og barnabörn. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar, mágkonu og frænku, ÞÓRLAUGAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Tjarnarbraut 21, Hafnarfirði. Þóra Kristjánsdóttir, Helgi Ólafsson, Haraldur Kristjánsson, Ágústa Sigurðardóttir og aðrir vandamenn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför HJÁLMTÝS PÉTURSSONAR, Barðavogi 28. Þórunn Þórðardóttir, Kristín S. Hjálmtýsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Pétur Hjálmtýsson, Fanney Pétursdóttir, Bjarni Hjáimtýsson, Þórdís Pétursdóttir, Helga Hjálmtýsdóttir, Gunnlaugur Claessen. t Okkar inniiegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug. við andlát og jarðarför sonar mins, föður okkar, fósturföður og tengdaföður, HAROAR HJÁLMARSSONAR, Dunhaga 18. Hjálmar Þorsteinsson, Inga Harðardóttir, Sigfús Þorgrimsson, Annabella Harðardóttir, Guðbrandur Hannesson, Sveinbjörn Björnsson, Anna Hjálmdis Gísladóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður, KRISTENS SIGURÐSSONAR, Vesturbraut 9, Hafnarfirði. Sólveig Hjálmarsdóttir, Matthildur Kristensdóttir, Sæberg Guðlaugsson, Hilmar Kristensson, Helga Gestsdóttir. Erlingur Kristensson. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.