Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NOVEMBER 1974 23 | íhmíIUfHÍITIII MORGlBIAllSmiS Grótta velgdi Hauk- um undir uggum... Nýliðarnir f 1. deild f hand- knattleik, Grótta frá Seltjarnar- nesi, velgdu Haukunum heldur betur undir uggum f fyrsta leik sfnum f 1. deildar keppninni, sem fram fðr í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. Það var ekki fyrr en 13 mfnútur voru til leiksloka að Haukarnir komust f fyrsta skiptið yfir f leiknum, og allt til þess að 1 mfnúta var til leiksloka var leikurinn f járnum. Það, sem öðru fremur varð Gróttu að falli f þessum leik, var, að sömu leik- mennirnir voru inná nær allan leikinn, og voru greinilega orðnir örþreyttir undir lok hans. Bæði urðu þá hreyfingar þeirra í vörn- inni óöruggari en verið höfðu lengst af leiknum, og eins var ekki gætt hófs f skottilraununum, og misstu Gróttumenn þannig knöttinn oft til Haukanna. Má mikið vera, ef það hefur verið rétt hjá Gunnari Kjartanssyni að reyna ekki að skipta útaf meira en hann gerði, en sumir leik- manna Gróttu vermdu bekkinn allan leikinn. Sem fyrr segir hafði Grótta yfir lengst af í leiknum, og f fyrri hálfleiknum sérstaklega lék liðið yfirvegaðan handknattleik og náði þvf út, sem mögulegt var að ná. Varnarleikurinn var betri hluti liðsins. Komið var vel út á — Alþýðufl Framhald af bls. 24 sýnilega víðtæks stuðnings i Al- þýðuflokknum því að við kjör fulltrúa Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur á flokksþing hlaut hann langflest atkvæði. Þá hefur Karl Steinar Guðnason, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavikur, einnig verið nefndur i sambandi við varaformannskjör, svo og Jón Ármann Héðinsson Mestur ágreiningur ríkir nú um kjör varaformanns en einnig er talið hugsanlegt, að eining verði ekki um Benedikt Gröndal sem formann Alþýðuflokksins. Innan flokksins eru öfl, sem telja, að Jón Þorsteinsson, fyrrv. alþm., sé sá maður, sem bezt geti markað Alþýðuflokknum nýja og ákveðna stefnu en ekki er ljóst, hversu miklu fylgi hann á að fagna. Við kjör fulltrúa Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur á flokksþingið kom i ljós, að Björn Jónsson, for- seti ASÍ, naut almennari stuðn- ings en gert hafði verið ráð fyrir og var hann i hópi þeirra, sem flest atkvæði hlutu. Hefur Björn Jónsson verið nefndur sem hugsanlegur ritari flokksins i stað Eggerts G. Þorsteinssonar og nafn hans einnig komið við sögu í um- ræðum um varaformannskjör. Það mun skoðun Gylfa Þ. Gísla- sonar og Benedikts Gröndals, að kjósa beri konu í ritaraembættið og hefur helzt verið rætt um Kristínu Guðmundsdóttur i því sambandi. — Norrænar Framhald af bls. 1 gerð sem vitað var að tiðkuðust á Grænlandi. Fundur eins slíks eldstæðis á Nýfundnalandi var talinn sönnun þess aó norræn- ir menn hefðu búið þar. Á Pamiokeyju hafa fundizt 18 slík eldstæði í einum skála, seg- ir m.a. i grein þessari. móti hættulegustu mönnum Haukanna, en hins vegar var Ifn- an tæpast nægjanlega „dekkuð" upp. 1 sóknarleiknum var svo oft- ast reynt að komast í færi áður en skotið var, og gekk það oftast bærilega þar sem vörn Haukanna var sjaldnast hróss verð, og mark- varzlan léleg. Voru það þeir Hall- dór og Björn, sem drýgstir voru við að skora. í seinni hálfleiknum jafnaðist Ieikurinn sfðan að mun, en er á hann leið náði Hörður Sigmars- son, sem verið hafði lftt áberandi lengst af, sér verulega á strik, og það var fyrst og fremst einstakl- ingsframtak hans, sem færði Haukunum sigur f leiknum. Hið sama virðist hrjá Haukalið- ið og Gróttu: Mannahrak. Léku Haukarnir með óbreytt lið inná allan seinni hálfleikinn og voru sumir leikmannanna „komnir á hælana“ áður en lauk. 1 heild virkar Haukaliðið lélegra en það var f fyrra. Það er ekki sami kraftur yfir þvf og oft áður og raunar voru það einugis þeir Hörður og Stefán, sem eitthvað kvað að i leiknum. Stefán þó daufari en oft áður. Nokkrir ný- liðar voru f Haukaliðinu að þessu sinni, og komst einn þeirra, Ingi- mar Haraldsson, vel frá leiknum. Þar er á ferðinni efnilegur leik- maður. — Vatn Framhald af bls. 13 ar eru, dreifðar og seldar innan- lands. Ekki lengri geymslu á mjólk. I umræðum lagðist Sigurður Pétursson, gerlafræðingur, ein- dregið gegn því að bætt yrði við einum geymsludegi á mjólk í búð- unum, eins og farið hefði verið fram á. — Breiðholt Framhald af bls. 3 B-gerð. Stefnt er að því, að fyrir- tækið skili fyrstu íbúðunum til- búnum um mánaóamótin júní-júlí á næsta ári, og skili svo 25 íbúðum fullbúnum i mánuði hverjum. Ekki hefur verið samið um bygg- ingu þeirra 198 íbúða sem eftir eru í áfanganum. Hin nýja byggingaráætlun Verkamannabústaða er svipuó i sniðum og áætlun sú sem Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar hefur séð um i Reykjavík og er nú á lokastigi. — Hallgrímssókn Framhald af bls. 3 þessarar afstöðu sóknarnefnd- arinnar fengið ósk frá báðum um- sækjendum um það, að fundinum verði af þessum sökum aflýst, og vill stjórnin að sjálfsögðu verða við þessari beiðni umsækjend- anna. Af framangreindum ástæðum er fundinum aflýst og þykir stjórn félagsins mjög miður að svo skyldi fara, enda telur hún að um nýmæli hafi verið að ræða. Stjórn Félags sjálfstæðismanna f Austurbæ og Norðurmýri. I STUTTU MALI: Iþróttahúsið f Hafnarfirði Islandsmótið 1. deild Urslit: Haukar — Grótta 19:16 (8:10) Gangur leiksins: Mfn. Haukar Grótta 1. Hörður 1:0 2. 1:1 Björn (v) 4. Elfas 2:1 5. 2:2 Atli 6. 2:3 Halldór 9. 2:4 Björn 13. Elfas 3:4 14. 3:5 Halldór 15. Ingimundur 4:5 16. 4:6 Björn 18. 4:7 Halldór 20. Stefán 5:7 20. 5:8 Árni 22. Guðmundur 6:8 24. Hörður 7:8 25. 7:9 Halldór 26. Ingimar 8:9 26. 8:10 Arni Hálfleikur 33. Hörður (v) 9:10 34. 9:11 Björn 38. ólafur (v) 10:11 41. 10:12 Kristmundur 43. Hörður (v) 11:12 44. ólafur 12:12 45. 12:13 Björn 46. Hörður 13:13 46. 13:14 Halldór 47. Hörður (v) 14:14 47. Hörður 15:14 50. 15:15 Halldór 51. ólafur 16:15 53. Hörður 17:15 58. 17:16 Magnús 59. Hörður (v) 18:16 60. Ingimar 19:16 Mörk Hauka: Hörður Sigmars- son 9, Ingimar Haraldsson 3, Olaf- ur Ölafsson 3, Elías Jónasson 2, Stefán Jónsson 1, Guðmundur Haraldsson 1. Mörk Gróttu: Halldór Kristjáns- son 6, Björn Pétursson 5, Árni Indriðason 2, Magnús Sigurðsson 1, Atli Þór Héðisson 1, Krist- mundur Ásmundsson 1. Brottvísanir af velli: Ólafur Ólafsson, Hörður Sigmarsson, Elías Jónasson og Arnór Guð- mundsson, Haukum, í 2 min. og Árni Indriðason, Gróttu 12 min. Misheppnuð vftaköst: Engin. Dómarar: Sigurður Hannesson og Gunnar Gunnarsson og dæmdu þeir leikinn með ágætum. —stjl. ,, r Armann kærir ÁRMENNINGAR hafa nú kært leik sinn við Val f 1. deildar keppni Islandsmótsins i körfu- knattleik, en sá leikur fór fram um helgina og lauk með sigri Vals 101—91. Var kæran lögð frani til dómstóls UMSK, sem mun að öllum lfkindum afgreiða hana beint til dómstóls KKl. TBR TBR hefur beðið að þess verði látið getið. að allir tfmar félags- ins í Laugardalshöllinni í dag, miðvikudag, falli niður. — Leirmuna framleiðsla Framhald af bls. 13 gljúpa leirmuni úr óblönduðum Búðardalsleir (grófkeramik) og þyrfti þá helzt að glerja þá á öllurn fíötum. Aftur á móti benda rannsóknir til þess, að með íblöndun viðeigandi leirsteinsteg- unda megi framleiða margar fleiri tegundir leirmuna en gróf- kennda leirmuni. LIÐ HAUKA: Sturla Haraldsson 1, Ingimar Haraldsson 2, Elías Jónasson 2, Sigurður Aðalsteinsson 1, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson 2, Frosti Sæmundsson 1, Guðmundur Haraldsson 1, Hörður Sigmarsson 3, Arnór Guðmundsson 2, Gunnar Einarsson 1. LIÐ GRÓTTU: ívar Gissurarson 2, Kristmundur Ásmundsson 2, Björn Pétursson 2, Atli Þór Héðinsson 2, Arni Indriðason 3, Halldór Kristjánsson 2, Grétar Vilmundarson 1, Guðmundur Ingimundarson 1, Magnús Sigurðsson 2. Jón Gestur Viggósson skorar eitt af þremur fallegum mörkum sfnum f leiknum við tR. ÍR féll á eig- in klaufaskap lR-INGAR geta kennt eigin klaufaskap um, að þeir náðu ekki a.m.k. öðru stiginu i viðureign sinni við FH í 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik f Hafnarfirði f fyrrakvöld. Þegar skammt var til leiksloka og stað- an var 18:17 fyrir FH fengu IR- ingar dæmt vftakast á FH, sem Sigtryggur Guðlaugsson tók, en það heppnaðist ekki betur en svo, að Hjalti náði að verja. I næsta upphlaupi skoruðu FH-ingar svo sitt 19 mark og gerðu þar með út um leikinn. Hið misheppnapa vítakast Sig- tryggs var aðeins rúsfnan f pylsu- endanum hvað snerti mistök IR- inga f þessum leik. Hvað eftir annað missti liðið klaufalega af knettinum í hendur FH-inga og einstakir ieikmenn liðsins gerðu sig einnig seka um of mikla skot- græðgi. Hins vegar má öllum þeim, er á þennan leik horfðu, vera það Ijóst, að með meiri ró og öryggi verður 1 R-liðið geysilega sterkt f vetur, og öðru hverju náði það að sýna Ijómandi góðan hand- knattleik, þar sem stöðug ógnun var í sóknarleiknum og góð hreyf- ing á vörninni. Bezti maður liðsins í þessum leik og raunar bezti maður vállar- ins var Gunnlaugur Hjálmarsson, sem átti nú einn sinn bezta leik í langan tfma. Gunnlaugur var máttarstólpi iR-inga í vörninni og gerði marga laglega hluti í sóknarleiknum — og umfram allt, sjaldan sást honum mistakast, og það var hugsun á bak við flest það, sem hann gerði. FH-liðið var ósköp svipað því, sem það hefur verið að undan- förnu. Náði upp góðum sprettum, en datt þess á milli algjörlega niður. Helzta breyting á liðssvipn- um nú var sú, að markvarzlan var miklu betri en hún hefur oftast verið að undanförnu. Átti Hjalti Einarsson sinn bezta leik í vetur og varði oft með ágætum. En FH- liðið verður örugglega mjög sterkt i vetur, þegar leikmenn þess eru komnir í betri æfingu og fullt fjör. ISTUTTU MALI: íþróttahúsið í Hafnarfirði lslandsmótið 1. deild Urslit: FH — iR 19:18 (11:7) Gangur leiksins: Mfn. FH IR 2. öm 1:0 , 4. 1:1 Brynjólfur 6. 1:2 Hörður 11 (v) 9. Glls 2:2 10. 2:3 Hörður 11 (v) 11. Geir 3:3 11. V’iðar 4:3 13. Viðar (v) 5:3 15. Arni 6:3 16. Þórarinn 7:3 17. 7:4 Agúst 17. 7:5 Steinn 18. Ólafur 8:5 20. 8:6 Hörður II (v) 22. 8:7 Gunnlaugur 23. Ólafur 9:7 26. Viðar (v) 10:7 28. Viðar (v) 11:7 Hálfleikur 31. 11:8 Agúst 32. Geir 12:8 33. 12:9 Agúst 35. 12:10 Agúst 36. 12:11 Brynjólfur 38. Þórarinn 13:11 39. Þórarinn 14:11 40. Jón 15:11 42. 15:12 Brynjólfur 44. 15:13 Brynjólfur 45. Jón 16:13 49. 16:14 Gunnlaugur 51. 16:15 Þórarinn 52. Jón 17:15 53. 17:16 Gunnlaugur 54. Ami 18:16 56. 18:17 Sigtryggur 58. Þórarinn (v) 19:17 60. 19:18 Ásgeir Mörk FH: Viðar Simonarson 4, Þórarinn Ragnarsson 4, Árni Guðjónsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Jón Gestur Viggósson 3, Ólafur Einarsson 2, Örn Sigurðsson 1, Gils Stefánsson 1. Mörk ÍR: Ágúst Svavarsson 4, Brynjólfur Markússon 4, Hörður Hákonarson 3, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Steinn Öfjörð 1, Þórarinn Tyrfingsson 1, Sigtrygg- ur Guðlaugsson 1, Ásgeir Eliasson 1. Brottvísanir af velli: Jón Gest- ur Viggósson, Ólafur Einarsson, Þórarinn Ragnarsson og Gils Stefánsson, FH. í 2 mín. Misheppnuð vftaköst: Hörður Hákonarson skaut í þverslá á 49. min. og Hjalti Einarsson varði frá Sigtryggi Guðlaugssyni á 57. min. Dómarar: Jón Friðsteinsson og Kristján Örn Ingibergsson.. Þeir dæmdu ágætlega lengst af, en misstu tök á leiknum undir lokin. — stjl. LIÐ FH: Hjalti Einarsson 3, Geir Hallsteinsson 3, Sæmundur Stefánsson 1, Viðar Símonarson 2, Gils Stefánsson 2. Arni Guð- jónsson 2, Kristján Stefánsson 1, Jón Gestur Viggósson 2, Örn Sigurðsson 2, Ólafur Einarsson 1, Þórarinn Ragnarsson 2, Birgir Finnbogason 1. LIÐ ÍR: Hákon Örn Antonsson 1, Asgeir Elíasson 2, Sigtryggur Guðlaugsson 1, Þórarinn Tyrfingsson 2, Gunnlaugur Hjálntarsson 4, Bjarni Hákonarson 1, Ágúst Svavarsson 2, Brynjólfur Markús- son 2, Steinn Öfjörð 2, Höróur Hákonarson 2, Höróur Árnason 1, JensG. Einarsson 1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.