Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1974
5
Fimmtugur í dag:
Gunnar Flóvenz frkvstj.
Síldarútvegsnefndar
Gunnar Flóvenz er einn með
þekktustu mönnum, er starfa fyr-
ir islenskan sjávarútveg. Hann
hefir starfað hjá Sildarútvegs-
nefnd um 25 ára skeið, fyrst í
Siglufirði og síðar i Reykjavík og
sum árin á báðum stöðum.
Framkvæmdastjóri Síldarút-
vegsnefndar hefir hann verið í 15
ár, ásamt Jóni Stefánssyni, fram-
kvæmdastjóra í Siglufirði.
Gunnar lauk prófi frá
Verslunarskóla íslands árið 1946.
Á tímabilinu 1949—1950 var
hann við nám i hagfræði við Ham-
borgarháskóla og aftur árið 1959
og kynnti hann sér þá fiskiðnað
og sjávarútvegsmál í boði þýskra
stjórnvalda. Gunnar hefir lesið
mjög mikið og er óvenju fróður
um marga hluti og getur því rætt
flest mál bæði við innlenda og
erlenda menn, því hann talar
ágætlega þýsku.ensku og Norður-
landamálin. Hann hefir starfað
mikið að félagsmálum og á m.a.
sæti á Fiskiþingi. Gunnar er
prýðis gáfum gæddur, greindur
vel og hugmyndarikur. Hann er
mjög vandvirkur og nákvæmur
um allt, er hann gerir, svo sumum
finnst stundum næstum vera um
of.
Gunnar er listfengur og sér-
stakt snyrtimenni, um það ber vel
vitni garðurinn við heímili hans
að Kópavogsbraut 88 og einnig
heimilið, en það i mun koria hans
eiga sinn hluta.
Gunnar kvæntist 7. október
1950 Sigrúnu Ólafsdóttur, Gísla-
sonar framkvæmdastjóra frá
Viðey. Hjónaband þeirra er mjög
farsælt og eiga þau 4 börn. Elsti
sonurinn, Ólafur, er kvæntur, en
hin eru i föðurhúsum.
Gunnar hefir unnið mikið að
viðskiptasamningum, bæði innan-
lands og utan. Hann hefir
farið utan til samninga bæði á
vegum Sildarútvegsnefndar og
ríkisstjórnarinnar. Gunnar hefir
ávallt staðið sig mjög vel í samn-
ingum og oft hefir honum tekist
að ná hærra verði fyrir islenska
saltsíld en við, sem starfað höfum
með honum í Síldarútvegsnefnd,
höfum getað vænst.
Sjálfsagt hefir hann þó oft not-
ið góðrar aðstoðar annarra samn-
inganefndarmanna. Á þessum
merku tímamótum í lifi Gunnars
Flóvenz votta ég honum þakklæti
mitt fyrir ánægjulegt samstarf í
fjölda ára og vona jafnframt að
þjóðin eigi eftir að njóta starfs-
krafta hans i mörg ár ennþá. Ég
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar
Islands með
VICTOR BORGE
í Háskólabíói
sunnudaginn 17.
nóvember kl. 14.00
Aðgöngumiðasala
í Háskólabíói
í dag frá kl.
16.00—19.00
Pantanir óskast
sóttar sem fyrst
á sama stað
og tima.
Verð á Rússneskum bifreiðum
Lada fólksbifreið kr.
Lada stadionbifr. kr.
Volga fólksbifr.
Mokvick fólksbifr. kr.
505.868 -
531.319,-
678.295,-
436.404,-
Góðir greiðsluskilmálar
óska Gunnari og fjölskyldu hans
allra heilla á afmælisdaginn.
Ólafur Jónsson.
Gunnar er fæddur í Siglufirði.
Hann hefur starfað hjá Síldarút-
vegsnefnd í 28 ár, fyrst i Siglu-
firði sem fulltrúi, síðan sem for-
stöðumaður skrifstofu nefndar-
innar í Reykjavík frá því hún var
stofnuð 1950 og s.l. 16 ár verið
framkvæmdastjóri nefndarinnar
i Reykjavík.
I störfum sinum hefur Gunnar
unnið sildarútvegi landsmanna
ómetanlegt gagn með framtaks-
semi sinni, hugkvæmni, dugnaði
og skyldurækni.
Gunnar er málamaður góður,
lipur samningamaður og raunsær.
Hann hefur átt sæti i fjölmörg-
um samninganefndum, er samið
hefur verið um utanrikisviðskipti
á vegum rikisstjórnarinnar og i
mörgum nefndum um sjávarút-
vegsmál.
Gunnar stundaði nám i Gagn-
fræðaskóla Siglufjarðar,
Verzlunarskóla íslands og braut-
skráðist þaðan 1946. Nám í hag-
fræði stundaði hann 1949—50 i
Hamborgarháskóla og aftur 1959
samkvæmt sérstöku boði skólans.
Gunnar Flóvenz aflaði sér góðr-
ar menntunar með skólagöngu
sinni.
Vinnan við framleiðslustörf
á unglingsárum, áhugi í starfi við
stjórnsýslu og lestur góðra bóka
hafa eigi síður mótað manninn og
aflað honum þess óskoraða
trausts sem hann nýtur hjá öllum,
sem kynnst hafa störfum hans.
Hann hefur ritað fjölda greina
um sildarútvegsmál.
Gunnar er kvæntur Sigrúnu
Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra
Gislasonar í Viðey og eiga þau
f jögur mannvænleg börn, tvo syni
og tvær dætur.
Heimili þeirra Gunnars og
Sigrúnar að Kópavogsbraut 88
ber þeim hjónum fagurt vitni um
smekkvísi innan húss og utan,
enda hafa þau ekki sparað eigin
fyrirhöfn og vinnu til þess, að svo
mætti verða.
Beztu heillaóskir og þakkir fyr-
ir ágæt störf.
Lifið heil.
Sveinn Benediktsson.
Verkfall
bandarískra
námamanna
yfirvofandi
Washington, 7. nóv. Reuter
YFIRVOFANDI er í Banda-
ríkjunum verkfall 120.000 náma-
verkamanna þegar gildandi
samningar þeirra við vinnuveit-
endur renna út á miðnætti nk.
mánudag. Samkvæmt ákvæði 1
sfðustu samningum vinna náma-
verkamenn ekki meðan samning-
ar eru lausir og þar sem það tekur
a.m.k. viku að fá nýja samninga
samþykkta á félagsfundum, er
verkfallið talið óhjákvæmilegt.
Viðræður standa yfir milli deilu-
aðila.
Verkfall námaverkamanna hef-
ur líklega í för með sér, að 150.000
— 400.000 verkmenn í öðrum iðn-
greinum verða verkefnalausir.
Verkfallið mun bitna harðast á
stálframleiðslunni.
Gerald Ford, forseti, getur sam-
kvæmt lögum gripið i taumana og
fyrirskipað verkamönnum að
hefja aftur vinnu og starfa i allt
að 80 daga meðan unnið er að
nýrri samningagerð, en engin
ákvörðun hefur verið tekin um
slikt, að sögn Hvíta hússins.
818 er svar vió nokkrum vandamálum nútímans.
Nú á tímum velur fólk sér bíla
af minni gerðum, sem svar
við nútíma kröfum um hag-
kvæmni. MAZDA 818 er sér-
hæf lausn, sniðin fyrir nútíma
fjölskyldu, sem þarf rúm-
góðan, sparneytinn og aflmik-
inn bíl. Þar er vel séð fyrir
öryggi farþega með t.d.
uppháum sætabökum, sterkri
yfirbyggingu þar sem ákveðn-
ir grindahlutar gefa eftir við
högg, tvöföldu hemlakerfi
með diskahemlum að framan
o.s.frv. MAZDA 818 er um-
fram allt þægilegur í akstri, í
sérflokki hvað varðar tækni-
lega hönnun og haganlegan
frágang.
Mazda 818 er hannaóur fyrir nútíma fjölskyldu,
ekki of lítill, ekki of stór...