Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÖVEMBER 1974 3 99 ísland á að fá keypta norska olíu” — segir norska blaðið Morgenavisen í leiðara NORSKA blaðið „Morgenavisen" gerir olíukaup lslendinga að um- ræðuefni í leiðara s.I. laugardag, og ræðir m.a. þann áhuga, sem komið hefur fram hjá íslenzkum ráðamönnum um að oifukaupum > '4* i Æ ■Þ ...» ll«*l- l lítl iii Innrlv ilfsþair ill ;t tiitiili rmmi. join ntr in hfipi !•; KtHWiT Health risks grow in sewage strike tVe are the Liberals now, says Hailsham This is Philips answer to the £3 letter VI dlKl \«'i .• PHILIPS Simply yeari ahead. i TRANSLINE AND TRANSLINK NSTANT ALbPURPOSE ACCOMMODATION From the Royal Mint. A unique opportunity to acquire two rare silvercoins. Eins og sjá má er myntin auglýst á áberandi stað. Hér er mynd af bls. 2 I hinu virta blaði Sunday Times s.l. sunnudag. Þjóðhátíðarmyntin: Söluherferð í Bretlandi UNDANFARIÐ hafa birzt í virtum brezkunt blöðunt aug- lýsingar um þjóðhátíðarmynt Seðlabankans. Það eru tveir sérslegnir silfurpeningar sem boðnir eru til sölu, 500 og 1000 króna peningarnir. Aðrar gerðir þjóðhátíðarmyntarinnar eru sem kunnugt er löngu upp- seldar. Er settið af þeint tveim- ur peningum sem eftir eru boð- ið á 16 sterlingspund, eða um 4400 krónur fslenzkar. Mbl. hafði í gær samband við Sigurð Örn Einarsson skrif- stofustjóra Seðlabankans, og fékk hjá honum upplýsingar um þessa söluherferð. Hann sagói, að brezka fyrirtækið Royal Mint sæi um sölu á þjóð- hátiðarmyntinni erlendis. Fyrirtækið auglýsti hana sköntmu eftir að hún kom út, og nú hefur það hafið aðra auglýs- ingaherferð eftir nokkurt hlé. Sigurður Örn sagöi, að þessir sérslegnu silfurpeningar væru það eina sem enn væri fáanlegt af silfurmyntinni, og væri birgðir mjög farnar að minnka. Upplag sérunnu slátt- unnar eru 50 þúsund eintök. yrði I framtíðinni beint til Norð- manna. Tekur blaðið mjög já- kvæða afstöðu til málsins, eins og heiti leiðarans bendir tii, en hann nefndist „Isiand á að fá keypta norska olíu“. í upphafi leiðarans segir, að is- lenzka ríkisstjórnin, sem tekið hafi við völdum í sumar, hafi sýnt á því áhuga að kaupa olíu frá Norðmönnum. Ein meginástæðan sé sú, að island vilji losna við oliukaup af Sovétmönnum og þar með þvinganir, sem Sovétmenn hafi beitt í því sambandi, aðallega í þá átt, að herstöðin í Keflavík yrði lögð niður, „Það er enginn vafi á þvi, að olían var notuð til að pressa á islendinga, en þeir gáfu sig alls ekki,“ segir blaðið. Þvi næst ræóir blaðið um þátt Islands i Nato og mikilvægi lands- ins og varnarstöðvarinnar i Kefla- vík fyrir bandalagið. Því beri norskum yfirvöldum að taka já- kvætt i þessar umleitanir ís- lendinga, ekki sízt vegna þess, að þeir snúi sér til Norðmanna út frá utanríkis- og öryggissjónar- miðum. Þá sé það ekki síður mikilvæg staðreynd, að Norð- menn hafi alltaf litið á ísland sem „hálf-norskt“, enda Noregur fyrr- um föðurland Islendinga, tilheyri sama varnarbandalagi og þjóð- irnar eigi með sér náið samstarf á mörgum sviðum. Að síðustu gerir blaðið hina nýju ríkisstjórn Islands að um- Hallgrímssókn: Fundi með um- sækjendum aflýst EINS OG fram hefur komið I fjöl- miðlum, hafði Félag sjálfstæðis- manna f Austurbæ og Norður- mýri boðað til kynningarfundar I Templarahöllinni í kvöld, þar sem umsækjendur í Ilallgrfms- sókn við prestkosningarnar, sem fram fara 1. desember n.k. ætluðu að flytja stutt ávörp og sitja fyrir svörum. I gær barst hinsvegar félaginu eftirfarandi bréf frá sóknarnefnd Hallgrímssóknar. „Sóknarnefnd Hallgrímssóknar fer þess á leit við Félag sjálf- stæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri, að það sjái sér fært að aflýsa fyrirhuguðum fundi með umsækjendum um Hall- grímssókn, þar sem viðtekin venja er og eðlilegt má telja, að hin opinbera kynning þeirra fari fram innan veggja kirkjunnar: í guðsþjónustum og öðrum fundum þar, ef þurfa þykir. Þá má geta þess, að fyrirhugað er að útvarpa frá guðsþjónustum þeirra, svo að tækifæri verður fyrir marga að hlýða á mál þeirra. Þetta sjónarmið sóknarnefndar er kynnt umsækjendum báðum, sr. Karli Sigurbjörnssyni og sr. Kolbeini Þorleifssyni.“ Stjórn félagsins hefur, vegna Framhald á bls. 23 ræðuefni i leiðara sinum, og segir að hún hafi í sumar tekið við af rikisstjórn, þar sem kommúnistar hafi átt mikil ítök. Þróunin i ís- lenzkum stjórnmálum sé því bæði áhugaverð og jákvæð, og þegar ísland vilji leysa sin orkuvanda- mál án þess að því fylgi einhver skilyrði af hálfu seljandans, beri Norðmönnum að taka vel i þá málaleitan. Siðustu orð leiðarans eru þessi: „Að siðustu gerum við Noregi greiða með því að hjálpa Islandi með oliu, — það er óbeint stuðn- ingur við Nato og þar með sjálfa okkur.“ t GÆR voru undirritaöir samn- ingar milli byggingarfyrirtækis- ins Breiðholts hf. og stjórnar Verkamannabústaða í Reykjavík um að Breiðholt hf. taki að sér að reisa 112 hús af 310 í fyrsta áfanga byggingaráætlunar um verkaniannabústaði. Hljóðar samningurinn upp á 145 milljón- ir króna. Samió var við fyrirtækið án útboðs. Mbl. ræddi í gær við Sigurð Bókhald KEA í tölvu UNNIÐ er að því, að KEA taki upp tölvuvinnslu til að færa bók- hald og gera hinar margháttuðu skýrsiur, sem nú er krafist. Ef allt gengur eftir áætlun ætti að verða unnt að taka hluta bókhaldsins í tölvu um eóa eftir næstu áramót. Hér er um að ræða viðskipta- mannabókhaldið, innlánsdeildina og launaútreikninga. Til úr- vinnslu verður notuð hin nýja tölva SlS, en upplýsingar sendar héðan um simalínu. Hér verða staðsett gagnaskráningartæki, prentari og sendi- og móttöku- tæki, sem einnig má nota til skráninga. Tæki þessi, sem eru af IBM-gerð, eru væntanleg um ára- mótin. Þetta verður fyrsta umtals- verða f jarvinnslan um langa vega- lengd, sem fram fer hér á landi. Jónsson, forsljóra Breiðholts hf. Hann sagði, að fyrirtækið hefði að undangengnu útboði í fyrra feng- ið það verkefni aö grafa fyrir grunnum og steypa upp grunna og kjallara 1. áfanga byggingar- áætlunarinnar var samningurinn upp á 100 milljónir. Voru þaó alls 310 íbúðir, sem standa eiga í Seljahverfi í Reykjavik. Verkið er nú langt komió. Hefur nú verið samið við Breiðholt hf. um að halda áframbyggingull2íbúðaaf þessum 310, ljúka uppsteypingu og pússningu, og vera aóalverk- taki að öðrum þáttum verksins, en einmitt þessa dagana er verið aó bjóða út smærri þætti verksins, þ.e. tréverk, hitalagnir og fleira. Húsin sem Breiðholt hf. tekur að sér að byggja eru af svonefndri Framhaid á bls. 23 Jóhann Hjálmarsson Til landsins - ný ljóðabók Jóhann Hjálmarsson valdi I TILEFNI ellefu hundruð ára afmælis Islandsbyggðar, sendir Hörpuútgáfan á Akranesi frá sér nýtt ljóðasafn með ljóðum sautján íslenskra nútímaskálda. Þau eru: Jóhannes úr Kötlum, Tómas Guðmundsson, Guðmundur Böðvarsson, Þorgeir Svein- bjarnarson, Snorri Hjartarson, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Stefán Hörður Grímsson, Einar Bragi, Jón Öskar, Sigfús Daðason, Vilborg Dagbjartsdóttir, Matthías Jóhannessen, Hannes Pétursson, Þorsteinn frá Hamri, Jóhann Hjálmarsson, Nina Björk Árna- dóttir. Jóhann Hjálmarsson hefur valið ljóðin og. segir m.a. á inngangi bókarinnar: „Tilgangur þessarar bókar er margþættur. Henni er fyrst og fremst ætlað að vera sýnishorn þess hvernig íslensk nútímaskáld yrkja um landið. Frá elsta skáld- inu til hins yngsta virðist mér að unnt sé að greina samhengi. Hin nánu tengsl við náttúruna eru þau einkenni Islensks nútima- skáldskapar, sem hvað greini- legust eru, Þau eru sú hefð, sem islensk skáld hafa ræktað með bestum árangri. Að eiga sér land, fjarri óhreinum borgum, meng- uðu andrúmslofti iðnaðarhverfa, er gjöf sem við eigum að vera þakklát fyrir og okkur ber að standa vörð um. Um leið og þessi bók gefur hugmynd um hvernig ort er um landið ætti hún einnig að vísa veginn til framtíðarinnar. Sum ljóðin eru varnaðarorð. Þau brýna okkur til að sofna ekki á verðinum, minnast þeirrar gjafar, sem okkur hefur verið gefin, reyna að halda landinu óspilltu. Að náttúrunni steðjar hætta, jafn- vel eyðing. Vistfræðingar hafa að- varað okkur. Skáldin eru i þeim hópi, sem gefur orðum þeirra gaum. Enda þótt flest ljóðin i bókinni lýsi innileik, sem skapast milli manns og náttúru, nánu og hjart- fólgnu trúnaðarsambandi, er um- heimurinn með vandamál sín og kröfur aldrei fjarri." I bókinni eru myndir eftir Sverri Haraldsson, listmálara. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness hf. Myndir og kápa eru offsetprentaðar I Svansprenti hf. Bókband annaðist Bókbindarinn hf. Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Penisillín í mjólk hindrar ostagerð Samið við Breiðholt hf. um smíði 112 verkamannaíbúða I UMRÆÐUM á ráðstefnu matvælaeftirlit á Islandi í gær, kom það fram hjá Gunnari Bjarnasyni, ráðunaut, í umræð- um, að dæmi væru um hér á landi, að svo mikið penisillín væri í mjólkinni i heilu héraði, að ekki væri hægt að framleiða úr henni osta. Penisillinið, sem gefið er kúnum til að vinna á júgurbólgu- gerlum, ynni líka á iðnaðargerl- unum, sem gera ostana. Er gengið var á Gunnar á eftir og hann beðinn um dæmi um þetta, nefndi hann Hornafjörð. Gunnar sagði þetta í umræðum urn gerlafræðilegt matvælaeftirlit á Islandi, sem gerlafræðingarnir dr. Sigurður Pétursson og Guð- laugur Hannesson fjölluðu um og var Gunnar að leggja áherzlu á, að gera þyrfti bændum kleift að hella niður mjólkinni, eins og boðið er, þegar kýrnar fá penisil- Vinnings- númer Þórs DREGIÐ hefur verið úr aðgöngu- miðum á barnahátfð Lionsklúbbs- ins Þórs um siðustu helgi. Fjöl- skvlduhoö fyrir fjóra kom á mióa númer 264. Handhafi vinnings- númersins getur snúið sér til Húsavals, Flókagötu I. (Birt án ábyrgðar). lín vegna júgurbólgu meðan verið er að útrýma henni. En þar sem mikið er um þennan kvilla, þá er erfitt á stórum búum að hella kannski niður allri mjólkinni dag eftir dag. En aftur á móti er litt afsakan- legt að gefa fólki og þá oft ung- börnum penisillinmengaða mjólk, og lítil vörn að þessu undra- meðali, t.d. við lungnabólgu o.fl., ef búið er að mynda ónæmi gegn þvi. Fiskiþing í dag STÖRFUM Fiskiþings var haldið áfrant í ga>r. Hófust þingfundir kl. 9.30 f.h. og var rætt um land- helgismál, fiskileit og hafrann- sóknir, fræðslumál sjávarúlvegs- ins, fiskiðnað. lánamál, og sam- ræntingu matsregla og hafnar- niál. Kl. 17.30 kornu fiskifræðingarn- ir Sigfús Schopka og Hjálntar Vil- hjálntsson i heimsókn á þingið og fluttu þeir erindi um störf Haf- rannsóknastofnunarinnar.. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, ntun flytja ræðu á Fiskiþinginu í dag miðvikudag, kl. 14. Upphaflega var ráðgert a' sjávarútvegsráðherra héldi ra á Fiskiþingi kl. 16 i gær, þri dag, en ræðu ráðherrans frestað þar til í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.