Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÖVEMBER 1974
Fuglinn er eina lífsmarkið á þessari mynd sem Ól.K.Mag. tók af Skúlagötunni yfir
sundin og á Esjuna í fyrradag. Eins og sjá má, var þungbúið í Reykjavík þennan
dag.
Air Bahama:
Enn ekkert svar
við ósk flug-
manna um vinnu
Varnarmálin rædd á Alþingi:
EINS og komið hefur fram í frétt-
um, hefur nokkrum flugmönnum
og flugvélstjórum Flugleiða hf.
verið sagt upp störfum hjá félag-
inu frá næstu áramótum. Félag
Islenzkra atvinnuflugmanna hef-
ur óskað eftir því, að kannaðir
yrðu á þvf möguleikar, að koma
þessum mönnum að hjá dóttur-
fyrirtæki Loftleiða, Air Bahama.
Mbl. ræddi þetta má í gær við
Björn Guðmundsson, formann
félagsins. Hann sagði, að flug-
menn hefðu í gær átt viðræður
við Sigurð Helgason, einn af for-
stjórum Flugleiða, og hefði hann
talið að litlar líkur væru á því að
koma þessu í kring, en endanleg
niðurstaða lægi ekki fyrir enn.
Um er að ræða 15—18 manns, þar
af 10 flugmenn.
Björn sagði aó Loftleiðir ættu
Air Bahama að öllu leyti. Nú
starfa hjá félaginu bandarískir
flugmenn. Hann sagði, aó FlA
hefói gert á því könnun hvað það
þýddi fyrir ríki og sveitarfélög í
sköttum og útsvörum ef íslenzkir
Utanríkisráðherra boðar
skýrslu og umræður
1 umræðum utan dagskrár á
sameinuðu þingi f gær boðaði
Einar Ágústsson utanrfkisráð-
herra, að hann myndi leggja fram
á Alþingi, injög bráðlega, skýrslu
um viðræður sfnar við Banda-
rfkjamenn um framkvæmd gild-
andi varnarsamnings.
Gils Guðmundsson alþingis-
maður bað sér hljóðs utan dag-
skrár i sameinuðu þingi í gær.
Gerði hann að umtalsefni við-
ræður og samningsgerð við
Bandaríkjamenn um framkvæmd
gildandi varnarsamnings, sem átt
hefói sér stað skömmu áður en
þing kom saman. Sagði hann
skiptar skoðanir milli manna um,
hvort leggja þyrfti þær niður-
stöður, sem viðræðurnar leiddu
til, fyrir Alþingi. Þau ólíku
sjónarmið myndi hann ekki gera
að umræðuefni nú. Hitt væri vart
deiluefni, að eðlilegt teldist, að
varnarmálin kæmu til umræðu á
Alþingi, í framhaldi af för utan-
ríkisráðherra til Bandarikjanna
og lykta málaleitana hans þar.
Gæti slíkt gerst með þeim hætti,
að umræður yrðu um skýrslu, sem
utanrikisráðherra léti þingheimi í
té um málið. Hvorttveggja væri,
að þingheimur ætti rétt á öllum
upplýsingum málið varðandi, og
opinberar umræður gætu eytt tor-
tryggni og getgátum, sem ella
fengju byr undir vængi. Gerði
hann þá kröfu, f.h. Alþýðubanda-
lagsins, að utanríkisráðherra gæfi
Alþingi, svo fljótt sem verða
mætti, skýrslu um viðræðurnar
og niðurstöður þeirra.
Einar Ágústsson utanrikisráð-
herra sagði, að hann hefði í smið-
um greinargerð um þau atriði,
sem spurt hefði verió um, sem
V í sitölubæturnar
rétt reiknaðar seg-
ir Seðlabankinn
hann myndi leggja fyrir Alþingi
mjög bráðlega. Taldi hann eðli-
legt, að umræður um málið biðu
þess, að þingmenn fengju skýrslu
sína í hendur. Skýrslan myndi ná
til umræóna sinna ytra, orðsend-
inga, sem faríð hefðu á milli
samningsaóila og væntanlegra
breytinga á framkvæmd varnar-
samningsins.
Gils Guðmundsson þakkaði svör
ráðherra, taldi þau fullnægjandi
á þessu stigi og kvaðst vænta þess,
að ekki drægist úr hömlu, að
skýrslan yrði lögð fram.
Ólafur Ragnar Grfmsson al-
þingismaður vitnaði til ummæla
þáverandi forsætisráðherra, Ólafs
Jóhannessonar, þess efnis, að nið-
urstöður varnarmálaviðræðna
yrðu lagðar fyrir Alþingi, hverjar
sem þær yrðu. Hér hefði verió um
skýrt og skorinort loforð að ræða,
sem Alþingi hefði verið látið i té,
og óvirðing við þingheim, ef ekki
yrði við staðið. Krafðist þing-
Ræða um fjármála-
stjórn sveitarfélaga
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
greinargerð frá Seðlabanka ís-
lands, sem er svar við frásögn
blaðsins af reynslu manns, sem
taldi að visitölubætur á 10 ára
barnabók væru vanreiknaðar.
Greinin birtist f Mbl. síðastliðinn
laugardag. 1 greinargerð bankans
er sýnt fram á að ekki á sam-
kvæmt reglugerð um bækurnar
að reikna hækkun framfærslu-
vísitölu sfðastliðin 10 ár á vfsi-
tölutryggðan höfuðstól bókar-
innar, heldur á að reikna við hver
árslok af upphæð, sem staðið
hefur óhreyfð á reikningnum frá
1. janúar ár hvert til áramóta.
Vfsitöluuppbót hvers árs er sfðan
ekki visitölutryggð. Visitöluupp-
bætur allra áranna eru síðan lagð-
ar saman um leið og bókin er gerð
upp.
Hér fer á eftir greinargerð
Seólabankans:
„Landsbankinn fyrst og síðan
Seðlabankinn hafa starfrækt
Sparifjársöfnun skólabarna í
samvinnu við barnaskólana í rúm-
lega tvo áratugi. Sjö ára börn hafa
fengið ávisanir til að stofna spari-
sjóðsbækur. Seld voru sparimerki
í skólunum framan af og látin í té
fræósla um þetta málefni. Snorri
Sigfússon, fyrrum námsstjóri, var
frumkvöðull að þessu starfi en við
því tók Guðjón Jónsson frá Fagur-
hólsmýri, sem starfar við bank-
ann að þessu málefni með öðrum
störfum.
Það var liður í þessu starfi að
gefa börnunum kost á vísitölu-
bókum fyrir sparifé þeirra
sjálfra. Miðað við aðstæður árið
1957 og það að þetta einstæða
sparnaðarform yrði eingöngu not-
að af börnum, þótti rétt að tak-
marka visitölubindinguna við
1000 króna inneign. Vísitölubæk-
urnar voru aðeins stofnaðar með
umræddum gjafaávísunum.
ítarlegar reglur um visitölu-
bækurnar voru útgefnar í október
1957. Aðalskilmálar vísitöluút-
reikningsins eru þessir:
4. gr. c.
Vísitölubætur skulu reiknaðar
út af hverjum reikningi um ára-
mót með því að margfalda þá upp-
hæð, sem staðið hefur óhreyfð
Framhald á bls. 22
FJÁRMÁLASTJÓRN sveitarfé-
laga er til umræðu á tveggja daga
ráðstefnu Sambands fslenzkra
sveitarfélaga, sem stendur yfir á
Hótel Sögu 1 Reykjavfk í dag og á
morgun.
Páll Líndal, formaður sam-
bandsins, setur ráðstefnuna kl. 10
árdegis, en sfðan talar Hallgrimur
Dalberg, ráðuneytisstjóri í félags-
málaráðuneytinu, um samskipti
félagsmálaráðuneytisins og
sveitarstjórna á sviði fjármála, og
Jón G. Tómasson skrifstofustjóri
ræðir um gerð fjárhagsáætlunar.
Eftir hádegið ræðir Ólafur
Daviðsson hagfræðingur um
tekjuhlið fjárhagsáætlunar fyrir
árið 1975, Björgvin Sæmundsson
bæjarstjóri fjallar um gjaldskrár
og Magnús E. Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri um lánsfjármál
sveitarfélaga.
A fimmtudag talar Jón Árna-
son, formaður fjárveitinga-
nefndar Alþingis, um samskipti
fjárveitinganefndar og sveitar-
stjórna við undirbúning fjárlaga
og Þórir Einarsson prófessor um
stjórnun í opinberum rekstri,
fyrirheit og framkvæmd.
flugliðar tækju við störfum hinna
bandarísku hjá félaginu. Reiknað-
ist þeim til, að nærri léti, að ríki
og sveitarfélög fengju um 12
milljónir króna á ári í skatta og
útsvör af islenzku flugliðunum,
en af þeim bandarísku eru engir
skattar teknir. Þá sagði Björn
ennfremur, að félagið hefði gert á
því könnun hver yrði nýting flug-
manna Flugleiða, ef íslenzkir
flugmenn færu til Air Bahama.
Reiknaðist þeim til, að um fulla
nýtingu yrði að ræða, 85 flugtím-
ar á mánuði, en nú er nýtingin
ekki nema 70—75 flugtímar á
mánuði.
maðurinn þess, að skýrt kæmi i
ljós, hver eða hverjir bæru sök á
því, að við þetta skýlausa loforð
hefði ekki verið staðið.
Frekari umræður urðu ekki um
málið.
Bruni á
Skeiðum
Á FIMMTA tímanum i gær kom
upp eldur 1 gamalli hlöðu og fjósi
á bænum Kílhrauni á Skeiðum,
og brann hvorttveggja til grunna.
Ný útihús stóðu þar skammt frá,
en þeim tókst að bjarga. I hlöð-
unni voru 12—1300 baggar af vél-
bundnu heyi, og skemmdist eitt-
hvað af þvf. Engir gripir voru í
fjósinu. Slökkvistöðin á Selfossi
og Flúðum unnu að slökkvistarfi
fram á kvöld, að sögn Selfosslög-
reglunnar.
1 fyrrakvöld kviknaði f húsinu
Grænuhlfð við Nýbýlaveg f Kópa-
vogi, og skemmdist það töluvert.
Einn maður bjó í húsinu, og
sakaði hann ekki.
Sinfóníu
tónleikar
4. reglulegu tónleikar Sinfóníu-
hljómsveitar Islands verða haldn-
ir í Háskólabiói fimmtudaginn 14.
nóvember kl. 20.30. Stjórnandi er
Karsten Andersen og einleikari
Gunnar Egilson klarinettuleikari.
Á efnisskrá tónleikanna er Con-
certo Grosso nr. 15 í a-moll eftir
Handel, klarinettkonsert nr. 1 í
c-moll eftir Spohr, sem fluttur er í
fyrsta sinn hérlendis, og Sinfónía
nr. 4 eftir Brahms. Einleikarinn
GUNNAR EGILSON fæddist á
Spáni 13. júní árið 1927 og stund-
aði klarinettunám við Tónlistar-
skólann í Reykjavík á árunum
1945—47, en hélt þá til Banda-
rikjanna og stundaði framhalds-
nám við Vermileya Academy of
Music í Kaliforníu. Að námi
loknu fór hann til Englands og
sótti einkatima hjá Frederic
Thurston, sem þá var einn af
frægustu klarinettuleikurum
Bretlands. Gunnar hefur starfað
með Sinfóníuhljómsveit Islands
frá stofnun hennar, þar af 1.
klarinettuleikari frá 1958, og ver-
ið klarinettukennari við Tón-
listarskólann í Reykjavík s.l. 16
ár.
Ráðstefnustjóri er Unnar
Stefánsson.
Eitt hundrað sveitarstjórnar-
menn hafa boðað þátttöku á ráð-
stefnuna.
Erlendur Jónsson
Ljóðleit
— ný Ijóðabók eftir Erlend Jónsson
Komin er út ný Ijóðabók, Ljóð-
leit, eftir Erlend Jónsson, og er
það önnur Ijóðabók höfundar.
Fyrsta Ijóðabók Erlends,
Skuggar á torgi, kom út fyrir sjö
árum. Auk þess hafa komið út
eftir Erlend tvær aðrar
bækur, Islenzk bókmenntasaga
1550—1950 og íslenzk skáld-
sagnaritun 1940—1970. Bók-
menntasagan hefur verið gefin út
fjórum sinnum.
Þá hefur Erlendur samið sér-
stakar yfirlitsgreinar um íslenzk-
ar nútímabókmenntir, sem birzt
hafa í bókmenntasöguritunum
Moderne Weltliteratur og World
Literature Since 1945. Einnig hef-
ur Erlendur skrifað greinar um
bókmenntir og menningarmál í
dönsk, norsk - og sænsk timarit
jafnhliða því sem hann hefur að
staðaldri skrifað bókagagnrýni
fyrir Morgunblaðið.
Ljóðleit skiptist i þrjá megin-
kafla, Kögun, Sögur úr striðinu
og Ást, en alls eru ljóðin 32. —
Utgefandi er ísafoldarprent-
smiðja h.f.