Morgunblaðið - 13.11.1974, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1974
\-0
Viðureign Grettis og Gláms
Saga ogsagnir
(A Þórhallsstöðum í Forsæiudal voru reimleikar miklir af
völdum afturgöngu, er Glámur hét. Grettir Ásmundsson var
fullhugi mikill og fýsti að fást við fjanda þann og reið til
Þórhallsstaða).
Grettir reið til Þórhallsstaða, og fagnaði bóndi
honum vel. Hann spurði, hvert Grettir ætlaði að
fara, en hann sagðist þar vilja vera um nóttina, ef
bónda líkaði, að svo væri^ Þórhallur bóndi kvaðst
þökk fyrir kunna, að hann væri. — „En fám þykir
slægur að gista hér um tíma; muntu hafa heyrt getið
um, hvað hér er að veila, en ég vildi gjarna, að þú
hlytir engin vandhæfi af mér. En þó að þú komist
heill á burt, þá veit ég fyrir víst, að þú missir hests
þíns^ því að enginn heldur hér heilum sínum farar-
skjóta, sá er kemur.“ Grettir kvað gott til hesta, hvað
sem af þessum yrði. Þórhallur varð glaöur við, er
Grettir vildi þar vera, og tók við honum báðum
höndum.
Nú líður dagurinn, og er menn skyldu fara til
svefns, vildi Grettir eigi fara af klæðum og lagðist
niður í setið, gegnt lokrekkju bónda. Hann hafði
röggvarfeld yfir sér og hneppti annað skautið niður
undir fætur sér, en annað snaraði hann undir höfuð
sér og sá út um höfuðsmáttina. Setstokkur var fyrir
framan setið, mjög sterkur, og spyrnti hann þar í.
Dyraumbúningurinn allur var frá brotinn útidyrun-
um, en nú var þar fyrir bundinn hurðarflaki og
óvendilega um búið. Þverþilið var allt brotið frá
skálanum, það sem þar fyrir framan hafði verið,
bæði fyrir ofan þvertréð og neðan. Sængur allar
voru úr stað færðar. Heldur var þar óvistlegt. Ljós
brann í skálanum um nóttina. Og er mundi þriðjung-
ur af nóttinni, heyrði Grettir úti dynur miklar. Var
þá farið upp á húsin og riðið skálanum og barið
hælunum um þekjuna, svo að brakaði í hverju tré. Á
því gekk lengi. Þá var farið ofan af húsunum og til
dyra gengið. Og er upp var lokið hurðinni, sér
Grettir, að þrællinn réttir inn höfuðið, og sýnist
honum það afskræmislega mikið og undarlega stór-
skorið. Glámur fór seint og réttist upp, er hann kom
inn i dyrnar. Hann gnæfði ofarlega við rjáfrinu,
sneri sér að skálanum og lagði handlegginn upp á
þvertréð og gægðist inn yfir skálann. Eigi lét bóndi
heyra til sín, því að honum þótti ærið um, er hann
heyrði, hvað um var úti. Grettir lá kyrr og hrærði sig
hvergi. Glámur sá, að hrúga nokkur lá í setinu og
réðst nú inn eftir skálanum og þreif í feldinn
stundarfast. Grettir spyrnti í stokkinn og gekk því
hvergi. Glámur hnykkti í annað sinn miklu fastara,
og bifaðist hvergi feldurinn. I þriðja sinn þreif hann
í með báðum höndum svo fast, að hann rétti Gretti
upp úr setinu. Kipptu þeir nú í sundur feldinum á
milli sín. Glámur leit á slitrið, er hann hélt á, og
undraðist mjög, hver svo fast myndi togast við hann.
í því hljóp Grettir undir hendur honum og þreif um
hann miðjan og spennti á honum hrygginn sem
fastast gat hann, og ætlaði hann, að Glámur skyldi
kikna við; en þrællinn lagði að handleggjum Grettis
svo fast, að hann hörfaði allur fyrir orku sakir. Fór
Grettir þá undan í ýms setin. Gengu þá frá stokk-
arnir og allt brotnaði sem fyrir varð. Vildi Glámur
leita út, en Grettir færði við fætur, hvar sem hann
Eitt þessara fjögurra fugla-
frímerkja er öðruvísi en hin þrjú.
— Spurningin er hve langan tíma
þú þarft til að átta þig á því hvert
þeirra það er og í hverju það er
fólgið. Svarið er hér að neðan —
stendur á haus.
■í9 — P Pi-iaui i^jauijjj
ANNA FRÁ STÓRUBORG — SAGA FRA SEXTÁNDU OLD
eftir
Jón
Trausta
neita því, að þú hafir nokkurn tima auðmýkt þig, neita
því, að þú hafir skilið þessa átakanlegu ráðningu og bend-
ingu. En hann, sem slíkan dóm dæmir, lætur ekki að
sér hæða. Þú getur reynt að komast hjá hendi hans, en þú
kemst það ekki. Fyrr eða síðar hittir hann þig. Fyrr eða
síðar heimtar hann af þér reikningsskil fyrir fullnægingu
dómsins og dæmir þig að nýju.“
Lögmaður þagði. Nú blasti nýtt við honum, sem hann
hafði ekki hugsað út í áður. Menn hans sögðu andstæÖing-
um hans allt, sem þeir vildu vita um hagi hans, smátt og
stórt. Já, auðvitað! Menn hans voru aðskotadýr úr öllum
átturn, smlvjudýr, eins og munkurinn halo. sagt, augnaþjonar,
sem aðeins höfðu matarást á lionum. Þannig voru sveinar
allra böfðingja, — sníkjudýr, sem á þeim lifðu. Þar var
ekki einn meðal hverra tíu, sem treysta mátti að fullu.
Anna hélt áfram, hlíðlegar en áður:
„Eg veit, að þér hefir oft liðið illa síðari árin, bróðir minn.
Þrátt fyrir völdin og auðinn og þrátt fyrir það, þó að þú
hafir gerl margt vel, margt þér til ógleymanlegs sóma, hef-
irðu ekki verið sæll. Eg á kannske ofurlitinn þátt i því, en ég
gf;t ekki að því gert. Eg veit, að þér hefir liðið verst vegna
þess, að ]>ú hafðir rangan og vondan málstað gagnvart mér.
Þú farmst það ekki sjálfur og vildir ekki við það kannast, og
þegar aðrir hentu þér á það, reiddistu og hamaðist og gerðir
}>ig að athlægi í augum manna, svo að menn hættu að virða
þig, cn raunir þínar margfiilduðust. Þú fannst ætíð einhvern
óeðlilegan kulda innra hjá þér. Hann stafaði af hatri og
óvild til saklausra manna, hann stafaði af þvi einu, að ættar-
dramhi þínu og metnaðarþorsta var ekki fullnægt, að ekki
voru allar manneskjur gæddar nægilega miklu þýlyndi til
að látast virða vilja þinn í öllu. Og þetta hatur hefir spillt
þér og gert þig að manni, sem þér mundi standa skelfing
af, ef þú sæir hann frammi fyrir þér. Manstu, hver ásetn-
ingur þinn var, er þú fórst að heiman í þessa ferð? — Líttu á
börnin þarna. Gerðu það fyrir mig. Þessum saklausu börn-
um œtlaðirÖu áð steypa í glötun, géra þau félaus og föður-
laus, — systurbörnin þín! Guði almáttugum ofbauð það,
sem þú hafðir í hyggju. Hann lagði atvikin fyrir þig eins og
snöru til að hindra þig frá öðru eins verki. Ég veit nú, að
þú ert hættur við sumt af því, sem þú ætlaðir þér að gera.
En þú átt eftir að setja kórónuna á verkið. Þú átt eftir að
fyrirgefa að fullu og öllu. Þú átt eftir að fyrirgefa eins og
guð sjálfur fyrirgefur. Það er sú eina fyrirgefning, sem veitir
mönnunum fulla sælu.“
Lögmaður heyrði það eins og gegnum svefn, sem Anna
sagði. Hann var að hugsa um annað á meðan, hlusta á ann-
að jafnframt. Allt rifjaðist upp fyrir honum, sem honum
hafði mætt árum saman í sambandi við þetta mál. Það var
sem stofan fylltist af mönnum, sem eitthvað höfðu gefið
honum í skyn um sitt álit á því. Langflestir störðu á hann
með beisku hæðnisglotti og hreyttu i hann dylgjum, jafnvel
xótunum, særðu hann með napurri fyrirlitningu. Sumir
gáfu honrnn vingjarnlegar bendingar, án þess að hann bæði
þá um það. Sumir stóðu uppi i hárinu á honum með ofsa
eftir JÓN Þ. ÞÓR
Þegar Anatoli Karpov
hafði unnið Victor Kortsnoj
í 17. skák einvígis þeirra um
réttinn til þess að skora á
Bobby Fischer voru margir
þeirrar skoðunar að hér eft-
ir væri öll spennan búin.
Kortsnoj mundi viðurkenna
ósigur sinn með því að semja
stutt jafntefli i þeim skák-
um, sem eftir væru. Átjánda
skákin benti að mörgu leyti
til þessa. En Kortsnoj mætti
vígreifur tíl leiks í 19. skák-
inni og hóf hana með byrjun
þeirri, sem hér á landi er
almennt kennd við Benóný
Benediktsson. Hann tefldi
stíft til sóknar, en eftir að
drottningarkaup höfðu farið
fram kom upp afar flókið og
erfitt endatafl, þar sem
Kortsnoj hafði þó ætið betri
möguleika. Skömmu fyrir
bið fórnaði Kortsnoj peði og
tókst þar með að skapa sér
hættulegt frípeð, sem siðar
kostaði Karpov mann.
Skömmu síðar sá hann sér
þann kost vænstan að fórna
skiptamun og hafði Kortsnoj
þá hrók gegn tveimur sam-
stæðum frípeðum and-
stæðingsins. Báðir vöktu
upp drottningu, en svo fór
að Karpov varð að gefast
upp eftir 79 leiki, enda var
þá mát eða algjört liðstap
óverjandi.
Hvitt: V. Kortsnoj
Svart: A. Karpov
Benónýsbyrjun
1. d4 — Rf6, 2. Bg5 — e6, 3.
e4 — h6, 4. Bxf6 — Dxf6, 5.
Rf3 — d6, 6. Rc3 — g6, 7.
Dd2 — De7, 8. 0-0-0 — a6, 9.
h4 — Bg7, 10. g3 — b5, 11.
Bh3 — b4, 12. Rd5 — exd5,
13. Bxc8 — 0-0, 14. Bb7 —
Ha7, 15. Bxd5 — c6, 16. Bb3
— Dxe4, 17. Dd3 — Dxd3,
18. Hxd3 — Rd7, 19. Hel —
Rb6, 20. a4 — bxa3
(frj.h.hl.), 21. bxa3 — a5,
22. Hde3 — Bf6, 23. a4 — c5,
24. dxc5 — dxc5, 25. Rd2 —
Kg7, 26. Hf3 — Hc7, 27. Rc4
— Rxc4, 28. Bxc4 — Hd8, 29.
c3 — Hcd7, 30. Kc2 —
Hd2+, 31. Kb3 — Hdl, 32.
Hxdl — Hxdl, 33. Bb5 —
Hd5, 34. He3 — He5, 35. Hd3
— He2, 36. Hf3 — He5, 37.
Kc4 — Hf5,38.Hd3— Hxf2
39. Kxc5 — Be5, 40. Kb6 —
Hg2, 41. c4 (biðleikurinn)
— Hxg3, 42. Hd7 — g5, 43.
hxg5 — hxg5, 44. c5 — Hc3,
45. c6 — g4, 46. c7 — g3, 47.
Bc6 — Bxc7, 48. Hxc7 —
Kh6, 49. Hc8 — f5, 50. Hf8
— Hxc6+, 51. Kxc6 — Kg5,
52. Hg8+ — Kf4, 53. Kb5 —
Kf3, 54. Kxa5 — f4, 55. Kb4
— Kg2, 56. a5 — f3, 57. a6 —
f2, 58. a7 — f 1D, 59. a8D+ —
Df3, 60. Da2+ — Df2, 61.
Dd5+ — I)f3, 62. Dd2+ —
I)f2, 63. Kc3 — Kgl, 64. Ddl
— Kg2, 65. Dd3 — Dc5+, 66.
Kb3 — Db6+, 67. Kc2 —
Dc6+, 68. Kd2 — Dh6+, 69.
De3 — Dh4, 70. Hb8 — Df6,
71. Hb6 — I)f5, 72. Hb2 —
Kh2, 73. Dh6+, — Kgl, 74.
Db6+ — Kh2, 75. Db8 —
Kh3, 76. Dh8+ — Kg4, 77.
Hb4 + , — Kf3, 78. Dhl+ —
Kf2, 79. Hb2 og Karpov gafst
upp.