Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
- , v, t
Arcturus á veiðum undan Noregsströndum. Á myndinni sjást sex menn af áhöfn togarans um borð.
„Arcturus ”veiðir undan
Noregsströndum
(1 blaðinu „Cuxhavener
Presse" 3. des. 1974)
FORMAÐUR Fiskiðnaðarsam-
takanna f Bremerhaven, Wern-
er Hoffmeister, fagnaði á
laugardaginn banni því sem
stjórn Sambandslýðveldisins
og hin fjögur norður-þýzku
strandriki hafa ákveðið að setja
gegn fslenzkum fiskinnflutn-
ingi í öllum þýzkum höfnum.
Hoffmeister lagði þó áherzlu á,
að því aðeins gæti bannið haft
veruleg áhrif, að það yrði fært
út, þannig að það næði til allra
hafna Efnahagsbandalagsrfkj-
anna. Meðan svo væri ekki,
gæti fslenzki fiskinnflutn-
ingurinn haldið áfram Ld.
gegnum Ostende.
Talsmaður fiskiðnaðarins
sagði, að fiskkaupmenn neydd-
ust til að kaupa fiskinn I
Ostende. Gegnum þessa króka-
leið kæmi fiskurinn einum
degi seinna til Sambandslýð-
veldisins en ella. En með þessu
misstu þýzku hafnirnar af lönd-
unargjöldunum. Hoffmeister
bjóst ekki við, að fullra áhrifa
löndunarbannsins tæki að gæta
fyrr en f fyrsta lagi f janúar eða
febrúar næsta ár, ef ekki næð-
ist neit samkomulag við tsland.
Togarinn „Arcturus" frá
Bremerhaven, eign úthafsút-
gerðarfélagsins Nordstern, sem
látinn var laus á miðviku-
daginn að réttarhöldum lokn-
um, er um þessar mundir úti
fyrir Noregsströndum að veið-
um. Gert er ráð fyrir, að togar-
inn komi til Bremerhaven um
miðjan desember.
Heilsugæzlustöðvar:
Tvær byr ja á þessu ári —
Byrjað á tveimur á næsta
I NVJU hefti af ritinu Sveitar-
stjórnarmál ritar Páll Sigurðsson,
ráðuneytisstjóri, um nýja löggjöf
um heilbrigðisþjónustu. 1 lokin
ræðir hann um framkvæmd lag-
anna og segir: „Eins og fram
hefur komið, tóku lögin gildi
hinn 1. jan. 1974. Það eru fjöl-
margar reglugerðir, sem setja á
samkvæmt lögunum, og nú þegar
er einungis búið að setja tvær
reglugerðir, reglugerð um land-
lækni og landlæknisembættið og
reglugerð um starfsmannaráð
sjúkrahúsa.
I smiðum er reglugerð um heil-
brigðisstofnanir, sem gera á
þ.e.a.s. uppbyggingu heilbrigðis-
stofnana til 10 ára. Þá fyrst, þegar
búið er að gera slíka áæltun og
menn hafa gert sér grein fyrir
því, hve miklum fjármunum unnt
er að verja I uppbyggingu heil-
brigðisstofnana á næstu ára-
tugum, er hægt að gera sér grein
fyrir þvi, hvenær lögin í raun
komast til framkvæmda.
Uppbygging heilsugæslustöðva-
kerfisins er þó í gangi. Á þessu
ári taka til starfa heilsugæslu-
stöðvar á Egilsstöðum og í Borgar-
nesi, og gert er ráð fyrir að bygg-
ing heilsugæslustöðvar hefjist í
Höfn í Hornafirði og á Dalvik á
þessu sumri. Undirbúningur að
byggingu eða viðbótum á öðrum
stöðum mun einnig hefjast á
þessu ári.
Hringvegurinn og þjóð-
hátíðin í Iceland Review
fslenzka hestinn eftir Sigurð A.
Magnússon — ásamt fjölda lit-
mynda, m.a. frá hestamótinu í
sumar, og bandarískur vísinda-
maður, J. R. Reich, sem fór fyrir
vísindaleiðangri í Surtshelli fyrir
nokkru, skrifar grein um hellinn
og birtast ennfremur myndir úr
hellinum.
Þá má nefna gamansama grein
um íslendinga eftir Brendan
Glacken, en hann er írskur náms-
maður, sem hér hefur dvalizt í
nokkur ár.
Ýmsir af helztu ljósmyndurum
landsins leggja sitt af mörkum til
þess að gera þetta eintak Iceland
Riview forvitnilegt og skemmti-
legt, en fréttablað fylgir heftinu
að vanda.
Með þessu hefti lýkur 12.
árgangi ritsins.
„Herbergi 213 eða
Pétur Mandolín”
Nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson
Á næstunni verður frum-
sýnt á Litla sviði Þjóóleik-
hússins nýtt leikrit eftir
Jökul Jakobsson. Nefnist
leikritið „Herbergi 213 eða
Pétur Mandolín".
Sveinn Einarsson þjóðleikshús-
stjóri sagði, er við töluðum við
hann, að Jökull hefði samið þetta
leikrit gagngert fyrir Litla sviðið
undanfarna mánuði og partur af
þvf hefði orðið til í samvinnu við
starfskrafta Þjóðleikhússins.
Þá sagði Sveinn, að á annan dag
jóla yrði hið fræga verk
Shakespeares „Kaupmaðurinn 1
Feneyjum" frumsýnt og verið
væri að æfa þriðja leikritið I
æfingasalnum. Héti það „Hvernig
er heilsan?" og er eftir sömu
höfunda og sömdu „Elliheimilið“.
Aðsókn að Þjóðleikhúsinu
hefur aldrei verið betri en f
haust, og eru leikhúsgestir þegar
komnir yfir 30 þúsund. Nýting á
litla salnum hefur verið mjög góð
eða á milli 90 og 100%. Sömu sögu
er að segja af nýtingu stóra salar-
ins. Um þessar mundir eru 8 verk
í gangi í Þjóðleikhúsinu.
Óbreytt líðan
PILTURINN á Akranesi,
sem stórslasaðist er hann
var að hanga aftan í bil þar
i fyrrakvöld, liggur við
óbreytta líðan á sjúkra-
húsinu þar. Aðallega eru
það höfuðmeiðsl, sem hrjá
hann.
Stálgrindarhús klætt á
mettíma í Sandgerði
MIÐNES h.f. 1 Sandgerði er nú að
reisa nýtt fiskvinnsluhús. Gert er
ráð fyrir að húsið verði fullbúið
til notkunar fljótlega upp úr
næstu áramótum. Þetta er rúm-
lega 4000 rúmmetra stálgrindar-
hús. Til þak- og veggklæðningar
eru notaðar samfelldar plötur,
sem eru einangraðar 1 verk-
smiðju. Er þetta fyrsta byggingin
hér 1 eigu Islendinga þar sem
þessi gerð af þak- og veggklæðn-
ingu er notuð. Hún hefur auk
góðrar einangrunar það til sfns
ágætis að fljótlegt er að koma
henni fyrir.
Byrjað var að klæða stálgrind
Miðness-hússins með plötunum
þriðjudagsmorguninn 10. þ.m.
Síðastliðið sunnudagskvöld var
búið að klæða allt húsið 850 fer-
metra þak og 320 fermetra vegg-
fleti, eða samtals 1170 fermetra.
Vegna óveðurs var ekki hægt að
vinna við klæðninguna s.l.
fimmtudag. Ólafur B. Ólafsson
forstjóri sagði að samtals hefðu
6—14 manns unnið að þessu verki
í 45 klst. og kvaðst hann ætla að
það myndi trúlega vera mettími i
byggingarhraða.
Verður innflutningi
á RAPPORT hætt?
Aramótahefti ICELAND
REVIEW er komið út. Er það að
vanda fjölbreytt að efni og lit-
skrúðugt.
Meðal efnis er litmyndasería
frá þjóðhátiðinni á Þingvöllum í
sumar, grein um opnun hring-
vegarins og litmyndir frá söndun-
um fyrir austan, kafli úr nýút-
kominni bók Matthíasar Jo-
hannessen um Ásmund Sveins-
son, ásamt myndum af nokkrum
verka listamannsins.
Þá er grein eftir Jónas
Kristjánsson, forstöðumann
Arnasafns, um handritin ásamt
litmyndum af handritaskreyting-
um og heiium síðum.
Ásgeir Jakobsson skrifar um
hvalveiðarnar hérJendis og prýða
þá grein maf-gar litmyndir.
Ennfremur er grein um
800 bíla þarf
að rannsaka
ENN HEFUR ekkert nýtt komið
fram I Geirfinnsmálinu. Rann-
sóknarlögreglan í Keflavík er nú
búin að fá skrá yfir alla blla af
Fiat 600 og Mercedes Benz sendi-
bifreiðum og reyndust þær vera
um 800 talsins, sem þarf að rann-
saka. Þá hefur verið fengið úrtak
úr þjóðskránni yfir alla karl-
menn 1 landinu á aldrinum
25—35 ára og reyndust þeir vera
yfir 16 þús.
DANSKA vikuritið Rapport
hefur verið flutt til landsins I
nokkur hundruðum eintökum
undanfarið og salan á þessu blaði,
sem þykir frekar svæsið, verið
dálftil. Fyrir nokkru kom það
fyrir, að blaðinu var skyndilega
kippt til baka úr bókabúðum, ein-
faldlega vegna þess, að nokkur
hluti blaðsins þótti það grófur, að
ekki þótti forsvaranlegt að bjóða
fslenzkum lescndum upp á það.
Þá kom einnig til greina, að
dreifing blaðsins yrði kærð, þar
sem um klám væri að ræða.
Innkaupasamband bóksala sér
um innflutning á Rapport, sem og
flestum öðrum vikublöðum, sem
hingað eru keypt frá Norðurlönd-
unum.
Grimur Gislason hjá Innkaupa-
sambandi bóksala sagði er við
spurðum hann í gær, að inn-
flutningi á blaðinu yrði ekki hætt
fyrst um sinn, en það gæti komið
til mála, ef efni blaðsins héldi
áfram að versna. „Við kipptum út
einu blaði, sem var mjög slæmt,
en fleiri blöð höfum við ekki tekið
úr umferð, þótt mér hafi persónu-
lega fundist að það ætti að gera.“
Ein Þjóðviljalygin enn
BALDUR Johnsen læknir for-
stöðumaður Heilbrigðiseftirlits
rfkisins hefur beðið Mbl. að birta
eftirfarandi vegna greinar í Þjóð-
viljanum:
Einari Val var aldrei sagt upp
starfi við Heilbrigðiseftirlit ríkis-
ins. Hann var aðeins á árssamn-
„Undrandi
skipið hefu
VIÐ höfðum talstöðvarsam-
band við Þráin Kristinsson
skipstjóra á skuttogaranum
Narfa f gær, en Narfi var þá að
lóna út úr Djúpinu. „Þetta
gengur allt vel,“ sagði Þráinn,
„það er allt f lagi, engar bilan-
ir, en leiðindaveður. Við vorum
í vari f nótt f Djúpinu, þvf það
gerði vitlaust veður í gær. Við
ætlum hins vegar að reyna fyr-
ir okkur núna.“
á því hvað
r batnað”
„Hvernig reynist skipið eftir
breytinguna f skuttogara?"
„Alveg skfnandi, það er frá-
bært f togi og hefur bæði batn-
að sem sjóskip og hvað tog
snertir. Við erum alveg
undrandi hvað skipið er gott og
hvað það hefur gjörbreytzt við
þessa brcytingu til hins betra.“
„Afli?“
,Jú, einhver, en við gefum
það ekkert upp fyrr en f höfn.“
ingi til reynslu frá 1.1.74 til 1.1.75
sem fellur sjálfkrafa úr gildi uit
næstu áramót. Það sýndi sig lfkí
að á þessu ári var Einar Valui
fjarverandi við framhaldsnám :
London o.fl. frá febrúarbyrjun til
10. september sl., eða nærri IV.
mánuð. Ekki var annað sjáanlegt
en að sama yrði uppi á teningnurr
næstu árin og þótti þvi ekki
verjandi að endurráða hann, þrátl
fyrir allan hans dúgnað og kunn
áttu.
Reykjavík, 17. desember
Baldur Johnsen.
Skipaðir sókn-
arprestar
SÉRA Karl Sigurbjörnsson hefur
verið skipaður sóknarprestur í
Hallgrímsprestakalli í Reykjavik
frá 1. janúar n.k. og séra Sigfinn-
ur Þorleifsson hefur verið skip-
aður sóknarprestur i Stóra-
Núpsprestakalli i Arnesprófast-
dæmi frá 1. desember s.l.