Morgunblaðið - 18.12.1974, Side 10

Morgunblaðið - 18.12.1974, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 Dulræn reynsla Óvenjuleg njósnasaga Elínborg Lárusdóttir: Q LEIT MÍN AÐ FRAMLlFI. □ Skuggsjá 1974. ÞAÐ VAR um farveg þakklætis- ins, sem kenningar spiritismans lágu til Elínborgar Lárusdóttur. Hún fékk snemma að kenna á böli heilsuleysis og af þeim sökum dvaldist hún á Vifilsstöðum á ár- unum 1914—17. A spitalanum þar var þá hjúkrunarnemi, sem var Elínbórgu einstaklega góð og vann reyndar hug og hjarta ailra sjúklinganna, sökum nærgætni og góðleiks. Hún hét Salvör. Árið 1926, þegar Elínborg var orðin prestsfrú á Mosfelli í Grims- nesi, var hún eitt sinn milli sláttar og voranna á ferð í Reykja- vík i erindum heimilisins. Frétti hún þá, að Salvör sem hún gat ekki gleymt frá Vífilsstaðadvöl sinni, væri gift og búsett í bæn- um. Heimsótti hún vinkonu sína og urðu með þeim fagnaðar- fundir. Komst hún að þvi að maður Salvarar væri heilsutæpur og nýlega væri búið að útvega honum samastað austur í Tungum til að hressast við sveitaloft og útiveru. Bauð Elínborg honum þá að koma víð á Mosfelli og dveljast þar í nokkra daga. Þáðu þau hjón- in boð þetta með þökkum. En þetta varð örlagarík ákvörðun fyrir Elínborgu, því maður Sal- varar var Andrés Böðvarsson, magnaður miðill. • Frá þessu segir Elinborg í bók sinni HVERT LIGGUR LEIÐIN? með þessum hætti: „Tveimur dögum eftir heim- komu mina kom Andrés. Maður- inn minn vissi að ég hafði boðið honum heim. En ekki vissi hann fremur en ég hver maðurinn var. Mér brá því talsvert, er Andrés sama kvöldið og hann kom, tók að segja manni minum að hann væri skyggn, og að hann væri miðill hjá Einari H. Kvaran. Hann tók það fram, að hann mætti helzt ekki sofa einn í herbergi, því að hann þyrfti stundum hjálpar við ef hann félli í dásvefn á nóttunni. Ég hélt fyrst að hann væri ruglaður. En til allrar hamingju skildi Ingimar þetta betur en ég. Hann hafði lesið um þessi mál og lika verið á fundum hjá Einari H. Kvaran. Þið getið nærri hvernig mér varð við. Ég vissi að líkamlega var Andrés svo veill að hann var tal- inn sjúklingur. En að andlegri heilsu hans væri svo farið að gæta yrði hans nótt og dag, þaó vissi ég ekki. Ég huggaði mig við það, að Bókmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN dvöl hans hjá okkur yrði aðeins nokkrir dagar, en það fór nú á allt annan veg. Andrés var fyrsti miðillinn sem ég kynntist. Með honum og þremur prestum sat ég fyrsta miðilsfundinn. Prestarnir voru séra Kjartan Helgason i Hruna, séra Jón Magnússon og svo maðurinn minn. Þeir voru allir sérlega vel gefnir menn. Allir að- hylltust þeir spiritismann, og allir leituðu þeir sannana fyrir fram- haldslífinu. / Ég man satt að segja ekki hvað gerðist á þessum fyrsta fundi. Eg var þarna að vísu, en var þó svo Elfnborg Lárusdóttir utangátta, að ég vissi varla hvað fram fór. Hugur minn var fullur af andúð og tortryggni, sem ég sé nú að vel hefði getaó eyðilagt fundinn, ef um lélegan miðil hefði verið að ræða og lélaga fundarmenn. Efi minn og vantrú virtust ekki koma að sök né or- saka neinar truflanir. Prestarnir töldu fundinn góðan og Andrés sterkan miðil. Ég var aftur á móti sannfærð um að svik væru I tafli, og var staðráðin í því að koma upp um miðilinn ef færi gæfist. Þetta var ekki fallegt af mér, þar sem maðurinn var á heimili mínu og boðinn heim af mér, auk þess var hann sjúkur. En trúin var mér heilög og ég leit svo á, að synd- samlegt væri að leita frétta hjá framliðnum." En svo fór um Andrés miðil, að fólkið sem hafði lofað að taka við honum færðist undan því, þegar það kom í ljós að hann var ekki vinnufær sökum heilsuleysis. Þá varð Elínborgu að orði: „Mér er þá liklega skyldast að hafa hann i sumar, fyrst ég fór að bjóða honum heim.“ Og í stað þriggja Framhald á bls. 20 Francis Clifford: NJÓSNARI í NETINU. □ Skúli Jensson þýddi. □ Hörpuútgáfan 1974. NJÓSNARI i netinu er á vissan hátt óvenjuleg njósnasaga. Það vantar ekki að söguþráðurinn er æsilegur svo að sá. sem fyrst og fremst er að leita að spennandi lestrarefni. verður ekki fyrir vonbrigðum. í bókinni er flest það. sem prýðir slíkar sögur: mikilvæg skjöl, sem glatast; leyni- brall; morð; framhjáhald. En það er annað og meira. sem vakir fyrir höf- undinum. Saga hans er með sál- fræðilegum og siðferðilegum undir- tónum og vekur lesandann til um- hugsunar um leið og hún veitir honum afþreyingu. Njósnari I netinu segir frá tveimur bræðrum. Annar er prestur og helgar sig mannúðarstörfum í Bíafra. Hann sést ekki fyrir og særist alvarlega. missir annan handlegginn. Hinn bróðirinn vinnur í breska varnar- málaráðuneytinu, leggur kapp á að sýnast fyrirmyndarborgari, en er tvö- faldur ( roðinu. Hann er munaðar- seggur og njósnar fyrir Rússa I þokkabót. Þegar böndin fara að ber- ast að honum breytist þessi á ytra borði fágaði breski embættismaður f algjört villidýr, sem hikar ekki viðað fljúga frá London til Lissabon { þv( skyni að ryðja hættulegum manni úr vegi. Lýsingin á morðinu, sem fram- ið er með skiptilykli, er hin litrlkasta. Móður bræðranna er ætlað þó nokkurt hlutverk ( sögunni. Hún er efnuð, stjómsöm og sjálfselsk. Höf- undurinn leitar skýringa á Kfshlaupi bræðranna I uppeldi þeirra. Ekki er hægt að segja að honum takist að sannfæra lesandann, en hvað sem öðru Kður þá fær hann lesandanum I hendur ráðningu, sem hann getur svo velt fyrir sér. í lok sögunnar þegar móðirin er dáin og hinn seki bróðir hefur komið of seint til að kveðja hana játar hinn bróðirinn að það, sem þá bræður hafi alltaf skort sé kærleikur. Niðurstaða sögunnar verða kristilegir þankar um kærleika og sjálfsafneitun. Menn geta deilt um hvernig njósnasögur eða afþreyingarsögur yfirleitt eigi að vera. Margir eru þeirrar skoðunar að þessar bækur séu bestar þegar höfundarnir láta siðaboðskap lönd og leið. En varla ætti að saka að heimur njósna og Bðkmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON glæpa. sem er sffellt að verða fyrir- ferðarmeiri, yrði glöggum höfundum tilefni til könnunar og skilgreiningar á manniegu eðli og ekki sfst þeim félagslegu aðstæðum, sem stundum liggja að baki myrkraverka. Höfund- ar eins og til dæmis Fredrick Forsyth hafa náð miklum árangri á þessu sviði. Francis Clifford verður ekki Kkt við hann. En það er greinilegt að Clifford er höfundur, sem I vaxandi mæli stefnir að þvf að færa út landa- mæri njósnasögunnar. auka svigrúm hennar. Ég veit að Skúli Jensson, þýðandi Njósnara i netinu, getur vandað sig betur en þessi þýðing vitnar um. Kvennaskólinn í Reykja- vík 1874—1974. □ Al- menna bókafélagið. □ Reykjavík 1974. Þetta er svo stór bók og menn- ingarsögulega merkileg, að ef um hana ætti að skrifa rækilegan rit- dóm, yrði það ærið langt mál. Þetta greinarkorn verður svo aðeins fátækleg ritfregn, skrifuð til að vekja athygli sem allra flestra hinna fjölmörgu lesenda Morgunblaðsins á því, að þetta afmælisrit Kvennaskólans í Reykjavik er vissulega i viðhlit- andi og verðugu samræmi við það mikla afrek, sem stofnun skólans var á sinum tíma — ennfremur þá erfiðu, oft misskildu og vanmetnu starfsemi skólans og loks þau við- tæku og ómetanlegu áhrif, bein og óbein, sem hann hefur haft á mótun og menningu íslenzku þjóðarinnar i heila öld. Bókin er 335 tvidálka blaðsíður i mjög stóru broti, og i henni er hálft annað hundrað mynda, og sakna ég þar aðeins einnar. Það er mynd af Steingrimi Guðmunds- syni, húsasmíðameistara, sem vissulega var Kvennaskólanum slík stoð, að einstakt má telja. Bókin er prentuð á góðan mynda- pappír, letur skýrt og prófarka- lestur óvenju vandaður. Ritnefnd var þannig skipuð: Guðrún P. Helgadóttir formaður, Aðalsteinn Eiriksson ritari, Margrét Helga- íóttir gjaldkeri, Björg Einarsdótt- ir og Halldóra Einarsdóttir. Þá starfaði og sérstök myndanefnd — og mun hennar hafa verið full Dörf. Skipan hennar var sem hér segir: Borghildur Fenger for- maður, Vilborg Gunnlaugsdóttir ritari, Guðlaug H. Bergsdóttir jjaldkeri, Ásta Björnsdóttir og Juðbjörg Finsen. Prófarkalestur- nn annaðist Jóhannes Halldórs- son cand.mag. Bókin hefst á rítgerð eftir dr. luðrúnu P. Helgadóttur skóla- stjóra. Hún fjallar um Þóru Mel- ;teð, stofnanda og í rúma þrjá iratugi skólastjóra Kvennaskói- ins. Ritgerðin er um það bil 60 esmálssíður, og er hún þannig ;tudd heimildum og svo vandlega ;amin og vel skrifuð, að hún er að illu hin merkasta. Þóra Melsteð „Blóm- inn fagur kvenna klár...” var kona, sem að vonum var mikið um rætt i öllum byggðum lands- ins, enda stofnun Kvennaskólans, starf hans og fjárhagsleg og þjóð- félagsleg aðstaða þegar í upphafi mjög til umræðu og þar ekki ávallt af setningi slegið. Þá olli ekkí litlu um það, hve títt ýmsir gerðu sér um Þóru Melsteð, að hún var hálfdönsk að ætt og upp- runa, hafði jafnvel ekki full tök á íslenzku máli, og persónuleiki hennar sérstæður og slunginn svo mörgum og andstæðukenndum þáttum, að ég fyrir mitt leyti hef aldrei getað gert mér af henni skýra og eðlilega mynd fyrr en við lestur þessarar ritgerðar, en þar er gerð heiltæk grein fyrir upp- runa Þóru, mótun og aðstæðum, með rækilegri könnun áður ókunnra eða að minnsta kosti óat- hugaðra heimilda. Þá er í ritgerð- inni mjög glögg og að sumu leyti nýstárleg lýsing á Páli Melsteð. Ýmsir hafa gert sér þá hugmynd um samband þeirra Þóru Melsteð, að hann hafi verið allt að þvi hlýðinn og auðmjúkur þjónn hennar, en þarna. verður ljóst, að hann ekki aðeins skildi hið mikla áhugamál hennar, heldur hvatti hana og veitti henni andlegan styrk, sem réð úrslitum um það, hve djörf hún var, ötul og jafnvel vlgreif I baráttu sinni fyrir skóla- málinu. Én þvf aðeins gat hann þetta, að hann unni henni svo mjög og virti, að yl leggur til lesenda þessarar ritgerðar frá ástarorðunum í þeim bréfum, sem hann skrifaði henni, þegar hún var sumarlangt í Danmörku fjór- um árum áður en Kvennaskólinn hófst. Einnig kemur það fram, að þó að hún hafi ekki verið honum að sama skapi ástrík, annaðist hún hann frábærlega vel, þegar hann var orðinn ellihrumur og blindur. Þá er ritgerðinni um Þóru Mel- steð sleppir, tekur við mjög löng og rækilega saga skólans eftir Aðalstein Eiriksson. Er þar fyrst forsaga, siðan skýrt frá fyrstu fjórum árum skólastarfsins og húsnæði hans og skólanefnd. Svo er þá sagan rakin allt fram til síðustu ára, og kemur þar fram margt forvitnilegt, ekki sízt um viðhorf Alþingis við skólann og afskipti þess af starfi hans og fjárhag. Einna furðulegast og frá- leitast af öllu, sem stefnt hefur að því að rýra gildi skólans og gera hann tortryggilegan er innrásin 22. janúar 1970, en þar var og að verki einn hópur þeirra afglapa, sem ávallt eru í leit að einhverju tilefni, innlendu eða erlendu, til æsiuppþota og skrílæðis. Að þess- ari einstæðu fíflsku- og flansinn- rás stóð skyndisamblástur, sem hafði valið sér heitið Baráttu- hreyfing Hagsmunasamtaka Skólafólks Gegn Kynferðilegum Fasisma ... Öll ritgerð Aðal- steins Eiríkssonar er hin skilorð- asta og hefur að geyma mikinn menningarsögulegan fróðleik. Frú Sigríður Briem Thorsteins- son ritar um ævi og starf Ingi- bjargar H. Bjarnason, en um hana segir í riti um Kvennaskólann 1874—1974, eftir þau hjónin Þóru og Pál Melsteð: „Mér er kunnugt um þrek hennar, þekkingu og dugnað, hún hefur kennt bæði við kvennaskól- ann og víðar og áunnið sér al- manna lof. Ég vona þvi, að kvennaskólinn sé kominn í góðar hendur og að hann nái miklum vexti og viðgangi undir hennar stjórn". Sú varð vissulega raunin. Frú Sigríður segir meðal annars: „Aminningar forstöðukonunn- ar og eftirdæmi, er hún gaf, hefur verið hollt veganesti nemendum skólans, og er það með fullum rétti viðurkennt af öllum, sem til þekktu, að skólinn hafi undir stjórn frk. Ingibjargar verið til fyrirmyndar i reglusemi, i starfs- háttum, snyrtilegri umgengni, og þar hafi ekki einungis verið lögð áherzla á að mennta, heldur og að manna þær námsmeyjar, er þang- að sóttu.“ I ritgerðinni er ekki aðeins gerð grein fyrir störfum frk. Ingibjarg- ar sem skólastjóra, heldur og þingmennsku hennar og forgöngu hennar um félags-, menningar- og mannúðarmál, utan veggja skól- ans, og það jafnt innan þings sem utan. Um frk. Ragnheiði Jónsdóttur, Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN sem tók við skólastjórn við lát frk. Ingibjargar Bjarnason, ritar frú Björg Einarsdóttir frekar stutt og gagnort. Ber hún henni mjög gott orð sem skólastjóra. Hún greinir og nokkuð frá kennslu hennar, og þar tók ég einkum eftir þessu, sem ég tel bera mjög loflegt vitni kennsluháttum frk. Ragnheiðar: „Tvennt er það öðru fremur, sem telja verður, að Ragnheiður hafi lagt áherzlu á við sögukennsl- una. Annars vegar að vekja at- hygli á samhengi í sögu Is- lendinga og hins vegar að tengja atburði með öðrum þjóðum við sögu okkar. Þessu fékk hún helzt til leiðar komið með því að ræða námsefnið fram og aftur og brjóta þannig upp þær viðjar, sem les- mál kennslubókarinnar lagði á hug nemenda. Síðan varpaði hún án fyrirvara, annað hvort til eins ákveðins nemanda eða yfir hóp- inn, spurningu, sem snerti kjarna þessa máls, er hún vildi nálgast." Betur að svo væri sem víðast kennt. Þá yrði hér siður notað skammaryrðið kjaftafög yfir þær námsgreinar, sem á Norðurlönd- um eru kallaðar kúltúrfög. Loks er langt, einlægt og lát- laust viðtal, sem frk. Sigurlaug Ásgrimsdóttir hefur átt við dr. Guðrúnu P. Helgadóttur, núver- andi skólastjóra Kvennaskólans. Segir hún þar frá æskuheimili sínu, æviferli, námi og störfum á mjög eftirminnilegan hátt, en hún hefur unnið stóra sigra, ekki sizt þegar dauðinn hreif á brott eiginmann hennar i blóma lifs og mikilvægra og mikilsvirtra starfa — og síðan brá upp sigðinni, ógn- aði henni sjálfri. Skal ekki frekar út í þessa sálma farið, en látið nægja að birta svar hennar við síðustu spurningunni, sem við- mælandi hennar beindi til hennar. Spurningin var þessi: „Hefur þú nokkrar sérstakar ósk- ir í framtiðinni?" Svarið: „Þú nefndir þessa spurningu við mig um daginn, svo að ég hef velt henni svolítið fyrir mér og tel, að þessi spurning sé ekki eins erfið og ég hélt i fyrstu. Ég held ég muni svara henni þannig: Ég óska þess, að synir minir verði far- sælir, ég geti orðið foreldrum mínum til ánægju og ég skiljist við skólann sómasamlega." Svo eru þá prentuð ávörp til íslendinga, sem islenzkir og danskir áhugamenn um stofnun kvennaskóla á Islandi birtu í marzmánuði 1873; einnig birt reglugerð skólans frá 1882, og síð- an skólasöngurinn, ortur af Jakobi Jóhannessyni Smára, lagið eftir Pál Isólfsson. Svo lýkur þá ritinu með skrám yfir kennslu- greinir og nemendafjölda, og síðan taka við heimildir og skýr- ingar á heilli örk, en í bókarlok nemendaskrá i stafrófsröð, eftir frú Björgu Einarsdóttur, og mun þar vera hálft fimmta þúsund nafna. Þegar ég renndi augum yfir þessa skrá, las nokkur nöfn á víð og dreif, datt mér skyndilega í hug heiti á þessari ritfregn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.