Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 13

Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 13 HJON I 60 DAGA GÆZLUVARÐHALD Hjónakorn nokkur, sem hafa verið iðin við alls konar afbrot á undanförnum mánuðum, hafa verið úrskurðuð í 60 daga gæzlu- varðhald, af Sakadómi Reykja- vfkur. Ný læknasaga BÓKAUTGÁFAN Snæfell hefur sent frá sér skáldsöguna „Milli tveggja kvenna" eftir Kerry Mitchell, sem er „æsispennandi ástarsaga“ eins og segir á bókar- kápu, sem gerist að mestu leyti á sjúkrahúsi í Ástralíu. Sagan er læknasaga um „líf og starf lækna, sorgir þeirra og gleði, ástir og afbrýði." Mínar bestu þakkir til ykkar allra sem giödduð mig með gjöfum, blómum, skeytum og heimsókn- um á 80 ára afmæli mínu 30. nóv. sl. Guð blessi ykkur og gefi ykkur gleðileg jól. Elín Guðmundsdóttir. NYKOMNAR AMERÍSKAR NOMA JÓLATRÉS- PERUR (Bubble light) SÖLUSTAÐIR: Hekla h.f., Laugavegi 172, R. Lampinn, raftækjaverzlun, Laugavegi 87, R. Raflux, s.f., Austurstræti 8 R. Rafmagn, Vesturgötu 10, R. Heimilistæki s.f., Hafnarstræti 3, R. Lýsing s.f., Hverfisgötu 64, R. Raftækjaverzlun Kópavogs, Álfhólsvegi 9, Raftækjaverzlun Hafnarfjarðar, Strandgötu, Víkurbær, Hafnargötu 28, Keflavík, Verzlunin Kjarni, Vestmannaeyjum. Hjónin voru handtekin s.l. laugardagskvöld, eftir að þau höfðu fyrr um daginn stolið 30 þúsund krónum frá konu sem var að verzla í hannyrðaverzlun við Grundarstíg. Konan hafði lagt frá -ér innkaupatösku með peningum i. Eins og oftast áður unnu hjónin saman að afbrotinu, eigin- maðurinn beindi athygli kon- unnar frá töskunni, og á meðan notaði eiginkonan tækifærið og hirti hana. Þegar lögreglan fékk Iýsingu á hjónunum kannaðist hún strax við það hvaða fólk var þarna á ferð og voru hjónin hand- tekin á hóteli í borginni um kvöldið. Höfðu þau aðeins eytt 1400 krónum af peningunum, en konan fékk aftur 28.600 krónur. Við yfirheyrslur viðurkenndu hjónin ýmis fleiri innbrot, og voru þau úrskurðuð i 60 daga gæzluvarðhald vegna sibrota. fliMfia LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um rikisábyrgð (sjálfskuldar- ábyrgð) á 80% fob-verðs dieselrafstöðvar fyrir Rafveitu ísafjarðar. 1 athugasemdum með frumvarpinu segir: „Vegna óöruggs ástands í raf- orkumálum Isfirðinga hefur þótt nauðsynlegt að festa kaup á vararafstöð fyrir Isafjarðar- kaupstað. Má i því sambandi nefna, að veruleg verðmæti af frystum fiski eru að staðaldri geymd á Isafirði, sem myndu ónýtast yrði bærinn rafmagns- laus einhvern tíma. Vill ríkis- stjórnin fyrir sitt leyti greiða fyrir þvi, að kaup á vararafstöð geti átt sér stað, með því að leggja fram lagafrumvarp þetta.“ Alfræði Islands- saga a-k A Alfræði J| Manningaraióðs a-k % íslandssaga, fyrra bindi eftir Einar Laxness cand. mag. Bókin hefur að geyma, undir uppflettiorð- um, geysimikinn og ná- kvæman fróðleik í saman- þjöppuðu formi, um atla helstu þætti Islands sögu frá upphafi til vorra tíma. Fjöldi merkilegra mynda prýðir ritið, sem er sjálf- kjörin handbók allra sem kunna vilja glögg skil á ell- efu alda sögu íslendinga. Islenzkt skálda tal a-l samið af Hannesi Péturs- syni og Helga Sæmunds- syni. Tæmandi uppsláttar- rit, hvað varðar höfunda og verk þeirra. Bókmenntir eftir Hannes Pétursson. Fyrsta tilraun sinnar tegundar hérlendis til skilgreininga í bók- menntafræði. Stjörnufræði — rímfræði eftir Þorstein Sæmundsson. Uppstáttarrit með helstu orðum og hugtökum í stjörnufræði, merkingu og uppruna helstu orða úr al- manökum og tímatali. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS Yfir 500 borholur vegna neyzluvatns NVLEGA var tekin saman skýrsla um allar boranir eftir neyzlu- r Iscargó: Á ferð og flugi með fisk og fleira „ÞAÐ hefur verið nokkuð gott í verkefnum hjá okkur í haust,“ sagði Lárus Gunnarsson hjá Iscargó, þegar við inntum hann frétta í gær. „Við erum alltaf að,“ hélt Lárus áfram, „með fisk, hesta, húsgögn, lopa, vélar, vara- hluti og sitthvað fleira. Siðasta ferðin okkar var til Ostende I Belgíu með um 14 tonn af fiski úr Garðinum. Áður höfðum við farið tvær ferðir með sama magn, full- fermi, frá Akureyri til Belgíu. Annars fljúgum við vítt og breytt um Evrópu, Afríku og Asíu.“ vatni, ásamt skrá yfir rannsókna- skýrslur, sem fjalla um öflun neyzluvatns. Samkvæmt þessari samtektarskýrslu hafa verið bor- aðar fram til áramóta 1972/1973 alls 509 holur til neyzluvatns- öflunar. Frá þessu skýrir Stefán Arnórsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, I viðtali í Sveitar- stjórnarmálum. Langflestar eru þessar holur á Reykjanesskaga, þar sem borað er i hraun, enda árangur af þeim borunum góður. Á hinn bóginn kemur í ljós, að tilfinnanlegur skortur er á upplýsingum um vatnsgengni þeirra jarðlaga, sem borað hefur verið í, segir Stefán. Slíkar upplýsingar fást með dælu- prófunum, en dæluprófun leiðir líka í ljós hvaða dæluvídd er æski- leg og hvers konar dæla hentar bezt i holuna, miðað við það vatns- magn, sem þarf að fást úr henni. VÖTNIN STRÍÐ Saga Skeiðarárhlaupa og Grimsvatnagosa V»T\I\ STRÍÐ V»T Sága S ga Skeiðarárhlaupap og Grimsvatnagosa - StGURÐUR ÞORARINSSON Sigurður Þórarinsson er vafalítið kunnastur allra íslenskra jarðfræðinga, sem nú eru starfandi. I þessu nýja verki hefur hann dregið saman geysimikinn fróðleik um Grímsvötn, Grænalón og hlaup á Skeiðar- ársandi. Er efninu skipað niður í rétta tíma- röð, þannig að lesandinn fær mjög glöggt yfirlit yfir gos og hlaup á þessum slóðum, allt frá því sögur hefjast og fram til 1972. Mikill fjöldi Ijósmynda, korta og annarra skýringamynda prýða bókina, einnig átta litmyndasíður. lll BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS Conny - str. 36-42 SonUigttL Kuldaskór á alla fjölskylduna herrox Kuldaskór á alla fjölskylduna SKOSALAN LAUGAVEGI 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.