Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
17
Lengsta fangavist í heimi?
JOHNSON Vandyke Grigsby gekk út úr rfkisfangelsinu í Indi-
ana f Bandarfkjunum f sfðustu viku eftir að hafa hugsanlega
sett heimsmet f fangavist, — eða alls 66 ár. Grigsby gamli
kvaðst ekki alveg viss um fæðingarár sitt, en hélt að hann væri
annaðhvort 89 eða 90 ára. Hann hóf afplánun Iffstfðardóms 5.
ágúst árið 1908 fyrir annars stigs morð í ryskingum á veitinga-
stofu.
„Mér finnst ég vera nýfæddur,“ sagði gamli maðurinn þegar
hann kom úr fangelsinu. „Eg er svo glaður yfir að komast út“. I
Guinnes gestabókinni er lengsta fangelsisvistin skráð 64 ár, og
eru nú fangeisissamtök ein að reyna að fá Johnson Vandyke
Grigsby skráðan nýjan methafa.
Einróma samþykkt öryggisráðs S.Þ.:
Suður-Afríka af-
sali sér Namibíu
Sameinuðu þjóðunum
17. desember — Reuter
ÖRYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti einróma f dag að
krefjast þess, að Suður-Afríka
skuldbindi sig til að afsala sér
öllum völdum f Namfbfu (Suð-
vestur-Afríku). Öryggisráðið
samþykkti ennfremur að taka
stöðuna til endurskoðunar f
kringum 30. maf á næsta ári til
þess að fhuga „viðeigandi að-
geröir" ef Suður-Afrfka hefur
ekki orðið við þessu. Þetta var ein
af örfáum einróma samþykktum
öryggisráðsins undanfarin ár, og
var m.a.s. Kína sammála, en
landið hefur lengst af setið hjá
eða neitað að ræða ályktanir ráðs-
ins.
I samþykkt ráðsins er Suður-
Afrika fordæmd fyrir „stöðug og
ólögleg yfirráð yfir Namibíu" og
„ólöglega og handahófskennda
beitingu laga og aðgerða, sem ein-
kennast af kynþáttamisrétti og
þvingunum". Suður-Afríka hefur
ráðið hinni málmauðugu
Namibiu, sem áður var þýzk ný-
lenda, síð'an í heimsstyrjöldinni
fyrri samkvæmt umboði þjóða-
bandalagsins. Allsherjarþing S.Þ.
samþykkti að afturkalla þetta um-
boð árið 1966. En Suður-Afríku
menn hafa viljað láta Namibíu-
menn sjálfa ákveða framtið
héraðsins, ekki S.Þ., um leið og
þeir viðurkenna að það sé alþjóð-
legt svæði.
Iranskeisari ógnar Israel
Casteau, Belgiu 15. des. Reuter
ALEXANDER Haig, hers-
höfðingi, sem áður var yfirmaður
starfsliðs Hvita Hússins í forseta-
tíð Nixons, tók f gær formlega við
starfi sem yfirmaður herja
Atlantshafsbandalagsins. Þcirri
stöðu hafði áður gegnt Andrew
Goodpaster. I kveðjuræðu sinni
sagðist hann hafa vonað að skiln-
aður hans við starfið hefði getað
orðið nokkru sfðar.
Haig tekur við sem yfirmaður
Evrópuherafla Atlantshafsbanda-
lagsins. Skipaði Ford Bandarikja-
forseti hann í embættið og vakti
sú ákvörðun nokkra gagnrýni.
Þótti ýmsum, sem framhjá honum
reyndari og hæfari mönnum væri
gengið og auk þess þóttu fyrrver-
andi tengsl hans við stjórn Nixons
óæskileg.
Haig vísaði þvi á bug i dag við
fréttamenn, að hann hefði ekki
næga reynslu til að taka starf
þetta að sér og benti á að hann
hefði bæði verið í Kóreu á Sínum
tíma og síðar Víetnam.
Haig er sjöpndi maðurinn sem
gegnir þessu starfi, siðan Atlants-
hafsbandalagió var stofnað fyrir
25 árum. Fyrstur var Eisenhower,
síðar Bandaríkjaforseti.
Norman Borlaug:
MATVÆLARÁÐSTEFNAN
VAR TÓMUR ÞVÆTTINGUR
keisarinn Israela um að „halda
arabiskum landsvæðum með of-
beldi".
JT ' jr \ í ,
Iranskeisari — heitir Aröbum
liðsstyrk f strfði
Andstæðingar
Sadats fyrir rétti
Alexandria, 16. des.
Reuter.
EGYPSKUR stúdent og átján
verkamenn komu fyrir sérskipað-
an öryggisrétt I Alexandrfu í dag,
sakaðir um að hafa haft á prjón-
unum að stofna kommúniska
neðanjarðarhreyfingu, er hefði á
stefnuskrá sinni að steypa stjórn
Sadats Egyptalandsforseta.
1 ákæruskjali eru sakborningar
sagðir hafa stofnað þessi samtök á
tfmabilinu september 1971 til
júnf 1973.
MILLJÓNIR manna munu
deyja af völdum hungurs á
næstu mánuðum og matvæla-
ráðstefna Sameinuðu þjóðanna
f Róm gerði ekkert til að koma í
veg fyrir það, að þvf er hinn
heimsfrægi matvælafræðingur
dr. Norman E. Borlaug, sem
hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir
starf sitt að „grænu bylt-
ingunni" svonefndu, segir f við-
tali við AP-fréttastofuna.
Q Dr. Borlaug segir m.a. um
matvælaráðstefnuna: „Hún var
tómur þvættingur og það má
hafa það eftir mér. Ekkert
áþreifanlegt var gert. Þetta var
bara kjaftæði. Eg var þar í þrjá
daga áður en ráðstefnan hófst
til þess að leggja drög að
nokkrum atriðum, og við vor-
um afar fáir sem vorum skftug-
ir undir nöglunum. Eg fór áður
en ráðstefnan hófst vegna þess
að ég vissi hvað var f vændum.“
1 viðtalinu segir Borlaug að
hungurkreppan í þéttbýlum
löndum á borð við Indland og
Bangla Desh sé svo mikil um
þessar mundir að vafi leiki á
því hvort rfkari löndin gætu
sigrast á dreifingar- og flutn-
ingavandamálunum, jafnvel
þótt þeim tækist að koma sér
saman um víðtæka neyóar-
hjálp.
Segir Borlaug að korn-,
soyabauna- og hveitiuppskerur
hafi í ár orðið fyrir miklu áfalli
af völdum rigninga annars
vegar og mikilla þurrka hins
vegar í Bandaríkjunum. Telur
hann korn- og soyabaunaupp-
skeruna verða 20% minni en
gert hafi verið ráð fyrir. Þá
hefði uppskerubrestur orðið i
Austur-Evrópu og Sovét-
rikjunum af völdum frosta.
Borlaug — matvælaráðstefnan
var kjaftæði
ÍRANSKEISARI hefur hótað aó
hinn velvopnaöi her landsins
mundi fara i stríð gegn tsrael ef
ekki tekst að leysa deiluna í Mið-
austurlöndum í samræmi við sam-
þykkt Sameinuðu þjóðanna, að
því er AP-fréttastofan segir. Segir
keisarinn að ný átök milli Araba
og Israelsmanna myndu koma við
öll Múhameðstrúarlönd, þ. á m.
Iran, og yrðu þau að taka þátt i
stríðinu með Aröbum gegn tsrael.
„Við eigum um ekkert að velja.
Slikt strið yrði okkar strið,“ segir
keisarinn í viðtali sem birtist i
timariti i Beirut. I viðtalinu sakar
Nýtt og árangursríkt lyf
gegn bein- og vöðvakrabba
Washington 17. des. — AP.
NYTT lyf, Andriamycin, hefur
fært læknum nýtt vopn f hendur f
baráttunni gegn bein- og vöðva-
krabbameini, en krabbamein f
beinum og vöðvum hefur hingað
til ekki verið gerlegt að lækna
með lyfjameðferð. Þetta sagði dr.
Stephen K. Carter, aðstoðarfor-
stöðumaður krabbalækninga-
deildar bandarísku krabbameins-
stofnunarinnar við upphaf ráð-
stefnu um þetta nýja lyf f gær.
Sagði dr. Carter, að Andriamycin
Haig tekur
við störfum
væri fyrsta lyfið sem ræðst f al-
vöru gegn krabbameini af þessu
tagi.
Hann kvað lyfið ekki marka
tímamót í baráttunni gegn
krabbameini, og það hefði ekki
læknað að fullu bein- eða vöðva-
krabbameinstilfelli, en hins vegar
hefur það veitt vísindamönnum
nýja von um árangursríkar lyf-
lækningar á krabbameini með því
að fá krabbameinsæxli til að drag-
ast saman að minnsta kosti til
hálfs á um einum mánuði.
Lyfið, sem framleitt er af
Farmitalia á Italiu, hefur verið
rannsakað i Bandarikjunum frá
árinu 1970, og hefur nú verið sam-
þykkt af bandaríska heilbrigðis-
ráðuneytinu til notkunar fyrir
lækna um allt land.
Dr. Carter sagði, að Andriamyc-
in hafi reynzt vel gegn krabba-
meini af mjög mismunandi tagi,
m.a. langvarandi brjóstkrabba,
lungnakrabba, blöðrukrabba, auk
bein- og vöðvakrabba.
Lyfið er mjög dýrt, og áætlaði
dr. Carter, að hálfsárs notkun
þess, — þ.e. þau 550 milligrömm,
sem sjúklingur má taka —, myndi
kosta um 2.000 dollara. Ef hins
vegar sjúklingur tekur meir en
þetta magn á hann á hættu alvar-
legar hjartatruflanir, og jafnvel
dauða.
Blönduósbát-
ar í jólafrí
RÆKJUBATARNIR tveir,
sem gerðir eru út frá Blöndu-
ósi eru nú komiiir i jólafrí og
liggur því öll rækjuvinnsla hjá
Særúnu h.f. n'iðri. Bátarnir
munu því ekki hefja veiðar
fyrr en eftir áramót og á
meðan mun vart gerast mikið í
þessu mikla ágreiningsmáli.
Kári Snorrason fram-
kvæmdastjóri Særúnar sagði í
gær, að bátarnir Nökkvi og
Aðalbjörg hefðu legið við
bryggju síðan á fimmtudag, en
þá hefði jólafrfið hafist og því
yrði væntanlega allt rólegt
fram yfir áramót.
Þá höfum við samband við
Þórð Asgeirsson, skrifstofu-
stjóra I Sjávarútvegsráðuneyt-
inu, og spurðumst fyrir um
skýrslu þá, sem sýslumanni
Húnvetninga hefur verið falið
að gera um málið. Þórður
sagði, að þeir I ráðuneytinu
ættu von á skýrslunni f pósti
að norðan og væri vonast til, að
hún kæmi fyrir vikulok.
Lítill snjór í
Lýtingsstaðahreppi
Mælifelli 17. desember.
NOKKUÐ hefur snjóað undan-
farið i uppsveitum Skaga-
fjarðar en snjór verður þó að
teljast lítill. Allt um það er
færð þung á köflum, jafnvel
fyrir jeppa. Að kvöldi 13.
desember fór rafmagnið af
öllum Lýtingsstaðahreppi og
hluta Varmahliðarhverfis og
stóð svo i 16 tima. Er þetta eina
rafmagnstruflunin, sem orðið
hefur hér í vetur. Hlustunar-
skilyrði útvarps hafa verið
slæm i margar vikur.
Tveir bæir, Miðdalur og
Ytri-Svartárdalur, fá nú sam-
veiturafmagn. Er þá aóeins
einn bær eftir í hreppnum
utan samveitu, Gil, fremst i
Vestur-Dal. Fyrr á árinu kom
rafmagnið i Bústaði og Merki-
gil i Austurdal.
Sfra Agúst.
Jarðlaust í
Austur-Skagafirði
Bæ, Höfðaströnd, 17. des.:
ÞAÐ er æði vetrarlegt um að
litast hérna hjá okkur núna og
alveg jarðlaust að heita fyrir
hross, sérstaklega til fjallsins
og fram til dala. Þó er ekki
mjög mikil fönn á láglendi og
bílfært verið oftastnær.
Siðastliðinn sunnudag var
stofnaður á Hofsósi Lions-
klúbbur, er heitir Höfði. I
stjórn voru kosnir sr. Sigurpáll
Öskarsson, Stefán Gestsson og
Pálmi Rögnvaldsson. 25
félagar eru stofnendur, en
klúbburinn er stofnaður að til-
hlutan Lions-klúbbs Sauðár-
króks.
Atvinna hefur verið góð á
Hofsósi og er tildæmis núna
Framhald á bls. 20
Reykjakirkju
berast stórgjafir
Mælifelli 17. nóvember.
FJ ARÖFLUNARNEFND
endurbyggingar Reykjakirkju
í Tungusveit efndi til veitinga-
sölu i Árgarði að lokinni að-
ventuhátíð s.l. sunnudag.
Daginn áður hélt nefndin
kökubasar á Sauðárkróki.
Hvort tveggja reyndist drjúgt,
en mikil sjálfboðavinna
kvenna i sókninni liggur að
baki. Þennan dag afhenti
Kristján Jóhannesson á Reykj-
um fjáröflunarnefndinni kr.
200 þús. að gjöf, og Indriði
Jóhannesson Reykjum kirkju-
byggingarsjóðnum kr. 100 þús.
Verkinu skilar vel áfram, en
vinna við miðstöðvar- og raf-
magnslögn og innréttingu
hefst væntanlega innan tiðar.
Sira Agúst.