Morgunblaðið - 18.12.1974, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
18
móti má ná meiri hag-
kvæmni i rekstri landbún-
aðarins. Og þá er ekki held-
ur unnt að loka augunum
fyrir því, að margir blóm-
legir útgerðarstaðir eru aó
verulegu leyti háðir nær-
liggjandi landbúnaðar-
sveitum. 1 landbúnaðarráð-
herratíó Ingólfs Jónssonar
var hafist handa um um-
fangsmikla ræktunar-
stefnu og á þeim tíma tvö-
faldaðist ræktað land að
stærð. Á þessu sviði var því
lyft grettistaki jafnframt
því sem á öðrum sviðum
var sett löggjöf, er tryggði
viðgang landbúnaðarins.
Því er gjarnan haldið
fram, að niðurgreiðslur á
landbúnaðarvörum séu
beinn styrkur til bænda.
Hér er vitaskuld um blekk-
ingu að ræða. Niðurgreiðsl-
urnar eru að langmestu
sönnun um óhagkvæmni
þess að reka hér landbún-
að.
Morgunblaðið hefur áð-
^ur bent á þessi atriði. En
svo kynlega hefur brugðið
vió, að dagblaðið Tíminn
hefur hvað eftir annað birt
forystugreinar, þar sem að
því hefur verið látið liggja,
að Mörgunblaðið hafi stað-
ið að furðuskrifum Vísis,
og jafnvel hefur þvi verið
haldið blákalt fram, að
Sjálfstæðisflokkurinn vilji
nú leggja niður landbúnað
á íslandi. Fá dagblöð hafa
þó lagt jafn ríka áherslu á
mikilvægi landbúnaðarins
eins og Morgunblaðið og
enginn stjórnmálaflokkur
hefur staðið að jafn mikl-
um umbótum I landbúnaði
eins og Sjálfstæðisflokkur-
inn í ráðherratíð Ingólfs
Jónssonar. Þetta heitir á
Furðuskrif Vísis og
Tímans um landbúnaðarmál
hf Árvakur. Reykjavlk.
Haratdur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Eyjótfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10 100.
Aðalstræti 6. slmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands.
j lausasölu 35.00 kr. eintakið
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
All mikið hefur ver-
ið rætt á undanförnum
vikum um islenskan land-
búnað og gildi hans fyrir
þjóðarbúskapinn. Tvö dag-
blaðanna í Reykjavík hafa
birt hin furðulegustu skrif
um þessi efni. Dagblaðið
Vísir hefur sett fram fjar-
stæðukenndar kröfur um,
að landbúnaður verði lagð-
ur niður og dagblaðið Tím-
inn hefur gengið svo á svig
við staðreyndir í þessum
efnum, að engu lagi er líkt.
Sú lágkúra, sem fram hef-
ur komið í skrifum blaða
þessara um svo mikilvægt
málefni hefur vakið undr-
un alþjóðar.
í dagblaðinu Vísi var eigi
alls fyrir löngu vikiö að
því, að það borgaði sig ekki
fyrir íslendinga að reka
landbúnað. Samkvæmt
kenningu blaðsins eiga ís-
lendingar að flytja inn all-
ar landbúnaðarafurðir og
þar af leiðandi að leggja
niður bændastéttina. Síðan
á að reisa nokkrar álverk-
smiðjur og nota hagnaðinn
til kaupa á erlendum land-
búnaðarafurðum og í því
skyni að greiða bændum
fyrir það viðvik að bregða
búi. Og eflaust yrði þessu
dagblaði ekki skotaskuld
úr því með sams konar
reikningslist að sýna fram
á rekstrartap í sjávarút-
vegi og setja síðan fram
kröfur um, að hann verði
lagður niður og álverk-
smiðjur reistar í staðinn.
Hér er um svo glórulaust
tal að ræða, að það er varla
svara vert. Landbúnaður
hefur verið stundaður hér
frá upphafi byggðar í land-
inu og hann er undirstöðu-
atvinnugrein í þjóðfélag-
inu og í hans stað koma
engar álverksmiðjur.
Landbúnaðarafurðir eru í
flestum tilvikum brýnustu
lífsnauðsynjar fólksins í
landinu, og öllum má ljóst
vera, aö sjálfstæð þjóð get-
ur ekki verið að öllu leyti
öðrum þjóðum háð í þess-
um efnum, hvað sem öllum
reiknikúnstum liður. Þá er
einnig á það að líta, að ís-
lenskur landbúnaður hefur
í auknum mæli staðið und-
ir vaxandi iðnaðarfram-
leiðslu. Enginn þarf því að
fara I grafgötur um,
hversu alvarlegar afleið-
ingar það hefði í för með
sér, ef landbúnaður yrði
lagður niður. Það er ekki
einungis, að bændastéttin
legðist niður, heldur einnig
umfangsmiklar iðngreinar,
sem séð hafa fjölda fólks
fyrir atvinnu. Þessum
þætti sleppa reiknimeistar-
arnir, þegar þeir freista
þess að sýna fram á óhag-
kvæmni landbúnaðarins.
Hér er þó um mjög þýðing-
armikið atriði að ræða eins
og þeir sjá, sem ekki loka
augunum fyrir staðreynd-
um.
Vitaskuld eru einstök
héruð misjafnlega vel fall-
in til landbúnaðar. Af þeim
sökum hefur verið lögð
áhersla á að stækka búin,
auka ræktun og koma við
fullkominni tækni. Með því
leyti liður í almennum
kjaramálum í þjóðfélaginu.
Segja má, að það séu ein-
ungis niðurgreiðslur á
smjöri, sem beinlínis eru
greiddar í þágu framleið-
enda. Niðurgreiðslur eru
að vísu of háar eins og nú
standa sakir, en það breyt-
ir ekki þeirri staðreynd, að
það er rangfærsla, þegar
því er haldið fram, að þær
séu styrkur til bænda og
máli dagblaðsins Tímans,
að Sjálfstæðisflokkurinn
vilji leggja niður íslenskan
landbúnaö.
Skrif Tímans um þessi
efni eru því jafn barnaleg
og f jarstæðukennd og skrif
Vísis og bera vott um ein-
staka lágkúru. Það er harla
kynlegt, aö dagblöð af
þessu tagi skuli ekki geta
rætt um jafn þýðingarmik-
ið málefni með öðrum
hætti en raun ber vitni um.
Allt þetta tal blaðanna get-
ur haft skaðleg áhrif á
framgang mikilvægra mál-
efna í þágu landbúnaðar-
ins, sem er og verður ein
af höfuðatvinnugreinum
landsmanna.
Hannes Pétursson. □
ÓÐUR UM ÍSLAND. 46
bls. □ Helgafell. Rvík.
1974. □
MEÐ ýmsu móti má halda af-
mæli hátíólegt. Hannes Péturs-
son sendir frá sér ljóðaflokk,
Öð um ísland. Það er hans
framlag til þjóóhátíðar.
Ljóðaflokkurinn skiptist i tvo
kafla, alls tuttugu og sjö erindi.
Landnámsfugl heitir hinn
fyrri, en fyrir honum fara þessi
einkunnarorð úr Landnámu:
„. . . og er hann lét lausan
hinn fyrsta, fló sá aftur um
stafn; annar fló í loft upp og
aftur til skips; hinn þriðji fló
fram um stafn i þá átt, sem þeir
fundu landið.“
Þessum einkunnarorðum er
svo dyggilega fylgt að fuglinn,
sá er einn flaug „í þá átt, sem
þeir fundu landið,“ er alla götu
frá fyrsta erindinu til hins sið-
asta (þau eru alls fimmtán) lát-
inn vera ímynd fyrir þann at-
burð er landið var fyrst litið
mannlegum augum; eins konar
opinberun þess sem hér var í
árdaga.
Hrafninn er hið alsjáandi
auga, hann einn nýtur þess að
sjá landið ósnortið, flug hans er
eins konar teikn eða forboði
fyrir hinu ókomna:
Auga fuglsins
alsá þetta land
í vorskini, Ijós þess
og Hf þess og furður.
Daglangt svif
um hinn djúpa himin
titraði f fjöðrum
fuglsins úr hafi!
Hér er mikil birta — mikið
ljós og mikið vor; ennfremur
dýpt og fjarlægð. Bæöi bragar-
hátturinn, fornyrðislag, og
orðaval — „titraði í fjöðrum,"
svo dæmi sé tekið leiða hugann
að eddukvæðum. Erindið er hið
tólfta í kaflanum. 1 hinu næsta,
þrettánda, er brugðið upp — í
sterkum likingum — myndum
af hinu fyrsta kvöldi:
Liðið var að aftni.
Logandi sólskjöldur hné
að bláfjallseggjum.
Og í eldgult sindur
breyttist nú allt
fyrir augum fuglsins
jafnt hávegir lofts
sem landsteinar og vastir.
Orðið aftann þarf ekki að telj-
ast fornyrði, vöst hins vegar, en
á þó ekki koma spánskt fyrir ef
maður hefur lesið íslendinga
sögur, til að mynda Gisla sögu,
og ólíkt er það viðfeldnara en
orð það sem nú er ávallt notað
um sama hugtak: fiskimið.
Fuglinn sér allt á samri stund:
loft, láð og lög. Og að líkja sól-
inni við logandi skjöld hæfir að
sjálfsögðu yrkisefninu, en
vekur þó ekki sérstaka eftir-
tekt, stingur ekki í augu, svo
varanleg áhrif hefur víkinga-
öldin haft á okkur að vopn
hennar og verjur lifa enn í
myndrænum orðasamböndum,
oft að vísu notað hugsunarlítið.
En í kvæði sem þessu, þar sem
höfð er að uppistöðu saga frá
fornum tíma öðlast líkingin að
nýju hluta þess ferskleika sem
felst í raunhæfri skírskotun:
enginn víkingur án skjaldar;
sólin gerði þá meira en líkjast
skildi, hún var skjöldur á sinn
hátt. Og ennfremur þetta:
Hrafninn flýgur „yfir sögulaus-
an stað“. Fyrir honum er allt
nýtt, engar hliðstæður, enginn
samanburður; hvaðeina sam-
samast í fersku andartaki opin-
berunarinnar.
Seinni hlutann, Heimkomu,
mætti lauslega aðgreina í
tvennt: fyrst níu erindi sem
eiga við samtíðina, loks þrjú
þar sem skáldið skyggnist til
framtíðarinnar. Sama bragar-
hætti er haldið. Þannig leilast
skáldið við að hafa sams konar
Hannes Pétursson.
„Málmvængir" — ég má
segja að Hannes sé ekki smiður
þeirrar líkingar, að minnsta
kosti finnst mér hún hvort
tveggja: koma kunnuglega
fyrir sjónir og vera hæpin. En
skáldinu er vandi á höndum
eins og fyrr segir, ekki verður
bæði sleppt og haldið. Er því
ekki ófyrirsynju að betur hitti i
mark þær líkingarnar sem inn
á við vita, t.d. hugmyndin un
„landnám hið innra“
um né rómantískum hugsjóna-
skáldskap nítjándu aldar,
heldur gagnger aðferð til að
tengja form verksins því efni
sem það er helgað. Svona er
verkið uppbyggt, öðru visi ekki,
og því væri út í hött að leita þar
einhvers sem þar er ekki.
Þetta er sjötta ljóðabók
Hannesar Péturssonar. Fyrri
bækur hans hafa allar þróast
hver af annarri en aldrei tekið
verulegum stökkbreytingum.
Til landnáms hiö innra
blæbrigði út i gegn sem er þó
allt annað en auðvelt. Snorri
sagði fyrir „hvernig skal kenna
skip“. En hann sagði ekki fyrir
hvernig skyldi flugvél kenna.
Hannes kveður:
Málmvængir blika.
Vér berumst I heiðskyggni vorsins
yfir eldstöðvar, jökla
og fsblá vötn
yfir korgaða strauma
yfir stormbarinn sand
sveitir og heiðalönd græn
fyrir guðs miskunn.
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Til landnáms hið innra—
unz eindrægni, þor
og bróðurþel, jöfnuður
er blómgun frelsis
og menntir vorar lauga
f Ijósi sem ávallt skín
þroskarfkt blaðskrúð
sem þolir storma.
Ljóðflokkinn endar svo
skáldið á þeim spaklegu orðum:
að „... þetta land / var sál vorri
fengið til fylgdar."
Hér hefur verið stiklað á
stóru, tekin einstök dæmi sem
gefa engan veginn heildar-
mynd af ljóðflokknum. Sem
heild er þetta mikils háttar
verk, meira en handahófsdæmi
gefa til kynna. Þótt i hlut eigi
frægt skáld og gott (eða
kannski líka vegna þess) þarf
þor til að senda frá sér verk af
þessu tagi á því herrans ári
1974. Búningur Ijóðanna
verður hvorki kenndur við
tísku né nýjabrun, að sönnu
bundin vissu tilefni en eru
engu að síður skoðun og stefnu-
skrá rithöfundar sem er hand-
genginn landi sinu, sögu þess,
tungu og bókmenntum. Forn-
yrðislagið kemur þá ekki fyrir
sjónir sem stæling á eddukvæð-
Sé grannt skoðað kemur i ljós
að skáldið hefur meó tímanum
hneigst til æ rammíslenskari
forma. Oður um Island er
áframhald á þeirri braut,
kannski stærsta skrefið. En lika
stendur þessi Ijóðflokkur einn
sér miðað við önnur ljóð Hann-
esar þar eð hér er um að ræða
tækifæriskveðskap, tilefni
bundinn, þannig að saman-
burður liggur ekki beint við.
Flest ljóð nútimaskálda eru
meira eða minna sjálfhverf,
stefna inn á við, spretta úr
djúpum huga skáldsins. Óður
um Island er annars eðlis:
skáldið velur sér verkefni sem
síðan er unnið úr á skipulegan
hátt. Aó því leyti er svipur
þessa ljóðflokks klassískur
fremur en rómantiskur, minnir
fremur að eddukvæðin sjálf en
eftiröpun þeirra á nitjándu öld.
Eða með öðrum orðum: þetta
er kaldhamraður óður sem skir-
skotar til íhugunar fremur en
tilfinningar, tilraun til að
klæða ljóðið aftur i þess konar
búning er hæfi hátíðum eins og
gerðist til forna er skáld fluttu
konungum kvæði.