Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
19
Blandaður kór
Erlendur Jónsson: Ljóð-
list. □ tsafoldarprent-
smiðja, Reykjavík 1974 □
ERLENDUR Jónsson lét frá sér
fara árið 1967 ljóðakver, sem
hann kallaði Skugga á torgi. En
kunnari er hann af hinum mörgu
ritdómum sínum og greinum um
menningarmál í Morgunblaðinu.
Þá hafa og margir- lesið bók
hans islenzk skáldsagnaritun
1940—’70, sem er merkisrit til
hlíðsjónar við lestur skáldsagna
frá þessu umbrotatímabili
íslenzkra bókmennta. En kunn-
astur mun hann vafalaust ungu
fólki af lslenzkri bókmenntasögu
1550—1950, er hefur verið notuð
sem kennslubók í fjölda skóla og
komið í fjórum útgáfum, enda er
hún eina kennslubókin, sem til er
i íslenzkum bókmenntum eftir
1550.
Nú er komin út ný ljóðabók
eftir Erlend, og heitir hún Ljóð-
leit. Mun það nafn eiga að gefa í
skyn, að enn sé hann að skyggnast
um lítið eitt tvíráður í fatabúri
ljóðdísarinnar, þar sem mörgum
hefur gengið báglega að greina
skart- og skjólflíkur sér við hæfi
frá nýju fötunum keisarans, sem
sjónhverfingameistarar disarinn-
ar hafa ávallt á takteinum handa
óverðugum gestum...
Mér virðist augljóst af þessu
bókarkorni, að ekki hafi erlendur
látið blekkjast 1 leit sinni, þó að
sjálfum honum kunni að sýnast,
að hann þurfi að átta sig enn
betur í fatabúrinu mikla og var-
hugaverða — til þess að hann geti
verið ánægður með þann búnað,
sem hann hafi þar valið sér.
Hann skiptir bók sinni í þrjá
meginhluta, sem hver fær sína
fyrirsögn. Sá fyrsti heitir Kögun,
annar Sögur úr stríðinu og þriðji
ber nafnið Ást.
1 bókinni eru alls 32 ljóð, þar af
19 í fyrsta hlutanum. Þau eru öll
mjög stutt nema eitt og yfir mörg-
um þeirra dapurleiki og allt að
því lífsþreyta. Veigamest er
lengsta ljóðið, Hlýindaskeiðið —
undir titill Svipmyndir á Hrúta-
fjarðarhálsi, en mér finnst að út-
lendu orðin, sem þar eru notuð,
komi, eins og skollinn úr sauðar-
leggnum — eigi mjög illa við þá
innlifun í islenzka náttúru, sem
setur svip á þetta ljóð, og svo
kemur annað til: Eg tel, að ekki
verði til þess ætlazt, að megin-
þorri islenzkra ljóðunnenda skilji
orðin Zauberspiel og credo — eða
kunni skil á Nibelungenlied, þótt
frægt sé. Öll ljóðin í bókinni eru
órímuð, nema hvað inn i þetta
lengsta ljóð fyrsta hlutans er skot-
ið á tveim stöðum átthendum er-
indum, þar sem höfundur ætlast
til að lesandinn svo sem staldri
við og svipist um. Þessi erindi
bera þess ljósan vott, að höfundi
lætur sízt verr að yrkja stuðluð
ljóð að gamalli og góðri íslenzkri
hefð en órimuð, og hvi skyldi
hann svo ekki athuga, þegar eitt-
hvað hrærist innra með honum,
sem hann finnur hvöt hjá sér til
að túlka í ljóði, hvort hið rímaða
form muni ekki falla betur en
rimleysan að þvi, sem honum býr
í br jósti ?
Eitt af ljóðunum i fyrsta hlutan-
um er þannig:
Húsfreyja
hallar undir flatt,
sperrir litla fingur
fyrir munn,
leggur
aðra hönd
á háls.
„Svona er lifið,“
segir hún
og varpar
öndinni
til hálfs.
„Já, svona er lifið,"
segir hún
og sperrir
litla fingur
fyrir opingátt
síns ógnarlitla
sjálfs.
Þetta lætur ekki mikið yfir sér,
en þó er þarna brugðið upp af
skemmtilegri gráglettni mynd,
Bðkmenntir
eftir GUÐMUND
G. HAGALÍN
sem er skýr og festist í minni. Og
það er einmitt gráglettni, sem set-
ur svip á eftirminnilegustu „sög-
urnar úr striðinu”. Ein þeirra
heitir Innsýn. Þar er sagt frá
myndarbónda, hreppstjóra og
framsóknarmanni, sem opnar
sumarhótel í sínu nýja húsi, hætt-
ir að lesa Tímann á kvöldin, en les
i staðinn „dagblað lífsins gegnum
gluggarúður og skráargöt. Um
haustið lýsir hann yfir sigri hrós-
andi:
Nú er ég búinn
að sjá og heyra
allt sem stendur
á Bósa sögu
og meira til."
Svo er það Astandssyrpa. I þvi
Ijóði segir höfundurinn frá heið-
urskonu, sem i fjögur ár, löng og
dreymandi, hefur horft á ástandið
út um eldhúsgluggann, þjónandi
af trúmennsku bónda og börnum,
en stenzt ekki mátið einmitt lýð-
veldisárið — en „féll, ótrúlegt, en
satt,“ segir sögumaðurinn. Og svo
var þá ekki að sökum að spyrja.
Fallið sagði til sin, greinilega og
áþreifanlega. Hann skar sig veru-
lega úr í hópi systkina sinna,
drengurinn sem fæddist um það
bil, sem friðurinn var saminn á
vestur- og norðurhjara heims. Og:
Getið hvernig
heittelskandi
eiginmaður
— hörkukari
í uppskipun,
byggingavinnu
og á Dagsbrúnarfundum —
seint og um síðir
hefndi sin
á Ameríku?
Erlendnr Jðnsson
Hann ól drenginn
upp i
kommúnisma.
Það er ennfremur hálfkærings-
glettni, sem yfirieitt setur svip
sinn á ljóðin í síðasta hluta bókar-
innar. En í hinu stutta lokaljóði
leyfir skáidið sér að leggja krans
rauðra rósa og hvitrar lilju á
ástarminningar æskuáranna.
Mér virðist af þessu ljóðakveri,
að skáldið Erlendur Jónsson
muni um of bundið af gagnrýn-
andanum, og að þá fyrst muni
skáldið njóta sín til fulls, þegar
hann lætur þann ugg, sem hann
hefur af tilfinningavæmni, lönd
og leið og leyfi þvi, sem nú í
leyndum liggur, að fá útrás til
jafns við þá skemmtilegu grá-
glettni, sem lætur honum vel,
þegar hann vill ýta við einhverju
eða einhverjum.
Misjafn sauður í mörgu fé
Ingólfur Jónsson frá Prest-
bakka: □ Þjóðlegar sagnir
og ævintýri. □ — Skuggsjá
1974.
1 þessari bók eru á 183 blaðsið-
um 138 sögur. Þær eru þvi allar
stuttar, Ingólfur flokkar þær í sjö
flokka. Hér á eftir fara heiti
flokkanna og tala sagna í hverjum
flokki: Alfasögur 16, Dulrænar
sögur 45, Örlagasögur 25,
Reynslusögur 19, Dýrasögur 5,
Ævintýri 12, Skringisögur 16. Það
skal þegar tekið fram, að ekki eru
glögg skil milli sumra þessara
flokka.
Ingólfur kallar bókina Þjóð-
legar sagnir og ævintýri, en mér
virðist ótvirætt, að hún hefði
frekar átt að heita Sögur og sagn-
ir af ýmsu tæi. Sögurritarinn seg-
ir í formálsorðum:
„Heimildarmenn söguritara eru
fjölmargir, en ýmsir þeirra eru
eigi nafngreindir, enda gleymdir
honum ófáir, því að mest var um
það hirt að geyma söguna, en sá,|
er sagði, vildi fremur falla úr
huga. Eins er það, að sumir sögu-
segjendur vildu ekki láta nafns
sins getið."
Hann getur siðan þriggja
heimildarmanna í formálsorðun-
um, Steinunnar Guðmundsdóttur,
húsmóður að Stóru-Hvalsá i
Hrútafirði, Ingibjargar Guð-
mundsdóttur, húsmóður að
Efri-Brunná I Dalasýslú, og Jóris
Guðlaugssonar, vegaverkstjóra í
Vopnafirði. En þessara nafn-
greindu sögumanna er svo ör-
sjaldan getið í lok sagna, — og
einungis fjögurra annarra, hvers
þeirra aðeins einu sinni, heimilda
að mörgum sagnanna er að engu
getið, en undir allmörgum er
heimildar getið á hliðstæðan hátt
og hér segir: Hrútfirzk sögn, Hún-
vetnsk sögn, Þingeysk sögn, Ný-
leg saga, en nöfnum breytt,
Gömul sögn að norðan, Sögn
aldraðs Austfirðings. Ingólfur
hefði þvi ekki átt að segja i for-
málsorðunum: „Heimildarmenn
söguritara eru fjölmargir, en ýms-
ir þeirra eru ekki nafngreindir,"
heldur: langflestir þeirra eru
ekki nafngreindir, því að ósam-
ræmið milli þess, sem segir I for-
málsorðunum og þeirrar stað-
Ingólfur Jónsson
reyndar, sem lesandinn rekur sig
á, gæti vakið þann grun, að fleiri
eða færri af sögunum væru heila-
spuni söguritarans.
Ég hef þegar tekið það fram, að
ég lít svo á, að söguritarinn hefði
ekki átt að velja bókinni heitið
Þjóðlegar sagnir og ævintýri. Það
nafn leiðir sem sé hug manna að
þjóðsögum og ævintýrum, þar
sem getið er heimilda og sögurit-
arinn dregur sig sem mest í hlé,
og forðast tilfinningasemi og per-
sónulegt málskrúð, skýringar, at-
hugasemdir og dulspekilegar
vangaveltur, en alls þessa gætir
alloft I frásögn Ingólfs Jónssonar.
Hér fara á eftir dæmi máli mínu
til sönnunar:
„Þegar bláljósar bárur sumar-
dagsins brotna við sóllýsta strönd-
ina, er kliður þeirra léttur og ljúf-
ur eins og leikhjal smábarns, sem
lifir andrána meðan hún er, en
það sem var og verður, skiptir
engu máli.Slíkurerheimur hjúfr
andi bára og hamingjusamra
barna. En æðandi öldur vetrarins,
eiga þær ekki söng?“ „Skyggni
maðurinn hafði séð í lífsbók sína
hér á jörð, löngu fyrir fram.“
„Svona getur hugur þess fram-
liðna bætt úr mistökum, sem
sannarlega voru leið, þó að þau
væru að sjálfsögðu óviljandi
gerð.“ „Fleiri voru ekki orð gamla
mannsins, en þau hrærðu hjarta
þess, sem þetta ritar, og gætu átt
erindi við fleiri." „Þegar kvöldió,
hinn eilifi sáttasemjari dags og
nætur, vikur fyrir nóttinni, eru
ögurstundir margar hjá mann-
anna börnum, þó að sumir séu þvi
miður ekki færir um aó njóta
þeirra. En á huldulandi hamingj-
unnar gróa mörg blóm og ef til
vill grær eitt blóm hverju hjarta."
„Á köldu baki jakans sigldi
steinninn og hefur til hvorugs
spurzt síðan. En áin fann sér nýj-
an stein til að væta með ástarkoss-
Faðir minn læknirinn. □
Hersteinn Pálsson bjó und-
ir prentun. □ Skuggsjá
1974.
I þessari bók eru þættir um
seytján látna lækna. Höfundarnir
eru fimm konur og tólf karlmenn,
og skrifar hvert þeirra um föður
sinn, getur æviatriða og starfs-
ferils, lýsir honum sem heimilis-
föður og manni og skýrir meira og
minna frá honum sem lækni. Þyk-
ir mér rétt að birta nöfn lækn-
anna og þeirra, sem um þá skrifa:
— og skal þess getið, að röð þeirra
hér og I bókinni fylgir fæðingar-
ári, sá fyrstur, sem fyrst er fædd-
ur, en siðastur sá, sem seinast var
í heiminn borinn:
Bjarni Jensson héraðslæknir —
eftir Ingólf Bjarnason, Skúli
Arnason héraðslæknir, eftir Sig-
urð Skúlason, Sigurður Magnús-
son héraðslæknir, eftir Magnús
Sigurðsson, dr. Guðmundur
Hannesson prófessor, eftir önnu
Guðmundsdóttur, Ólafur Finsen
héraóslæknir, eftir Asu Finsen,
Ólafur Thorlacius héraðslæknir,
eftir Birgi Thorlacius, Ingólfur
Gíslason héraðslæknir, eftir Karl
Ingólfsson, Þórður Sveinsson
prófessor, eftir Agnar Þórðarson,
Matthias Einarsson yfirlæknir,
eftir Maríu Ragnars, Ólafur Ó.
Lárusson héraðslæknir, eftir Axel
um sfnum." „(Leturbr. min G. G.
H.X
Ég leyfi mér að vænta þess, að
það, sem ég hef nú fundið að
frásagnarhætti sögumannsins,
verði honum til nokkurrar leið-
sagnar, þá er hann færir i letur
það framhald þessarar bókar, sem
hann boðar á ári komanda í niður-
lagi formálsorða sinna. Og nú sný
ég blaðinu við.
Yfirleitt ritar sögumaðurinn
hreint og skýrt mál, og víða kemst
hann mjög vel að orði. Þá eru og
Ó. Ólafsson, dr. Guðmundur
Thoroddsen prófessor, eftir Dóru
Thoroddsen, dr. Helgi Tómasson
yfirlæknir, eftirRagnhildi Heiga
dóttur, Haraldur Jónsson héraðs-
læknir, eftir Jón Thor Haralds-
son, Gisli Pálsson heimilislæknir,
eftir Pál Gislason.
Hersteinn Pálsson safnaði efni í
þessa bók. Hann segir svo í for-
mála:
„Um sérstaka reglu við val höf-
unda eða lækna, sem um er ritað,
var ekki að ræða. Þó var leitazt
við að starfssvið eða reynsla lækn-
anna yrði sem víðtækust og fjöl-
þættust. Jafnframt varð að hafá í
huga, að bók af miðlungs stærð
eða jafnvel aðeins stærri gæti
aldrei geymt minningar um eins
marga menn og æskilegt hefði
verið — hvort sem er frá sjónar-
miði útgefanda, undirritaðs eða
áhugasamra lesenda. Val höfunda
og viðfangsefni hlaut því að tak-
markast að nokkru af þeim fjölda,
sem tjáði sig strax reiðubúinn til
að leggja sitt af mörkum til þess
að hugmynd útgefanda um bók-
ina gæti orðið að veruleika.”
Það er fljótsagt, að þó að
lesendum þessarar bókar muni
koma til hugar læknar, sem þeir
vildu hafa séð minnzt i þessari
bók, en þar er ekki getið, þá tel
ég, að um hana hafa vel til tekizt
hjá safnanda og þeim, sem þætt-
ýmsir af sögunum í bókinni vel og
látlaust sagðar — og sums staðar
þar, sem sögumaðurinn gefur
imyndunarafli og fegurðarskyni
sjálfs sins lausan tauminn, verður
hann skáldlegur, án þess að hjá
honum gæti tilgerðar eða til-
finningavæmni. Hann segir svo í
formálsorðunum: „En svo er rétt
að ljúka þessum orðum með
þeirri ósk, að sögurnar verði sem
flestum til ánægju, en engum til
angurs." Ég hygg, að mörgum
muni fara þannig við lestur
bókarinnar, að þessi ósk höfundar
rætist. Bókin mun að minnsta
kosti ekki verða neinum til
angurs. í henni kemur hvarvetna
fram góðvild, bjartsýni og gleði
yfir þvi, sem gott er og fagurt.
ina rita, og tel ég mjög líklegt, að
Hersteini muni takast að safna
efni í aðra bók, sem vonandi verð-
ur ekki síður læsileg og forvitni-
leg en þessi.
Fyrirsögn þessa greinarkorns
hef ég fengið úr þeim þætti, sem
Ragnhildur Helgadóttir, alþingis-
maður, skrifar um föður sinn. Á
skrifborði dr. Helga Tómassonar
stóð ávallt „i örlitlum ramma”:
„Nur ein guter Mensch kann ein
guter Arzt sein.“ Margir læknar
hafa þótt nokkuð hrjúfir eða fá-
látir utan hóps fjölskyldu sinnar
og nánustu vina, en þeir hafa oft
og tiðum staðið frammi fyrir þeim
lífsatvikum og aðstæðum, sem
reyna mjög á tilfinningalífið og
skapgerðina, og svo hafa þeir þá
orðið að beita sjálfa sig hörðu til
þess að ganga heilir að verki sinu,
og ennfremur hefur þeim borið
og ber enn skylda til að flíka ekki
einkamálum sjúklinga sinna eða
skjólstæðinga. Hið stundum
hrjúfa viðmót og orófæðin er því
siður en svo merki þess, að lækn-
ir, sem þannig kemur fram, sé
ekki góður drengur og harla fórn-
fús, en margur maður hefur ekki
látið sér skiljast þetta. Og vissu-
lega tel ég, að hinn skarpgáfaði
dr. Helgi Tómasson hafi séð það
rétt, að i hinu þýzka spakmæli
Framhald á bls. 27.
„Aðeins góður maður
getur verið góður læknir”