Morgunblaðið - 18.12.1974, Blaðsíða 20
20
MORGVNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
Sovétþingið ræð-
ir ríkisbúskapinn
Moskvu, 17. desember
— Reuter.
SOVÉZKA þingið kemur saman á
morgun til að staðfesta fram-
kvæmdaáætlun ríkisins og fjár-
lögin fyrir árið 1975, og hugsan-
lega munu leiðtogarnir I Kreml
flytja skýrslu um sfðustu viðræð-
ur sfnar við þrjá vestræna þjóðar-
leiðtoga. Er búizt við að þingið
standi yfir f þrjá daga, en lög-
gjafarþing Sovétríkjanna situr
tvisvar á ári, — á sumrin og í
desembermánuði.
Annað tveggja kunnra atriða á
dagskrá þingsins er ávarp Nikolai
Baibakovs, yfirmanns rikisáætl-
ana, sem mun skýra frá fram-
leiðslumarkmiðum atvinnuvega,
— iðnaðar og landbúnaðar á
Grænlands-
siglingu frestað
fram yfir jól
VIÐGERÐ stendur nú yfir á
grænlenzka bátnum Kirstine
Hansarak, sem varðskipið Þór
bjargaði til hafnar um síðustu
helgi, er mikill leki kom að bátn-
um úti af Garðsskaga.
Aðeins einn
sexburanna
lifir
Aðeins einn sexburanna, sem
fæddust í San Jose I Kaliforníu,
er nú á lífi. Tvö systkini hans
létust I dag vegna öndunartrufl-
ana. Aðeins ein stúlka, Jolene,
lifir, og segja læknar hana bragg-
ast með hverjum degi, þótt of
snemmt sé að segja fyrir um
hvort hún hafi það af. Móðirin,
frú Charlotte Lange, sem er 26
ára, fæddi fjórbura f desember á
sl. ári, en þeir létust allir. Hún
hafði tekið inn frjósemislyf og
hélt því áfram og fæddi nú sex-
bura, þremur mánuðum fyrir tfm-
ann.
Leiðrétting
I VIÐTALI við Baldur Johnsen í
Morgunblaðinu i gær um mengun
kom prentvillupúkinn við á
tveimur stöðum.
A einum stað er rætt um rann-
sóknarnefnd mengunarmála i
Straumsvík og segir þar að yfir-
læknir eigi sæti í henni, en á að
vera yfirdýralæknir. Á öðrum
stað segir, að kolsýringurinn
breytist fremur í kolsýru (C02)
sem er skaðleg eins og.Hér
á að standa óskaðleg. Hlut-
aðeigandi er beðinn velvirðingar
á þessu.
Samræm-
ing í launa-
flokkum
BÆTT hefur verið við þremur
launaflokkum hjá ríkinu og er
það gert til að samræma launa-
stiga við samninga Bandalags
háskólamanna. Er hér um að
ræða launastiga B. 6, 7 og 8,
sem samsvara launastigunum
A 28—30. Launahækkunin f
þessum flokkum er um 12%,
þannig að laun sem s.l. ár voru
100 þús. kr. eru nú um 112 þús.
kr., en í þessum launaflokkum
eru ráðuneytisstjðrar og örfáir
aðrir embættismenn að sögn
Þorsteins Geirssonar skrif-
stofust jóra f f jái málaráðu-
neytinu.
næsta ári. Hann kann einnig að
gefa lokatölur um kornuppsker-
una I ár, sem margir vestrænir
fréttaskýrendur telja að kunni að
vera allt að 30 milljónum tonna
minni en í fyrra. Hitt atriðið er
ávarp fjármálaráðherrans, Vasily
Garbuzovs, sem mun m.a. skýra
frá upphæðum sem varið skal til
hermála 1975, en þeirrar tölu
hefur verið beðið með ofvæni þar
eð hún er talin áþreifanleg vís-
bending um mat Sovétleiðtog-
anna á stöðunni í alþjóðamálum.
Vegna slökun spennu í samskipt-
um austurs og vesturs hafa opin-
ber framlög til hermála minnkað í
Sovétríkjunum, á þessu ári um
9,1%, og kunna að minnka enn á
næsta ári.
Báturinn var tekinn upp i
skipasmíðastöð Daníels Þorsteins-
sonar við Nýlendugötu. I ljós
hefur komið, að allviða er bátur-
inn óþéttur ofan sjólínu og alvar-
legastur er sá leki kringum
skammdekkið og eins kringum
borðstokksstoðir þar sem þær
ganga í gegnum þilfarið. Einnig
stendur yfir viðgerð á raflögnum
í vélarrúmi, sem skemmdust er
sjór komst í vélarrúmið. Standa
vonir tií, að viðgerð á bátnum
verði lokið um eða eftir miðja
næstu viku.
Skipstjórinn á bátnum, sem
heitir Kurt Nielsen, sagði Mbl. í
gær, að hann hefði átt samtal við
eigendur bátsins, Konunglegu
Grænlandsverzlunina. Hefði
verið ákveðið aó fresta siglingu
bátsins til Grænlands þar til eftir
jólin. — Kvaðst hann og áhöfn
hans trúlega fara heim um helg-
ina, eftir að farin hefði verið
reynsluför með bátinn eftir að
viðgerð lyki í skipasmióastöðinni.
— Fólk flýr
Framhald af bls. 36
Að sögn fréttaritarans var vöru-
flutningabíllinn, sem flytur nýja
spenninn til Kópaskers, kominn
til Akureyrar um hádegisbilið I
gær. Átti hann að haida þaðan um
kl. 13 og á undan bílnum fór veg-
hefill. Ekki var búizt við, að bíll-
inn yrði kominn til Kópaskers
fyrr en í nótt er leið, því þungfært
var á ieiðinni. Nýi spennirinn er
ekki nema 300 kw, en sá gamli var
600 kw og var hann þó alltof lítill
og menn höfðu í raun beðið eftir
því að hann gæfi sig i mörg ár. Til
að komast hjá alvarlegum raf-
magnsskorti á næstunni verður
dieselvél Vegagerðarinnar keyrð
áfram.
— Jarðlaust
Framhald af bls. 17
verið að flytja fisk úr skut-
togaranum Drangey, sem kom
með 100 tonn. Frystihúsið á
Hofsósi er alveg fullt af unn-
um fiski og eru líkur til þess að
framleiðsla stöðvist ef ekki
fæst útskipun mjög fljótlega.
Mjög er kvartað yfir því að
ekki fáist blöð nema í stórum
slumpum og þá 4—6 daga
gömul.
Tófan er mjög mikið á
ferðinni, jafnvel niður við sjó.
Mjög lítil rjúpnaveiði hefur
verið. Eitthvað hefur verið um
reka á fjörum, sem liggja á
móti norðri. Silungsveiði hefur
verið sæmileg niður um ís á
Höfðavatni.
— Björn.
— Innflutningur
Framhald af bls. 36
sælgætisiðnaður býr við hátt
sykurverð og hráefnisverð að
öðru leyti í samanburði við verð í
!' öðrum löndum hefur verið frest-
’ að að setja sælgæti á frílista. Gert
er ráð fyrir, að síðar verði lögð á
sérstök innflutningsgjöld til að
eyða mismun á hráefnisverði inn-
lends og erlends sælgætisiðnaðar
og verði þá innflutningskvótar
sælgætis gefinn frjáls.
Eftirtaldir innflutningskvótar
fyrir leyfisvörum hafa verið
ákveðnir fyrir árið 1975:
Kaffi, brennt, í smásölubúðum,
2 kg. eða minna kr. 10.000.000.—
Sælgæti kr. 90.000.000.—
Sópar, burstar og penslar kr.
8.000.000,—
Vegna aukningar frílistans
verða nú settir innflutnings-
kvótar í aðeins 3 vöruflokkum, en
voru í 7 vöruflokkum 1974.
— Hvarf
Stonehouse
Framhald af bls. 1
staðhæfingar Froliks. Sagði Wil-
son, að ef einhver minnsti vottur
af staðfestingu hefði komið í ljós
á þeim tíma hefði Stonehouse ver-
ið sviptur þingmannsstarfi sínu.
Orðrómur um að Stonehouse
hefði komizt i kast við Mafiuna í
viðskiptamáium sinum, fékk byr
undir báða vængi fyrir skömmu,
er sementsblokk með
mannslíkama fannst skammt frá
staðnum, sem hann hvarf á, en I
ekkert hefur komið fram, sem
bendir til, að um jarðneskar leifar
þingmannsins geti verið að ræða.
— Varnarliðs-
maður
Framhald af bls. 36
síðustu viku, var ungur maður
tekinn fyrir skömmu í húsi í
Reykjavik, og hafði hann undir
höndum 200 grömm af
marihuana, sem hann hafði
fengið í pósti frá Bandaríkjunum.
Vió yfirheyrslur kom fram, að
maðurinn hafði vitneskju um, aó
ákveðinn varnarliðsmaður hefði I
fórum sínum kannabis. Islenzka
lögreglan á Keflavíkurflugvelli
og herlögreglan gerðu skyndileit
hjá manninum, og fannst þá um-
rætt magn. Efnið hefur verið sent
i efnagreiningu, en Arnar
Guðmundsson, fulltrúi hjá Fikni-
efnadómstólnum, tjáði Mbl. að
flest benti til þess, að um
marihuana væri að ræða. Arnar
sagói, að ekki væri búið aó vigta I
magnið, en það væri líklega |
300—400 grömm.
Sem fyrr segir hófust yfir-
heyrslur i máii þessu í gær, og
liggur ekki enn ljóst fyrir hvort
maðurinn hefur ætlað að nota
efnið til eigin nota eða I sölu og
hvort hann er viðriðinn fleiri mál
en þetta eina.
— Sund-og
íþróttahöll
Framhald af bls. 3
Fulltrúi frá menntamálaráðu-
neytinu var með I ferðinni og
hefur samþykkt teikningarnar
fyrir ráðuneytisins hönd. Bæði
mannvirkin eru með fullkomlega
löglegan keppnisvöll og sundlaug
og býður fþróttahöllin upp á
20x40 m völl og sæti fyrir um 400
áhorfendur og sundhöllin er með
25x11 m laug og um 200 sæti fyrir
áhorfendur, en ef stæði eru notuð
aðeins komast mun fleiri
áhorfendur. Auk þessa er ýmis-
konar félagsleg aðstaða og her-
bergi fyrir þrekþjálfun, veitinga-
stofa, æfingaherbergi fyrir
björgunaræfingar og þurrsund,
þ.e. sundkennsluæfingar o.fl., en
húsin eru álfka stór. Stærra húsið
samkvæmt tilboði Klemenson og
Nilsen er 3100 fm og kostar 270
millj. kr. en minna húsið er tæp-
lega 3000 fm og er frá Asmussen
og Weber og er nokkru ódýrara,
en undirbúningsnefndin hefur
mælt með að stærra húsið verði
fyrir valinu."
Gert er ráð fyrir samkvænit til-
boðunum að ef gengið verður frá
samningum fyrir 1. janúar n.k.,
verði sundhöllin tilbúin fyrir
næsta skólaár, 1. okt. 1975, og öll
byggingin verði tilbúin fyrir júlf-
lok 1976. Bæði tilboðin gera ráð
fyrir steyptum grunnum og m.a.
steyptu laugarkeri, flísalögðu, en
yfirbygging verður úr tré.
— á.j.
- Dulræn reynsla
Framhald af bls. 10
daga dvaldist Andrés hjá þeim í
fjóra mánuði. Voru haldnir
fundir einu sinni I viku allan
þann tíma og ekki tókst með
nokkru móti að finna nein svik
eða brögð hjá miðlinum.
Þannig sannfærðist Elinborg
Lárusdóttir um raunveruleika
þessarar dularfullu gáfu og sam-
bandið við framliðna. Margir af
frægustu stuðningsmönnum
spiritismans hafa einmitt haft
svipaða sögu að segja: frá tor-
tryggni og andúð til skilnings og
stuðnings við málefnið.
Þetta er rifjað upp hér sökum
þess að ekki er óliklegt að þessi
nýja bók Elínborgar verði síðasta
bók hennar um dulræn efni. Hún
er nú á níræðisaldri og hefur átt
við vanheilsu að stríða. En hún
hefur sannarlega ekki látið sitt
eftir liggja: Þetta mun vera átt-
unda bók hennar um þessi mál.
Það hefur og sannast að ekki hafa
bækur þessar verið til lítils skrif-
aðar. Lesendur hafa tekið þeim
ákaflega vel og svo hafa þær bein-
línis átt þátt í því að vekja athygli
erlendra vísíndamanna á hinum
frábæru hæfileikum Hafsteins
Björnssonar.
Titillinn á hinni nýju bók Elin-
borgar LEIT MlN AÐ FRAM-
LlFI, er að því leyti villandi að
þessi bók er ekki yfirlit um leit
hennar sérstaklega. Hún er
fremur eins konar framhald af
bókinni DULRÆN REYNSLA
MlN. Þó er hún að ýmsu leyti
persónulegri, enda er hér sagt frá
ýmsu sem skáldkonan hingað til
hefur veigrað sér við að segja frá
af ótta við að henni væri ekki
trúað, svo sem er hún segir frá
dulheyrn sinni og sýnum. Um
þetta segir Elinborg í þessari bók
sinni: „Hinir látnu koma og tala
við mig, eins og maður talar við
mann. Þetta er ótrúlegt og furðar
mig ekki þótt einhver, sem ein-
hvern tíma les þetta, rengi það.
finnst mér skylda mín að segja
allan sannleikann i þessu efni,
eins og ég skynja hina dularfullu
atburði, sem ég nú orðið hef sjálf
mikla og margs konar reynslu af.“
Reyndar var Elínborgu orðið ljóst
að hún bjó yfir ófreskigáfu löngu
áður en hún kynntist spiritisman-
um. Hins vegar varð hann til þess
að útskýra fyrir henni, hvað hér
var á ferð. Viða i þessari bók
minnist hún þess með þakklæti,
hvernig Hafsteinn miðill kom
henni til hjálpar, þegar hún varð
fyrir verulegum óþægindum af
hinum ósýnilegu verum, þvi það
er tvíeggjað sverð að komast í
samband við hinn ósýnilega heim."
Elinborg' er nú komin hátt á
níræðisaldur, og það er eins og
hún finni nú hin óhjákvæmilegu
umskipti nálgast, þvi hún lýkur
bókinni með þessum orðum:
„Ég vil enda þessa bók með þvi
að þakka öllum samferðamönnum
minum. Þakka öllum, sem verið
hafa mér vel og stutt hafa mig á
einn og annan hátt. En fyrst og
fremst þakka ég guði fyrir hans
handleiðslu og vernd á allri lífs-
braut rninni."
— Breyting
Framhald af bls. 25
með því að breyta tímasetning-
unni á uppgjörsári hins opinbera
og fjárlaga gefist alþingismönn-
um betra svigrúm til að fjalla um
einstaka þætti þeirra og gera við-
eigandi lagabreytingar eftir því
sem stefnumótun þróaðist á Al-
þingi í þeim veigamiklu málu,
sem fjárlögin spanna yfir.
Eðli máisins samkvæmt mundi
Alþingi sitja lengur að störfum
fyrri hluta árs en áður hefur tíðk-
ast, ef farið yrði inn á þær braut-
ir, sem þingsályktunartillagan
felur í sér.
Jólabækur
SKEMMTILEGU
SMÁBARNABÆKURN-
AR ERU
SAFN
ÚRVALSBÓKA
FYRIR
LÍTILBÖRN:
Bláa kannan
Græni hatturinn
Benni og Bára
Stubbur
Tralli
Stúfur
Láki
Svarta Kisa
Skoppa
Aðrar bækur fyrir
lítil börn:
Kata litla og brúðuvagn-
inn
Palli var einn i heiminum
Selurinn Snorri
Snati og Snotra
Bókaútgáfan
Björk.
Texos Instruments
vasareiknar
TI-2QOO
TIL JOLA
Tilvalin jólagjöf
Verö frá kr. 5.618,00
P ÞORHF