Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.12.1974, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 Minning: Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir F. 28. aprll 1893. D. 13. október 1974. Nú er hún amma horfin sjónum okkar. Sár söknuður er kveðinn að okkur barnabörnunum. Er við kveðjum hana ömmu i hinzta sinn, leita hugljúfar minningar frá bernskuárunum fram í hug- ann. Hjá Lovisu ömmu og Ibsen afa I Súgandafirði vargott og skemmti- legt að vera. Við fengum að rétta afa hjálparhönd, er hann var að dytta að bátnum sinum, — eða við búskap og ýmis heimilisstörf. Þegar afi fór í róður, fórum við oft með ömmu niður á bryggju til þess að kveðja. A kvöldin sögðu eða lásu amma og afi fyrir okkur sögur og kvæði, eða við fengum að taka virkan þátt í heimilisiðju þeirra og tóm- stundastarfi. Afi var mikill elju- og iðjumaður. Honum féll sjaldan eða aldrei verk úr hendi, enda iagði hann gjörva hönd á margt. Hann var mikill smiður og hag- leikurinn honum í blóð borinn. Sjálfur smiðaði hann og skar út alla sína muni, sem margir hverj- ir voru dýrgripir og mikil völundarsmið, eins og t.d. mynd- rammarnir hans. Amma var lika handlagin og flestur fatnaður og áklæði á þeirra heimili fór um hennar hendur. Oft vorum við barnabörnin mörg i senn heima hjá ömmu og afa. Stundum kom það fyrir, að t Systir okkar, SELMA GUOJÓNSDÓTTIR, (GÓGÓ), Garðastræti 13 B, andaðist að heimili slnu 1 6 desember. Fyrír hönd systkina, Heiðveig Guðjónsdóttir, Guðmundur Guðjónsson. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET NIKULÁSDÓTTIR, Vitastig 6 A, Hafnarfirði, sem andaðist 12. des. s.l. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 1 9. des. n k. kl. 14. Fyrir hönd barna okkar. tengdabarna og barnabarna, Vigfús Þorgilsson. t Útför sonar okkar, SVEINS ÞÓRHALLSSONAR frá Kirkjubóli. Norðfirði, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19 desemberkl. 10.30 f.h. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Þórhallur Einarsson, Agnes Árnadóttir. t Útför móður minnar og ömmu ÞÓRUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR fer fram frá Fossvogskírkju, fimmtudaginn 1 9 þ.m. kl. 3. Gyða Tómasdóttir Hafdís Þórólfsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu ÞURÍÐAR PÁLSDÓTTUR Herjólfsstöðum Álftaveri Gissur Jóhannesson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Eggert Jóhannesson, Guðlaug Tómasdóttir, Kjartan Jóhannesson, Valgerður Jónsdóttir, Einar Jóhannesson, Sigríður Bárðardóttir, Páll Jóhannesson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Svava Jóhannesdóttir, Gisli Jónsson, Lára Jóhannesdóttir, Loftur Jóhannesson, Hulda Jóhannesdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg les I Biblfunni minni á hverjum degi, en mér finnst erfitt að segja öðrum frá frelsaranum. Hvernig get ég sigrazt á þessu? Biblían segir: „Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar.“ (2. Tímót. 1,7). Drottinn sagði líka: „Hver, sem blygðast sín fyrir mig . . . fyrir hann mun og mannssonurinn blygðast sín“ (Mark. 8,37). Verið eðlilegur í trú yðar á Krist. Fyllið hjarta yðar og huga með fyrirheitum Guðs í Biblíunni. Breytið í samræmi við trú yðar. Líf yðar verður Drottni til vitnisburðar, og yður munu gefast mörg tækifæri til þess að tala um hann. Það verður oft lítið úr okkur, þegar við reynum að vitna, en það reynist auðveldara, ef við lifum honum í daglega lífinu. hópurinn lét ófriðlega; birtist þá amma og ítrekaði það, sem hún hafði svo oft áður sagt, að sá vægði oftast, sem vitið hefði meira, og við það lægði stærstu ófriðaröldurnar. — Þannig var amma. Hún beitti aldrei skömm- um eða refsingum, heldur ein- ungis fortölum, — og gamla kon- an miðlaði okkur af sinni lífs- reynslu og persónulegri lífsskoð- un og það gjarnan I formi alís- lenzkra málshátta. Mikill var sá fjöldi, sem hún kunni af þeim. A heimili afa og ömmu varjafn- an margt um manninn og gest- kvæmt. Þar voru allir velkomnir jafnt vinir sem vandamenn. Hásetar afa fyrr og síðar komu oft f heimsókn. A þeirra heimili var öllum veitt jafnt og af höfðings- skap, þótt ekki væru efnin ætíð mikil. Eftir andlát afa, og við það að hópurinn stækkaði og dreifðist, sáum við ömmu sjaldnar, en við og við fengum við hana í heim- sókn og þá daga var heldur betur kátt á hjalla. Hún amma var afar tilfinninga- næm og stundum fannst okkur hún gera mikið veður út af litlu, en þeim mun meiri varð virðing okkar og aðdáun á henni, er við kynntumst æðruleysi hennar og sálarró, þegar óvænt slys og dauðsföll sóttu fjölskylduna heim. Eins og flest annað fólk, sem háum aidri nær, mátti hún sjá á bak mörgum ástvininum og hnigu sumir I val fyrir aldur fram. Auk þess átti hún sjálf um langan aldur við margan erfiðan sjúkdóminn að stríða. Ekki er um það að efast, að einlæg trú hennar á annan og betri heim og æðri máttarvöld hafi verið henni það traust og það hald, sem dugði henni bezt, þegar sjúkdóma og sorg bar að garði. Tilviljun ein olli því, að fyrsti kvenprestur á Islandi jarðsöng ömmu. Að okkar hyggju hefur þessi atburður verið mjög i henn- ar anda, þvi að jafnrétti kynjanna var henni mjög hugleikið mál. Hún hefði örugglega átt erfitt með að skilja, hvers vegna störf í þágu almættisins ætti að ein- skorðast við annað kynið. Þegar amma er nú farin i hina hinztu för, viljum við barnabörn hennar þakka henni fyrir alla ástúðina og umhyggjuna, sem hún auðsýndi okkur og fyrir það veganesti, sem hún gaf okkur. Góður Guð blessi hana og minningu hennar. Barnabörnin. HINN 13. október s.l. andaðist frú Lovísa Rannveig Kristjánsdóttir, Suðureyri, Súgandafirði. Með henni er gengin góð kona og gegn. Lovísa fæddist 28. april 1893 á Flateyri við Önundarfjörð. Ung gekk hún að eiga Ibsen Guðmundsson, Suðureyri og þar átti hún siðan heima til dauða- dags. Ibsen maður hennar, sem andaðist árið 1957, stundaði sjó- inn. Hann var formaður á bátnum og dugnaðarmaður og sjósóknari. Umsvif hans og mannaforráð voru nátengd heimili þeirra hjóna, því að oft munu skipverjar hans hafa búið á heimili for- manns eins og ekki var ótítt I þá daga. Heimilið var þvi annasamt og mótaðist af gestrisni og um- önnun við aðkomna. Þessu var öllu komið I verk I aukastörfum húsmóðurinnar því að ærið verk- efni hlýtur það að hafa verið að annast 8 börn, sem þeim hjónum varð auðið. Lovísa var kona, sem mótaði heimili sitt og uppeldi barna sinna í kristilegri trú og siðgæði. Hún mátti ekkert aumt sjá og var greiðvikin og hjálpsöm, hvar sem hún gat komið því við. Hún var félagslynd, þótt hún væri ekki i mörgum félögum um ævina. Hún var ein af stofnendum Kven- félagsins Arsól á Suðureyri. Það var eina félagið, sem hún starfaði í, en hún starfaði þar alltaf mikið og vel, því að hún var heil i öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Eftir að Ibsen maður Lovisu andaðist bjó hún á heimili dóttur sinnar Lovísu og tengdasonar síns Egils Guðjónssonar. Þar naut hún siðustu æviárin þeirrar ástúðar og umhyggju, sem hún var svo vel að komin. Ég kynntist ekki Lovísu fyrr en á siðari árum. En ég þekkti' alltaf vel til hennar. Ég var alinn upp í næsta húsi við foreldra hennar á Flateyri, en þá var Lovisa farin úr föðurgarði. Ég á ljúfar endur- minningar um foreldra hennar, sæmdarhjónin Önnu Guðmunds- dóttir og Kristján Bjarna Guðmundsson. Ástsemd og vin- átta þessara gömlu hjóna er mér í huga frá fyrstu ævisporunum. Þegar ég kynntist svo Lovisu, átti ég sama viðmótinu og vináttunni að fagna. Hún var trygglynd kona og traust. Lovisa var ein þeirra kvenna, sem ekki láta mikið yfir sér. Samt var framkoma hennar myndugleg og hress var hún í anda. En stærst var hún í verkum sínum. Hún setti svip á Súgandafjörð og er harmdauði allra, sem hana þekktu. Þorv. Garðar Krist jánsson. t Móðir okkar, GUÐLEIF BENDER, andaðist að Hrafnistu 1 7. þ.m. Börnin. t GUÐRÚN JENSDÓTTIR frá Eskifirði andaðist 1 1. des., i sjúkrahúsinu Sólvangi. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 19 des. kl. 13.30 Fyrir hönd vandamanna Laufey Stefánsdóttir Sæunn Jónsdóttir. t Þökkum samúð við andlát og útför INGIBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR frá Völlum í Svarfaðardal. Vandamenn. t Þökkum hjartanlega alla samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐBRANDAR GUÐJÓNSSONAR múrara. Laugateig 10. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Borgarspitalans Guðrún Þorvaldsdóttir, Glsli Guðbrandsson, Svala Marelsdóttir, Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Gunnar Pétursson, Hrafnhildur Guðbrandsdóttir, Gunnar Richardson, Þorbjörg Jósefsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.