Morgunblaðið - 18.12.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974
27
— Aðeins góður..
Framhald af bls. 19
væri ekki skotið fram hjá mark-
inu.
Það er sannlega ærinn vandi að
rita fyrir alþjóð um föður sinn,
en mér virðist að þau tólf, sem
fram koma í þessari bók, hafi
komizt mjög vel frá því. Ég hygg
að þar gæti hvergi oflofs, en einn
höfundanna er hressilega berorð-
ur, og einn eða ef til vill tveir eru
svo hræddir við lofið, að þeir ger-
ast um of hófsamir, svo að mynd
föðurins verður ekki eins skýr og
lifandi og vert hefði verið. Ég
hliðra mér svo hjá að skýra frá
því, hverjir þáttanna mér þykja
skemmtilegastir og bezt gerðir og
hverjir hafi tekizt nokkru miður.
Þeir eru allir þeirrar gerðar og
þess efnis, að hver allvel skyni
borinn maður mun vera fær um
að meta þá sem skemmti- og fróð-
leiksefni.
En ekki get ég skilizt svo við
þessa bók, að leggja ekki áherzlu
á, i hverri þakkarskuld þjóðin
stendur við þorrann af læknum
liðins tima, svo hart sem þeir að
sér lögðu til að fá bætt mein
sjúkra og forðað heilbrigðum frá
hörmum. Slík skyldurækni, fórn-
fýsi og karlmennska, sem víðast
kemur fram i þessum þáttum, er
aðdáanleg og sum afrek lækn-
anna við verstu aðstæður vægast
sagt furðuleg. Og vissulega rikir
hjá fjölmörgum islenzkum lækn-
um nútímans sá andi, sem sannar
spakmælið þýzka, en ef til vill
væri ýmsum núlifandi læknum til
hollustu að lesa þessa þætti — og
þó einkum læknanemum — til
varnar þeirri háskólapest, sem ég
skammast mín fyrir dýranna
vegna að kalla skepnuskap, og olli
hátiðarspjöllum 1. desember síð-
ast liðinn.
Að lokum þakka ég Oliver
Steini, Hersteini Pálssyni og hin-
um tólf höfundum þáttanna góða
bók — og leyfi mér, óvigður mað-
ur, að blessa minningu þeirra
lækna, sem þar er minnzt.
Fréttapunktar
frá Siglufirði
Siglufirði, mánudag.
KVENFÉLAG sjúkrahússins, sem
vinnur að því göfuga málefni að
afla peninga til kaupa á tækjum
til sjúkrahúss bæjarins, hefur nú
lokið merkum áfanga — rétt einu
sinni. Nú hafa konurnar afhent
sjúkrahúsinu eina milljón króna í
þessum tilgangi. Formaður
félagsins er frú Kristín Þorsteins-
son.
Þá má geta þess, að lokið er
fatasöfnun til Eþíópíu og var hér
safnað hálfu tonni af fötum,
einnig söfnuðust 100.000 kr. í pen-
ingum.
★
Nú er ófært orðið hingað með
bílum, en við vonum, að reynt
verði að halda leiðinni opinni
fram að jólum a.m.k. Snjó-
þyngslin eru mest í Fljótunum en
hér er ekki teljandi snjór kominn
þegar ég skrifa þetta.
★
Það ágæta skip Sigluvík er
komið úr veiðiför og var 60 tonn-
um af fiski landað til vinnslu.
Þess er loks að geta, að er
dregið var i Háskólahappdrættinu
á dögunum, rak á fjörur okkar
Siglfirðinga hvorki meira né
minna en nokkuð á fjórða milljón
króna I happdrættisvinningum.
Fréttaritari.
Ryðvörn — Ryðvörn
EIGUM NOKKRA TÍMA LAUSa.
Parttið strax í síma 85090.
Ryð varnarþjónustan,
Súðavogi 34,
sími 85090
Eg þakka
fjölskyldu minni, stjórn og starfsfélögum mínum við Morgunblaðið,
öðrum félagasamtökum, ættingjum og vinum mínum, nær og fjær,
. sem með stórgjöfum, skeytum og öðrum hlýhug heiðruðu mig á 80 ára
afmæli mínu 23. nóv. s.l„ færi ég minar kærleiksríkustu þakkir og
blessunaróskir.
Gleðileg jól. — Farsældar og blessunar óska ég
ykkur ollum á komandi árum.
Guðbjörn Guðmundsson,
Hagamel 18.
„Apakettir og annað
fólk"
hin bráðfyndna og skemmtilega bók Sveins Ásgeirssonar. Þar segir
hann m.a. frá apamálinu mikla í Tennessee og viðbrögðum Vestur-
íslendinga við þvf. Mest munu menn þó hlæja, er þeir lesa um eitthvert
grátbroslegasta hneyksli, sem yfir Dani, frændur vora, hefur dunið, er
þeir hylltu og heiðruðu skálkinn, sem sagðist hafa fundið Norðurpólinn.
Fjöldi mynda og skopteikninga er í bókinni.
Verð kr. 1035,00
soensk hönnun
fyrir heimilið
HUSGAGNAVERZLUN
krístjAns SIGGEIRSSONAR HF.
,o Laugavtígi 13 Roykjavik sími 25870