Morgunblaðið - 18.12.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.12.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 29 fclk í fréttum Osmonds í Kaupmannahöfn + Poppunnendur ( Danmörku geta nú glaðst yfir þvl að fá að heyra f, og sjá, þá frægu Osmonds. Osmonds verða í Kaupmanna- höfn þann 16. janúar og þar munu þeir halda eina hljðmleika. Ali og Ford. . . + Myndin er af þeim Ford for- seta og Muhamed Aii, núver- andi heimsmeistara ( hnefa- leikum, er þeír hittust I Hvfta húsinu nú fyrir skömmu. Hvor er meiri . . .? Muhamed Ali var ekki ( vafa um það. „Ef til viil verð ég næsti forseti" — sagði AIi við Ford, og ekki fengu menn betur séð en hann segði það ( fyllstu alvöru. Verður Maria Callas blind? + Ein þekktasta söngkona vorra daga, Maria Callas, er sögð vera með alvarlegan augnsjúkdóm. Læknar söng- konunnar óttast það nú mjög að söngkonan missi sjónina áð- ur en langt um lfður. + Það er matartfmi hjá þessum börnum frá Norður-Bangladcsh. Þessi börn eru aðeins fá úr hópi þeirra tvö þúsund barna sem halda til f ULIPUR sem er vistheimili fyrir hungruð börn ( Norður-Bangladesh, þau börn sem hafa misst foreldra og heimili sfn f hörmungunum sem þar hafa dunið yfir. | 9 3 \ Utvarp Reykjavtk MIÐVIKUDAGUR 18. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05 Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bene- dikt Amkelsson byrjar að lesa sögur úr Biblfunni í endur sögn Anne De Vries. Tilky nningar kl. 9.30. Þingfréttir 9.45. Létt lög milli liða. Frá kirkjustöðum fyrir norðan 10.25: SéraÁgúst Sigurðs- son talar um Auðkúlu f Svínadal. Morguntónleikar 11.00: Anna Queff- elec og kammersveit undir stjóra Jean- Francois Paillard leika Rondo de Sociéte, tónverk fyrir pfanó og hljóm sveit op. 117 eftir Hummel/ Fíl- harmónfusveitin f Vfn leikur Sinfónfu nr. 3 í D-dúr eftir Schubert/ Svjatoslav Rikhter leikur á pfanó Sónötu nr. 2 f g-moll op. 22 eftir Schumann. 12.00 Dagskráin/Tónleikar. Tilkynningar. 12.23 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.20 Miðdegissagan: „Jólapósturinn" eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur Höfundur Ies fyrsta lestur af þremur. 15.00 Miðdegistónleikar Carlo Bergonzi, Renata Tebaldi, Ren- ato Cesari, Ettore Bastianini, Cesare Siepi afl. flytja atriði úr óperunni JLa Bohéme“ eftir Puccini ásamt kór og hljómsveit Santa Cecilia tónlistarskól- ans f Róm; Tullio Serafin stjóraar. 16.00 Fréttic Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: >rAnna Heiða vinnur afrek“ eftir Rúnu Gfslad. Edda GLsladóttir byrjar lestur sög- unnar. 17.30 Framburðarkennsla f dönsku og frönsku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Gjöfin til þjóðarinnar Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur er- indi. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur Elsa Sigfúss syngur fslenzk lög; Val- borg Einarsson leikur á pfanó. b. Um Tfmarfmu og höfund hennar, Jón Sigurðsson Dalaskáld Jóhann Sveinsson frá Flögu cand. mag. flytur f jórða og sfðasta erindi sitt. c. Kvæði og frásaga eftir Benedikt Gfslason frá Hofteigi Guðrún Birna Hannesdóttir og Baldur Pálmason lesa nýleg Ijóð, og Gunnar Valdimarsson flytur fyrri hluta frá- sögu um örlagarfkt brúðkaup á Jökul- dal. d. Þegar lambhrúturinn fótbrotnaði á aðfangadag Stefán Jasonarson bóndi I Vorsabæ segir frá. e. Kórsöngur Alþýðukórinn syngur; dr. Hallgrfmur Helgason stjórnar. 21.30 (Jtvarpssagan: „Dagrenning4*, fyrsti hluti .Jíóhanns Kristófers“ eftir Romain Rolland Þórarinn Björnsson fslenzkaði. Anna Kristfn Aragrfmsdóttir leikkona les (2). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Bókmenntaþáttur f umsjá Þorleifs Haukssonar. 22.45 Nútfmatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.30 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. Á sklánum í) MIÐVIKUDAGUR 18. desember 1974 18.00 BjörninnJógi Bandarfsk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Gluggar Bresk fræðslumyndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Fflahirðirinn Bresk framhaldsmynd. Tækifærið Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Eldsvoði f barnaskóla Fræðslumynd sýnd að tilhlutan Bruna- málastofnunar tslands, um eldvarnir f skólum og hættuna, sem stafað getur af slæmu skipulagi skólabygginga. Þulur Magnús Bjarnfreðsson. 21.10 Samleikur f sjónvarpssal Gunnar Kvaran og Gfsli Magnússon leika saman á selló og píanó „Piéces en concert“ eftir Francois Couperin. Stjóra upptöku Tage Ammendrup. 21.40 Glæfrakvendi (Do Not Fold, Spindle or Mutilate) Bandarfsk sjónvarpskvikmynd. Aðalhlutverk Myrna Loy og Helen Hayes. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. Fjórar rosknar konur gera það sér til gamans að setja saman lýsingu á fmyndaðri stúlku og senda hana hjúskaparmiðlun, sem velur fólki lífs- förunauta raeð aðstoð tölvu. En af þessu gamni þeirra kvennanna sprett- uróvænt atburðarás. 22.50 Dagskrárlok FÖSTUDAGUR 20. desember 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Eldfuglaeyjarnar Sænskur fræðslumyndafiokkur um dýralff og náttúrufar f Vestur-Indfum. 5. þáttur. Eldfuglarnir Þýðandi og þulur Gfsli Sigurkarlsson. (Nordvision —Sænska sjónvarpið) 21.20 Kapp með forsjá Bresk sakamálamynd. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.20 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. Dagskrárlok um kt. 23.10. Brunavarnir í sjónvarpinu Ad loknum fréttum og veðurfregnum í kvöld verður sýnd mynd um eldsvoða f barnaskóla. Myndin er bandarísk, að þvf er Bárður Danfelsson, forstöðumaður Brunamálastofnunar rfkisins tjáði okkur, en það er stofnunin, sem stendur að sýningu myndarinnar. Á vegum brunamálastofnunarinnar hafa að und- anförnu verið sýndar tvær myndir um brunavarnir f sjónvarp- inu, aðrar tvær eru væntanlegar á sama vettvangi innan skamms, og sú fimmta er nú i undirbúningi. Að sögn Bárðar virðist sýning þessara mynda, sem kalla mætti fræðslu- og áróðursmyndir, hafa tilætluð áhrif, þvi að fjöldi fólks hefur haft samband við brunamálastofnunina til að leita upplýsinga um brunavarnir, og einnig mun nokkuð um að hringt hafi verið til sjónvarpsins. La Bohéme I miðdegisútvarpinu f dag verða flutt atriði úr óperunni La Bohéme eftir Giacomo Puccini. Óperuna samdi Puccini eftir sögu franska rithöfundarins Henri Murger, Svipmyndir úr lífi bóhemsins, eins og heitið gæti útlagzt á fslenzku. Þannig vildi til að um sama leyti og Puccini samdi La Bohéme var annað tónskáld, Ruggiero Leoncavallo, f óða önn með að semja óperu eftir sömu sögu, og það, sem verra var, Leoncavallo hafði átt hugmyndina um að nota söguna sem efnivið og komið henni á framfæri við Puccini, sem kvaðst þá engan áhuga hafa. \'ið þessar undirtektir Puccinis hafði Leoncavallo tekið þá ákvörðun að semja sjálfur óperu eftir sögunni. La Bohéme Puccinis var frumsýnd f Tórfnó árið 1896, en þrátt fyrir mikinn undirbúning og almenna ánægju þeirra, sem að uppfærslunni stóðu, voru áheyrendur enn ekki reiðubúnir til að taka verkinu með þökk- um. Verkið þótti of nýtízkulegt og raunsæislega gert, en þegar eftir nokkrar sýningar var óslitin sigurför þessarar óperu hafin, og þar með var Puccini orðinn heimsfrægur. 1 útvarpinu f dag syngur Renata Tebaldi aðalkvenhlutverkið í óperunni, en myndin hér að ofan er einmitt af söngkonunni f þessu hlutverki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.