Morgunblaðið - 18.12.1974, Síða 36

Morgunblaðið - 18.12.1974, Síða 36
!0r0iM#ltefotfo Ronson Electronic gjöfin, sem vermir RONSQN MIÐVIKUDAGUR 18. DESEMBER 1974 Byggingarlán Húsnæð- ismálastjórnar til út- borgunar fyrir áramót Þessi mynd var tekin á Seyðisfirði af ungum Seyðfirðingum um borð í varðskipinu Þór að kanna fallbyssu skipsins og gá hvort hún væri í lagi. Það er vígalegt á svipinn unga fólkið og til alls víst við að verja landheigina ákveðið eins og varðskipsmenn eru kunnir fyrir. Fólk flýr hús á Kópaskeri vegna rafmagnsskortsins EKKI hafði neitt raknað úr raf- magnsskortinum f Axarfirði f gær, og þá var svo komið, að fólk var farið að flýja hús, sem voru hituð upp með rafmagni. 1 nótt var hinsvegar von á nýjum spenni Varnarliðsmað- ur tekinn með 3-400 grömm af marihuana UM StÐlISTU helgi var 22 ára gamall varnarliðsmaður handtek- inn á Keflavfkurflugvelli vegna gruns um að hann hefði í fórum sfnum kannabis. Reyndist það rétt vera, og við húsleit fundust 300—400 grömm af kannabis, Iík- lega marihuana. Maðurinn var í gær I yfirheyrslum hjá Ffkni- efnadómstólnum, en hann hefur verið úrskurðaður i 20 daga gæzluvarðhald. Eins og fram kom i Mbl. í Framhald ð bls. 20 f stað þess, sem brann um helgina og vonast menn til, að upp- setningu hans ljúki f dag. Nýi spennirinn er þó ekki nógu stór til að anna svæðinu og verður þvf að notast áfram við dfselrafstöð þá, sem Vegagerðin hefur látið I té, nú f neyðarástandinu. Fréttaritari Morgunblaðsins á Kópaskeri sagði i gær, að 200 kw dieselrafstöð sæi nú um alla raf- magnsframleiðslu fyrir fólk á Kópaskeri og þar i nánd. Reynt væri að skipta héraðinu niður í þrjú skömmtunarsvæði, þannig að hvert svæði hefði rafmagn 2 tíma í senn en væri svo rafmagns- laust í 4 tíma. Þetta gengi þó ákaflega illa, rafmagnið væri alltaf að fara, því ýmislegt eins og t.d. kaplar þyldu þetta ekki og vildu brenna í sundur. Mörg hús- anna væru nú orðin mjög köld og illa gengi að ná hita upp i þeim. Fólk hefði því flúið í þau hús, sem væru ekki algjörlega háð upphit- un frá rafmagninu. En það þyrfti þá að tappa vatni af ofnum, ella væri hætta á að frysti í þeim. Sömu sögu er að segja af síman- um, þá 12 tíma, sem siminn hefur rafmagn, hefur ekki tekizt að hlaða rafhlöðurnar á ný og því er meira og minna simasambands- lai st. Það er frekar lítið fyrir allan jólaundirbúning, en fólk tekur þessu öllu með ótrúlegu jafnaðargeði, eða eins og einn bóndinn sagði: „Það er allt i lagi á meðan við lifum." 1 gær var svo komið á Kópa- skeri, að allt atvinnulíf var lamað. Verzlanir voru aðeins opnar hluta úr deginum og það sem verra var, frystihússtjórinn var búinn að loka frystiklefum frystihússins, þar sem hann var hræddur um að við umgang myndi frost fara af klefunum. Fólk getur nú ekki náð sér i kjöt eða fisk í matinn og finnst mörgum það vera það versta, sem fylgir rafmagnsleys- inu. Framhald á bls. 20 REYKVlKINGAR munu eftir sem áður, þrátt fyrir áður gefnar yfirlýsingar, fá gefið jólatré frá blaðamanna- og sjómannaklúbbn- um Wikingerrunde í Hamborg. Kveikt verður á jólatrénu föstu- daginn 20. desember kl. 16.00. Blaðamanna- og sjómannæ klúbburinn Wikingerrunde hefur síðan 1966 sent jólatré sem vinar- GUNNAR Thoroddsen félagsmálaráðherra svar-# aði í gær í sameinuðu þingi fyrirspurn frá Helga Selj- an alþingismanni, varðandi lánveitingar til hús- byggjenda, er gert hefðu íbúðir sínar fokheldar fyrir 15. nóvember sl. og sótt um lán fyrir eindaga umsókna, 1. febrúar sl. Ákveðið hefur verið, sagði ráöherrann, að lán þessi komi til útborgunar frá og með 20. desember n.k. Jafnframt hefur verið ákveðið, að lán til hús- byggjenda, sem sent hafa inn umsóknir eftir 1. febr. sl., en fullnægja að öðru leyti tilskildum lána- reglum, þ. á m. að hafa gert ibúðir sínar fokheldar fyrir 15. október sl., komi til útborgunar eftir 1. febrúar n.k. Á tímabilinu 15. ágúst til 15. nóvember 1973 voru gerðar fok- heldar 500 ibúðir, sem sótt hefur verið um lán út á til Húsnæðis- málastjórnar, en á sama tima 1974 802 ibúðir eða um 300 íbúðir umfram fyrra ár. TVEIR bátar seldu isfisk í Ostende í Belgiu í gærmorgun og fékk annar þeirra, Gunnar frá Reyðarfirði, mjög gott verð fyrir aflann. 1 dag er svo siðasta sala fslenzks fiskiskips ytra á þessu ári, en þá selur Árni ( Görðum i Ostende. Gunnar seldi alls 65 lestir fyrir rúmlega 1.8 millj. belgískra og jólakveðju til íslenzkra sjó- manna. Sendiherra Vestur- Þýzkalands á Islandi, hr. Raimund Hergt, mun afhenda tréð og sendiherrafrúin kveikja á því að viðstöddum borgar- stjóranum í Reykjavík og hafnar- stjórn. Þá mun hafnarstjórinn í Reykjavík, Gunnar B. Guðmunds- son, veita trénu móttöku Að gefnu tilefni í ræðu fyrir- spyrjenda, Helga F. Seljan, sagði ráðherrann að ekki væri ástæða til að gagnrýna Seðlabanka Is- lands af þessu tilefni. Banka- stjórnin hefði að hluta til tekið þátt i lausn fjármagnsútvegunar i þessu skyni, en fjárvöntun Hús- næðismálastjórnar hefði verið mjög erfitt úrlausnarefni, eins og málefnum þeirrar stofnunar hefði verið komið. 10 sækja um stöður hjá útvarpinu Á MORGUN fimmtudag- inn 20. desember, rennur út umsóknarfrestur um stöðu tónlistarstjóra og leiklistarstjóra útvarpsins. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá munu 5 um- sækjendur a.m.k. vera um hvora stöóuna. franka eða 5,8 millj. isl. kr. Meðal- verðið var kr. 90,24. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum hjá Jónasi Haraldssyni hjá L.I.O., mun afli Gunnars hafa verið til helminga þorskur og ufsi. Þá seldi Jón Helgason frá Þor- lákshöfn i Ostende 43 lestir fyrir 985 þús. bel. franka eða 3.1 millj. kr. Meðalverðið var kr. 73.30. Jón Helgason var með 17 lestir til viðbótar, sem voru dæmdar ónýt- ar. Árni í Görðum selur svo í dag og verður það síðasta fiskisalan ytra á þessu ári, eins og fyrr segir. Að sögn Jónasar eru sölur sið- ustu daga i Belgiu ekki lakari en þær, sem voru í Þýzkalandi áður en löndunarbannið var sett á þar og nú er talið fullvíst, að nokkuð af afla íslenzku skipanna fari á þýzka markaðinn. Islenzku skipin munu byrja að selja á ný ytra kringum 6. janúar og þá að líkindum fyrst í Bret- landi. Innflutningur gefinn frjáls á húsgögnum, öli spennum og sementi Jólatré kemur frá Hamborg — Kveikt á því á föstudag Gott verð fæst í Belgíu — Síðasta salan 1 dag 2 bátar brotnuðu er flotinn FRÁ OG með næstu áramótum verður innflutningur á húsgögn- um, öli, sementi og spennum gef- inn frjáls. Er þetta gert sam- kvæmt samningi við EFTA. Vegna aukningar frílistans verða nú settir innflutningskvótar í aðeins 3 vöruflokkum, en voru f 7 vöruflokkum 1974. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá viðskipta- ráðuneytinu um þetta mál og fer hún hér á eftir: I reglugerð, sem viðskiptaráðu- neytið gaf út í dag, er birtur listi yfir þær vörur, sem enn eru háðar innflutnings- og gjaldeyris- leyfum. Af listum eru felldar niður eftirtaldar vörur frá 1. janúar n.k.: -Öl, sement, spennar og hús- gögn, og þýðir það, að innflutn- ingur þessara vara verður frjáls fráþessum tíma. Gert hafði verið ráð fyrir því, að innflutningur sælgætis yrði ekki bundinn innflutnings- og gjald- eyrisleyfum frá áramótum, en vegna þess m.a. hve islenskur Framhald á bls. 20 Neskaupstað 17. desember TVEIR bátar skemmdust nokkuð, er hluti norðfirzka bátaflotans slitnaði frá bryggju í nótt f hinni nýju höfn I Norðfirði. 1 nótt var snjóbylur og stormur f Neskaup- stað og snjóaði feikimikið. Ekki urðu menn þó mikið varir við snjóstorminn úti f bænum, en við höfnina, sem er fyrir botni f jarðarins gekk mikið á, en marg- ir bátar voru f höfninni. Allir nótaveiðibátarnir ásamt skuttogaranum Bjarti iágu i þrefaldri röð — en rennan er mjög mjó — og minni bátarnir í krikanum fyrir ofan. I einhverri hrinunni slitu bátarnir land- festarnar og rak upp i krikann. Tveir 10—12 tonna bátar, Albert og Hergilsey, brotnuðu nokkuð undan höggum stálbátanna, en slitnaði frá ekki munu skemmdir á þeim vera miklar. Allar götur i Neskaupstað voru ófærar vegna snjóþyngsla í morg- ún, en þá var veður orðið stillt. Strax var hafizt handa við að ýta þær og var það verk langt komið síðari hluta dags. Það litur því út fyrir, að góður jólasnjór verði í Neskaupstað um jólin. ' Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.