Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 3

Morgunblaðið - 11.03.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 3 Frá sr. Matthíasi til Jakobs Thorarensen: Fyrsta bindi íslenzks lióðasafns komið út KOMIÐ er út f Bókaklúbbi Al- menna bókafélagsins fyrsta bindi Islenzks Ijóðasafns, sem Kristján Karlsson, bókmennta- fræðingur hefur tekið saman og ritstýrir. Safnið verður alls fimm bindi en það sem nú kem- ur út spannar sfðari hluta 19. aldar og upphaf hinnar tutt- ugustu. Næsta bindi kemur til með að ná yfir tfmabilið frá og með Hallgrfmi Péturssyni og fram að þessu bindi, hið þriðja nær yfir fornöldina fram til sr. Hallgrfms, fjórða bindið spann- ar 20. öldina fram á vora tíma og hið fimmta úrval fslenzkra ljóðaþýðinga. Baldvin Tryggvason, fram kvæmdastjóri Almenna bóka félagsins, skýrði frá því á fund með blaðamönnum i gær, að un þær mundir sem verið var a< gefa Þjóðsagnabók Sigurða: Nordal út hjá félaginu hefð forsvarsmenn þess farið ai ræða um að gefa út sambæri legt úrval islenzkrar ljóða gerðar. Kristján Karlsson haf þá strax verið bendlaður við þt útgáfu og hann síðan gerzt rit- stjóri safnsins. Baldvin sagði ennfremur, að hann vonaðist til að hægt yrði að koma út tveim- ur bindum til viðbótar á næsta ári og ljúka útgáfunni alveg á árinu 1977. I fréttabréfi AB gerir Tómas Guðmundsson nokkra grein fyrir Islenzka ljóðasafninu og birtist það í heild á bls. 14 í blaðinu í dag. Kristján Karls- son skýrði hins vegar blaða- mönnum frá því að megin- ástæðan fyrir þvi að byrjað væri á safninu á þessum stað — á sfðara skeiði 19. aldar — væri fyrst og fremst sú hversu aðgengilegt það væri, nærri Sjá ennfremur grein Tómasar Guðmundssonar bls. 14 okkur í tímanum, ljóðskáldum fjölgaði mjög um þetta leyti og raunveruleg bókaútgáfa hæfist. Að sögn Kristjáns eru 39 ljóð- skáld með í þessu fyrsta bindi safnsins — „sr. Matthias er um smærri höfundum út. Um stórskáld gifdir það reyndar, að heildarverk þeirra eru yfirleitt merkilegri en einstök kvæði; um hin minni háttar skáld, að þau yrkja einstök kvæði, sem Kristján Karlsson og Baldvin Tryggvason með fyrsta bindi Ijóða- safnsins. . með flest ljóðin en Einar Benediktsson fær mest rúm,“ sagði Kristján. Hann skrifar sérstaka formála fyrir hverju bindi og i formála fyrsta bindis- ins gerir hann nokkra grein fyr ir vali sínu. „Ég hef valið þann kost að taka með í þessu bindi fremur fleiri en færri höf- unda,“ segir hann þar, „og það er í samræmi við fjölbreytni skáldskapar á þessum tima. Hitt væri alltaf minnstur vandi að velja úr beztu kvæði höfuð- skálda og láta þau byggja öðr- (Ljósm. Sv. Þorm.) bera af verkum þeirra í heild. Frá því sjónarmiði er hlutur þeirra að tiltölu meiri en stór- skáldanna i safninu." Á öðrum stað segir Kristján einnig: „Frá sögulegu sjónar- miði eru uppi að minnsta kosti þrjár stefnur i þeim skáldskap, sem þetta bindi Islenzks ljóða- safns nær til, og þær eiga lengi samleið, þannig að engin ryður annarri úr vegi: síðrómantíska, raunsæishyggja, nýrómantísk stefna. Timamörk þessa bindis, ef miðað er við fæðingarár fyrsta og síðasta höfundar eru 1836—86. I ljósi þeirra er bókin síður en svo afmarkaður kapítuli i bókmenntasögunni, eins og hún er venjulega túlk- uð. Allt um það hefst bindið á höfuðskáldi siðrömantísku stefnunnar, Matthiasi Jochums- syni, og enda á Jakob Thoraren- sen, sem var langlifastur og þar með síðastur fulltrúi raunsæis- stefnunnar." Eins og áður er greint frá kemur Islenzkt ljóðasafn út í Bókaklúbbi Almenna bókafé- lagsins og mun þar af leiðandi ekki fara á almennan markað fremur en aðrar bækur sem þar koma út. Bókaklúbbur AB hóf starfsemi sína sl. haust og er Islenzkt ljóðasafn fjórða bókin sem kemur út hjá klúbbnum. Að sögn Baldvins Tryggvasonar hefur klúbburinn fram að þessu verið rekinn í tilrauna- skyni, ef svo má segja en því skeiði er nú lokið og reynslan af þessari starfsemi er svo góð að klúbburinn verður rekinn áfram með sama sniði. Gat Baldvin þess t.d. að þegar klúbbnum var hleypt af stokk- unum í nóvember sl. hafi félag- ar verið um 2 þúsund en þeir væru nú orðnir um 4 þúsund. Hins vegar taldi Baldvin, að ef starfsgrundvöllur bókaklúbbs- ins ætti að vera tryggur þyrftu félagar að vera um 5 þúsund, og einstakirbókatitlarmættu helzt ekki seljast undir 3 þúsund ein- tökum til að útgáfan stæði und- ir sér. Markmið klúbbsins er að bjóða félögum sínum upp á f jöl- breyttar, vandaðar en ódýrar bækur og fram að útgáfu Is- lenzks ljóðasafns hafa bækurn- ar kostað undir 1000 kr Islenzkt ljóðasafn mun aftur á móti kosta 1300 kr. enda sérstaklega vandað til þess en verðið er þó langt fyrir neðan það sem ger- ist og gengur á almennum bóka- markaði. Að sögn Baldvins er ætlunin að gefa út 6—8 bækur árlega hjá klúbbnum. Þegar eru komnar út hjá klúbbnum: Fán- ar að fornu og nýju, Sjóarinn sem hafið hafnaði, Uppruni mannkynsog núlslenzkt ljóða safn, eins og fyrr greinir. Á næstunni munu koma út Forn- leifafræði, Mátturinn og dýrðin eftir Graham Green, Anna i auðninni — frásögn um ómegð og hörmungar norskrar konu á þessari öld, Jörðin, hin fræga saga Sailinger Catcher in the Rye eða Sveinninn hjartaprúði i þýðingu Flosa Ölafssonar, Rafmagnsfræði og Plönturnar svo að eitthvað sé nefnt. Þá hefur valbókum í klúbbnum verið fjölgað í 18 til að koma til móts við öskir félaga í bóka- klúbbnum en þar er um að ræða eldri bækur AB sem fé- lagar klúbbsins geta pantað í stað þeirra bóka sem koma út hjá bókaklúbbnum. Meðal val- bókanna má nefna Sveinbjörn Sveinbjörnsson, tónskáld eftir Jón Þófarinsson, Hekla eftir Sigurð Þórarinsson, Norðan við Stríð eftir Indriða G. Þorsteins- son, Fyrir opnum tjöldum eftir Grétu Sigfúsdóttur, Mörg eru dags augu eftir Matthías Johannessen, Séð og lifað — endurminningar Indriða Einarssonar, og Atburðirnir á Stapa eftir Jón Dan auk ýmissa þýddrabóka. Loðnuaflinn 350 þús. lestir síðastliðið laugardagskvöld: Börkur aflahæst- ur með 9861 lest SAMKVÆMT skýrslu Fiskifélags Islands fengu 93 skip einhvern loðnuafla í sl. viku og var vikuafl- inn samtals 64.172 lestir. Nú hafa 108 skip fengið afla frá vertíðar- býrjun og heildaraflinn sl. iaug- ardagskvöld var samtals 349.821 lest. A sama tíma í fyrra var heildaraflinn samtals 358.883 lestir, en þá höfðu 136 skip fengið einhvern afla. Aflahæsta skipið í vikulokin var Börkúr NK 122 frá Neákaup- stað með samtals 9.861 lest. Skipstjórar eru bræðurnir Sigur- jón og Hjörvar Valdimarssynir. Næst hæsta skipið var Sigurður RE 4 með 9782 lestir og Guð- mundur RE 29 var með 8631 lest. I vikunni var landað á öllum höfnum landsins er taka á móti loðnu nema Bolungaryík, auk bræðsíuskipsins Norglobal sem nú liggur í Hvalfirði. Mestu loðnumagni hefur verið landað í Vestmannaeyjum eða samtals 61.791 lest, næst er Norglobal með 45.339 lestir og því næst Seyðisfjörður með 31.084 lestir. Meðfylgjandi skýrsla sýnir afla hvers báts er fengið hafði meira en 1000 lestir sl. laugardagskvöíd: Afli lodnubáta pr. 8. mars 1975. IVlagn (lestir) Börkur NK 122 9861 Sigurður, RK 4 9782 Guðmundur, RE 29 8631 Gfsli Arni, RE375 8103 Loftur Baldvinsson, EA 24 7631 Súlar, EA 300 7236 Fífill, GK 54 6853 Rauðsey, AK 14 6702 Helga (iuðmundsdóttir, BA 77 6667 llilmir, SU 171 6477 Faxaborg, GK 40 6409 Asberg, RE 22 6390 Oskar Magnússon, AK 177 6374 Eldborg, GK 13 6315 Héðinn, ÞH 57 6219 Heimir, SU 100 6177 Fétur Jónsson, RE 69 6090 Reykjaborg, RE 25 6076 Jón Finnsson, GK 506 5886 Gullberg, VE 292 5781 Grindvíkingur, GK 606 5486 Þorstejlnn, RE 303 5476 Þórður Jónasson, EA 350 5460 Asgeir, RE 60 5402 Örn, KE 13 5393 Óskar Halldórsson, RE 157 5300 Jón Garðar, GK 475 5089 Albert, GK 31 4566 Magnús, NK 72 4478 Harpa, RE 342 4417 Skfrnir, AK 16 4378 Dagfari, ÞH 70 4284 Höfrungur III, AK 250 4280 Bjarni Ólafsson, AK 70 4260 Náttfari, ÞH 60 4247 Sæberg, SU 9 4160 Hrafn Sveinbjarnarson, GK 255 4085 Svanur, RE 45 4035 Halkion, VE 205 3854 Isleifur, VE 63 3831 Sigui björg, OF 1 3598 Alftafell, SU 101 3570 Vfðir, NK 175 3441 Sveinn Sveinbjörnsson, NK 55 3399 Keflvfkingur, KE 100 3357 Helga 11. RE373 3354 Börkur NK 122 frá Neskaup- stað er nú orðinn aflahæsta loðnuskipið en þessi mynd af skipinu var tekin á loðnu- miðunum I fyrra. Skógey, SF 53 ' 3281 Ljósfari, ÞH 40 3154 Skinney, SF 20 2994 Arsæll Sigurðsson, GK320 2841 Huginn, VE 55 2779 Sandafell, GK 82 2743 Arsæll, KE 77 2667 Ólafur Sigurðsson, AK370 2665 Faxi.GK 44 2577 Víðir, AK63 2548 Þórkatla II. GK 197 2533 Kristbjörg II, VE 71 2513 llúnaröst, AR 150 2497 Arni Magnússon, SU 17 2451 Bára, GK 24 2307 Bergur, VE 44 2262 Asver, VE 355 2257 Ólafur Magnússon, EA 250 2240 Grímseyingur, GK 605 2230 Arnarnes, HF 52 2177 Hafrún, IS 400 2167 Gunnar Jónsson, VE 500 2106 Hinrik, Kö 7 2076 Hagbarður, KE 116 1944 Isleifur IV, VE463 1897 Flosi, IS 15 1874 Vonin Ke 2 1789 Vörður ÞH 4 1740 Helga RE 49 1733 Bjarnarey VE 501 1601 Sa*unn GK 220 1548 Bjarni Asmundar ÞH 197 1523 Arni Sigurður AK 370 1519 Arney KE 50 1493 Þorbjörn II GK 541 1482 Asborg RE 50 1395 Kópur RE 175 1382 Hamravík KE 75 1345 Þorri ÞH 10 1293 Glófaxi V E 300 1261 Snæfugl Sl 20 1231 Reykjanes GK 50 1163 Guðrún GK 37 1143 Alsey VE 502 |041 Alls hafði loðnu verið landað á 21 staó á landinu í vikulokin og eins og sést á meðfylgjandi skýrslu þá hefur langmestu magni verið landað i Vestmanna- eyjum. Vestmannaeyjar 11202 61791 Norglobal 11143 45339 Seyðisf jörður 5757 31084 Eskifjörður 164 24002 Reyðarfjörður 4490 22683 Vopnaf jörður 1016 18353 Reykjavík 4115 16370 Hornafjörður 1339 14809 Raufarhöfn 375 14687 Siglufjörður 952 12439 Keflavfk 3936 11190 Þorlákshöfn 2375 11042 Fáskrúðsfjörður 1326 10002 Djúpivogur 1570 9550 Grindavfk 3103 8782 Stöðvarfjörð"* 1064 8331 Akranes 5128 8202 Sandgerði 3075 7782 Hafnarf jörður 1071 6503 Breiðdalsvfk 972 4383 Bolungavfk 2497 Barnakennarar álykta MBL. hefur borizt ályktun full- trúaráðsfundar Sambands islenzkra barnakennara. Þar er mótmælt „þeirri stórkostlegu kjaraskerðingu, sem bárna- kennarar hafa orðið að þola“, eins og það er orðað. Óðaverðbólga hafi geisað á meðan laun kennara og annarra launþega hafi staðið i stað. Verði ekki lengur við unað og krefst fundurinn þess, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að leiðrétta það misrétti sem barnakennarar og aðrir laun- þegar hafi mátt þola.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.