Morgunblaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ^ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
23
Umræður í norska þinginu um útfærslu norsku landhelginnar;
Mikill meirihluti norskra þingmanna
fylgjandi samningaleið stjórnarinnar
Nordli
Steenberg var aó því spuróur
MEÐAN Islendingar ræóa um út-
færslu landhelgi sinnar í 200 míl-
ur, deila Norómenn um útfærslu í
50 mílur. Hvort fært skuli út og
þá hvenær og hvernig. Hvort
nauósynlegt sé að umfangsmiklar
samningavióræóur fari fram áö-
ur, hvort hyggilegt sé aó hlíta
úrskurói hafréttarráðstefnunnar
í Genf f einu og öllu eóa hvort til
greina komi aó færa landhelgina
út einhlióa. Norska stjórnin er
mjög varkár í þessu máli og ætlar
sér aó fara samningaleióina svo
framarlega sem þaó reynist unnt.
Þann 26. september á síðasta
ári lýsti ncrska síjórnin því yfir
aó landhelgin skyldi færð út í 50
milur á svæðinu frá Lofoten til
rússnesku landamæranna, svo
fljótt sem auðió yrði á árinu 1975.
1 yfirlýsingu rikisstjórnarinnar
sagði einnig að hún myndi í
lengstu lög reyna að ná samning-
um við aðrar fiskveiðiþjóðir. Ef
það tækist ekki myndu Norðmenn
láta hart mæta hörðu, sagði Jens
Evensen, sem sama dag var skip-
aður ráðherra hafréttar og fisk-
veiðilögsögu.
Rikisstjórnin heldur sig enn við
samningaleiðina þrátt fyrir, að
margra áliti, heldur rýran
árangur úr samningaviðræðunum
við Breta, Frakka, V-Þjóðverja og
Belgíumenn um togveiðibann á
vissurn svæðum út af ströndum
N-Noregs. Fyrir nokkru voru
þessi mál til umræðu i Stór-
þinginu og kom þá fram nokkur
gagnrýni á vinnubrögð stjórnar-
innar. Umræðurnar voru byggðar
á skýrslu, sem Jens Evensen lagði
fyrir þingið og við þær komu
fram sjónarmið hinna ýmsu þing-
Kristiansen
flokka. Ljóst má vera af þessum
umræðum að ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins hefur á bak við
sig mikinn meirihluta í þessu
máli
Verkamannaflokkurinn
vill samningaleiðina
Formaður þingflokks Verka-
mannaflokksins, Oddvar Nordii,
sagði við umræðurnar, og beindi
orðum sínum til þeirra sem vilja
stofna til illdeilna, eins og hann
kallaði það, að eftir Hafréttarráð-
stefnuna í Genf gæti staða mála
orðið allt önnur en hún er í dag.
Ef lítill árangur næðist á ráð-
stefnunni myndu án efa nokkrar
þjóðir færa landhelgi sína út í 50
mílur. Það væri sérstaklega
áríðandi fyrir Norðmenn að sjá
hver framvinda mála yrði í Bret-
landi, Kanada og Bandaríkjunum.
— Færi þessar þjóðir landhelgi
sína einhliða út í 50 mílur, verður
eftirieikurinn áuðveldur fyrir
okkur Norðmenn, sagði Nordli
— Það sem skiptir máli, er að
útfærslan mun eiga sér stað um
leið og þjóðarréttur og aðstæður í
utanrikismálum leyfa það.
Þannig forðumst við ónauðsyn-
lega árekstra, sagði Oddvar
Nordli.
Hægri flokkurinn
styður stjórniná
Leiðtogi Hægri flokksins á
þingi, Káre Willoch, sagðist ekki
hafa neitt að athuga við þá tima-
áætlun, sem rikisstjórnin ynni
eftir. Hægri flokkurinn hefði ætið
lagt mikla áherzlu á að útfærsla
landhelginnar yrðí að fá viður-
kenningu hjá þeim þjóðum sem
málið snerti. — Þess vegna
verðum við að bíða eftir niður-
stöðu hafréttarráðstefnunnar í
Genf og reikna okkur góðan tíma
til að ná samningum við þær
þjóðir sem útfærsla norsku land-
helginnar snertir, sagði Willoch.
Útfærsla í 50 mílur
erfitt verkefni
Káre Kristensen hafði orð fyrir
fulltrúum Kristilega þjóðar-
flokksins. Hann sagði að
samningaviðræðurnar um friðuðu
svæðin út af N-Noregi hefðu sýnt
hve miklir erfiðleikar biðu stjórn-
arinnar. Sagði Kristiansen að út-
færsla landhelginnar fyrir árslok
1975 yrði mjög erfitt verkefni fyr-
ir ríkisstjórnina og sagðist efast
um að bann við togveiðum á
vissum svæðum hefði gert málið
auðveldara. Hann lagði áherslu á
að Norðmenn héldu sig innan við
ramma alþjóðlegs réttar, meðan
ríkisstjórnin gerði það, styddi
flokkur hans aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar.
SV vill ákveðinn dag
Ottar Brox frá Sósíalistiska
kosningabandalaginu (SV) lagði
fram tillögu þess efnis að ríkis-
stjórnin kunngerði fyrir 1. marz
ákveðinn dag sem útfærslan
myndi eiga sér stað. Um leið
myndi rikisstjórnin lýsa sig reiðu-
búna til umræðna við þær þjóðir
sem teldu sig eiga hagsmuna að
gæta.
Brox sagði að það hefði verið
slæmt að Stórþingið skyldi ekki
hafa samþykkt tillögu SV um út-
færslu landhelginnar 1. janúar
1975. Ef það hefði verið gert væri
ástandið mun betra en það er í
dag. Þá hefðu vonirnar um hag-
stæða niðurstöðu Hafréttarráð-
stefnunnar í Genf seinkað öllu
málinu, sem og samningaum-
leitanirnar um íriðuðu svæðin.
Miðflokkurinn vonast
eftir útfærslu 1. júlí
Erland Stenberg frá Miðflokkn-
um sagði að ef rnálin væru skoðuð
raunhæft „væru litlar líkur til að
af útfærslu yrði á fyrri hluta
þessa árs, eins og rikisstjórnin
hefði lofað". Hann hrósaði þó
rikisstjörninni fyrir að halda sig
fast við samningaleiðina, en sagði
að ef sú leið bæri ekki árangur
yrði að fara aðrar leiðir.
hvenær Miðflokkurinn vildi að af
útfærslu landhelginnar yrði.
Sagði hann að Miðflokkurinn
héldi sig enn við 1. júlí i ár, en
flokkurinn setti tvö skilyrði ef af
útfærslu yrði þann dag. I fyrsta
lagi væri hafréttarráðstefnunnni
lokið fyrir þann tima og i öðru
lagi, að samningaviðræður við
aðrar fiskveiðiþjóðir hefðu farið
fram.
Sagði Steenberg að þótt ríkis-
stjórnin hefði haldið öðru vísi á
spilunum en Miðflokkurinn hefði
óskað og þessi mál hefðu gengið
seinna fyrir sig en flokkurinn
hefði búist við þá vonaóist hann
enn þá til að útfærsla yrði aö
veruleika 1. júlí.
Óánægðir og ánægðir
Ole Myrvoll frá Nýja þjóóar-
flokknum lýsti yfir mikilli
ánægju með störf stjórnarinnar i
þessu máli. Sagði hann aó flokkur
sinn styddi í einu og öllu áætlanir
stjórnarinnar og sagöi þaó ekki
vera neinn hættulegan aukakrók
að semja fyrst urn friðuð togveiði-
svæði, eins og margir geróu.
Það var annað hljóð i strokkn-
um hjá Hans Rossbaeh, þing-
flokksleiðtoga Vinstri flokksins.
Hann sagði að samningarnir unt
friðuðu svæðin hefðu gefið lítinn
árangur, þar sem annar
samningaaöilinn hefði gefið enda-
laust eftir, Noregur, meðan hinn
aðilinn, Bfetar, Þjóðverjar,
Frakkar og Belgiumenn hefðu
stöðugt gert svæðin ntinni og
minni. Sagði Rossbach að Norð-
menn yrðu að færa landhelgina út
eins fljótt og hægt væri.
Mikill meirihluti
Eins og sjá má hefur ríkisstjórn
Verkamannaflokksins mikinn
stuðning frá hinum flokkunum i
þessu máli. Hægri flokkurinn,
Kristilegi þjóðarflokkurinn Nýi
þjóðarflokkurinn og Flokkur
Anders heitins Lange styója
stefnu rfkisstjórnarinnar að
rneira eða niinna leyti. Miö-
flokkurinn, SV og Vinstri
flokkurinn eruhinsvegar í rnegin-
dráttum á móti rikisstjórninni. I
þessu rnáli hafa minnihluta-
flokkarnir 41 þingmann á móti
114 þingmönnum meirihlutans.
Kare Willog