Morgunblaðið - 11.03.1975, Side 25

Morgunblaðið - 11.03.1975, Side 25
MORGUNBLAÐIÖ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 25 Stálu veski og fölsuðu ávísanir TVEIR kumpánar, allrykað- ir, voru á ferðinni við Um- ferðarmiðstöðina undir mið- nætti s.l. föstudagskvöld. Buðu þeir manni nokkrum útfyllta ávfsun á tvö þúsund krónur, en á ávfsuninni var upphæðin 5400 krðnur. Þetta þótti manninum kosta- boð og keypti ávfsunina. Stuttu siðar fór hann að gruna að ekki væri allt með felldu og lét lögregluna vita. Fundust kumpánarnir tveir og gátu þeir litið sagt um ferðir sinar vegna ölvunar. I gærmorgun kom svo pilt- ur til lögreglunnar og sagði að veski hefði verið stolið frá sér kvöldið áður, en i veskinu var nýtt ávisana- hefti. Reyndist annar kumpánanna hafa verið þar að verki og átti pilturinn ávísanaheftið sem falsað var úr. Var búið að falsa fimm ávisanir. Um upphæðina ér ekki vit- að, þar eð kumpánar sem þessir halda venjulega ekki bókhald yfir gjörðir sinar. Hjálmarnir björguðu ÖRYGGISHJÁLMAR komu í veg fyrir að tveir ungir menn hlytu alvarleg höfuðmeiðsl aðfararnótt sl. laugardags. Þeir voru á nýju mótorhjóli og á leið austur Hverfisgötuna rétt fyrir kl. eitt. Þegar þeir voru staddir við Hlemm ók fólksbifreið skyndilega í veg fyrir þá. Skall hjólið á miðjan bilinn og mennirnir þeytt- ust af því. Þeir voru fluttir á slysadeildina en reyndust lítið meiddir, en hjálmarnir voru allir rispaðir. Hjólið er stórskemmt og billinn töluvert skemmdur. Er þetta ekki I fyrsta sinn sem slikir hjálmar forða stórslysum. Talstöðvum stolið STULDIR á talstöðvum úr sendi- bílum hafa verið nokkuð algengir að undanförnu. Hefur rann- sóknarlögreglan fengið tilkynn- ingar um þrjá talstöðvarþjófnaði á undanförnum þremur vikum. I öllum tiifellunum er um að ræða talstöðvar af Bimini-gerð. Ef menn hafa orðið varir við slikar talstöðvar á grunsamlegum stöð- um, eru þeir beðnir að hafa sam- band við rannsóknarlögregluna. Leiðrétting I FRÁSÖGN i blaðinu á laugar- daginn af ræðu Davíðs Scheving Thorsteinssonar við opnun Kaup- stefnunnar fslenzkur fatnaður brenglaðist ein málsgrein svo, að hún varð óskiljanleg. Rétt er hún svona: I lok ræðu sinnar lét Davíð Scheving Thorsteinsson þá skoð- un sina i Ijós, að grundvöllur hins islenzka velferðarþjóðfélags væru framleiðsluatvinnuvegirnir þrír, fiskveiðar, fiskiðnaður og fram- leiðsluiðnaður, en allir þessir at- vinnuvegir keppa hérlendis eða erlendis við erlenda framleiðslu. Þvi yrði að gæta þess, að sú yfir- bygging sem reist væri á þessum grunni yrði aldrei svo þung eða viðamikii að grunnurinn fengi ekki undir henni risið. Þess væri ekki að vænta að þjóðin kæmist nokkurn tima úr vítahring verð- bólgu og ge.ngisfellinga nema landinu væri stjórnað af mönnum sem skildu þetta grundvallar- atriði og hegðuðu sér eftir þvi. Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á mistökunum. Hilmar Jónsson: Þorleifur enn beðinn um skýr svör Þorleifur Hauksson hefur talað en ekki til að gera hreint fyrir sínum dyrum heldur til þess að krefjast þess af Morgunblaðinu að það þaggi niður í óþægum gagnrýnendum. Minna þau við- brögð hans ekki á hegðan ákveðins rússnesks rithöfundar, bera þau ekki vott um einsýni og óheiðarleik, sem ég hefi leyft mér að benda á í störfum þessa opin- bera starfsmanns? „Nefndin vann starf sitt af samvizkusemi," segir Þorleifur. Gagnrýni Jóhannesar Helga i blöðum i fyrra, bréf hans, Gunnars Dal, Jóhanns Hjáimarssonar og Kristjáns frá Djúpaiæk vegna hneykslanlegrar úthlutunar 1973 til Alþingis er þá gleymt og grafið. Svo hrokafullur er þessi opinberi starfsmaður að hann tel- ur ekki ómaksins vert að svara hvers vegna þeim f jórmenningum var hafnað með tvö verk á baki en nýliða á borð við Arna Larsson, höfund smákvers, var veitt fé. Enn síður að hann telji þörf á opinberri greinargerð um Ingólf Kristjánsson: Hvers vegna höf- undur tveggja bóka á árinu 1972 fékk ekki úthiutun 1973. Þá stendur i bókmenntapáfanum að svara um Tómas og Sverri, hvers vegna þeir fengu ekki krónu 1974. Telur Þorleifur þá verri höfunda en Ölaf Hauk Simonar- son, Gunnar blaðamann Gunnars- son eða Baldur Öskarsson? Um Guðmund Danielsson hefur forseti dómstólsins sagt að fyrir Vefara keisarans, snjallt ritgerða- og greinasafn skuli ekkert koma og Guðmundur fái ekki eyri fyrir endurútgáfur„ þótt öðrum sé út- j hlutað fyrir þær. Hijóðar regla Þorleifs í þeim efnum að fyrir endurútgáfur skuli „yfirleitt" ekki greiða. Þorleifs er að sjálf- sögðu að meta hvenær þetta „yfir- leitt“ skuli gilda og hvenær ekki. Einu atriði telur Þorieifur þörf á að svara og það er með vin hans, Megas. Sem sagt nýr Guðbergur er fundinn í ljóðlistinni. Er mér sagt að hann hafi lýst Jónasi Hallgrimssyni á líkan hátt og Guðbergur Hallgrimi Péturssyni. í lok greinar sinnar leggur Þorleifur Hauksson áherzlu á að Morgunblaðið sé vont blað en Þjóðviljinn gott. Sú yfirlýsing kom mér ekki á óvart og skýrði hvers vegna meginþorri þeirra, sem fengu viðbótarritlaun voru stjórnmálalegir skoðanabræður formannsins. Viðhorf hans virðist vera að andstæðingar hans skuli hvorki eiga að fá laun fyrir sina vinnu né leyfi til að gagnrýna þá ráðstöfun. Ætti nú að fara að renna upp fyrir fólki um hvað hér er deilt. Hér er ekki um lítilfjör- legt pex að ræða hvort þessi eða hinn á að fá peninga, heldur er spurt, hvort ákvéðin klika eigi að hirða allt opinbert fé til rit- höfunda á Islandi og hvort sú klíka eigi ein að útnefna menn skáld og rithöfunda. Við biðum eftir skýrum svörum, Þorleifur. Aðalfundur Aðalfundur Sparisjóðs Vélstjóra verður haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2, Sunnudag- inn 16. marz n.k. kl. 1 4.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum þeirra fimmtudaginn 13. marz og föstudaginn 14. marz í afgreiðslu Sparisjóðsins og við inngang- inn. Stjórnin RJP 8»6 ROYAL SKYNDIBÚÐINGARNIR ÁVALLT FREMSTIR ENGIN SUÐA Tilbúinn eftir fimm mínútur 5 bragðtegundir SIMRAD EY fyrir trillur SIMRAD EL fyrir stærri báta Traust - Einföld í notkun - Rakavörð - Góð viðhalds- og varahlutaþjónusta Leytið upplýsinga UMBOÐSMENN UM ALLT LAND: FRIÐRIK A. JÓNSSON hf. Bræðraborgarstíg i Sími 14135 - 14340 SKIPSTJÓRAR — BÁTAEIGENDUR HAFIÐ ÞIÐ EFNI Á AÐ VERA ÁN SIMRAD FISKILEITARTÆKJA? Tómas Guömundsson Radio- og Sjónvarpsþjónustan Kári Hilmarsson Hjaröartúni 12 Aðalgötu 14 Þiljuvöllum 33 ólafsvik Sauðárkróki Neskaupstað Sími 93-6152 Sími 95-5432 Sími 97-7512 Helgi Eiriksson Hilmar Jóhannesson Arnþór Ásgrímsson Aðalgötu 13 Ólafsvegi 6 Bleiksárhlíð 43 Stykkishólmi Ólafsfirði Eskifirði Sími 93-8237 Sími 96-62126 Sími 97-6271 Valgeir Jónsson Hljómver hf. Björn Gíslason Aðalstræti 7 Geislagötu 5 Ránarslóð 4 Patreksfiröi Akureyri Höfn, Hornafirði Simi 94-1138 Sími 96-23626 Sími 97-8150 Oddur Friðriksson Radio-Þjónustan Neisti hf. Silfurgötu 5 isafirði Húsavík Strandvegi 51 Vestmannaeyjum Sími 94-3665 Leifur Haraldsson Fossgötu 4 Seyðisfirði Simi 97-2312 Sími 98-6924 Sónar hf. Baldursgötu 14 Keflavik Simi 92-1775 GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR AÐALUMBOÐ:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.