Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.03.1975, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975 Sigur krlstilegra demókrata ingunnm vekur mikla athygli Bonn, 10. marz. Reuter — AP. ÓTVÍRÆÐUR sigur Kristilega demókrataflokksins í fylkiskosn- ingunum I Rhineland-Palatinate í V-Þýzkalandi um helgina hefur vakið mikla athygli og segja fréttaskýrendur að ljóst sé, að Phnom Penh, 10. mars. AP. Reuter. RÚMLEGA fimmtíu eldflaugar féliu í dag á flugvöllinn Pochen tong hjá Phnom Penh og 13 á borgina sjálfa og fimm biðu bana á flugvellinum en 22 særðust, og þrír féllu í borginni en sjö særð- ust. Flugvél af gerðinni DC-3 eyði- iagðist, DC-4-flugvél laskaðist en bandarfskar flugvélar héldu áfram flutningum á hrfsgrjónum, helzta ástæðan fyrir ósigri jafnað- armanna sé ótti almennings við tilslökun við hryðjuverkamenn og minni harka f að halda uppi lögum og reglum. Þetta kemur nokkuð á óvart, því að ákvörðun stjórnvalda að sleppa stjórnleys- ingjunum 5 úr haldi til að tryggja skotfærum og eldsneyti og urðu ekki fyrir tjóni. Þetta eru hörðustu árásirnar sem hafa verið gerðar á flugvöll- inn og í fyrsta skipti var mest megnis beitt bandarískum skot- færum, sem uppreisnarmenn hafa tekið herfangi, í árásunum. Jafnframt hefur enginn veru- legur árangur orðið af víðtækum aðgerðum til að hreinsa svæðið norðan við flugvöllinn samkvæmt heimildum í kambódíska hernum, frelsi Peter Lorenz naut almennt stuðnings V-Þjóðverja. Kristilegi demókrataflokkur- inn, sem er hægri flokkur fékk hreinan meirihluta i kosningun- um á sunnudag, fékk 53,9% at- kvæða, hafði áður 50%. Jafnaðar- mannaflokkurinn fékk 38,5% og 20 stjórnarhermenn hafa fallið síðan þær hófust fyrir nokkrum dögum. 20 brezkir þegnar og nokkrir Ástralíumenn, Ný-Sjálendingar, Malaysíumenn og Singaporemenn verða fluttir frá Phnom Penh með flutningaflugvél af gerðinni C-130 Hercules á morgun. Banda- ríkjamenn hafa enn flugvélar og herskip til taks til að flytja burtu bandaríska þegna ef borgin fellur. Um helgina þrengdi svo að Phnom Penh að orðrómur var á kreiki um að borgin mundi falla þá og þegar. Lon Nol forseti fór þá með blaðamenn og ljósmynd- ara um borgina til að sýna að stjórnarherinn réði við ástandið. Andstaða gegn Lon Nol fer harðnandi meðal þingmanna, embættismanna og yfirmanna hersins og svo getur farið að hann verði neyddur til að segja af sér samkvæmt góðum heimdildum. Margir telja daga marskálksins talda og segja að spurningin sé aðeins hvenær hann láti af völd- um og hvernig, með byltingu eða ekki. 1 Washington skoraði Hugh Scott, leiðtogi repúblikana í öld- ungadeildinni, á Bandarikja- stjórn að beita öllum þeim þrýst- ingi er hún réði yfir til að koma til leiðar breytingu á stjórn Kambódíu og tryggja öryggi flóttamanna, sem hætt væri við að yrðu myrtir. Framhald á bls. 35 hafði 40,4%. Frjálsir demókratar fengu 5,6% atkvæða. Hins vegar segjá fréttaskýrendur að lítið tap jafnaðarmanna megi túlka sem traustsyfirlýsingu á samsteypu- stjórn þeirra og frjálsra demó- krata undir forsæti Schmidts kanslara. Jafnaðarmenn töpuðu i fylkiskosningum í fyrra og borg- arstjórnarkosningum í V-Berlín um siðustu helgi 3—8% miðað við síðustu kosningar. Skoðanakönnun, sem birt var í Bonn í dag gefur til kynna, að kristilegir demókratar myndu fá 46% atkvæða í þingkosningum, ef þær færu fram í dag, á móti 43% fyrir jafnaðarmenn og frjálsa demókrata. Skoðanakönnun þessi var gerð daginn, sem ræningjar Peter Lorenz slepptu honum úr haldi, en sérfræðingar í skoðana- könnunum segja að þessar niður- stöður séu ekki mjög áreiðanleg- ar, þar sem svo mikill fjöldi, þeirra sem spurðir voru, voru óákveðnir. Annars segja stjórn- Washingtorl, 10. marz. AP. BANDARÍSKUM sjómönnum gremst svo aukin ágangur erlendra fiski- skipa á miðum sínum að þeir búa sig undir að taka lögin i sinar hendur og margir þeirra eru jafnvel farnir að vopnast. Sjómenn sem veiða humar undan strönd Maine á Nýja Englandi hafa alltaf meðferðis kraftmikla riffla í veiðiferðum sínum og alvarleg hætta er á því að þeir beiti þeim. Þetta kom fram þegar fjórir þing- menn frá strönd Atlantshafs og Kyrrahafs báru vitni við yfirheyrslu í þeirri nefnd fulltrúadeildarinnar sem fjallar um fiskveiðar og verndun dýralifs. Þingmennirnír vöruðu við því að ef fiskveiðilögsagan yrði ekki færð út, að minnsta kosti þangað til alþjóð- legt samkomulag næðist í landhelg- ismálum, gæti dregið til alvarlegri tiðinda sem gætu orðið að millirikja- máli. Þingmaðurinn William S. Cohen, republikani frá Maine, sagði að hum- arsjómenn frá Nýja Englandi bæru Helmut Kohl, formaður Kristi- lega demókrataflokksins. málafréttaritarar að nokkrir dag- ar muni líða áður en hægt verður að gera sér grein fyrir hvað úrslit- in í kosningunum þýði i raun og veru í v-þýzkum stjórnmálum. Flestir eru þó sammála um að úrslitin nú séu mikill sigur fyrir Helmut Kohl, formann Kristilega demókrataflokksins. riffla vegna þess að erlend fiskiskip eyðilegðu fyrir þeim veiðarfæri eða skemmdu þau og að þessi skip veiddu oft fast upp að tólf mílna landhelgismörkunum. „Þessir fiskiskipaflotar líkjast helzt geysimiklum borgarljósum í náttmyrkrinu," sagði Cohen. Hann sagði að auk þess sem fiskiskip frá Sovétríkjunum og fleiri löndum skemmdu veiðarfæri eyddu þeir fisk- stofnum og skelfiskstofnum og væru valdir að efnahagslegu öngþveiti á þessum slóðum. Gerry E. Studds, demokrati frá Massachusetts, kvað það „gífurlega hættulegt ástand" að áhafnir banda- rískra fiskiskipa væru nú að vopnast. Hann er flutningsmaður eins af 19 frumvörpum um landhelgismál er liggja fyrir nefndinni. Samkvæmt flestum þessum frumvörpum á að færa út lögsöguna I 200 sjómílur, annað hvort þar til alþjóðlegt sam- komulag næst eins og Stud gerir ráð fyrir eða fyrir fullt og allt. Jafnframt yrði fjöldi fiskiskipa er veiða innan Framhald á bls. 35 Hungruð börn f Phnom Penh bfða eftir að mat sé dreift til þeirra. Svipur þeirra lýsir hörmungum þjóðarinnar. Hörðustu árásirnar á Phnom Penh til þessa Grípa bandarískir sjómenn tii vopna? Sameiginleg afstaða jafnaðarmanna og borgarflokkanna: Alger nauðsyn að koma í veg fyrir verkföll og verkbönn Kaupmannahöfn, 10. marz, frá Braga Kristjónssyni. I kvöld fer fram i danska þjóðþinginu þriðja og síðasta umræða um tillögur ríkisstjórnar jafnaðarmanna um íhlutun ríkisvaldsins I samninga vinnumarkaðarins. Það er jafnframt Ijóst, að tillögurnar verða samþykktar með miklum meirihluta atkvæða. Með tillögum ríkisstjórnarinnar eru auk flokks jafnaðarmanna Venstre, Radikale Venstre, íhaldsflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og mið- demókratar, samtals 1 34 atkvæði. Á móti eru Sósialski þjóðarflokkurinn, kommúnistar, vinstri sósíalistar og væntanlega Framfaraflokkur Glistrups. í kvöld lýsti Glistrup lögmaður þvi yfir, að það væri ábyrgðarlaust athæfi eftir samfleytt 20 klst fundarsetur í nefndum og þingsal að láta syfjaða og þreytta þingmenn samþykkja svo umfangsmiklar efnahagsaðgerðír, þar sem ekki væri að vænta neinna verkfalla fyrr en eftir tíu daga. Valdahlutföllin á þjóðþingi Dana eru þannig eftir síðustu þingkosn- ingar, að svokallaðir borgaraflokk- ar hafa meirihluta. Það hefur hins vegar ekki heppnast fyrir þessi öfl að ná samkomulagi um stuðning við starfhæfan meirihluta, sem styddi ríkisstjórn þessara flokka. Þess vegna hraktist Hartling frá vötdum og núverandi forsætisráð- herra, Anker Jörgensen, myndaði minnihlutastjórn sína, sem ein- göngu nýtur stuðnings flokks jafn- aðarmanna. Það eru því nokkuð gráglettin örlög. að sósialiskur flokkur, sem flokkur jafnaðar manna hlýtur að teljast, skuli verða til þess að taka ráðin af aðiljum vinnumarkaðarins og leggja fram lagafrumvörp, sem verkalýðshreyfingin og opmberir starfsmenn hafa lagzt eindregið gegn siðan þau voru lögð fram sl. föstudag. Tillögur rikisstjórnarinnar eru i stórum dráttum eftirfarandi: Allir kaup- og kjarasamningar milli at- vinnuveitenda og verkalýðsfélaga innan danska alþýðusambandsins framlengjast til tveggja ára í sam- ræmi við miðlunartillögu sátta- semjara rikisins. Miðlunartillögu þessari höfðu bæði atvinnurek- endur og alþýðusambandið hafn- að. Kaupgjaldsvisitalan færist nið- ur úr 147 stigum i grunntöluna 100. f stað hlutfallslegra uppbóta á laun kemur allt tímabilið föst upphæð til allra launþega án tillits til upphæðar launanna. Þau atriði, sem aðiljar vinnumarkaðarins höfðu náð samkomulagi um, áður en samningarnir fóru út um þúfur, verða felld inn i heildina. Hlið- stæðir verða samningar þeirra að- ilja, sem ekki eru innan framan- greindra samtaka. Vís stuðningur 90 þingmanna Ákvæði um kaup og kjör opin- berra starfsmana verða og i flest- um atriðum samhljóða miðlunar- tillögunni. Við fyrstu umræðu um lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar kom það mjög skýrt fram, að með- al borgaraflokkanna var eining um, að eins og ástandið er nú í dönsku atvinnulifi, sé það alger nauðsyn að komást hjá stórvægi- legum verkföllum og verkbönnum. Þessir flokkar lögðu á það áherzlu, að til þess að koma í veg fyrir alvarleg skakkaföll, sem fyrst og fremst myndu skaða framleiðslu og útflutning landsins um langa framtíð, yrði rikisstjórnin að grípa inn i með fulltingi þjóðþingsins. Tillögur rikisstjórnar jafnaðar- manna fengu þó aðeins skilyrðis- lausan stuðning Radikale Venstre og Kristilega þjóðarflokksins. Frummælandi flokks Hartlings, fyrrverandi forsætisráðherra, gagnrýndi stjórnina fyrir það, að taka aðeins fyrir einn þátt þess vanda. sem við væri að glima. Hann benti á, að nauðsynlegt væri að taka alla efnahagsmálastefnu landsins til rækilegrar endurskoð- unar i samhengi við kjarasamn- inga vinnumarkaðarins. Framfara- flokkurinn lagðist líka gegn tillög- unum. En þótt svo færi, að bæði flokkur Venstre og Framfaraflokk- urinn myndu greiða atkvæði gegn tillögum rikisstjórnarinnar eiga þær samt visan stuðning meiri- hlutans. Flokkar Radikale, íhalds- manna, miðdemðkrata, Kristilega þjóðarflokksins og ríkisstjórnar- flokkurinn hafa samtals 90 þing- menn af 1 79. Það var álit þessara flokka i umræðunum að algerlega væri óverjandi að hleypa af stað alls- herjarverkföllum eins og ástandið væri f efnahagsmálum þjóðar- innar. Frummælandi jafnaðar- mannaflokksins i umræðunum, Kjeld Olesen, lagði á það áherzlu, að flokkur sinn væri I rauninni algerlega mótfallinn ihlutun ríkis- stjórnar og þings i samninga hins frjálsa vinnumarkaðar. „En við þær aðstæður sem nú rikja er þetta nauðsynlegt," sagði hann. „Allsherjar verkföll myndu stór- skaða efnahag landsins um langa framtíð og flokkur jafnaðarmanna getur ekki setið hjá afskiptalaus þótt það kunni að skaða hann pólitískt um stundarsakir. Öll við- Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.