Morgunblaðið - 11.03.1975, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1975
Sjávarútvegsráðherra:
Sölubeiðni skoðuð vandlega - ef útgerð-
armenn vilja skipta í hagkvæmari skip
Hvassafellsstrandið:
Brezkur sér-
fræðingur
kannar að-
stæður til
björgunar
ENGIN örugg skýring fékkst við
sjópróf f gær á þvf, hvaó olli
strandi Hvassafells við Flatey á
Skjálfanda. Skýrslur voru teknar
af skipstjóra, stýrimanni, háseta
og tveimur vélstjórum. Hjörtur
Hjartar, framkvæmdastjóri
skipadeildar SlS, sagði f gær að
Samvinnutryggingar, sem hcfðu
tryggt skipið, myndu í dag fá sér-
fræðing frá Englandi, sem fara
mun á strandstað og kynna sér
alla aóstöðu. Þá sagðist Hjörtur
hafa ástæðu til þess að ætla að
tryggjandi farmsins, Brunabóta-
félag tslands mundi senda sér-
fræðinga norður til að kanna
möguleika á að bjarga farminum.
Samkvæmt upplýsingum Hjart-
ar eru á annað hundrað tonn af
oliu í skipinu. Hjörtur sagði að
skípið myndi léttast mjög ef unnt
yrði að ná 1.200 tonnum af áburði
úr skipinu og olíunni, en mjög
erfitt kvað hann þó að ná olíunni.
Tvær tegundir olíu er í skipinu,
venjuleg gasolía og létt brennslu-
olía, sem er svipuð og sú olía, sem
nú er verið að hvetja togara tii
þess að nota.
1 þessu sambandi er vert að
geta þess að þótt byggð hafi lagzt
niður i Flatey, er þar mikið æðar-
varp. Mbl. reyndi i gær að hafa tal
af Hjálmari R. Bárðarsyni sigl-
ingamálastjóra og spyrja hann
Framhald á bls. 35
ísleifur VE blý-
fastur á strandstað
ALLAR tilraunir til þess að ná
tsieifi frá Vestmannaeyjum af
strandstað við Ingólfshöfóa í gær
voru árangurslausar. Rétt fyrir
klukkan 18 í gærkveldi var varð-
skip að reyna að draga lsleif út,
en allt kom fyrir ekki. Skipið var
blýfast á strandstað.
Guðmundur Jónsson um borð í
Framhald á bls. 35
MATTHlAS Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra sagði f viðtali við
Morgunblaðið f gær, að ráðuneyt-
inu hefði ekki borizt erindi með
ósk um sölu á neinum þeirra
fimm 750 rúmlesta skuttogara,
sem skýrt var frá í blaðinu á
sunnudag, að rætt hefði verið um
sölu á. Matthías sagði að ef um
sölu úr landi væri að ræða, þyrfti
sérstakt leyfi ríkisstjórnarinnar
að koma til. Hann sagði að sér
væri ekkert áhorfsmál, óskuðu
eigendur skipanna að afla sér
annarra skipa f þeirra stað, að
slfk leyfi væru veitt og í stað
kæmu togarar, sem útgerðar-
menn teldu hentugri til útgerðar.
Ef slík beiðni bærist, sagði Matt-
hías að hún yrði skoðuð vandlega.
Svo sem kunnugt er hefur ríkið
ýmis tekið lán vegna kaupa á
þessum togurum eða ábyrgzt lán.
sem útgerðarmenn hafa fengið.
Aðspurður um það, hvernig færi
með verðbólguhagnað af sölu
slíkra skipa og þá sérstaklega þeg-
ar þess er gætt að rikið hefur
lánað allt að 80% kaupverðs
þeirra sagði sjávarútvegsráð-
herra, að ef keypt yrðu ný skip
yrði ekki um verðbólguhagnað að
ræða, en óskuðu útgerðarmenn
ekki eftir að kaupa ný skip f stað
togaranna, væri alls ekki Ijóst,
hvort veitt yrði söluleyfi. Þá sagði
hann og að megnið af þeim lán-
um, sem á skipunum hvíldu væru
erlend og við gengisbreytinguna
hefðu þau hækkað. Verðbólgu-
hagnaður væri því ekki eins mik-
ill og menn teldu. Við bættist og
að mjög mikill hallarekstur hefði
verið á útgerð þessara skipa allt
síðastliðið ár.
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Samverja h.f. í Grindavík,
sem á Guðstein GK 140 kvað sölu
togarans ekki hafa borið á góma
meðal eigenda hans eða hvort
skipta ætti um skip. Hitt kvað
hann svo annað mál, að enginn
rekstursgrundvöllur væri fyrir
rekstri 750 tonna skipanna. Minni
skipin kvað hann hins vegar koma
mun betur út rekstrarlega séð og
ALLAR Ifkur benda til þess að
þeir aðilar, sem sjá um bensín-
sölu á leiðinni milli Akureyrar og
taldi hann það fyrst og fremst
vegna þess að þau væru skrásett
undir 500 rúmléstum og þvf
leyfðu kjarasamningar að áhöfnin
væri skipuð 15 mönnum i stað 25
á stærri skipunum. Við þetta kvað
Einar hlut hvers manns á stærri
skipunum rýrari og því væri starf
á minni togurunum eftirsóknar-
Framhald á bls. 35
I Reykjavíkur, muni hætta að selja
bensfn f vor, þar eð þeir eru
| óánægðir með þá álagningu, sem
þeir fá á bensínið, en hún mun nú
vera 3,57%. Magnús Gfslason,
veitingamaður á Stað f Hrúta-
firði, sagði í viðtali við Mbl. í gær,
er það spurðist fyrir um þessi
samtök, að álagningin á bensfnið
nægði ekki einu sinni fyrir þeirri
rýrnun, sem yrði við afgreiðslu.
Magnús sagði að Leopold
Jóhannesson hefði rætt síðastliðið
haust við verðlagsstjóra um þessi
mál. Sagði Magnús að verðlags-
stjóri hefði visað til viðskipta-
ráðuneytisins, sem aftur hefði
vísað á olíufélögin. Þá hefði
einnig verið rætt við viðskiptaráð-
herra, sem hefði lofað að taka
málið til athugunar. Magnús sagði
að rætt hefði verið við flesta ben-
sínsala fyrir sunnan Holtavörðu-
heiði og nokkra norðan hennar og
hefðu viðbrögð verið góð. Alls
munu um 13 staðir selja bensín á
leiðinni Reykjavik — Akureyri.
Sáttafundur
í dag
ENGINN sáttafundur var haldinn
f gær, en samkvæmt upplýsingum
Torfa Hjartarsonar, sáttasemjara
ríkisins, er boðaður fundur f dag
og hefst hann árdegis klukkan 10.
..Hittir mig líka og þá sem
stóðu að samþykktinni”
— segir Snorri Jónsson um árás Þjóðviljans á forseta ASI
t Þjóðviljanum sl. sunnudag
birtist forystugrein eftir Magn-
ús Kjartansson, þar sem Björn
Jónsson, forseti ASt, er harð-
lega gagnrýndur fyrir ummæli
f viðtali við Morgunblaðið sl.
miðvikudag á þá leið, að verka-
lýðshreyfingin teldi vafasaman
hagnað af þvf að fá alla kjara-
skerðinguna bætta í einum
áfanga og að verkalýðssamtök-
in mundu hugsa sig um tvisvar,
jafnvel þótt það yrði boðið
fram. Af þessu tilefni hefur
Morgunblaðið snúið sér til
þriggja forystumanna f verka-
lýðshreyfingunni, þeirra
Snorra Jónssonar, varaforseta
ASl, Eðvarðs Sigurðssonar, for-
manns Dagsbrúnar, og Björns
Bjarnasonar hjá Iðju og spurt
þá, hvort það sé þeirra skoðun,
að það sé rangtúlkun á stefnu
ASI miðað við ályktun kjara-
málaráðstefnunnar að stefna
eigi að þvf að fá kjaraskerðing-
una bætta í áföngum. Svör
þeirra fara hér á eftir en þess
skal getið að f ályktun kjara-
málaráðstefnunnar segir m.a.
svo: „ ... heldur verði nú að
stefna að settu marki um að ná
fram 1 ÁFÖNGUM kaupmætt-
inum eins og hann var eftir
sfðustu samninga og verði
hvert tækifæri notað til þess.“
Svör verkalýðsforingjanna
fara hér á eftir:
Björn Bjarnason, formaður
Landssambands iðnverkafólks
svaraði spurningunni algjör-
lega neitandi, ályktunin mælti
svo fyrir um að ná ætti kjara-
skerðingunni aftur í áföngum.
Hann sagði að á ráðstefnunni
hefði verið mjög deilt um þetta
atriði, hvort orðin ,,í áföngum“
hefðu átt að standa í ályktun-
inni og hefði yfirgnæfandi
meiri hluti ráðstefnunnar verið
á þeirri skoðun, að þau skyldu
standa. „Þar með er slegið
föstu,“ sagði Björn, „að okkar
verkefni er að semja um þetta í
áföngum. Það liggur enginn
vafi á þeirri túlkun."
Snorri Jónsson framkvæmda-
stjóri ASt sagði að það væri
síður en svo sín skoðun, að það
væri rangtúlkun, að ná ætti aft-
ur kaupmættinum í áföngum.
„Ég stóð að samþykkt hennar
eins og langmestur meiri hluti
þeirra, sem ráðstefnuna sóttu,“
sagði Snorri og er hann var
spurður að þvi, hvort honum
fyndist ómaklega vegið að Birni
Jónssyni í ritstjórnargrein
Þjóðviljans síðastliðinn sunnu-
dag, svaraði Snorri: „Já, ég
verð að segja það — mér finnst
þetta ekki nógu gott. Mér finn-
ast þess ummæli hitta mig líka
og þá sem stóðu að samþykkt
ályktunarinnar.“
Eðvarð Sigurðsson, formaður
Verkamannasambands tslands
kvað ekkert vafamál, að tak-
markið væri að ná kjaraskerð-
ingunni aftur í áföngum. „Það
er sagt berum órðum í ályktun-
inni og vitandi vits,“ sagði Eð-
varð Sigurðsson.
Verður bensínsölu
hætt á norðurleið?