Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRlL 1975
Skýrslur teknar
TVEIR lögreglumenn frá
Seyðisfiröi fóru í gærdag
upp á Hérað til að taka
skýrslur af fólkinu sem
telur sig hafa séð ókunnan
mann á ferli á þeim slóð-
um. Átti að ljúka skýrslu-
tökum í gær.
— Dubcek
Framhald af bls. 1
vegar er höfuðákæruefni bréfsins
pólitísks eðlis. Hann segir að nú
ríki ekkert lýðræði innan flokks-
ins, engin tilraun gerð til að ná
meirihluta með umræðum. And-
stæðingar séu stimplaðir óvinir
og svikarar og fordæmir Dubcek
ákaft allar tilraunir til að þvinga
fram vissar ákvarðanir með valdi,
eða með því að kalla til „aðstoð"
utan frá eins og í ágúst 1968.
Dubcek kveðst í bréfinu þeirrar
skoðunar að jafnvel sú mála-
miðlunarstefna flokksins sem
mörkuð var í nóvember eftir að
innrásin var gerð kynni að hafa
getað bjargað kjarna þeirra um-
bóta sem gerðar voru um vorið
þetta ár.
En einnig þetta hafi tækifæfis-
sinnuð harðlínustefna hinnar
nýju stjórnar undir forystu
Husaks eyðilagt undir því yfir-
skini að verið væri að berjast
gegn gagnbyltingu. Þá vísar
Dubcek því m.a. á bug í
bréfinu að umbæturnar
f Prag þetta vor hafi markað
stefnubreytingu í átt til
kapítalisma. 1 lok bréfsins ásakar
Dubcek tékknesku leiðtogana um
að hafa mistekizt að koma á
einingu í landinu og aðeins tekizt
að kollvarpa félagslegum mann-
réttindum.
1 ávarpi sínu i gær sagði Husak:
„Maður hlýtur að spyrja: Hvernig
er það hugsanlegt að menn sem
bera ábyrgð á jafn miklum áföll-
um og upplausn á árunum
1968—69 innan flokksins. ... á
jafn gífurlegri hnignun efnahags-
ins, á jafn mikilli ógnun við lífs-
kjör og öryggi verkalýðsins, á því
að skera á alþjóðleg tengsl Tékkó-
slóvakíu, — hvernig hafa þessir
menn hugrekki eða ætti ég að
segja ósvífni til að veita öðrum
ráðleggingar um hvernig eigi að
framfylgja stefnu og hvernig
ekki?“
Með augljósri skirskotun til
Dubceks og samstarfsmanna
hans, t.d. Josef Smrkovsky, fyrr-
um þingforseta, sagði Husak:
„Það eina sem er eftir fyrir þá er
að þjóna, eftir ýmsum leiðum, al-
þjóðlegum afturhaldsöflum í
þeim tilgangi að frægð þeirra,
nöfnum þeirra sé haldið á loft
áfram.“
„Þeir vita að þeir geta ekki
þurrkað Tékkóslóvakiu út af
landakortinu eða breytt kerfi
okkar. En það leggur af þeim
fýlu. Látum fýluna vera hjá þeim
sem hana varðar. Okkar þjóðfélag
er sterkt og traust“ Meirihluta
þessa ávarps Husaks var útvarpað
beint af útvarpinu i Prag.
— Akaft fagnað
Frarfihald af bls. 1
stjórnar, en líklegast er þó talið
að það verði Khieu Samphan,
yfirhershöfðingi Rauðu
Khmeranna, en hann er einnig
hermálaráðherra og aðstoðarfor-
sætisráðherra í útlagastjórn
Sihanuks prins Það var Samphan,
sem flutti útvarpsávarpið eftir
fall Phnom Penh og bað borgar-
búa að sýna stillingu og kallaði
ráðherrana og herforingjana á
sinn fund.
Sihanuk prins hélt fund með
fréttamönnum í Peking í dag, þar
sem hann lýsti því yfir að hann
myndi snúa til baka til Kambódíu
innan skamms, „eftir 2 daga eða
tvær vikur, það er ekki gott að
segja“ eins og hann orðaði það.
Sihanuk lýsti sigri Rauðu
Khmeranna sem einhverjum feg-
ursta kaflanum í sögu
kambódísku þjóðarinnar, þrátt
fyrir hið mikla mannfall sem
styrjöldin hefði haft í för með sér,
en áætlað er að um 1 milljón
manna eða 13% þjóðarinnar hafi
fallið eða særst á sl. 5 árum.
Sihanuk sagðist myndu snúa aft-
ur til Kambódíu sem þjóð-
höfðingi, að ósk stjórnar Rauðu
Khmeranna, en sagðist ekki
myndu skipta sér mikið af inn-
lendum málefnum, en helga
starfskrafta sína utanríkismálum
landsins. Þó væri auðvitað efst á
verkalista allra nýju leiðtoganna
að ná sem fyrst þjóðareiningu.
Skömmu áður en Phnom Penh
féll, fóru 10 flugvélar frá
Kambódíu með ýmsa af leiðtogum
stjórnarinnar og annað flóttafólk,
sem tók til sín ummæli Sihanuks í
gær, er hann vísaði uppgjafartil-
boði stjórnarinnar á bug með
þeim orðum, að leiðtogar hennar
skyldu hafa sig á brott, ekkert
nema gálginn biði þeirra að öðr-
um kosti. Long Boret, forsætisráð-
herra landsins, var i engri þessara
flugvéla, en fregnir herma að
þyrla hafi flutt hann á brott, rétt
áður en innrásarmenn innsigluðu
sigur sinn. Er talið að hann sé nú í
Thailandi, en þar lentu fyrr-
nefndar flugvélar.
— Engin vinátta
Framhald af bls. 1
Mike Mansfield, leiðtogi demó-
krata í öldungadeild Bandaríkja-
þings, sagði á fundi með frétta-
mönnum, að uppgjöf stjórnarher-
manna í Phnom Penh, opnaði
möguleika á því að sameina þjóð-
ina i Kambódíu á hlutleysisbraut.
„Nú er lokið 5 ára gagnslausum
og ónauðsynlegum tilraunum
Bandaríkjanna til stuðnings við
málstað hinnar föllnu stjórnar."
Park Chung-Hee, forseti S-
Kóreu, sagði i gær, að fall
Kambódiu og yfirvofandi fall S-
Vietnams i hendur kommúnistum
gæti komið Kim Il-Sung, forseta
N-Kóreu, til að grípa til aðgerða
gegn S-Kóreu.
Carlos Romulo, utanríkisráð-
herra Filipseyja, sagði við frétta-
menn í dag, að tvenns konar lær-
dóm mætti draga af falli
Kambódiu; að þegar baráttuvilja
skorti í stríði, væru sigurmögu-
leikar nær engir og að engin þjóð
ætti varanleg og órofa vináttu-
bönd við aðrar þjóðir; aðeins
væru til varanleg hagsmunamál.
Engin viðbrögð bárust frá
Peking önnur en þau að frétta-
stofan Nýja Kína skýrði frá því í
einni setningu, að Kambódia
hefði verið frelsuð.
Leiðtogar Thailands lögðu til
við hinar þjóðirnar fjórar, sem
sæti eiga i sambandi SA-
Asiuþjóða, að þær viðurkenndu
hina nýju stjórn i Kambódíu eins
fljótt og unnt væri. 1 tilkynningu
frá stjórn Tailands sagði að hún
æskti þess, að allar þjóðirnar 5
gæfu út sameiginlega viðurkenn-
ingaryfirlýsingu. Hinar þjóðirnar
eru Filipseyjar, Indónesía, Singa-
pore og Malaysia. Þá lýsti að-
stoðarutanríkisráóherra Japans
þvi yfir að Japanir myndu innan
skamms viðurkenna hina nýju
stjórn. Tilkynning hafði borist
um það að Iran og Portúgal hefðu
viðurkennt stjórnina og sent þau
skilaboð til Sihanouks prins i
Peking.
K.B. Andersen, utanríkisráð-
herra Danmerkur, sagði í danska
þjóðþinginu i dag, að skv. gild-
andi stefnu, myndi danska stjórn-
in sjálfkrafa viðurkenna hina
nýju stjórn.
— Sigalda
Framhald af bls. 36
undirbúningsins. Akveðið þak
var þó haft á þessu láni, sem nam
10% af samningsupphæðinni eða
270 milljónum króna. Lán þetta
skal endurgreiðast á fyrstu 24
mánuðum framkvæmdatímabils-
ins og er með jöfnum greiðslum
dregið frá mánaðarreikningi
verktakans. Auk þess hefur
Landsvirkjun heimild til þess að
halda eftir 10% af hverjum reikn-
ingi, þannig að 10% heildarverks-
ins eru ógreidd, þegar því er
lokió. Hefur Landsvirkjun 12
mánaða gjaldfrest á þessari upp-
hæð eftir að verkinu er lokið. Nú
hefur verktakinn farið fram á, að
afborgunum af upphaflegu láni
verði frestað og þeim prósentum,
sem Landsvjrkjun hefur heimild
til að halda eftir verði fækkað.
Um þessi mál segir ennfremur í
fréttatilkynningunni:
„Undanfarna mánuði hefur
orðið seinkun á nokkrum veiga-
miklum verkþáttum i byggingar-
framkvæmdum við Sigölduvirkj-
un, auk þess sem erfiðleikar hafa
orðið í rekstri byggingarverktak-
ans Energoprojekt. Hafa að þessu
tilefni farið fram viðræður milli
Landsvirkjunar og verkfræðilegs
ráðunautar fyrirtækisins og
Energoprojekt, en fulltrúar
Alþjóðabankans í Washington
tóku þátt í þeim á lokastigi. Þessi
mál i heild og niðurstöður við-
ræðnanna voru til umræðu á
fundi í stjórn Landsvirkjunar i
dag og þykir stjórn Landsvirkj-
unar rétt að eftirfarandi atriði
komi fram til upplýsinga:
Verktakinn hefur heitið þvi að
beita á næstunni öllum tiltækum
ráðum til að virkjuninni verði
lokið á næsta ári i samræmi við
ákvæði verksamnings. Til að svo
megi verða mun verktakinn auka
og bæta vélakost við fram-
kvæmdirnar, auk þess sem stjórn
þeirra verður lagfærð með hlið-
sjón af fenginni reynslu. Þá mun
verktakinn lagfæra ýmis öryggis-
atriði á vinnusvæðinu, svo og
koma til móts við verkalýðsfélög-
in um lausn þeirra ágreinings-
atriða, sem fyrir eru.
Það er von beggja aðila, að
niðurstöður þessara viðræðna
megi verða til þess, að fyrsti
áfangi Sigölduvirkjunar verði
tekinn í notkun um mitt næsta ár,
eins og að hefur verið stefnt frá
upphafi."
— Enginn
fundur
Framhald af bls. 36
Sigurðsson að því í gær, hve
margir sjómenn hefðu átt rétt á
að taka þátt í atkvæðagreiðslunni.
Hann sagðist ekki hafa þá tölu og
þegar hann var spurður að því,
hvort ekki mætti búast við, að
hlutfallstala þeirra, sem greiddu
atkvæði væri nokkuð lág miðað
við þá tölu, sem atkvæðisrétt
höfðu — sagðist Jón ekkert geta
um það fullyrt. Til þess að gera
sér grein fyrir því, sagði hann að
nauðsynlegt væri að kanna fjölda
sjómanna á hverjum stað. Inni í
myndinni voru hvorki sjómenn á
Vestfjörðum né á Austfjörðum að
Höfn í Hornafirði undanskilinni.
Jón sagði þó að ljóst væri að flest-
ir sjómanna á minni skuttogurun-
um hefðu ekki greitt atkvæði, þar
sem ákveðið hefði verið að
atkvæðagreiðslan færi aðeins
fram í landi, en ekki úti á sjó.
Hefðu og margir aðrir sjómenn,
sem væru á skipum, sem hefðu
lengri útivist, ekki greitt atkvæði.
— Khmerar
Framhald af bls. 17
hafi gert uppreisnarhreyfing-
una ósveigjanlega i afstöðu
sinni. Formaður kommúnista-
flokksins er Saloth Sar sem lit-
ið annað er vitað um en að hann
lærði i iðnskóla í Phnom Penh
og útvarpstækni í Frakklandi.
Forseti herráðsins er Son Sen,
fyrrverandi kennari, sem var
talinn þriðji valdamesti maður
kommúnistaflokksins þar til
hreinsun var gerð í flokknum í
fyrra.
Tröllaukin vandamál biða
nýju stjórnarinnar eftir átökin,
en gera má ráð fyrir að hún
muni 'likjast stjórn þeirra á
þeim svæðum sem hafa verið á
valdi uppreisnarmanna til
þessa. Þar hafa þorpsbúar lifað
kommúnulífi og sótt pólitisk
innrætingarnámskeið sem
standa Iangt fram á nótt.
— Verkfalls-
menn
Framhald af bls. 2
stjórans. Fyrir brot þetta er að-
eins hægt að bæta með því að
ógilda uppsögnina. Flutningur í
annað starf kemur þessu máli
ekkert við, enda sízt meiri trygg-
ing þar fyrir atvinnuöryggi hans.
Mannréttindi félaga okkar eru
ekki á neinum sölu- eða samnings-
lista. Við lítum á það sem hlutverk
okkar að koma í veg fyrir að nokk-
ur úr okkar hópi sé rekinn sak-
laus frá lífsstarfi sínu. Vilji
starfsmaður hins vegar skipta um
starf, skal honum gert það kleift
að hætti frjálsborinna manna.
Þess vegna afléttum við ekki
verkfallinu, fyrr en ógilding á
uppsögn félaga okkar hefur bor-
izt.“
— Bergþór
Framhald af bls. 2
Sandgerði: Þar hefur verið
mjög dauft yfir aflabrögðum
undanfarnar vikur og reyndar
sjaldan verið daufara, að sögn
fréttaritara Mbl. Hinn 15. þ.m.
var þar þó komið á land 721 iest
meira en á sama tíma í fyrra eða
samtals 5952 tonn i 938 róðrum nú
á móti 5231 tonni í 979 róðrum i
fyrra. Bergþór er sem fyrr afla-
hæstur Sandgerðisbáta með 961
tonn og er líklegast aflahæstur
vertíðarbáta á landinu. Jón
Oddur er kominn með 463 tonn og
Víðir II. með 402 tonn.
Keflavík: Þar hefur einnig
verið tregt undanfarið og bátarn-
ir hafa komið að með 2—10 tonn
úr róðri. Þar var toppurinn i
fyrradag 10,8 tonn en nætur-
gamalt og reyndar komu tveir
bátar vestan undan Jökli með 13
og 16 tonn. Miðað við 15. þ.m. var
heildarafli Keflavíkurbáta orðinn
7823 tonn í 1153 sjóferðum en var
á sama tíma í fyrra 7169 tonn í
1297 sjóferðum.
Akranes: Allt steindautt i
netin þar um slóðir síðustu daga,
sagði vigtarmaðurinn og bátarnir
hafa komið að með þetta frá hálfu
tonni upp í 3—4 tonn algengast
en hæst 10—11 tonn af þriggja
nátta. Heildaraflinn þar var um
miðjan mánuðinn orðinn 2554
tonn og aflahæstur bátanna er
Gróttan með 410 tonn.
ólafsvík: A miðvikudag voru
27 bátar á sjó frá Ólafsvík. Aflinn
hjá þeim hefur verið heldur rýr
upp á síðkastið en nokkrir Ólafs-
vikurbátar eru þó komnir yfir 500
tonn. Þá eru trillukarlarnir að
gera klárt þessa stundina. I ráði
er að einn bátur fari á hrogn-
kelsaveiðar frá Olafsvík en þær
eru annars aldrei stundaðar
þaðan.
Hellissandur: Þar hefur
allt verið steindautt hjá bátunum
siðustu daga og hrotan sem kætti
Snæfellingana f kringum páskana
er greinilega gengin yfir — „en
við skulum vona að það lagist
aftur þegar hlýnar að nýju“ sagði
vigtarmaðurinn þar. Miðað við 15.
april er Skarðsvíkin hæst bátanna
frá Sandi, komin með 780 tonn,
Hamrasvanur er kominn með 584
tonn og Saxhamar hefur fengið
540 tonn.
— Minning
Jónína
Framhald af bls.26
skurð. Var það mikil aðgerð á
jafnaldraðri manneskju. Engum
kom víst til hugar, að hún ætti
afturkvæmt úr þeirri för. En það
fór nú á aðra leið. Geislandi af
lífsorku sagði hún öllum, að hún
færi heim aftur og tæki við störf-
um sínum á ný. Það urðu orð að
sönnu.
Um miðjan vetur 1974 var hún
komin heim, ge|pk»að störfum sín-
um, þótt líkamsþrekið væri nú
mun minna en áður og hugurinn
sem með bjartsýni er naumast var
af þessum heimi, bæri hana hálfa
leið.
Enginn gekk þess dulinn, að
hér var ekki nema um stundarbið
að ræða. Heimkoman var henni að
vissu leyti hamingja. Hún hafði
ekki enn lokið hlutverki sínu. Um
réttir í haust var heilsu hennar
tekið að hnigna svo að hún varð
aftur að fara á spítalann. En nú
var viðhorf hennar breytt, nú
vissi hún að hún kæmi ekki heim
aftur, trú hennar og innri sýn
beindu huga hennar í aðra átt og
gæddu hana óbifanlegri ró og
jafnvægi. Fram á síðustu stundu
hafði hún ráð og rænu, ræddi um
hvað sem var og fylgdist með öllu.
Það er til marks um vissu hennar
um hvert stefndi að fyrir jólin
sendi hún feðgunum þremur, sem
nú voru einir heima, sitt jólatréð
hverjum. Það var táknrænt dæmi
um hugarþel hennar, viljastyrk
og manndóm. Hún andaðist 26.
des. s.l. og fékk hægt, kyrrlátt
andlát. Útför hennar fór fram að
Bræðratungu að viðstöddu fjöl-
menni, að undangenginni minn-
ingarathöfn í Skálholtskirkju. Nú
er þessi aldurhnigna, lífsreynda
kona komin yfir landamærin og
við trúum því að hún sé komin i
annan og betri heim, eða þann
hinn sama og hún þegar hafði séð
Ttjarmann af á síðustu ævidögum
sinum. Og ég er þakklátur fyrir
það að hlotnast sá heiður að bera
hana til moldar út í kirkjugarðinn
á Bræðratungu, þar sem hún hvíl-
ir i friði.
Sigurður Sigurmundsson
Hvftárholti.
— Hönnuðir
Framhald af bls. 3
við gullsmiðaháskólann f Höfn.
Hann hefur í 9 ár rekið eigið
gullsmíðafyrirtæki og hefur lagt
mikla áherzlu á að kynna þessa
listgrein erlendis, þar sem hann
hefur oft sýnt. Pétur Bergholt
Lúthersson rekur eigin teikni-
stofu í Reykjavík. Hann hefur
unnið mikið að hönnun ýmis-
konar iðnvarnings, m.a. lampa og
húsgagna, síðan hann lauk námi í
grein sinni frá Kunsthaand-
værkerskolen f Kaupmannahöfn
1964. Baldvin Björnsson, teiknari,
hefur unnið að auglýsingateiknun
bæði hér heima og erlendis og
rekið eigin auglýsingastofu hér í
borginni frá árinu 1970. Hafa
Reykvfkingar séð mörg falleg
verk eftir alla þessa listiðnaðar-
menn.
Allur undirbúningur og vinna
við sýninguna Islenzk nytjalist I
er, eins og önnur vinna í félaginu
Listiðn, unnin í sjálfboðavinnu.
Þess má geta til fróðleiks að þrátt
fyrir það og þó Heimilisiðnaðar-
félagið sýndi einstaka vinsemd
með láni á húsnæði, kostar um
230 þús. krónur að setja sýning-
una upp.
— Minning
Kristrún
Framhald af bls. 27
sjúk að Vífilsstöðum tók hún
skólabækurnar með sér, til þess
að geta undirbúið sig þannig að
hún gæti hafið nám af fullum
krafti eftir að hún væri búin að
ná sér.
Til þess kom þó aldrei, lifið
sveik hana, hún fékk ekki tæki-
færi til að ljúka því sem var henni
svo mikilsvert. Það þýðir ekkert
að spyrja hvers vegna, við þvi
fæst vist ekkert svar.
Þessi fátæklegu orð segja víst
lítið um Kristrúnu, en líf hennar
verður kannski áminning til
okkar sem eftir lifa um það að
okkar smávægilegu erfiðleikar
eru iéttvægir á móti þeim
erfiðleikum sem hún varð að þola
á þeim stutta tíma sem hún lifði,
en sem hún bar með svo mikilli
hugprýði og þolinmæði.
Kristrúnu þakka ég stutt kynni
en góð, megi allar góðar vættir
fylgja henni yfir landamærin.
Foreldrum hennar og bræðrum
sendi ég innilegustu samúðar-
kveðjur. Kristrún hvilist nú eftir
annasaman og erfiðan en stuttan
starfsdag.
Björn Þorsteinsson.
Verð
frá kr. 1692.-
Sími 13508.