Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRIL 1975
27
Kristrún Jónasdótt-
ir — Minningarorð
Fædd 28. október 1952
Dáin 12. apríl 1975
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.
Vald. Briem.
Siðastliðinn laugardag barst mér
sú harmafregn, að Kristrún
Jónasdóttir, nemandi i Mennta-
skólanum í Kópavogi, hefði látist
að Vifilsstöðum að morgni þess
dags, 12. apríl. Aldrei eru andláts-
fregnir sviplegri en þegar ungt
fólk er brott kallað.
Kristrún var fædd í Reykjavik
28. október 1952, dóttir hjónanna
Jónasar Jónssonar húsasmiðs og
Jóhönnu Gunnarsdóttur.
Þau fluttust i Kópavog árið
1961 og búa að Alfhólsvegi 2a
ásamt þrem sonum sinum, Gylfa
19 ára, Jóni Halldóri 16 ára og
Þóri 11 ára. Kristrún lauk barna-
prófi frá Kópavogsskóla, en siðan
stundaði hún nám í tvö ár við
Reykjadalsskóla i Mosfellssveit.
Hún lauk framhaldsdeildarprófi
frá Vighólaskóla vorið 1973, og
þaðan lá svo leið hennar i
Menntaskólann i Kópavogi.
Kristrún var alls staðar vel látin.
Hún naut mikillar ástúðar og
umhyggju á heimili sínu. Foreldr-
ar hennar viku vart frá henni er
hún lá að Vífilsstöðum siðustu
vikuna, sem hún lifði.
A ofanveróunt þessum vetri
hvarf Kristrún úr skóla vegna
alvarlegra veikinda. Forsjónin
réó því, að hún átti ekki aftur-
kvæmt. Það fór ekki framhjá
kennurum hennar og bekkjar-
systkinum, að hún var þjáð og
þreytt siðustu dagana, sem hún
gat sótt skólann. Hún haíði raun-
ar aldrei gengió heil til skógar.
Engu að síður stundaði hún nám
sitt af elju og frábærri samvisku-
semi. Hún sótti skólann svo vel að
af bar og sýndi meiri dugnað og
þrautseigju en almennt gerist.
Mér er Kristrún heitin sér-
staklega minnisstæð sökurn þess,
að hún var fyrsti nemandinn í
Menntaskólanum i Kópavogi, sem
heimsótti mig og spurði mig ráða
eftir að skólinn var settur á stofn
sumarið 1973. Einlægni hennar
og áhugi á nárni leyndi sér ekki.
Hana langaði til að læra. Námið
og skólavistin var henni mikils
virði. Hún taldi, að hvort tveggja
hefði gildi i sjálfu sér. Eg held, að
hún hafi litið á menntunina sem
dýrmæta sjálfseign, en ekki bara
sem lánsfé úr bókum eða tæki til
að veita sér það, sem mölur og ryð
fá grandað. Þetta viðhorf til
menntunar er þvi miður allt of
sjaldgæft nú á dögum.
Kristrún var sérlega ljúf og
háttprúð i allri framkomu. Ilún
var ágætur skólaþegn. Kennarar
skólans og bekkjarsystkini höfóu
miklar mætur á henni. Við
minnumst hennar nteð söknuði og
virðingu og kveójum hana með
orðurn úr sálmi eítir Valdemar
Briern:
„Far þú i friði,
friður guðs þig blessi“.
Eg bið eftirlifandi foreldrum
hennar og bræórum allrar
blessunar. Megi forsjónin veita
þeim styrk á stund sorgarinnar.
Það er huggun harmi gegn, að
minningin um þessa hugljúfu
stúlku ntun lifa.
Ingólfur A. Þorkelsson.
Kveöja
Að morgni hins 12. apríl sl. lést
bekkjarsystir okkar, Kristrún
Jónasdóttir, af völdum veikinda.
Allt frá barnæsku átti hún við
þann sjúkdóm aó striða sent að
lokunt leiddi hana til dauða.
Eftir stutt kynni hér i skólanum
urðum við vitni að ótrúiegu bar-
áttuþreki hennar og dugnaði.
Kristrún hafði rnörg áhugamál og
stundaði einnig nám við Tónlist-
arskólann í Kópavogi.
Kristrún hafði þungan kross að
bera, en iét þó aldrei bilbug á sér
finna. Mættum við draga af þvi
holla lexiu.
Minning hennar mun lifa á
nteðal okkar og við þökkum kynn-
in, sem i raun urðu alll of skamm-
vinn.
Fjölskyldu Kristrúnar vottum
vió okkar dýpstu samúð.
Bekkj arsystkin.
1 dag verður Kristrún Jónasdóttir
menntaskólanemi í Kópavogi
jarðsungin frá Fossvogskirkjunni
í Reykjavik. Hún lést laugar-
daginn 12. april sl. eftir stutta en
erfiða sjúkdómslegu. Kristrún
Jónasdóttir fæddist 28.10 1952,
dóttir hjónanna Jóhönnu
Gunnarsdóttur og Jónasar Jóns-
sonar húsasmiðameistara i Kópa-
vogi og var hún elst fjögurra
systkina.
Er ég frétti lát hennar um-
ræddan laugardag varó mér, eins
og mörgum öðrum ónotalega við.
Gat það verið að þessi unga stúlka
væri látin, það var svo stutt síðan
að hún hafði setið i timum hjá
mér í Menntaskólanum, svo var
hún svo ung, aðeins rúmlega
tvitug. En það þýddi ekkert aó
velta vöngunum, hún var látin
það var bláköld staðreynd. Þrátt
fyrir það er mér, eins og svo
mörgum, þannig farið að innst
inni á maður erfitt nteð að sætta
sig vió slika staóreynd.
Eg kynntist Kristrúnu fyrst fyr-
ir þrem árum er hún hóf nám við
Víghólaskóla í Kópavogi þá í 5.
bekk. Þessi hægláta stúlka sýndi
þá strax, þrátt fyrir rnikla
líkamlega bæklun, að í henni bjó
mikill lífskraftur, hún var
ákveðin og samviskusöm, og
hávaðalaust vann hún verk sin af
stakri alúð og kostgæfni.
Kristrún hóf siðan nánt i
Menntaskólanum í Kópavogi
haustið 1973, og var þvi á öðru ári
í skólanum, er hún lést. Hún hafði
ætlað að ljúka námi i Menntaskól-
anum og lagói þvi hart að sér. Svo
staðráðin var hún í þessum ásetn-
ingi sinum að er hún var flutt
Framhald á bls. 20
Nýtt símanúmer
83444
Stálver h.f.,
Funahöfða 17, Reykjavík.
INGÓLFS-CAFÉ
GÖMLU DANSARNIR í KVÖLD
Hljómsveit GARÐARS JÓHANNSSONAR.
Söngvari: BJÖRN ÞORGEIRSSON.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12826.
G]G]E]G]G]G]G]E]G]G]G]E]E]E]G]G]E]E]E]G]IÖ1
01
OPIÐ í KVÖLD TIL KL. 1
PÓNIK OG EINAR
Bl
51
51
51
51
51
51
E]E]E]E]G]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]g]E]
51
51
51
51
51
51
Opið í kvöld Opið í kvöld Opið í kvöld
HÓT«L ÍA<iA|
SIÍLNASALUR
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar
skemmta íkvöld
Dansaðtil kl. 1
Borðapantanir eftir kl. 4 í síma 20221
Opið í kvöld Opið i kvöld Opið i kvöld
O Útvarpið hefur 3 bylgjur, FM, mið og langbylgju.
O Magnarinn er 2 x 15 sinuswött (60 músikwött).
O Kassettutækið hefur tónsvið, frá 40-14.000 Hz.
O Verðið er kr. 79.900.oo.
9470LS er hagstætt tæki, ekki bara að það sé fallegt og á
ótrúlega góðu verði, heldur er hver eining af þrem sem tækið
samanstendur af (útvarp/magnari/kassettuband) geysilega
fullkomin tæknilega, og fullnægja kröfum hinna vandlátustu.
Ef þig langar til að kynnast 9470LS
i eigin persónu, ertu velkomin(n). En
eftir þau kynni munt þú spyrja sjálfa(n)
þig, til hvers eru freistingarnar, ef ekki
til aö.....
9470LS útvarp/ magnari/ kassettuband