Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR 85. tbl. 62. árg. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Það verður ekkert blóðbað 99 99 Rauðu Khmerunum ákaft fagnað 1 Phnom Penh af dauðþreyttum borgarbúum SKV. fréttum frá Phnom Penh um uppgjöf stjórnarhersins á miðnætti f fyrrinótt, fögnuðu fbúar borgarinnar ákaflega her- mönnum Rauðu Khmeranna og veifuðu alls staðar hvftum fánum, að skipun herstjórnar stjórnar- hersins. Stjórnarhermenn af- klæddust einkennisfötum og fóru f borgaraleg föt, til að forðast að verða skotnir af innrásarliðinu, en sifkt var óþarfi, það varð ekk- ert blóðbað í Phnom Penh. Chau Seng, einn af meðlimum f stjórnmálaráði byltingarstjórnar Sihanuks prins, sagði á fundi með fréttamönnum f dag, að hin nýja stjórn í Phnom Penh, myndi fylgja hlutleysisstefnu út á við og þjóðareiningarstefnu innanlands, án tillits til fyrri stjórnmálaskoð- ana landsmanna, annarra en leið- toga hinnar föllnu stjórnar, „en þeir verða dæmdir á mannúð- legan hátt. Þið hafið séð að það varð ekkert blóðbað f Phnom Penh.“ Fyrir utan þetta er ákaflega lítið vitað um hver verður þróun- in í málum Kambódíu, en þeir fáu erlendu fréttamenn, sem enn eru í landinu segja að hermenn og leiðtogar Rauðu Khmeranna leggi nú megináherzlu á að koma á ró í Phnom Penh og fullvissa borgar- búa um að þeir þurfi ekkert að óttast. í morgun var útvarpað til- kynningu til ráðherra og herfor- ingja að koma til fundar við leið- Connally sýknaður Washington 17. apríl.AP KVIÐDÓMUR f Washington sýknaði í dag John Connally, fyrr- um fylkisstjóra í Texas og fjár- málaráðherra Bandarfkjanna, af ákæru um að hafa þegið mútur mjólkurframleiðenda til að hafa áhrif innan Bandarfkjastjórnar á hækkun mjólkurverðs. toga sigurvegaranna til þess að leggja á ráðin um aðgerðir til að koma lifinu í borginni í eðlilegt horf. Þá voru opinberir embættis- menn beðnir um að mæta til starfa eins og vanalega. Scgja fréttamennirnir, að er ljóst hafi verið, að ekkert blóðbað væri framundan, hafi menn farið að þessum óskum. Fréttamenn segja að mikil gleði riki í Phnom Penh, borgarbúar og innrásarmenn faðmist sem ætt- ingjar, sem ekki hafi sézt lengi og gleði borgarbúa yfir því, að eld- flaugaárásarmartröðinni sé loks á enda, sé ólýsanleg. Ekkert er vitað um hver verður forsætisráðherra hinnar nýju Framhald á bls. 20 Um ein milljón Kambódfumanna féllu eða særðust f styrjöldinni. Phnom Penh -búar fögnuðu Rauðu Khmerunum ólýsanlega glaðir yfir þvf að vera lausir við martröð eldflaugaárásanna. Hér sést fórnarlamb einnar slfkrar árásar. „Engin órofa vinátta til” Phnom Penh, Peking, París, Bangkok, Washington, Moskvu og víðar, 17. apríl. Reuter — AP — NTB. FORD Bandaríkjaforseti sagði f dag, að Bandarfkjamenn tækju fregninni um fall Kambódíu með sorg og samúð f huga. „Eg vil láta í ljós aðdáun mfna á leiðtogum stjórnarinnar og þjóðinni, sem sýndu mikið hugrekki til hins síð- asta, og ekki sfzt hermönnunum, sem börðust þar til yfir lauk með öllum tiltækum vopnum." Tassfréttastofan f Moskvu sagði að fall Kambódfu væri ný sönnun þess, að tilraunir utanaðkomandi aðilja til að koma á stjórn, sem þjóð hafnaði, væru, er fram iiðu stundir, dæmdar til að mistakast. „Leikbrúðuhermennirnir gátu ekki staðist sóknarlotur þjóð- frelsishreyfingar fólksins og gáf- ust upp.“ Framhald á bls. 20 Husak býður Dubcek að hypja sig úr landi Árásin talin andsvar við bréfi Dubceks til þingsins Prag 17. apríl —AP # GUSTAV Husak leiðtogi tékkneska kommúnistaflokksins, lýsti f gær Alexander Dubcek fyrrum forsætisráðherra hinnar frjálslyndu sósfalfsku ríkisstjórn- ar sem kennd er við „vorið f Prag 1968“ „svikara" við málstað kommúnismans og Tékkó- slóvakfu, og bauð honum að fara f útlegð. 1 geysilega hörku- legri árás á Dubcek er hann ávarpaði pólitfsku fjöldasamtök- in, Þjóðfylkinguna, sagði Husak: ,,Eg segi hreinskilnislega að Dubcek geti, ef hann vill, tekið saman föggur sfnar á morgun og farið til hvaða borgaralega ríkis sem er þar sem hann metur frelsi þeirra meir en byltingarlegan árangur þjóðar okkar.“ # Stjórnmálaskýrendur telja litlar Ifkur á þvf að Dubcek, sem nú starfar sem skógarvörður í Bratislava, muni þiggja boðið, þar eð hann myndi hafa minni áhrif og tiltrú í heimalandi sfnu, sem pólitískur útlagi. Arás Husaks er að þvf,er virðist and- svar við bréfi sem Dubcek sendi tékkneska þinginu í október s.l. en var sfðar smyglað úr landi og það birt í heild f vestrænum f jöl- miðlum. 1 bréfinu sakar Dubcek rfkisstjórn Husaks um að vera ekki fulltrúi tékknesku þjóðar- innar í heild, fyrir „misbeitingu valds“ og meint brot á mannrétt- indum. Áfram reynt að ná samkomulagi — segir Hans G. Andersen um fund Hafréttarráðstefnunnar í Genf Genf, 17. apríl frá Matthiasi Johannessen ritstjóra. hafréttarraðstefnan f Genf hefur nú staðið yfir frá 17. marz s.l., og á allsherjar- fundi f dag, 18. aprfl, verður rætt um framhaldandi máls- meðferð á ráðstefnunni og ákvörðun tekin um hana. Þá mun forseti ráðstefnunnar, Amerasinghe, leggja fyrir til- lögu sfna, sem þegar hefur verið samþykkt af stjórnar- nefnd þingsins. Hans G. Andersen, formaður fslenzku sendinefndarinnar, sagði við fréttamann Morgunblaðsins hér í Genf í gær, að hann væri síður en svo svartsýnni nú en þegar hann kom hingað. „Gg sagði áður en ég fór heiman, að ég væri hóflega bjartsýnn og ég er það enn,“ segir Hans G. Andersen. Að vfsu er nú farið að tala um nýjan fund f New York seinna f sumar og jafnvel enn annan um áramót, en öll störf ráð- stefnunnar miða að þvf að undirritun nýs hafréttarsátt- mála fari fram f Caracas næsta sumar. Tillaga Amerasinghe, for- seta ráðstefnunnar, fjallar um að nú verði allt kapp lagt að ganga frá einum heildartexta varðandi öll atriðin, sem ráð- stefnan fjallar um. I raun merkir þetta að nú skuli flýtt niðurstöðum í nefndum og alls konar vinnuhópum, „þannig að um einn heildar texta verði að ræða," að sögn formanns íslenzku nefndarinnar, „en sá texti verði grundvöllur að end- anlegum samningaviðræðum." Hans G. Andersen segir enn- fremur, að hann telji, að mikið hafi áunnizt í Genf, ef slíkur texti liggur fyrir, áður en ráð- stefnunni lýkur hér, 10. mai n.k., þvi að þá verðum við nær endanlegu takmarki. For- maður islenzku sendinefnd- arinnar sagði: Öhemjuvinna hefur verið lögð í þessi störf hér í Genf og ég hef góða von um, að hinn endanlegi texti, sem nú er verið að undirbúa verði mjög hagstæður í þeim málum, sem við höfum mestan áhuga á, þ.e. efnahagslögsögu. Ýmsir hafa látið í ljós svart- sýni á gang mála hér, en ég tel það ástæðulaust, því að aldrei var gert ráð fyrir að fundurinn hér i Genf gengi endanlega frá málum. Að visu var ráðgert í upphafi að til atkvæðagreiðslu gæti komið á þessum fundi, en við nánari athugun var horfið frá þvi ráði og fremur haldið áfram að reyna að ná sam- komulagi, sem allir geta sætt sig við. Ég hef von um að svo verði, þegar upp verður staðið." Fundurinn í fyrramálið (18.4.) er talinn mjög mikil- vægur, þvi að hann mun fast- móta þá grundvallartexta, sem endanleg niðurstaða verður byggð á, en að sögn formanns íslenzku nefndarinnar jafn- framt staðfesta þau viðhorf, sem talin eru hafa mest fylgi, t.a.m. þau sjónarmið, sem við höfum barizt fyrir. Að því leyti má vænta þess, að hann verði áfangi i hafréttarmálum og ekki sizt mikilvægur fyrir stefnu okkar Islendinga. „Fyrir nokkrum dögum," sagði Husak i ávarpi sinu, „talaði sænski forsætisráðherrann, Olof Palme, sem er jafnaðarmaður, um Dubcek með ákefð og sagði að hann væri undir eftirliti sex öryggis- varða dag og nótt og hversu stór- kostlegur fulltrúi lýðræðislegs sósíalisma hann væri.“ Og Husak bætti við: „Við bjóðum honum Dubcek frá og með deginum á morgun, ef hann , vill fá sér- fræðing i lýðræðislegum sósialisma. Ég veit ekki hvað sænska þjóðin, — sem ég ber mikla virðingu fyrir — myndi segja ef Dubcek leiddi sænska konungsrikið i sömu hörmungar á fáum mánuðum eins og hann gerði við Tékkóslóvakiu árið 1968.“ I bréfi sinu til þingsins kvartar Dubcek beisklega yfir því við arf taka sinn, Husak, að hann sé und- ir stöðugu lögreglueftirliti. Hins Framhald á bls. 20 Dubcek — boðið að hypja sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.