Morgunblaðið - 18.04.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. APRIL 1975
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar. Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands
í lausasölu 40,00 kr. eintakið
Eitt af þeim viða-
miklu félagslegu verk-
efnum, sem hvað brýnast
er að leysa úr um þessar
mundir, er skorturinn á
vistunarrými fyrir lang-
legusjúklinga. Flestum er
ljóst, að mjög aðkallandi er
að leysa úr þeim vanda,
sem við blasir í þessum efn-
um. Félagslegar fram-
kvæmdir af þessu tagi vilja
gjarnan sitja á hakanum,
þegar efnahagserfiðleikar
steðja að. Eigi aó síður
mega menn ekki missa
sjónar á þeim markmiðum,
sem eólileg eru og nauð-
synleg í þessum efnum, þó
að taka verði mió af tíma-
bundnum þrengingum viö
útgjaldaáform.
Oddur Ólafsson hreyfði
þessu máli á Alþingi fyrr i
vetur. Við það tækifæri
upplýsti Matthías Bjarna-
son heilbrigöis- og trygg-
ingaráðherra, að nú væru
tiltæk 758 vistrými fyrir
langlegusjúklinga í land-
inu. Samkvæmt könnun,
sem fram hefur farið á veg-
um heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins á þörf
fyrir vistunarrými í þágu
langlegusjúklinga, er talið
að fyrir hendi þurfi að vera
817 rúm. Ljóst er þó að
þörfin fyrir aukió vistunar-
rými fyrir langlegusjúkl-
inga er miklum mun meiri
en þessar tölur gefa til
kynna. Vitað er t.a.m., að á
almennum sjúkrahúsum
úti á landi og í Reykjavík
er verulegur fjöldi
hjúkrunarsjúklinga, sem
þyrftu að geta dvalið á ann-
ars konar sjúkrastofnun-
um. Enginn þarf þvi að
fara í grafgötur um, að á
þessu sviói er gífurlega
mikið verk óunnió, og
vandamálin kalla á skjóta
úrlausn.
Matthías Bjarnason, heil-
brigðis- og tryggingaráó-
herra, greindi frá því á Al-
þingi í vetur, að unnið
hefði verið á vegum ráðu-
neytisins og landlæknis-
embættisins að því aö leita
leiða til að kanna raun-
verulegar þarfir fyrir vist-
rými og nýtingu þess vist-
rýmis, sem nú er tiltækt.
Ráðherrann upplýsti m.a.,
að þegar væri i byggingu
viðbót við dvalarheimili
aldraðra á Akureyri,
Borgarnesi,Akranesi og við
sjúkrahúsið i Neskaupstað.
Fulllokið er hönnun fyrir
dvalarheimili á Ólafsfirði,
og nú er verið aö hanna
dvalarheimili á Dalvík,
Vopnafirói, Blönduósi, Isa-
firði og Höfn í Hornafirði,
þar sem bráðabirgðahús-
næði hefur þegar verið
opnað. Þegar allt er talið
munu nú vera í byggingu
eða á undirbúningsstigi
stofnanir, er rúma myndu
400 til 450 vistmenn á
hjúkrunarheimilum og
dvalarheimilum fyrir aldr-
aða.
Af þessu sést, að nokkuð
hefur verið unnið að úr-
lausn þessa vanda, þó að
framkvæmdir hafi ekki
gengið með æskilegum
hraða. Reykjavíkurborg
hefur að eigin frumkvæði
reynt aó stuðla að lausn
þessara mála i höfuðborg-
inni. Á þessu ári er t.d.
ráðgert að verja 120 millj.
kr. til stofnana í þágu aldr-
aðra. Hér er um verulega
upphæð að ræóa, ekki sizt
þegar tillit er tekið til
þeirra erfiðu fjárhagsað-
stæðna, sem sveitarfélögin
glíma nú við í kjölfar verð-
bólgunnar.
Reykjavíkurborg hefur
reynt að finna leiðir til
þess að bæta með skjótum
hætti úr þeim bráða vanda,
sem hér er við að glíma.
Fyrr í vetur samþykkti
borgarstjórn t.a.m. að nýta
Hafnarbúðir í þessu skyni,
en það hús hefur aó
nokkru leyti verið ónotaó
að undanförnu. Eftir
breytingar á húsinu er
reiknað með, að þar verði
rými fyrir um það bil 30
vistmenn. Með þessu móti
er unnt að leysa skjótt og
með tiltölulega litlum
kostnaði hluta af þessum
vanda. Hér er 3 ekki um
framtíðarlausn i ræða.
Á vegum Reykjavíkur-
borgar er fulllokið hönnun
á svonefndri B-álmu við
Borgarspítalann, en þar er
fyrirhugað að verði hjúkr-
unarheimili. Ríkið hefur
hins vegar ekki að sínum
hluta samþykkt fjárveit-
ingar til þessarar bygging-
ar enn sem komið er. Af
þeim sökum m.a. hefur það
dregizt, að unnt yrði að
byrja framkvæmdir við
Borgarspítalann. Öllum er
ljóst, að eins og nú standa
sakir í efnahags- og fjár-
málum hlýtur að vera
erfitt að ýta af stað miklum
framkvæmdum á þessu
sviði.
Hitt verða menn að gera
sér ljóst, að í þessum efn-
um er við mikinn vanda að
etja, sem óhjákvæmilegt er
að vinda bráðan bug að því
að leysa. Allverulegur
fjöldi fólks bíður þess nú
að fá rúm á hjúkrunar-
stofnunum. Þetta fólk nýt-
ur nú ekki þeirrar hjúkr-
unar og aðstöðu, sem nauð-
synleg er. Þess vegna er
full þörf á aó knýja á um
aðgerðir til þess að auka
vistunarrými fyrir lang-
legusjúklinga. Þó að hart
sé í ári mega menn ekki
loka augunum fyrir vanda-
málum af þessu tagi.
Aukið vistunarrými
fyrir langlegusjúklinga
Vilhjábnur
Bjamamjv
Gekk svo fram til 1968, en þá
hafði verðbólgan tröllriðið
íslensku þjóðfélagi svo, að stjórn-
málamenn sáu, að full þörf var á
að greiða fullar vísitölubætur á
skyldusparnað, svona rétt eins og
er gert við spariskírteini ríkis-
sjóðs. En kerfið er tregt. I rúm 5
ár hélt afgreiðslustofnun skyldu-
sparnaðar, veðdeild Landsbanka
Islands, áfram að reikna með
hálfum vísitölubótum, þannig að
á framanverðu árinu 1974 þurfti
veðdeild L.I. að leiðrétta útreikn-
inga sina, leiðrétting uppá litlar
430 milljónir króna. Þetta kallar
forstöðumaður veðdeildarinnar:
„Mistök af hálfu löggjafans"!!!!
Fannst sparimerkjaeigendum,
þar á meðal mér og konu minni,
heldur en ekki búbót að fá að
ekki ósvipaðan hátt og vextir og
verðbætur eru reiknaðar af spari-
skírteinum ríkissjóðs og ætlaði
mér að sýna forstöðumanni
veðdeildar útreikningana. Tók
hann þvi illa og sagðist ekki líta á
útreikninga einhvers fólks útí
bæ. Benti ég honum á að nýverið
hefðu sannast mistök í útreikn-
ingum deildarinnar uppá um 430
milljónir króna, og væri því rík
ástæða til að taka öllum tölum frá
deildinni með varúð. Að þessum
orðum mínum töluðum stóð for-
stöðumaður upp og sagðist ekki
vera á staðnum til að þrasa við
fólk og opnaði næstu dyr og vísaði
mér út. Kærði ég síðan málið til
Félagsmálaráðuneytisins og eru
nú liðnir 2 mánuðir frá þeirri
kæru.
Skyldusparnaður og
vísitölubætur
Fyrr i vetur hélt dr. Gylfi Þ.
Gislason þvi fram i sjónvarps-
þætti, að nú þyrfti þjóðin að
spara. Þetta vírtist falla i góðan
jarðveg, já, svo góðan, að sjálft
Morgunblaðið tók þessi ummæli
sem dæmi um hvernig ábyrgir
stjórnmálamenn ættu að tala. En
þjóðin varð hissa; hví að spara,
þegar menn velja um það að fá 10
kaffipakka í dag eða 7 pakka eftir
ár, fyrir sömu upphæðina? I
síðara tilfellirju eru krónurnar
nokkru fleiri, þ'ví upphæðin hefur
staðið á vöxtum. Undrar þá víst
engan, hví menn taka sína 10
kaffipakka strax, því að kostn-
aður við að geyma kaffi er hverf-
andi. Það er nefnilega ekki leng-
ur dyggð að spara, það er vitið
meir að vera skuldugur upp fyrir
haus.
í fyrri ráðherratíð kempunnar
Hannibals Valdimarssonar átti
líka að spara. H.V. taldi að ungt
fólk á aldrinum 16—25 ára hefði
15% of hátt kaup, en jafnframt
væri fólk á þessum aldri svo vit-
Iaust að það kynni ekki með pen-
inga að fara. Skyldi hann, H.V.
félagsmálaráðherra, hafa vit fyrir
ungdómnum og skyldi nú fólk á
fyrrnefndu aldursbili, að hans
boði, kaupa af ríkinu sparimerki
fyrir 15 prósentin og fá í staðinn
4% vexti og hálfar vísitölubætur.
A 26. afmælisdeginum eða þegar
makaval værí um garð gengið,
skyldu menn svo fá upphaflega
sparnaðinn, auk vaxta og hálfra
vísitölubóta. (Þetta hefði nú ein-
hvern tima verið kallað
„siðferðislegur hroki“.) Tókst
kempunni þannig a.m.k. í bili að
leysa króniska auravöntun rikis-
sjóðs.
Um Islands
aðskiljanlegu
vísitölusvindl
skipta 430 milljónum með öðrum.
Þegar að því kom að við hjónin
innleystum skyldusparnað okkar
brá okkur óneitanlega í brún, þvi
að útreikningar veðdeildar hljóð-
uðu upp á töluvert lægri upphæð
en við höfðum áætlað. Varð ég
fyrst hissa á því, hve hin gifur-
lega verðbólga undanfarinna ára
var allt í einu orðin lítil, en datt
samt i hug að veðdeildinni hefði
orðið á mistök, eins og áður.
Reiknaði ég siðan út sjálfur á
Kaupvísitala
01.02 1973 — 01.02. 1975.
01.02. 1973 — 30.04. 1973 195 st.
01.05. 1973 — 31.07. 1973 219 st.
01.0». 1973 —30.10. 1973 231 st.
01.11. 1973 — 30.01. 1974 246 st.
01.02. 1974 — 30.04. 1974 264 st.
01.05. 1974 — 31.07. 1974 334 st.
01.08. 1974 —39.10. 1974 334 st.
01.11. 1974 — 31.01. 1975 366 st.
01.02. 1975 — 30.04. 1975 376 st.
I stuttu máli liggja hin nýju
mistök veðdeildar í tvennu: f
fyrsta lagi reiknar veðdeildin
visitölubætur á lægstu upphæð
sem er inni á reikningi á árinu.
Þannig reiknast engar vísitölu-
bætur fyrsta árió, sem upphæð er
inni á reikningi. Dæmi: kr. 100.00
eru lagðar inn 15. febrúar 1974,
vísitala 264 stig. Þann 1. febrúar
1975 eru reiknaðar visitölubætur,
vísitala 376 stig, lægsta upphæð á
reikningnum (í upphafi) er kr.
0.00 visitölubætur kr. 0.00 vextir
kr. 3.50, samtals vextir og vísitölu-
bætur kr. 3.50, þegar verðbólga á
árinu er 42.42%.
1 öðru lagi, sem er talsvert
stærri hluti af visitölusvindlinu,
virðast ráóandi menn i veðdeild
L.I. ekki þekkja muninn á mis-
munaröð og kvótaröð. Þannig
telja starfsmenn veðdeildar L.l.
að 10% stöðug verðbólga á ári
leiói til að verðbólgan verði 70% á
7 árum, en ekki 95%. Og til við-
bótar metur veðdeildin allar
krónur jafnar. Þannig reiknar
veðdeildin aðeins með þeirri
prósentuhækkun sem orðið hefur
á vísitölunni frá þvi síðast voru
reiknaðar út vísitölubætur, og er
þá prósentuhækkunin aðeins
látin ná yfir höfuðstól + vexti, en
hækkunin í stigum er ekki mæld
miðað við þá visitölu sem í gildi
var á innborgunardegi. Dæmi:
Lagðar eru inn kr. 100.00 þegar
vísitalan er 100 stig og aðrar
100.00 kr. þegar visitalan er 200
stig. Þegar að því kæmi að visitala
hækkaði úr 400 stigum í 500 stig,
sem er 25% reiknar veódeildin
kr. 50.00 í visitölubætur (kr.
200.00 x 25%) en ekki kr. 150.00
(kr. 100.00 x 100 stig (hækkun-
in) / 100 stigum (upphaflega vísi-
talan) + kr. 100.00 x 100 stig /
200 stigum).
Séu dæmin hér að framan dreg-
in saman í eitt og miðað við kaup-
visitölu eins og hún var á tíma-
bilinu 01.02. 1973 til 01.02. 1975,
myndu kr. 100.00 sem lagðar eru
inn 15. febrúar 1973 gefa kr.
208.60 þann 15. febrúar 1975,
samkvæmt mínum útreikningum
(kr. 108.17 x 376 stig / 195 stigum
= kr. 208.60, þ.e. upphaflegu kr.
100.00 + kr. 8.17 vextir + 100.43
visitölubætur), en með aðferðum
veðdeildar fást kr. 152.08 (kr.
100.00 + kr. 8.17 vextir + kr. 43.91
visitölubætur). Fyrra árið eru
engar vísitölubætur, en kr. 3.50
vextir. Síðara árið eru reiknaðar
42.42% bætur á 103.50 auk vaxta
kr. 4.67. Samtals er verðbólgan
þetta tveggja ára timabil 92.82%,
þannig að það vantar kr. 40.74 til