Morgunblaðið - 06.05.1975, Side 20

Morgunblaðið - 06.05.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MAt 1975 fígraldur var maour mótsins HARALDUR Kornelfusson, TBR, vann það glæsilega afrek að vinna þrjá Istandsmeistaratitla I badrninton á Islandsmeistaramótinu sem fram fór í Laugardalshöllinni og lauk á sunnudaginn. Sýndi Haraldur jafnan umtalsverða yfirburði I leikjum sínum og komst aldrei í taphættu, utan úrslitanna í tvenndarkeppni, en þar þurfti oddaleik til þess að fá fram úrslit. Yfirleitt máttu andstæðingar Haralds teljast góðir ef þeir fengu 5—7 punkta f leikjum sínum við hann. Virtist tækni Haralds áberandi bezt, og eins er hann farinn að búa yfir töluverðri keppnisreynslu, sem jafnan kemur að góðum notum. Þrátt fyrir góða frammistöðu Haralds í mótinu, hefur maður þó stundum séð hann leika betur, enda hefur hann ekki getað æft sem skyldi í vetur — stendur f húsbyggingu, eins og svo margir aðrir. Keppendur i íslandsmótinu voru að þessu sinni um 80 talsins frá Reykjavík, Hafnarfirði, Siglu- firði og Akranesi. Urðu Reykvík- ingar mjög sigursælir í mótinu, hrepptu alla Islandsmeistaratitl- ana nema i tvíliðaleik kvenna í A-flokki, en þar urðu Siglu- fjarðarstúlkurnar sigurvegarar. Aðrir Islandsmeistaratitlar féllu nær óskiptir til TBR, og virðist svo sem það félag beri ægishjálm yfir önnur i þessari íþróttagrein, og má geta þess að A-lið TBR vann örugglega liðakeppnina í efri flokknum og C-lið félagsins vann liðakeppnina í neðri flokkn- um, en í honum var keppt til úrslita á föstudagskvöldið. Einliðaleikur karla: Haraldur Korneliusson átti ekki í erfiðleikum með að tryggja sér rétt til þess að leika til úrslita í einliðaleik karla. Hann sat yfir i fyrstu og annarri umferð, en mætti síðan hinum gamalreynda Jóni Árnasyni og síðan Sigfúsi Ægi, ungum og efnilegum leik- manni úr TBR. Veitti Jón Haraldi góða keppni í fyrri lotunni, en í seinni lotunni, var úthald Jóns búið og eftirleikurinn var Haraldi auðveldur. Friðleifur þurfti hins vegar að hafa meira fyrir sinu, en lék vel í undanúrslitunum við félaga sinn Óskar Guðmundsson og vann öruggan sigur. Óskar er greini- lega ekki í jafngóðri æfingu og oftast áður, og eftir erfiðan leik við Helga Benediktsson úr Val, virtist sem hann væri búinn með úthaidið. í úrslitaleiknum hafði Haraldur svo yfirburði, allt frá upphafi, enda virtist Friðleifur aldrei ná sér vel á strik, né ná þeirri keppn- ishörku upp, sem oft hefur verið honum drjúgur liðsmaður. Tvílidaleikur karla: Undankeppnin í tviliðaleik bauð upp á nokkra skemmtilega leiki, sérstaklega voru viður- eignir þeirra Sigfúsar Ægis og Ottós við Jón Árnason og Eystein Björnsson og leikur Akurnesing- anna Harðar og Jóhannesar við Jóhann Möller og Magnús Magnússon fjörlega leiknir, og buðu upp á mörg skemmtileg at- vik. Steinar og Haraldur þurftu hins vegar ekki að leika nema einn leik í undankeppninni, þar sem andstæðingar þeirra í fyrstu umferð, Siglfirðingarnir Sigurður og Sigurgeir, gátu ekki mætt til leiks. 1 úrslitaleiknum byrjuðu þeir Ottó og Sigfús mjög vel og voru yfir til að byrja með, en síðan tóku þeir Haraldur og Steinar leikinn algjörlega i sínar hendur og unnu 15:5 og 15:6. I þessum leik vakti þó sérstaka athygli frammistaða Ottó Guð- jónssonar, sem sýndi oft glæsileg tilþrif. Einliðaleikur kvenna: Aðeins einn leik þurfti til þess að skera úr um hver hreppti Is- landsmeistaratitilinn í einliðaleik kvenna, og virðist furðulegt hvað konur stunda lítið þessa skemmti- legu iþróttagrein, sem er vel við þeirra hæfi. I leik þeirra Lovísu og Svanbjargar virtist sem sú síðarnefnda ætlaði að koma á óvart, þar sem hún hafði yfir til að byrja með, en brátt kom að því að Lovísa sýndi svo ekki varð um villst að hún er ósigrandi í þessari keppnisgrein hérlendis. Tækni hennar og öryggi er langt um meiri en hjá öðrum íslenzkum badmintonkonum. Tvíliðaleikur kvenna: I tvíliðaleiknum sýndu þær Lovísa og Hanna Lára umtals- verða yfirburði og undanúrslita- leikur þeirra við Jónínu, sem keppt hefur i badminton um langt árabil, og Huldu Guðmundsdóttur var til muna erfiðari en úrslita- leikurinn gegn KR-stúlkunum, sem máttu teljast góðar að fá punkt á móti þeim stöllum. Tvenndarkeppni Eins og i Reykjavíkurmótinu á dögunum var keppnin i tvenndar- leik sú tvisýnasta á mótinu, en sömú pör kepptu til úrslita nú og þá, og úrslitin í tveimur fyrstu lotunum urðu á sama veg og þá. Haraldur og Hanna áttu fyrsta orðið, en Steinar og Lovísa jöfn- uðu hins vegar metin. Mikil taugaspenna var í oddaleiknum, en Haraldur og Hanna náðu sér þá vel á strik komust strax yfir, unnu góðan sigur, og hefndu fyrir tapið i Reykjavíkurmótinu. A-flokkur A flokkurinn bauð í flestum tilfellum upp á skemmtilegri keppni en meistaraflokkurinn og mátti þar sjá á ferðinni ungt badmintonfólk sem vafalaust á eftir að heyrast töluvert um i framtiðinni. Þeir Jóhann Möller og Hannes Rikharðsson voru bezt- ir piltanna, en í kvennaflokki vakti Kristín Kristjánsdóttir sér- staka athygli, svo og Siglufjarðar- stúlkurnar sem voru einráðar í tviliðaleik kvenna og hirtu þar bæði gull og silfurverðlaun. Ánœgðurmeðsinnhlut — ÉG get ekki annað en verið ána'gður með minn hlut í móti þessu, sagði Haraldur Kornelíusson, er keppni Is- landsmótsins lauk í Laugar- dalshöllinni á sunnudaginn, og hann hafði tekið við þrennum gullverðlaunum og fjórum bik- urum og var því með fangið fullt, eins og að líkum lætur. Haraldur kvaðst ekki hafa getað æft sem skyldi í vetur, og því hefði hann tæpast átt von á að standa sig svo vel í mótinu. — En það vantaði náttúrlega sterka menn í mótið, eins og þá Sigurð Haraldsson og Reyni Þorsteinsson, sagði Haraldur, — auk þess sem Steinar Peter- sen gat ekki ieikið í einliða- leiknum vegna meiðsla í öxl. Ég átti líka von á því að Friðleif- ur yrði grimmari í úrslitaleikn- um í einliðaleik, en það var sem hann næði sér aldrei almenni- lega á strik. Haraldur sagði að erfiðasti leikur sinn í mótinu nú hefði verið úrslitaleikurinn i tvenndarkeppninni, þar sem hann og Hanna Lára mættu Lovisu og Steinari. En eftir jafna stöðu aó loknum tveimur fyrstu hrinunum náóu Harald- ur og Hanna sér vel á strik og unnu sigur. Haraldur sagði að nú væri að koma upp sterkir menn, — þá skorti meiri reynslu og æfingu, en yrðu komnir á toppinn eftir 2—3 ár. — Þá þarf ég örugg- lega meira til, ef ég á að vinna sigra, sagði Haraldur, — ef ég verð þá ekki búin að leggja spaðann á hilluna. JLJrslit Einlidaleikur karla: 1. IMFEKÐ: Jóhann <i. Mullor, TBK, vann Rafn Viggós- son, TBK, 15:11 og 15:12 llörður Ragnarsson, lA. gaf leik sinn við Oltó (íuðjónsson. TBR. 2. HMFKRÐ: Frióleifur Stcfánsson, KR, vann Kyslcin Björnsson, TBR, 15:8 og 15:2 Bragi Jakobsson, KR. vann Ha*ng Þorstcins- son, TBK, 7:15, 15:10 og 18:15 óskar (iuðmundsson, KK, vann Viðar (iuðjónsson, TBR, 15:5 og 15:6 llelgi Bcncdiktsson, Val, vann Jóhann <i. Möllcr, TBR, 15:10 og 15:10 Ottó Guðjónsson, TBR, vann Jónas Þórisson, KR 15:10 og 15:6 Sigfús Ægir Árnason. TBR, vann Magnús Magnússon, TBR, 15:11 og 15:8 Jón Árnason, TBR vann Rjörn Árnason, KK„ 15:13 og 15:2 Sigurgeir Krlendv>on. ÍBS, gaf leik sinn við llarald Kornelfusson. 3. FMFKRÐ: Friðlcífur Stefánsson, KR, vann Braga Jakobsson, KR, 15:3 og 15:2 Óskar Guðmundsson, KR, vann llelga Bencdiktsson. Val 18:15 og 15:5 Sigfús Ægir Árnason, TBR, vann Ottó Guðjónsson, TBR, 15:11 og 15:9 llaraldur Kornclfusson, TBR, vann Jón Árnason, TBR, 15:13 og 15:1. UNDÁNtlRSLIT: Friðlcifur Stefánsson, KR, vann Óskar Guðmundsson, KR, 15:9 og 15:7 Haraldur Kornelfusson, TBR, vann Sigfús Ægi Árnason, TBR, 15:4 og 15:3. (JRSLIT: Haraldur Kornelíusson, TBR, vann Frið- leif Stefánsson, KR, 15:5 og 15:8 Tvílidaleikur karla: I. LMFKRÐ: Viðar Guðjónsson, TBR, og Hængur Þor- .teinsson, TBR, unnu Braga Jakobsson, KR, >g Jónas Þórisson, KR, 15:5 og 15:7 Hörður Ragnarsson, lA, og Jóhannes iuðjónsson, ÍA, unnu Rafn Viggósson TBR, >g Ádolf Guðmundsson, TBR, 15:11 og 15:7 \ UMFKRÐ: iigfús Ægir Arnason, TBR, og Ottó Guðjóns- on, TBR, unnu Jón Arnason, TBR, og ystein Björnsson, TBR, 11:15, 15:8 og 18:13 skar Guðmundsson, KR, og Friðleifur Stcfánsson, KR, unnu Viðar Guðjónsson, TBK, og llæng Þorstcinsson, TBR, 15:5 og 15:12. Ilörður Kagnarsson, lA, og Jóhanncs (iuðjónsson, Iá, unnu Jóhann Möllcr og Magnús Magnússon, TBR, 15:13 og 15:9 IIaraldur Kornclfusson, TBR, og Stcinar Pcdcrsen, TBR, unnu Sigurð Steingrfmsson, TBS, og Sigurgcir Krlcndsson, TBS, án leiks. UNDANÚRSLIT. Sigfús Ægir Arnason og Ottó Guðjónsson unnu óskar (iuðmundsson og Fríðlcif Stcfánsson 15:9 og 15:6 Ilaraldur Korncliusson og Steinar Peterscn unnu Hörð Ragnarsson og Jóhannes Guðjóns- son 15:3 og 15:5 ÚRSLIT: llaraldur Korndiusson og Steinar Petersen unnu Sigfús Ægi Arnason og Ottó Guðjóns- son 15:5 og 15:6 Einliöaleikur kvenna: Lovfsa Sigurðardóttir, TBR, vann Svan- björgu Pálsdóttur, KR, 11:6 og 11:1. Tvíliðaleikur kvenna: 1. UMFKRÐ: Svanbjörg Pálsdóttir, KR, og Stella Mattías- dóttir, TBS, unnu Vildfsi Guðmundsdóttur, KR, ogGerðu Jónsdóttur, KR, 15:11 og 15:12. UNDANÚRSLIT: Krla Friðriksdóttir, KR, og Krna Frankifn, KR, unnu Svanbjörgu Pálsdóttur og Stellu Matthfasdóttur 8:15, 15:4 og 18:16. Lovísa Sigurðardóttir, TBR, og Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, unnu Jónínu Nieljohnius- dóttur. KR, og Huldu Guðmundsdóttur, KR, 15:6 og 15:6. ÚRSLIT: Lovfsa Sigurðardóttir og Hanna Lára Páls- dóttir unnu Krlu Friðriksdóttur og Krnu Franklín 15:2 og 15:3. Tvenndarleikur: 1. UMFKRÐ: Sigfús Ægir Arnason, TBR, og Vildfs Krist- mannsdóttir, KR, unnu Jón Árnason og Huldu Guðmundsdóttur, TBR, 6:15, 15:9 og 15:13 Ottó (íuðjónsson, TBR, og Jónfna Nieljohni- usdóttir, TBR, unnu Garðar Álfonsson, TBR, og Gerðu Jónsdóttir, KR 15:1 og 15:3. 2. UMFKRÐ: Haraldur Kornelfusson. TBR, og Hanna Lára Pálsdóttir, TBR, unnu Jónas Þórisson, KR og Svanbjörgu Pálsdóttur, KR, 15:5 og 15:3. Sigfús Ægir Árnason og Vildfs Kristmanns- dóttir unnu Friðleif Stefánsson, KR, og Krlu Friðriksdóttur, KR, 15:9 og 15:9. óskar Guðmundsson, KR, og Erna Franklfn, KR, unnu Ottó Guðjónsson og Jónfnu Nieljohniusdóttur 15.2, 8:15 og 15:12. Steinar Pctcrsen, TBR, og Lovfsa Sigurðar- dóttir, TBR, unnu Sigurð Steingrímsson, TBS, og Stellu Matthiasdóttur, TBS, án leiks. UNDANÚRSLIT: llaraldur Kornelíusson og Hanna Lára Páls- dóttir, unnu Sigfús Ægi Arnason og Vildfsi Kristmannsdóttur 15:6, 13:15 og 15:4 Stcinar Petersen og Lovfsa Sigurðardóttir unnu Óskar Guðmundsson og Ernu Franklín 15:8 og 15:2. ÚRSLIT: Haraldur Kornelíusson og Hanna Lára Páls- dóttir unnu Steinar Petersen og Lovísu Sigurðardóttur 15:8, 8:15 og 15:10 „Old Boys“ tvíliðaleikur: 1. UMFERÐ Ragnar Haraldsson, TBR, og Gísli Guðlaugs- son, TBR, unnu Einar Jónsson og Sigurð Kr. Árnason, TBR, 15:10 og 15:7. Magnús Elfasson, TBR, og Valter Hjaltested, TBR, unnu Kristján Ingólfsson, Val og Sig- urð Emilsson, BH, 15:1 og 15:0 Matthfas Guðmundsson, TBR, og Halldór Þórðarsson, KR, unnu Gunnstein Karlsson, TBR, og Guðjón Jónsson, TBR, 10:15, 15:7 og 15:5. UNDANÚRSLIT: Magnús Elfasson og Valter Hjaltested unnu Ragnar Haraldsson og Gfsla Guðlaugsson 15:6 og 15:10 Matthfas Guðmundsson og Halldór Þórðar- son, unnu Karl Maack, TBR, og Lárus Guðmundsson, TBR, 7:15, 15:13 og 15:11. ÚRSLIT: Magnús Elfasson og Valter Hjaltested unnu Matthfas Guðmundsson og Halldór Þórðar- son 15:6 og 15:6. Einliðaleikur A-flokkur 1. UMFERÐ: Þórólfur Vilhjálmsson, TBR, vann Viðar Bragason, lA, 15:9 og 15:6. Nýl. Eirfkur Ólafsson, KR, vann Friðrík Ólafsson, UMFN, 15:8 og 15:10. Walter Lentz, KR, vann Daníel Stefánsson, KR, 18:17, 6:15 og 17:16. óskar óskarsson, TBR, vann Björk Jóhannes- son, BH, 15:12 og 15:9. Sigurður Jensson, TBR, vann Hjalta Helga- son, KR, 15:1 og 15:8. Þórður Guðmundsson, UMFN, vann Pál Páls- son, lA, 3:15, 15:3 og 15:7. Hannes Rfkharðsson, TBR, vann Guðjón Jónsson, TBR, 15:9 og 15:10. Finnbjörn Finnbjörnsson, TBR, vann Sig- urðs Þorláksson, KR, 2:15, 17:14 og 15:3. Ingólfur Jónsson, KR, vann Kjartan Nielsen, KR, 15:11 og 15:6. Hrólfur Jónsson, Val, vann Jón Sigurjóns- son, TBR, 15:6, 9:15 og 15:3. 2. UMFERÐ: Jóhann G. Möller, TBR, vann Halldór Snæ- land, KR, 15:9 og 15:9. Þórólfur Vilhjálmsson, TBR, vann Árna Sig- valdason, BH, 15:6, 6:15 og 15:12. Eirfkur Ólafsson, KR, vann Walter Lentz, KR, 15:1 og 15:2. óskar óskarsson, TBR, vann Börk Jóhannes- TBR, 15:12, 12:15 og 15:9. Hannes Rikharðsson, TBR, vann Þórð Guðmundsson, UMFN, 18:17 og 15:5. Ingólfur Jónsson, KR, vann Finnbjörn Finn- björnsson, TBR, 5:15, 15:8 og 15:5. Hrólfur Jónsson, Val, vann Jóhann Hálf- dánarson, TBR, 15:6 og 15:6. Þórhallur Jóhannesson, BH, vann Árna Guðmundsson, TBR, 15:2 og 15:4. 3. UMFERÐ: Jóhann Möller, TBR, vann Þórólf Vilhjálms- son, TBR, 15:6 og 15:9. Eirfkur Ólafsson, KR, vann óskar Óskarsson, TBR, 15:7 og 15:3. Hannes Ríkharðsson, TBR, vann Ingólf Jóns- son, KR, 15:10 og 15:10. Hrólfur Jónsson, Val, vann Þórhall Jóhannesson, BH, 15:11 og 15:3. UNDANÚRSLIT: Jóhann Möller, TBR, vann Eírfk Ólafsson, KR, 15:8 og 15:8. Hannes Rfkharðsson, TBR, vann Hrólf Jóns- son, Val, 15:12 og 17:14. ÚRSLIT: Jóhann Möller, TBR, vann Hannes Rfkharðs- son, TBR, 15:8 og 15:11. Tvíliðaleikur — A flokkur: 1. UMFERÐ: Sigurður Þorláksson, KR, og Hjalti Jónsson, KR, unnu óskar óskarsson, TBR, og Jón Sígurjónsson, TBR, 15:8, 9:15 og 15:9. Sigurður Jensson, TBR, og Finnbjörn Finn- björnsson, TBR, unnu Halldór Snæland og Walter Lentz, KR, 18:14 og 15:8. Þórhallur Jóhannesson, BH, og Árni Sig- valdsson, BH, unnu Þórð Guðmundsson, UMFN, og Friðrik Ólafsson, UMFN, 15:10 og 15:5. Halldór Friðriksson, KR, og Ingólfur Jóns- son, KR, unnu Pál Pálsson, lA, og Viðar Bragason, lA, án leíks. 2. UMFERÐ: Hannes Rfkharðsson, TBR, og Þórólfur Vil- hjálmsson, TBR, unnu Kjartan Nielsen, KR, og Eirík Ólafsson, KR, 15:12 og 15:7. Sigurður Jensson, TBR, og Finnbjörn Finn- björnsson, TBR, unnu Sigurð Þorláksson, KR, og Hjalta Jónsson, KR, 13:15, 15:5 og 15:3. Þórhallur Jóhannesson, BH, og Arni Sig- valdsson, BH, unnu Halldór Friðriksson og Ingólf Jónsson, KR, 15:7 og 15:11. Oddaleik þurfti til þess að fá frar Steinar og Lovísu. Mynt in er úr o Jóhann G. Möller, TBR, og Axel Ammendrup, Val, unnu Jóhann Hálfdánar- son, TBR, og Árna Guðmundsson, TBR, 15:8 og 15:3. UNDANÚRSLIT: Finnbjörn Finnbjörnsson og Sigurður Jens- son unnu Hannes Rfkharðsson og Þórólf Vil- hjálmsson 15:3 og 15:8 Jóhann G. Möller og Axel Ammendrup unnu Þórhall Jóhannesson og Arna Sigvaldsson 15:10 og 15:12. ÚRSLIT: Jóhann G. Möller og Axel Ammendrup unnu Sigurðs Jensson og Finnbjörn Finnbjörnsson 15:4 og 15:12. Einliðaleikur kvenna A- flokkur: (JRSLIT: Kristfn Kristjánsdóttir, TBR, vann Bjarn- heiði Ivarsdóttur, Val, 12:11 og 11:6. Tvíliðaleikur kvenna A- flokkur: 1. UMFERÐ: Anna NjálsdótTir, TBR, og Sigrfður Jóns- dóttir, TBR, unnu Heigu Ragnarsdóttur og Elfnborgu ólafsdóttur, BH, 15:8 og 15:7. UNDANÚRSLIT: Auður Erlendsdóttir, TBS, og Jóhanna Ingvarsdóttir, TBS, unnu Önnu Njálsdóttur, TBR, og Sigríði Jónsdóttur, TBR, 15:4 og 15:3. Marfa Jóhannsdóttir, TBS, og Oddfrfður Jónsdóttir, TBS, unnu Lílju Viðarsdóttur, lA, og Ásdfsi Þórarinsdóttur, lA, 15:6 og 15:6. ÚRSLIT: Auður Erlendsdóttir og Jóhanna Ingvars- dóttir unnu Marfu Jóhannsdóttur og Oddfrfðí Jónsdóttur 15:3, 15:17 og 15:10. Tvenndarkeppni A- flokkur: UNDANtlRSIJT: Hannes Rfkharðsson og Kristfn Kristjáns- dóttir unnu Jóhann Hálfdánarson og Sigrfði Jónsdóttur 15:8 og 15:6. Jóhann Möller og Asdfs Þórarinsdóttir unnu Jóhannes Egilsson og Oddfrfði Jónsdótlur 15:8 og 15:13. ÚRSLIT: Hannes Rfkharðsson og Kristfn Kristjáns- dóttir unnu Jóhann Möller og Asdísi Þórarinsdóttur 15:8 og 15:6. Þa< Ma mi!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.